Helgarpósturinn - 23.04.1982, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 23.04.1982, Blaðsíða 27
Holrjarpn'rfi irinn F»^gur 23. aprii 1962 -_ Hardar vinnudeHur eða bráðabirgðasamningar? Vi6 ættum að vera farin að þekkja mynstrið: samninganefndir verkafólks og atvinnurekenda setjast niður, lýsa kröfum sinum og gagnkröfum, lýsa þvi yfir að ekki sé umræöugrundvöllur „fyrr en hinn aðil- inn kemur niöur á jörðina” og svo er mál- inu visað til sáttasemjara, verkfallsheim- ildir veittar, vferkföll hefjast, verkbann, næturfundir I Karphilsinu og svo standa menn upp og má ekki á milli sjá hver er óhressastur meö niöurstöðuna. Þessi hringrás er nú að komast á skrið. 1 samningum ASÍ og VSI sem gerðir voru í nóvember sl. var kveðið á um að samninga- viðræður skyldu hafnar að nýju ekki siðar en 15. mars og að nýir kjarasamningar skyldu taka gildi ekki siðar en 15. maf. NU eru þr jár vikur til stefnu og fáir trvla þvf og samningar takist á þeim tima. ASt hefur beðið aðildarfélög sin um að afla sér verk- fallsheimilda eigi siðar en 15. maf. Flestir búast viö átökum á vinnumarkaönum. Höfuökröfur Alþýðusambandsins i þessum samningum eru 13% grunnkaups- hækkun I áföngum á tveimur árum og full verðtrygging launa. Auk þess eru sérsam- böndin og landssamböndin með ýmsar sér- kröfur sem.eru mjög mismiklar. 1 heild er kröfugeröin mjög svipuö þeirri sem fram var sett á sl. hausti. Vinnuveitendasam- bandið metur kröfurnar þannig að þær sem strax muni hafa áhrif séu á bilinu 12 -106% en alls á samningstfmanum verði hækkun- aráhrif krafanna 32 - 135%. Enginn er svo bláeygur að láta sig dreyma um að allar kröfurnar nái fram að ganga. Atvinnurekendur kalla kröfugerð ASI „óraunhæfar” og hafa beðið Þjóðhags- stofnun að reikna út áhrif þeirra á afkomu þjóðarbúsins. Beðið hefur verið eftir þess- um útreikningum sem eru væntanlegir núna I vikulokin. Má þá búast viö aö ein- hver skriöur komist á viðræður, amk. um stund. Atvinnurekendur hafa að vanda lýst þvi yfir að ekkert svigrúm sé til grunnkaups- hækkana og þeir hafa lagt fram tillögur um verötryggingu sem ASI telur svara til 20 - 30% kaupmáttarrýrnunar. Þórir Danfels- sonhjá Verkamannasambandinu taldi ljóst að verðtryggingin yrði höfuömál samning- anna eins og svo oft áöur. I þvi sambandi má minna á að nú er unnið að umfangs- miklum breytingum á öllu verðbótakerfinu og má búast við þvi aö þær breytingar veröi mikið til umræöu I Karphúsinu i vor. r.".......... • -------------------- Eins og vant er saka talsmenn verka- lýðsins atvinnurekendur um að draga samningana á langinn. ,,Þeir leika hvern biðleikinn eftir annan,” sagði Þórir. „Þaö er þvi engin ástæða til aö vera bjartsýnn á að samningar náist án þess að til átaka komi,” bætti hann við. Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSl svarar þessum ásökunum á þá leiö aö „meðan þessar óraunhæfu kröfur eru á borðinu munum við ekki flýta fyrir viðræð- um, það er augljdst. En ef raunhæfur um- ræðugrundvöllur fæstmunum við ekki tefja fyrir samningum.” Eins og áður sagði hefur ASI beðið aöild- arfélög sin að afla verkfallsheimildar svo hægt verði að boða til verkfalls ef þörf kref- ur strax eftir 15. mai. Flestir viðmælendur blaðsins voru svartsýnir á að komast mætti hjá verkföllum. ,,En þaö er eitt aö afla verkfallsheimildar og annað að beita henni,” sagði Þórir og vildi engu spá um þaö hvort og þá hvenær henni yrði beitt. „En ég er ekki bjartsýnn á að hjá þvi verði komist,” bætti hann við. En hvemig eru deiluaöilar