Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.04.1982, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 23.04.1982, Qupperneq 20
Dans, hvalveiðar, Kjalferð r\r>I nQr m qIi A meðal þeirra myndefna sem Og I lOl I I IdllU h|utu styrk úr Kvikmyndasjóði Föstudagur 23. apríl 1982 —helgarpósturinri Þráinn aö gerö þeirrar myndar hefði verið á dagskrá kvikmynda- félagsins Noröan 8 frá stofnun þess. Veröur þetta leikin mynd i fullri lengd. Sigurjón Sighvatsson fékk styrk til að gera handrit að leikinni mynd og ber hún heitið Deild 10. Ekki reyndist kleift að fá nánari upplýsingar um þá mynd. Kristin Jóhannesdóttir fékk styrk til að gera handrit að mynd sem hún nefnir A hjara veraldar. Höfuðpersóna þeirrar myndar er kona sem fór ung úr sveit sinni til borgarinnar i þvi skyni að læra söng. Ekkert varð úr náminu og hefst myndin þegar börn hennar eru uppkomin. Samskipti hennar við börnin eru aðalefni myndar- innar og blandast þar inn i átök um orkumál og umhverfisvernd. t Helgarpósti fyrir hálfum mánuði var greint frá þvi hverjir hlutu styrk úr Kvikmyndasjóði þegar úthlutað var úr honum. Nú ætlum við að segja stuttlega frá þeim myndum sem styrk hlutu en ekki gafst rúm til að tiunda nánar i næst siðasta blaði. Alls hlutu sex aðilar styrk til að gera heimildamyndir og eru þær aliar af styttri gerðinni, þ.e. klukkustund eða styttri i sýningu, nema Rokk i Reykjavik. Fyrst skal nefna mynd um Helga Tómasson listdansara en kvikmyndafélagið Njála hf. hlaut 75 þúsund krónur til að gera hana. Karl Sigtryggsson, einn aðstand- enda Njálu, sagði að tökur væru eiginlega búnar og hefðu þær farið fram i New York og i Þjóö- leikhúsinu þegar Helgi dansaöi i Giselle á dögunum. Myndin verður gerð i tveimur útgáfum, enskri sem er u.þ.b. hálftimi að lengd og islenskri sem er um klukkustund að lengd. Myndin byggist upp á dansatriðum þar sem Helgi kemur fram en inn á milli er skotið viðtölum sem Sig- rún Stefánsdóttir fréttamaður átti við Helga. Er ætlunin að ljúka gerð myndarinnar með haustinu. Fyrirtækið Filmusmiðjan fékk einnig 75 þúsund krónur til að gera mynd með nafninu Miðnes- heiði. Það eru þeir Sigurður Snæ- berg Jónsson og Gunnlaugur Pálsson sem standa að gerð myndarinnar og sagði Sigurður að hér væri á ferð u.þ.b. hálftima mynd um herstööina, starfssvið hennar og áhrif á fólkið sem býr i nágrenni hennar. Gagnaöflun er á lokastigi og tökur að hefjast. Ekki kvað Sigurður ljóst hvenær myndin yrði tilbúin en vonaðist til að það yrði fyrir áramót. Isfilm hf. fékk sömuleiöis 75 þúsund krónur til að gera mynd um ferð danska fornleifafræð- ingsins Daniels Bruun yfir Kjöl árið 1898. Er ætlunin að gera þá mynd i sumar og haust. Þá fékk Páll Steingrlmsson 50 þúsund krónur til að gera mynd um hvalveiðar. Páll sagði að þetta væri gömul hugmynd og stór i sniðum, þvi ætlunin væri að gera mynd sem segði sögu hval- veiða á Islandi frá upphafi til vorra daga. — Hugmyndin er að sviðsetja hvalveiöar eins og handritin segja aö þær hafi farið fram fyrr á öldum auk þess sem við ætlum að teikna eitthvað. Þá munum við fala myndir erlendis frá af hvölum neöansjávar og i sjóbúrum og söfnum. Loks gerum við nútima hvalveiðum skil, en búast má við að þær verði úr sög- unni innan tfðar vegna þrýstings frá hvalverndarmönnum. Annars ætti ég ekki að vera að fullyrða neitt um þessa mynd þvi þetta er stórt prógramm og framkvæmd þess veltur á þvi hvort hægt verður að fjármagna hana, sagði Páll. Loks fengu þeir Karl Óskarsson og Jón Björgvinsson 50 þúsund krónur til að gera mynd um hjól- reiðar. Karl sagði