Helgarpósturinn - 23.04.1982, Side 6

Helgarpósturinn - 23.04.1982, Side 6
L-helgai___________________ pásturihrL. Blað um þióðmál, listir og menningarmál. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðámenn: Guðjón Arn grimsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- j ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiösla að Hverfisgötu 8 - 10. Símar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð á mánuði kr. 40. Lausasöluverð kr. 12. Jón og séra Jón Það eru sláandi upplýsingar, sem Helgarpósturinn birtir i dag um fjölda fjárdráttar- og fjár- svikamála á tslandi. Mikiu fleiri slik mál koma upp árlega en fram kemur opinberlega i fjölmiOlum. t flestum tilfellum er um smærri upphæöir að ræða en af og til koma upp fjárdráttar- og fjár- svikamál, þar sem tugum og hundruðum þúsunda hefur verið stungið undan. Aliir hugsandi menn sjá alvöru þessa máls. Það hlýtur að vera umhuuunarefni sem fram kemurM blaðinu í dag, að fjár- dráttur hjá opinberum fyrir- tækjum ogstofnunum kemur upp mörgum sinnum á ári. Til skamms tima var meðaltaliö eitt mál á mánuði. t langflestum til- fellum veröur niðurstaöan sd, að viðkomandi er gefinn kostur á að segja upp starfi sinu og endur- greiöa peningana. Slik mál fara lágt og það má heita umdeilan- legt á sama tima og unglingar I vandræðum og óreglu verða að sæta þeim refsingum, sem lög gera ráð fyrir. A það hefur margsinnis verið bent, að mikill meirihluti svo- kallaöra sibrotamanna á fyrst og fremst við áfengisvandamál að striöa. Það sama má segja um fjölmarga þeirra, sem gerast sekir um fjárdrátt — i mörgum tilfellum er um að ræða fólk, sem býr viö óreiðu á öðrum sviðu m, að þvi er kemur fram I viðtali f blaðinu i dag. Hér er þvi ekki siöur um mannlega harmleiki að ræða en þaulhugsuð og skipulögð lögbrot — yfir leitt kemur ásetn- ingurinn ekki til fyrr en siöar. Helgarpósturinn gerir i dag út- tekt á þessum málum. Ekki er nóg meö aö á þennan hátt sé eyöi- lögð hamingja fjölskyldna og stórfé fariöi súginn heldur spilla mál af þessu tagi hugarfari þjóðarinnar. Ef hann má og getur þá skiptir ekki máli hvað ég geri, hugsa ýmsir með sér. Hvað hiiföingjarnir hafast að... Hvítflibbabrot svokölluð hafa færst talsvert i vöxt hérlendis á undanförnum árum. Meiri pen- ingar eru i umferð en áður og flciri fyrirtæki og stofnanir hafa sjálfstæöan — og oft rúman — fjárhag. Lifsgæðakapphlaupið er oröið svo yfirgengilegt, að stöðugt fleiri þurfa stöðugt meira fé handa á milli til aö geta látið eftir sér það sem nágranninn lætur eft- ir sér. Þeir sem gerst þekkja til telja útilokaö, að hægt sé að stunda fjárdrátt um lengri tima án þess að upp komist. Af og til koma þó upp á yfirborðið slik mál, sem staöið hafa árum saman. Og raunin mun vera sú, að hvit- flibbabófarnir hljóta vægari dóma en smábisarnir. Eitt slikt dæmi er rakið i Helgarpóstinum I dag. Forsendur vægs dóms i mjög umsvifamiklu fjárdráttar- og skjalafalsmáli voru meðal annars þær, að hinn ákærði hafði misst góða stöðu vegna brots sins. Hvít- flibbabófarnir eiga hins vegar I flestum tilfellum uppreisnarvon — spurningin er hvort unglingar, sem leiðast út f afbrot og óreglu m.a. vegna upplausnar á heim- ilum, eiga sér uppreisnar von eft- ir margra ára fangelsisvist. Þaö er ekki alltaf spurt hvers þeir fara á mis. Föstudagur 23. apríl 1982 Hp/rjarpri^tl irínn Með ábyrgð og virðingu Það er oröiö býsna langt slöan skrifari Eyjapósts kláraði sig af þvi aö taka próf út úr Kennaraskólan- um gamla og þótti þaö i þá daga bara þó nokkur hand- leggur, þótt ekki væri þaö nám þá komiö á háskóla- stig