i stakk búnir til að fara út i harðvitug og langvinn verk- föll? Þvl flestir óttast að ef til verkfalla kemur á annaö boröi verði þau hörð og standi jafnvel langt fram eftir sumri. Heimildmaður blaðsins i verkalýðs- hreyfingunni sér ýmsar blikur á lofti innan veggja hennar þegar ljósinu er beint að samstöðunni. Þaö er hin klassfska tor- tryggni Verkamannasambandsins i garð iðnaðarmanna, „uppmælingaaðalsins”, en hún fékk aukinn byr undir vængi þegar birt varskýrsla um yfirborganir hjá verkafólki. Láglaunafólkiö veit sem er að yfirborgan- irnar eiga sér einkum stað hjá þeim sem taka laun eftir hærri töxtum meðan þaö sit- ur eftir á botninum. Við þetta bætist nýr vandi sem bónusinn hefur skapað, en hann hefur skipt hinum hefðbundnu láglauna- hópum upp i fylkingar sem ekki eru á eitt sáttar um aila hluti. „Svo er ekki vist að landsbyggðin sé óð og uppvæg i verkfall þegar fyrirsjáanlegt er að engin loðna verður veidd á árinu, þorsk- veiðar takmarkaðar og verksmiðjur standa viða verkefnalausar. Þaö er þess vegna ekki vist aö VMSt sýni mikla hörku þegar að þvi kemur að ákveða verkfallsboðun. En ef ekki næst samstaöa um verkfóll má bú- ast viö þvi að sumir hópar iðnaðarmanna rjúfi samstöðuna og boði verkföll einir,” sagði þessi heimildamaöur blaðsins. I Frelsun Suður-Georgiu vænlegur kostur fyrir breska fiotann A hverri stundu er breski flotinn, þegar þetta er ritaö, væntanlegur i námunda viö Falklandseyjareftir rúmlega hálfs mánað- ar siglingu 14.000 kilómetra vegalengd frá Bretlandi. 1 viðbdt við flotadeildina sem fyrst lagði af stað, hefur hjálparskipum og liösflutningaskipum smátt og smátt verið bætt viö, svo núeru skipi leiðangrinum far- in að nálgast sjötta tuginn. Bresku herskipin hafa yfirburði yfir argentinska flotann, en Argentinustjórn skákar i þvi skjóli hversu vegalengdin frá Bretiandi er gífurleg, oghún gerir sér vonir um að geta haldið aðkomuflotanum i skefj- um með þvi að beita flugher sinum frá stöðvum á landi, jafnvel flugbrautinni við Port Stanley á Falklandseyjum sjálfum. Fer þó tvennum sögum af, hvort argen- tinska liðinu sem hertók eyjarnar, að þvi taliö er á niunda þúsund manns, hefur tek- istað lengja þá braut svo Mirageþotur flug- hersins geti haft hennar not. En ólíklegt er að þeir sem stjórna að- gerðum breska flotans hafi nokkru sinni ætlað sér að láta fyrst skerast i odda viö Falklandseyjar sjálfar, ef til vopnaviö- skipta kemur. Bretum er jafn ijóst og Arg- entinumönnum, að þar nýtast þeim ekki aö fullu yfirburðir sinir á hafinu. Þar að auki væri 1800 Falklandseyingum teflt i bráða hættu með áhlaupiá eyjarnar, og herferðin er einmitt farin þeirra vegna. Langtum vænlegra mark fyrir breska flotann erSuöur-Georgia, þar sem fámennt argentinskt lið er fyrir i erfiöri aðstöðu og engir óbreyttir, breskir borgarar i skotlin- unni. Suöur-Georgia er tæplega 1400 kiló- metra suðaustur af Falklandseyjum, og þaðan eru um 1900 kilómetrar til megin- lands Argentinu. Þvi hefur Argentfnustjórn alls engu fram aö tefla til vemdar her- námsliði sinu á þessari eyöieyju nema flot- anum. A þeim slóðum væru yfirburðir Breta slikir, að Argentinustjóm á engan góðan kost. Herforingjaklikan I Buenos Aires er búin aö höföa svo ákaft til þjóðar- stolts, að ósigur hernámsliðsins á Suður- Georgiu værihenni mikiðáfall, en að senda flotann á vettvang til að reyna að varna Bretum landgöngu heföi trúlega i för með sér að fóma honum til einskis. Taka Suður-Georgiu án verulegs mann- falls bætti þvi stöðu bresku