að ætlunin væri að taka myndina að mestu i sumar þegar fram fer hjólreiða- keppnin Hella-Reykjavik, en einnig væri hugsanlegt að við þær myndir yrði bætt öðrum af hinum almenna hjólreiðamanni. -Karl sagði að tvennt kæmi til greina; að gera myndræna heimildar- mynd.sem byggðist á tónlist og fallegum myndum en litlu sem engu tali, eða þá beina heimildar- mynd um hjólreiðakeppnina. Myndin verður 20—30 minútur að lengd og vonaðist Karl til að gerð hennar ljúki fyrir áramót. Handritastyrkir Fjórir handritastyrkir voru veittir. Þráinn Bertelsson fékk styrk til að skrifa handrit að mynd um Sölva Helgason. Sagöi Þá fékk Andrés Indriðason styrk til að gera handrit að mynd sem hann nefnir Lára. Hún fjallar um tvær listakonur sem búa saman og verða báðar barnshaf- andi. Onnur lætur eyða fóstrinu en hin ákveður að eiga barnið, þó ekki fyrr en eftir mikil átök. Loks fékk Finnbjörn Finn- björnsson styrk til að gera graf- iska mynd sem ber heitið Hugur og hönd. Eðli málsins samkvæmt er ekki auðvelt að gera grein fyrir slikri mynd, en hún byggist á leik með liti, form og afstæður. — ÞH Rokkvík Það hefur veriö gaman að vera rokkunnandi í Reykjavík undanfarnar vikur. Hver við- burðurinn hefur rekið annan. Hljómleikar hafa verið nokkrir og góðir, hljómplötuútgáfan hefur tekið við sér eftir rólega ársbyrjun og siðast en ekki sist var frumsýnd um páskana fyrsta Islenska rokkkvikmynd- in. Af Þurstim og Þeysum Þriðja april siðast liðinn hélt Þursaflokkurinn góða og eftir- minnilega hljómleika i Háskóla- biói. Voru þetta einhverjir bestu hljómleikar sem ég hef hlýtt á hjá Islenskri rokkhljómsveit. Kom þar hvorutveggja til fag- mannlegur og góður hljóöfæra- leikur svo og þrælgóöur hljómur (sound). Efnisskráin byggðist að miklu leyti á lögum af hinni nýútkomnu plötu flokksins. Annars má eiginlega segja að þeir flytji tónlist sem sé allt frá rokki til ítalskra ariulaga. Um hæfileika þeirra félaga sem hljóðfæraleikara þarf ekki að fara mörgum orðum, en þó get ég ekki látið hjá liða að geta sér- staklega gitarleiks Þórðar, þvi hann er allur svo hnitmiðaður og ferskur, fyrir nú utan að fáir eða engir gitarleikarar hérlend- is taka betur uppbyggð sóló. En þó að Þursarnir séu nokk- urs konar barónar islenskrar rokktónlistar um þessar mund- ir, þá er þó ein hljómsveit sem hefur hrifið mig enn meir und- anfarið ár, nefnilega hijóm- sveitin Þeyr. Með þeim voru haldnir hljómleikar i Félags- stofnun stúdenta nú um pásk- a..a. Er ég hræddur um að ekki hafi það einungis verið Þeysar- arnir sem trekktu að þetta kvöld,heldur hafði verið látið aö þvi liggja að Jaz Coleman mundi troða þar upp, meö hjálp einhverra Þeysmeðlima. Ekk- ert varð úr þvl og virðist nú ein- hver hnútur kominn á þau sam- starfsmál.En hvaöum það, það var töluverður f jöldi fólks mætt- ur i Féiagsstofnunina umrætt kvöld. Fyrst kom fram hljóm- sveitin Vonbrigði. Ekki get ég nú beintsagt að þeir hafi valdiö mér vonbrigðum en þó fannst mér i flutningi flestra laga þeirra nokkuð skorta á þann þéttleika sem nauðsynlegur er við flutning rokktónlistar þeirr- ar gerðar, sem þeir leika. Eirm- ig finnst mér þeir full einhæfir og tilbreytingasnauðir hljóð- færaleikarar til að halda Uti jafn löngu prógrammi og þeir gera. Þetta þýðir þó ekki að þeir séu alvondir.