Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.04.1982, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 23.04.1982, Qupperneq 15
15 helgarpósturinn Föstudagur 23. apríl 1982 samt ekki tekin eins mikil áhætta eins og Leikfélag Reykjavikur geröi á sinum tima þegar þeir settu upp Godot.sem var vist. mjög góð sýning. Slikar áhættur sem voru teknar bæði af Grlmu, Leikfélagi Reykja vikur og Litla sviði Þjóðleikhússins I Lindarbæ eru ekki teknar I dag, ekki list- rænar áhættur”. Nú kemur þú aö noröan frá Akureyri, þar sem þú færðir upp Þrjár systur eftir Tshe- kof, hvernig vannstu það stykki? „Það var unnið við framleiösluaöstæður, en ég reyndi að vinna gegn framleiðslu- fyrirkomulaginu, eins og ég gat. Ég setti það fram I byrjun, að ég vildi vinna leik- smiöju með leikurunum I viku,sem og við gerðum. Siðan byrjuöum við æfingar I desember. Hins vegar var hugmynd Leik- félags Akureyrar aö vinna þetta sem fyrsta verkefni siöastliöið haust. Ég sagöi þeim, aö þaö kæmi ekki til greina fyrr en eftir lengri tima. Það verður að vera góður með- göngutimi til þess að svona stórt verkefni eins og Þrjár systur gangi upp. Skoltieldir irasar Nú á leikhúsið sér fjandvini.ef svo má að orði komast, þar sem eru gagnrýnendurj hvað viltu leggja til þeirra? „Einhvern timann hefur það verið sagt, að leikhúsið verðskuldi ekki betri gagnrýn- endur en þaö er sjálft, ég veit nú ekki hvort það er satt. Ég held kannski aö aðstaða gagnrýnenda sé erfið fyrst og fremst af þvi að þetta er fólk sem oft skrifar gagnrýni I hjáverkum. Þeirra vinnuaðstaða er alls ekki nægilega góð. Það er lika þannig, aö búið er að staðla hugmyndir um þaö hvað skrifa á um leikhús i blöð. Gagnrýnendur ættu að gera meira af þvi að skrifa um það sem er að gerast i leiklist, ákveðna strauma, i öðrum löndum til dæmis. Stund- um gera þeir þetta, hafi þeir verið á ferðinni, en það er mjög handahófskennt. Þaö þarf að kynna leiklist á miklu breiöari grundvelli,hafa áhrif á leikhúsið njeð þvi að eiga frumkvæði.koma jafnvel meö hug- myndir. Og ef leikhúsin legðu fram sitt leikritaval snemma þá er upplagt aö fjalla um það og byggja upp eftirvæntingu. En varðandi gagnrýnendur þá skilur maður stundum ekki ástæöurnar fyrir þvi hvernig þeir gagnrýna eða hvaða leikhúsafstööu þeir hafa. Ef til vill gera þeir sér sumir ekki grein fyrir hvernig þetta starf þróast,vinn- an að baki einnar sýningar. Þeir hafa fáir náð þvi aö vera menn framtiðarinnar sem er sjálfsögð krafa á listamanninn i sinu starfi. Það eru til gagnrýnendur sem setja gagnrýni sina fram eins og einhvern algild- an sannleika. Þeir skýla sér á bak við frasa, ákveðin viötekin atriði sem eru vel oröuð, svo vel orðuð að þau eru næstum þvi skot- held og hin raunverulega upplifun er horf- in.” Attu þarna einkum við Ólaf Jónsson? ,, Nei, en af þvl að þú minnist á Ólaf, þá skrifaði ólafur grein um daginn i Visi þar sem hann setur áhugaleiklistarstarfsemi ákveðnar skorður og út fyrir þann ramma getur það ekki farið.sem séJjvers má vænta af áhugafeikhúsi, hvernig áhugaleikhús- bragur sé.sem er alveg út i hött. Þá vaknar lika sú spurning á að mennta gagnrýnendur, að þeir kynnist leikhúsinu innan frá,ekki bara hvernig einn heldur fleiri leikstjórar vinna, byggi ekki einungis á æviminningum gamalla leikstjóra; hvernig vann ég fyrir tuttugu til þrjátiu árum.” Einhver verður að ríða á vaðlð Nú hefur þú starfað heilmikið utanlands, kemur öll okkar upphefð að utan? Jón Gunnar Arnason telur að miðaö við Norður- lönd þá sé lsland eini staðurinn þar sem eitthvað sé að gerast i myndlistinni. „Þarna er munur á leiklist og myndlist aö leikhúsfólk hreyfir sig ekki nóg,mynd- listarmenn eru hins vegar á þönum út um 'allan heim og hafa virkilega hreyft sig. Ég lit á min vinnubrögð sem islensk. enda þótt ég hafi oröið fyrir áhrifum af útlendu fólki sem ég hef unnið meö. Ég hef unnið meö rúmenskum leikstjóra, finnskum leik- stjóra, dönskum og sænskum og leikstýrt sjálfur erlendis. En reddingavinnubrögðin hér heima færa manni ekki mikla full- nægju, einhver verður að riöa á vaðið meö önnur vinnubrögö, sýna fram á, aö þetta er ekki spurning um magn heldur gæði. Þetta er nefnilega náttúrulögmál, þegar vinnu- hraöinn er of mikill þá fylgir hugsunin ekki eftir, þú gerir aldrei úttekt á neinu, það skapast ákveðin taugaveiklun, það verður mikiö eftir af tilfinningum sem eru óuppgeröar og óánægju sem bara safnast fyrir.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.