eins og nú er. Eyjapóstur frá Sigurgeiri JOnssyni Þegar út á akurinn kom aö námi loknu, voru ýmis viöhorf rikjandi sem þættu einkennileg i dag, bæöi þaö er að starfinu laut svo og almennri framkomu og hegöan kennarans. Gömlu lærifeðurnir i Kennara- skólanum sáu aö mestu um að uppfræöa okkur um þaö sem helst væri viö hæfi i starfinu sjálfu og nemend- um okkar væntanlegum fyrir bestu og þótti þaö hin ágætasta latina á þeim tima. En svo þegar heim kom i héraö og taka skyldi til við uppfræðslu, skorti ekki aö heldur á aö ýmsir mætir menn og konur vildu taka aö sér aö uppfræða hinn nýja kennara um það hvaö honum væri sæmilegt i starfi og utan þess og kenndi þar ýmissa grasa. Honum var m.a. sagt ab gallabuxur þættu heldur óæskilegur klæönaður i þessu starfi og vafasamt i meira lagi aö nemendur gætu boriö viröingu fyrir manni sem þannig klædd- ist. Likast til hefur hér ver- iö um arfleifö aö ræöa frá skólamanni einum ágætum sem hér starfaöi lengi og bannaði nemendum sinum m.a. lengi vel að mæta i gallabuxum i skóla. Þótti honum þá taka út yfir allan þjófabálk þegar kvenfólk i hópi nemenda tók upp á • þeim fjanda að mæta i gallabuxum með klauf og gat aldrei skiliö hverju slikt ætti aö þjóna. á var kennaranum óreynda einnig sterklega tekinn vari fyrir þvi aö leggja lag sitt viö mjög vinstri sinnað fólk,enda var þaö ekki talinn æskilegur félagsskapur fyrir uppal- endur. A þessum tima var nefnilega hin alkunna inn- ræting aö ná tökum á skóla lifinu þótt ekki væri það i öðrum eins mæli og nú hin siðari ár þegar allt morar í vafasömu fólki með enn vafasamari skoöanir. Og svo var þaö eitt atriði sem þótti þó skipta hvað mestu máli fyrir kennara- stéttina. Þaö var samneyt- iö við Bakkus. Best þótti náttúrlega af öllu að kennarar afneituöu öllu vinfengi við hann en væri ekkisliku til aö dreifa, þá varð það samneyti allt aö vera mun meira en i meðalhófi litið. Ekki þótti tiltökumál þótt dreypt væri á púrtvinsglasi viö hátiöleg tækifæri ellegar sérrilögg og þess þá vandlega gætt aö ekki örlaöi fyrir neinum áhrifum eftir slika drykkju. A mannamótum mátti kennarinn alls ekki láta sjá að hann notaði áfengi meira en lýst hefur veriö og reyndar þurfti hann mjög að vanda val sitt á þeim skemmtunum er sóttar voru. Almennir dansleikir þóttu aldeilis ekki hæfa þessari stétt manna. Eöa eins og einn ágætur maöur sagði vera meiningu sina aö prestar, læknar og kenn- arar mættu ekki láta sjá á sér vin, slik virðing hvildi yfir þeirra starfi, og slik væri ábyrgö þeirra. Þá þótti það i meira lagi varhugavert þegar nýi kennarinn tók upp á þvi að stunda hljóðfæraleik á vafasömum skemmtunum og fannst ýmsum þaö tæp- lega við hæfi. Var þó að mestu látiö óátalið. Nú skyldu ýmsir ætla aö menn meö slika ábyrgð og virðingu i starfi svo aö nálgaöist meinlætalif á vissum sviðum væru metn- ir að veröleikum i launum umfram aöra menn. Raun- in var hins vegar sú aö þau laun sem skömmtuð voru fyrir starfiö voru þannig mæld aö útilokaö var annað en iifa meinlætalifi af þeim. Ef til vill hefur þetta allt verið meö ráðum gert og til að koma i veg fyrir aö kennarastéttin hellti sér út i taumlaust bilifi. Siöan þetta var og hét hefur mikiö vatn til sjávar runniö. Og margt er þaö sem breyst hefur á þeim tima. Trúað gæti ég þvi aö nálægt 90 prósent af kenn- arastéttinni mæti til vinnu i gallabuxum á okkar tima. Þá er heilmikiö um aö kennarar i dag láti hár sitt og skegg vaxa (sem þótti lítt viö hæfi áöur). Þá er stéttin i dag talin mjög svo vinstrisinnuð og hafa ýmsir af þvi hvaö mestar áhyggj- ur. Þá ber og aö nefna aö þeir innan stéttarinnar