þvíþaðörlaðiá mörgu góðu i tónlist þeirra og með æf- ingu og tima ættu þeir að geta orðið ágætir. Ekkert varð úr þvi að Van Heutens Koko træði upp þetta kvöld, eins og auglýst hafði ver- ið, frekar en „Iceland”. Það voru þvi Þeyr sem komu næst fram. Flutningurþeirra var all- ur pottþéttur og góður. Mér virðist hljómsveitin enn I nokkurri framför, eða öllu held- ur kannski einstakir meðlimir hennar, sem sumir hverjir eru að verða að meiriháttar hljóð- færaleikurum. Sigtryggur er t.d. frábær trommuleikari og eins er gítarspil þeirra Gulla og Steina skemmtilega samtvinn- að væri heldur leiðinlegt ef hljómsveitin færi að springa núna, svona rétt áður en það fer að koma I ljós hvort hún eigi nokkra möguleika á erlendum markaði, sem ég reyndar trúi staðfastlega að hún hafi. En hvað sem verður liggja eftir Þeysarana mjög góöir hlutir og min ósk er sú að hljómsveitin verði tiláfram. Borgstock A fimmtudaginn i síðustu viku voru svo haldnir heilmiklir hljómleikará Hótel Borg. Svona einskonar Woodstock Isienskra pönkara, eins og Mikki Pollock orðaði það. Tilefni þessara hljómleika var það aö hljómsveitin Purrk- ur Pilnikk, sem fyrir þeim stóð, að mér skilst.er nú á förum til Englands, eða öllu heldur farin til Englands. bar sem hún mun koma fram á nokkrum hljómleikum hljómsveitarinnar TheFall,sem sótti okkur heim á siðastliðnu hausti. Það var góð aðsókn á Borgina þetta kvöld og góð stemmning. Auglýst haföi veriö að fram kæmi ný hljómsveit, eða svo skildist mér, sem kallaði sig Pakkið, eöa eitthvað þvi um likt. Ekki kom hljómsveit þessi þó fram, heldur var tónlist hennar leikin af segulbandi og er ég þvi hræddur um að hún hafi farið nokkuð fyrir ofan garð og neðan hjá fólki. Hljómlist þessi var þó hin furöulegasta og allbrjálæðisleg á köflum, en þó skaut uppúr mörgum góðum hugmyndum. Ekki tókst mér að afla mér nákvæmra upplýsinga um hvaða Pakk þetta væri en þó skilst mér að þar hafi Purrkur- inn átt einhvern hlut að máli, svo ogSjopipus og Lojpipus. Fyrsta hljómsveitin sem fólk gat llka barið augum þetta kvöld voru Fræbbblarnir, sem þó höfðu ekki verið auglýstir. Þeir fluttu þrjú lög og kvörtuðu sáran, eða afsökuöu sig öllu heldur mikið,yfir að hafa ekki fengiðneitt „soundcheck” núog eitthvað heyrðu þeir illa i „monitorum”. Mér fannst þeir hins vegaröllu betri en oft áður, 'enég hef heyrt i þeim (þeirspil- uðu lika mjög stutt) og greini- legt er að þeir eru að reyna að þróa tónlist sina, en þó innan ramma þess aö áfram megi kenna þá viö pönkið. A eftir Fræbbblunum kom svo hljómsveitin Q4U fram. Hljóm- sveit þessi beitir ýmsum brögð- um til að ná til áheyrenda (horfenda) og virðast I ýmsu vera notaðar gamlar breilur, eins og KGB er sagt hafa beitt meðgóöumárangri,þ. e.þarer kvenfókinu beitt fyrir. Og ekki sakar þegar þær eru tilbúnar að bera brjóst sín til aö draga karlpeninginn frekar að. En hvaö með tónlistina? Hún er nú ekki ýkja merkileg en þó hef ég lúmskt gaman af þeim (ætli ég séað falla fyrir gömlu brögðun- um). Jonee Jonee er all sérstæð þriggja manna hljómsveit, með skrýtna hljóðfæraskipan, þ.e. bassi, tromma og söngur. Ég hafði ekki heyrt I Jonee slðan þeir komu fram I fyrsta skipti og þá var starfandi með þeim annar bassaleikari. Þá bjóst ég við að þeir myndu hægt og bit- andi þróa sig út úr þessari ein- földu og oft á tíðum einhæfu hljóöfæraskipan, þar sem þeir höfðu lika tilburði I þá átt. Raunin hefur þó orðið önnur, þar sem þeir virðast hafa gjör- samlega sætt sig viö þessi tvö hljóðfæri. Hætt er viö að ég myndi ekki endast til að hlusta oft á Jonee Jonee en þar sem þetta var bara I annaö skipti, hafði ég mjög gaman af þvi. Það sem ég hafði mest gaman af var trommuleikurinn. Þar er greinilega efnilegur maður á feröinni og reyndar meira en efnilegur, hann er orðinn þræl- góöur. Bodies voru næstir og verð ég að segja að þeir ollu