Helgarpósturinn - 23.04.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 23.04.1982, Blaðsíða 24
24 '/•' 1 V / / V / V/ ' ' 1 , •. . , - v -x Föstudagur 23. april 1982 hp/rjHrpn^tl lhnn Bara að redda okkur nokkrum beljum — þá værum við góð Stuðarinn ræðir við Bjarna i Sjálfsfróun Það var ekki beint auðvelt að ná sambandi við Bjarna Þ. Þórðarsonar söngvara I Sjálfsfró- un. Er við hringdum var hann í sjónvarpsupptöku, cða á leiðínni í útvarpsupptöku. Svo við Stuðar- arnir ákváðum bara að sitja fyrir honum á skrifstofu Hug- rennings. Eftir aðeins klukku- tima bið þar, birtist náunginn. Jim Ijósmyndari var ekki seinn aö smella af nokkrum myndum, var orðinn of seinn á næsta stað, náttúrlega, og eftir það skelltum við okkur bara á kaffihús og hóf- um spjallið svona I rólegheitun- um. Svosem allt í iagi meö skólann — Já, þú ert ketilhreinsari? ,,Já, ég vinn á Ægisgarði við ketilhreinsun á hvalskipunum. Að visu er ég ekki að vinna i dag eins og þú sérð. Ég þurfti að taka fri út af viðtölunum. Púff! Þetta var ferlega stressandi þarna i sjón- varpinu”, bætir Bjarni við og þurrkar meikklessu úr andlitinu. „Þao þurfti að meika mann allan i framan”. — Er langt siðan þú hættir i skóla? „Já, ég hætti i 8. bekk i Lang- holtsskóla”. — Af hverju hættirðu? „Æ, ég svaf alltaf til hádegis, var vakandi fram eftir öllu á kvöldin. Það var svosem i lagi með skólann, en einstaka kennari var leiðinlegur.” Aö fá aö vera í friöi Nú setur Kristinn sig i blaðamannastellingu og spyr! — Ert þú anarkisti? „Nei, ég get ekki sagst vera anarkisti. Það er ekki hægt að þykjast vera anarkisti hér á landi. Eini hreinræktaði anar- kistinn sem ég veit um er hann Gisli á Uppsölum. Ég væri alveg til i að vera eins og hann. Hann fær að vera i friði. Borgin ætti að láta okkur krakkana fá lítiö þorp, þar sem við fengjum að vera i friði. Bara að redda okkur nokkrum beljum og þá værum við góð.” Við fáum okkur meira kaffi og Bjarni spyr hvort einhver af Helgarpóstinum hafi verið á úti- tónleikunum á torginu um siðustu helgi. Jú, ég held að einhver hafi verið þar. A.m.k. Þröstur. „Ég hélt ræðu þar,” segir Bjarni og bætir við: „Já, ræöu um hvaö það var fáránlegt að banna Rokk i Reykjavik og ég sagði aö við byggjum i fasistariki...” Efast um að það mundi þýða að ganga með kröfu- spjald. —■ Fasistariki? „Já, löggan”. — Hefuröu haft mikil afskipti af löggunni? „Já, löggan er alltaf aö snuðra á Hlemmi. Hún var t.d. að berja vin minn um daginn. Það var þannig að einhverjir strákar voru að berja vininn og löggan sá það. Vinur minn sagði löggunni að láta sig i firði. Ætli hann hafi ekki slegið eitthvaö til löggunnar, sem gerði sér þá litið fyrir og sneri upp á handlegginn á honum. Við kölluðum þá Sieg Heil. Þá rak löggan okkur út. Hún vildi ekki að við horfðum upp á þetta. — Og auðvitað passaði löggan uppá að það sæist ekkert á honum. Og svo tók löggan okkur einu sinni fyrir að sitja á gluggakistunni á Hlemmi og fór með okkur á löggustöðina. Þá voru vaktaskipti og örugglega um 40 löggur sem stóöu og hlógu að okkur. Sjáiði pönkarana! Ha,ha. Svo við hlógum bara a móti og sögðum: Sjáiði löggurnar! Þær eru alveg fáránlegar!” — Ertu mikið á Hlemmi? „Já,éghitti félaga minaþar.” — Er ekki i önnur hús að venda? „Nei, það er ekki um annan stað að ræða, ef stað skyldi kalla, þvi maður fær varla að vera þarna i friði.” — Heldurðu aö það sé ekkert hægt að gera til að fá einhvern stað fyrir unglingana? „Ég efast stórlega um að þaö mundi þýða að labba niður Laugaveg með kröfuspjald. Ekki i þessu landi!” „Anti" — Er mikill rigur á milli disk- ara og pönkara? „Nei, við pönkararnir erum oft- ast látnir I friði. Það eru helst diskarar og venjulegt