sem á annaö borö eiga sam- neyti viö Bakkus hafa fyrir löngu lagt niður púrtvins- drukk og sérriþarnb og þykir nú fæstum tiltökumál þótt uppfræöara sjáist ingurinn einnig veriö aö bardúsa eitthvaö svipaö i landi. En kunningjar skrifara eru þeim mun betur gefnir en hann aö þeir eru búnir aö sjá aö þetta dæmi geng- ur ekki upp, jafnvel þótt þeir séu ekki búnir aö vera i starfi nema tvö til þrjú ár. Einn gerðist innanbúöar- maöur i fyrra og unir vel sinum hag, annar er upp- gefinn á tómu umslagi um hver mánaðamót og ætlar i lögguna og sá þriðji hætti i fyrra, fór að vinna á skrif- stofu i Reykjavik og vinnur þar hálfan daginn fyrir bregöa fyrir á skemmtistað þótt ekki sé þar allt uppfullt fyrir af betri borgurum. En eitt hefur ekkert breyst i timans rás og það eru launin fyrir starfið. Einhvern veginn er skrif- ara fyrirmunað aö skilja hvernig hann hefur gegn- um tiöina látið enda ná saman og það jafnvel þótt betri helmingurinn hafi einnig stundaö sina vinnu (á sömu launum). Sennilega hefur það bjargað hlutunum aö skrif- ari hefur jafnan hoppaö um borð i fiskibát yfir blásum- ariö og önglaö þar saman fé sem nægt hefur fram á vetur. Þá hefur betri helm- sömu launum og hann haföi áöur sem kennari i fullu starfi Þeir um þaö. Skrifari er svo meö endemum þrjósk- ur aö hani' neitar aö gefast upp á þvi starfi sem hann læröi til endur fyrir löngu. Svo eru nú ýmsir kostir viö þetta. Þú eyðir til aö mynda og spreðar ekki i einhverja vitleysu ef þú héfur ekki aura til þess. Þú leggst ekki heldur i neitt hóglifi I þessari atvinnu- grein. Og svo er þaö svo óskaplega kitlandi að vita af allri þeirri viröingu og ábyrgö sem er samfara þessu starfi. Þaö riöur baggamuninn. Til varnar góðskáldum Barni var mér kennt að til væri svo fákænt fólk aö þaö færi rangt meö visuna Yfir kaldan eyðisand og héldi að i öllum braglinum hennar gilti sama regla þannig að fremst stæði tvi- liður — væri vikið frá þvi hlyti aö koma forliður. Þetta fólk las sem sagt eða söng siðustu li'nuna svona ,,nú A éghvergiheima” og haföi áherslu á A i staöinn fyrir Nú á ég... (meö til- svarandi áherslu á NU). Meö slikum flutningi varö Kristján Fjallaskáld sekur um rangstuðlun og slikt þótti i bernsku minni aðal rassböguskálda. Siðan hefur býsna mik- iö vatn runnið til sjávar og margar hrellingar hefur boriö aö brageyra minu. Einkum eru þær þó hremmilegar þegar tón- skáld eöa söngvarar eru að misþyrma bragnum. Og af þvi það er nokkur lenska að fjargviörast i greinum af þessu tagi yfir einhverju sem manni þykir miður verður þessu hringboröi variö til aö skrafla um brageyra og bragfræði eða misjafnan skilning mann- anna. Þaö var á laugardaginn I siöustu viku aö ég heyröi einhvern meginpoppara landsins (hann var ekki kynntur) fara meö önd- vegisþýöingu Magnúsar Ásgeirssonar á ljóði eða ballööu Frödings um laugardagskvöldið á Giii. Þetta byrjaöi allt sæmilega þó svo takturinn væri hræmulegur, þvi'flytjendur voru búnir að gera eitthvað sem helst minnti á enskan vals úr öllu saman. En svo komu linurnar góöu: „Hann Hofs-Láki, æringi austan af landi / þar úti i túnfæti dragspiliö þandi” og þá fór nú heldur að fara um Gvend og meyna. Þvi popparinn frægi söng (og nú eru upphafsstafir aðeins notaðir til að tákna áherslu eöa ris): „hann Hofsláki Æringi Austan af Landi / ÞarútiTúnfæti Dragspilið Þandi” og guöimir mega vita hvar hann héit að höfuðstafurinn i seinni lin- unni væri. Rflergurinn málsins er vitanlega sá aö meö svona flutningi er gefiö i skyn að þessi snillingur islensks bragar sem Magnús Ás- geirsson var hafi veriö brageyrnalaus rassbögu- smiður. Það skal aö sönnu viöurkennt aö Magnús orti dálitiö frjálslega uppá hljóögap og þessvegna veröa sumar visur hans torveldar i flutningi, en hann haföi alltaf skilning á ljóðstafasetningu og brag og það eru ekki aörir en sérlega fákænir flytjendur sem þurfa nokkurn tima aö misþyrma islenskum brag- reglum þegar þeir flytja ljóö hans. Núer Magnús þvi'miöur ekki einn um að veröa illa úti þarna. 