mér nokkr- um vonbrigðum. Ekki það að þeir væru lélegir, heldur ætlast maður til meira af þeim en þeir sýndu þetta kvöld. Eins virðast mér þeir ekki geta gert það upp við sig hvortþeir eigi frekar að feta í fótspor Joy Division eða Rolling Stones. Ég hef það sem sagt á tilfinningunni að þeir geti enn betur. Hápunktur kvöldsins var svo þáttur Purrks Pilnikks. Það var liðinn all nokkur timi frá þvi ég heyrði i þeim siðast og veröur ekki annað sagt en þeir hafi komið mér þægilega á óvart. Hljóm sveitin hefur þróast mikið á þvi ári, sem liðið er frá stofn- un hennar. Þá meina ég hljóm- sveitin sjálf, þviEinar er ennþá sami öskurapinn (þetta er ekk- ert illa meint). Þeir eru fundvis- irá skemmtileg riff, strákarnir, og sem hljóðfæraleikarar eru þeir ágætir. Til dæmis virðast með Asgeiri vera kominn fram enn einn þrælgóður nýr trommuleikari. Um hljóðfæra- kunnáttu Einars er það að segja að hún er akkúrat engin, en ef hann er I þessu I og með til þess að meiöa, þá tekst honum það. Hann meiddi mig I eyrun með „klarinettuleik” sínum. Purrk- urinn lék á fullu i klukkutima og skemmti fólk sér hið besta. Enda verður þvl ekki á móti mælt að þeir eru góðir. A laugardaginn hélt svo Egó útihljómleika á Lækjartorgi en um þá ætla ég að hafa sem fæst orð, þvi þar fór flest aflaga sem aflaga getur farið á rokktón- leikum. Var ekki byrjað fyrr en rúmum klukkutima of seint, vegna bilana i tækjunum. Voru því áheyrendur margir orönir kaldir og daufir þegar spilamennskan loks byrjaði. Oti- hljómleikar eru heldur ekki réttar aðstæður til að dæma hljómsveit út frá og læt ég þvi biða betri tíma og betri Egótón- leika með það. Rokk í Rey kja vik Nú en það hefur fleira verið aö gerast en hljómleikahöld. Eins og alþjóð nú veit þá var rokk- myndin, Rokk I Reykjavik, frumsjmd um páskana. Um hana hefur verið fjallað af kvik- myndagagnrýnendum og eins hefur nokkuð verið um hana rit- að vegna fáráðlingsháttar kvik- myndaeftirlitsins, sem hefur tekið sér einskonar ritskoðunar- vald og bannað myndina stórum hópi þeirra er hana heföu sótt. Ekki ætla ég mér að fjalla neitt nánar um myndina sem slika það hafa aðrir mér vitrari menn gert, heldur vil ég geta þess að tónlistin úr henni hefur nú verið gefin út á hljómplötum og mér vitanlega mega allir kaupa þær, jafnt ungir sem aldnir. Það er margt gott að finna á þessum plötum. Nú og svo sumt sem er ekki eins gott. Nokkur atriði sem virkuðu I myndinni skila sér þó ekki ein sér á plöt- unum. 1 heildina eru þær þó góð- ar og umfram allt mjög eiguleg- ar sem heimild um blómlegt timabil i islenskri rokksögu. Sumar hljómsveitanna eru að stiga sin fyrstu spor nú, og aðr- ar eiga kannski ekki mjög langt eftir. Ungu hljómsveitirnar eru margar hverjar á eins konar stökkpalli framtiðarinnar og forvitnilegt verður að sjá hvern- ig þær þróast í framtlðinni eða hvort þær muni bara hjakka i sama farinu.sem hefur þvi mið- urorðiöalltof algengt hlutskipti islenskra poppara i gegnum ár- in. Ég sét.d. engan mun á þvi að staðna i þungarokki eða pönki. Hvorutveggja er jafn slæmt. Mér fannst gaman að heyra á plötum þessum að hljómsveitin Vonbrigði hefði til að bera eitt- hvað af þeim þéttleika sem mér fannst vanta i Félagsstofnun- inni og eins komu hljómsveitir eins og Q4U og jafnvel Tappi Tikarrass mér nokkuð á óvart. En það eru þó hljómsveitir eins og Þeyr, Þursarnir, Bara-flokkurinn og Egó sem eru i framvarðarsveitinni og ekki má gleyma Purrknum, hann á hiklaust heima þar lika. Mikki Poliock og Bodics á Hótel Borg.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.