fólk utan af landi, sem er eitthvaö aö skipta sér af manni.” — Af hverju ertu pönkari? „Ja, pönkari og ekki pönkari. Siðan ég kynntist krökkunum, þá hefur maður fengið eitthvað „anti” í sig. Maður byrjar á þvi að vera fúll út i stjórnina. Ég hafði bara ekki pælt i þvi fyrr. — En ef maður fengi þorp, tam. eins og Kristjaniu, þar sem engin lögga væri...” Á leiðinni i stúdióið — Hefurðu verið i Kristjaniu? „Nei, ég hef aldrei farið út fyrir tsland. Ég bið bara eftir að mér sé boðiö út. Við vorum að spá i að gefa út plötu með CRASH, en. siðan buðu Þursararnir okkur að hljóörita plötu i Grettisgati.” — Og hvenær fariði i stúdióið? „Við förum eftir einn og hálfan mánuð. Við erum að koma Pésa bassaleikara inn i lögin. Hann er i heimavistarskóla og losnar ekki fyrr.” — Æfið þið mikið i Sjálfsfróun? „Nei, við höfum engar græjur. Við höfum ekkert æft i, tja, hátt upp i hálft ár.” —• A hvaða tónlist hlustarðu? „Ég ffla allt rokk, nema helst sló rokk. Svo þrælfilaði ég 9. sinfóniu Beethovens I Clockwork Orange. Þaö var meiriháttar mynd.” Og viö fáum okkur meira kaffi og ræðum um nokkrar bió- myndir og allt I einu segir Bjarni-. ,Veistu hvaða blöð ég fila best?" Nei, hvernig á maður að vita það? „Helgarpóstinn og Mánudags- blaðið. Þau láta allt flakka.” Á varla peninga fyrir nærbuxum lengur Og þá vitum við það. Við skiptum um umræðuefni sem snarast og förum að tala um allt umtalið sem Bjarni hefur vakið. Hann er orðinn þreyttur á umræðunni um sniffið og segir; „Ef ég finn lykt af þynni, langar mig bara til að æla. Annars hef ég ekkert orðið persónulega var við neitt umtal. En sumir segja að 99,99999999% af þjóðinni sé illa við okkur.” — Er þér illa við einhvern, ég meina fyrirutan lögguna? „Það er þá helst þetta stjórnar- pakk. Þessi alþingisfyrirbæri, sem tala um ekkert nema verðbólgu, verðbólgu og aftur verðbólgu. Maður á varla pen- inga fyrir nærbuxum á sig lengur.” — Heyrðu Bjarni, hvernig fannst þér annars Rokk I Reykjavik? „Góö, mjög góð. Nema aö ég bráðnaði alveg þegar viðtalið við mig kom. Mig langaði helst á klósettið og sturta mér niður. Ég bjóst aldrei við að svona mikið yrði notaö i myndinni.” Pæli ekkert i framtíðinni — Og svona ein að lokum, hvað á að gera I framtiðinni? „Ég pæli aldrei I framtiðinni. Bara punktinum sem ég er á núna. Og svo er það náttúrlega stúdióið”, segir Bjarni að lokum — og við þökkum honum kærlega fyrir spjallið og vonum svo sannarlega að hann sturti sér ekki I klósettið að loknum lestri þess. Það er nú það Eins og eftirtektarsamir lesendur Stuðarans hafa senni- lega tckið eftir, er Maria Glsla- dóttir ekki lengur annar (eöa hinn) umsjónarmaður þcssarar opnu. Ykkur dcttur kannski I hug aö samstarfið hafi farið i hund- ana, en ég get með góðri sam- visku glatt ykkur með þvl að svo er ekki. Nei, nei, síður cn svo. Málið er einfaldlega þaö, að hún cr aö fara I próf einhverntima I næsta mánuði og það er vist betra aö vera lcsin undir þau. — Æ, þaö er svo leiðinlegt að falla á prófum! Nema hvað þegar ég mætti einsömul til vinnu á mánudagsmorguninn mætti ég, mér til mikillar gleði og ánægju, honum Kristni Pálssyni. Þekkiði hannekki? Hann er skal ég ykkur segja nemandi Gagnfræða- skólans I Keflavik og var hér i starfskynningu þessa vikuna. Hann var sannkallaöur aufúsu- gesturhérá Stuðaranum og vil ég nota þetta tækifæri og þakka hon- um fyrir komuna og samstarfið. Og P.s.!!! Elskurnar mlnar! Veríði nú dugleg að skrifa I Stuðarann. Bréf, smásögur, framhaldssögur, ljóö, teikningar, upphringingar, ábendingar, kvartanir og hvaö sem ykkur dettur i hug! Það sakar ekki aö prófa — eða hvað? Alltilagi bless.... J.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.