1 hérumbil hverri kirkju landsins er fluttur á jólum sálmurinn um fæöingu frelsarans sem hefstmeö oröunum „Nóttin var sú ágæt ein” og heitir Kvæði af stallinum Kristi. Sigvaldi heitinn Kaldalóns samdi við þetta ágætislag og skrifaöi aöeins texta fyrsta erindisins viö þaö. Þar setti hann þvi miöur áherslurnar svona i siöari partinum: „það Er nú Heimsins ÞrautarMein/ aö Þekkja’ann Ei sem Bæri” en svona orti Einar I Ey- dölum ekki. Hann kvað „Þaö er nú Heimsins ÞrautarMein...” og kunni aö stuðla uppá þ.Séu fleiri erindi sálmsins athuguö veröur alveg ljóst aö tvilið- ur og þriliður geta skipt sæti sem fyrsti bragliður hjá Einari og gera þaö ein- mitt þarna. En kirkju- organistar landsins eru "býsna ónæmir á aö leið- rétta Sigvalda og gera þar meö Einar aö rétt einu rassb ögus ká ldinu. Ekki væri nú margt að þótt tvö skáld væru með þessu móti rangtúlkuð i landi voru. En stundum er höggviö jafnvel atP' þeim sem sist skyldi. Þaöeru t.d. ekki mörg ár siðan Rikisút- varpið veitti verölaun fyrir lag viö texta eftir Jónas Hallgrimsson þar sem gert er ráö fyrir svona hljóö- falli: „Hafaldan Háa / hvaö Viltu Mér” og mundi þó Jónas naumast geta tal- ist til þeirra skálda sem misþyrma bragreglum! Og stundum er það svo ekki bara ljóöstafsetning sem flytjendur nauöga. Einhver göfugasti rimari á þessa tungu (og ég skal taka fram aö rimari er hér hrósyröi) er Reykjavikur- skáldiö Tómas Guömunds- son. Fáum mönnum hefur rimlistin leikiö eins á tungu og honum. En Heimir og Jónas iáta sig þó ekki muna um aö eyðileggja fyrir hon- um eitt erindi Hótel jaröar svo aö um munar. Tómas kvað ( og enn er stafsett einsogfyrr); „þá Streymir sú Hugsun Um oss sem Is- kaldur Foss/aö Allt veröi Loks upp i Dvölina Tekið Frá oss / er Dauöinn, sá Mikli Rukkari Réttir Oss / Reikninginn Yfir Þaö sem Skrifaö var Hjá oss”. Og þar meö var hann að leika sér að tveggja-oröa-rimi eða tviyrtu rimi, ,,frá oss: hjá oss”, en Heimir og Jón- as halda greinilega aö Tómas sé rimböðull hinn versti og syngja: „aö Allt veröi Loks uppi Dvölina Tekiö frá Oss” og „Reikn- inginn Yfir Þaö sem var Skrifaö hjá Oss”. Þar meö heföi Tómas rimaö þrisvar I sömu visu oss, oss, oss, og gerst bragsóði af versta tagi. Sannleikurinn er sá aö fyrir slikri meðferö á texta finnst engin músíkölsk af- sökun. Lag sem er samið i föstum takti á sér alltaf möguleika á upptöktum eöa skiptingum á hálfnótu i tvær f jóröapartsnótur, fjórðapartsnótu i tvær átt- undaparts nótur og svo framvegis. Þess vegna eiga tónskáld og flytjendur tónlistar sér enga afsökun i þessu efni og geta ekki var- ið sig með ööru en fá- kænsku og lágkúru. Og með þvi maöur á allt- af aö ljúka greinum meö jákvæðum tillögum beini ég þvi hér meö til nýkjör- innar stjórnar Stefs aö setja sér þær reglur aö greiöa engin höfundar- eöa flutningslaun til fólks sem ekki kann aögera sér grein fyrir hrynjandinni i is- lenskum kveöskap. Menn munu fljótt finna aö þaö borgar sig illa aö gera sig seka um fákænsku. H.P. Birgir Sigurísson- Heimir Pálsson—Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Sig- urður A. Magnússon. Hringborðið I dag skrifar: Heimir Pálsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.