stjórnarinnar i deilunni um allan helmin'j, en gæti hæglega oröið argentinsku herforingjastjórninni að falli. Svigrúm Galtieri hershöfðingja til sarnninga við Bretland er þröngt, eftir þær yfirlýsingar sem hann hefur gefið til aö stappa stálinu i landa sina og fylkja þeim aö baki stjórnarinnar. Samningsgrundvöll- urinn sem Haig, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, hafði meðferöis, eftir nokkurra sólarhringa þvarg i Buenos Aires, ber þessu vitni. Meginatriöi hans munu vera þrjú. I fyrsta lagi býðst Argentinustjórn til að kalla hernámslið sitt brott af Falklands- l^orsteinn Pálsson kvaðst vera undr- andi á þvi að ASl skuli vera fariö að blása í verkfallslúðra svo snemma, þegar tæpur mánuöur er eftir af samningstimanum. „En það er fyrirsjáanlegt að ef til verk- fallsátaka kemur verði þau mjög lang- vinn,” agði hann. Ekki vildi hann að svo komnu máli spá um til hvaða mótleikja at- vinnurekendur kynnu að gripa ef ASI boðar verkfall. „Ef verkbann reynist nauðsynlegt i vamarskyni verður þvi beitt,’ ’ sagði hann. Ekki taldi áðurnefndur heimildamaður blaðsins liklegt að ASI gripi til allsherjar- verkfalls. Til þess er það of dýr og fórnfrek aðgerð. Skæruverkföll em iiklegri og verði gripiö til þeirra má telja nokkuð öruggt að atvinnurekendur dusti rykið af verkbanns- vopninu. En hvernig er samstöðu atvinnurekenda háttað? Um það er nokkuð erfitt aö segja, en eitt er þó ljóst: VSI og Vinnumálasam- band Samvinnufélaganna ganga ekki sam- einuö til þessara samningaviðræðna. VSI óskaði i upphafi þeirra eftir tvihliða' við- ræðum við ASI og var þvi ljóst aö atvinnu- rekendur vildu halda VMSS utan við. Július Kr. Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri VMSS, sagöi að það væri stefna sambandsins aö reyna að koma á samstöðu aðila vinnumarkaðarins og rikis- valdsins um gerö samninga sem taka mið af þvi aö draga verulega úr veröbólgunni. „Við teljum okkur finna að skilningur sé að aukast á þvi að þessir bráðabirgöasamn- ingar ganga ekki lengur, þeir færi okkur bara nær hengifluginu. Fyrir þessu er vilji þótt hann hafi oftast mátt vikja fyrir þeirri tilhneigingu allra aöila að visa hver á ann- an og varpa frá sér ábyrgöinni. Ég er bjart- sýnn á að ef samkomulag tækist um það langtimamarkmið að vinna bug á verðbólg- unni væri hægt að leysa úr brýnustu vanda- málunum núna fyrir 15. mai. Við munum í þessum samningaviðræðum meta stöðuna út frá þessu markmiði og taka afstööu með það i huga,” sagði Július. Hann vildi ekki útiloka aö sú staöa gæti komiðuppað VMSS gengi til samninga við ASI á undan VSl ef það teldi að hægt væri aö ná samningum sem miðuðu aö þvi að minnka verðbólguna. ,,En ég óttast að ef til átaka kemur verði þau langvinn og þess vegna er enn brýnna að menn komi sér saman um langtímastefnu,” bætti hann við. En þótt nú séu notuö stór orð og bölsýnis- menn eigi góöa daga, er ails ekki vist aö til haröra vinnudeilna komi. Það er ekki YFIRSÝN eyjum, gegn þvi að breska stjórnin snúi flota sinum við. 1 öðru lagi vilja Argentinu- menn að eyjamar séu til bráðabirgða í sameiginlegri umsjá þeirra, Breta og Bandarikjamanna. Þriöja krafa Argen- tinustjórnar er svo, að yfirráð hennar yfir Falklandseyjum séu viöurkennd að fullu og öllu af Breta hálfu fyrir lok þessa árs. Engin von er til að frú Margaret Thatcher forsætisráðherra geti sætt sig við þessa kosti fyrir Bretlands hönd. Sá sátta- grundvöllur sem breska stjórnin getur hugsaö sér felst einnig i þrem meginatrið- um. Hið fyrsta er að hernámsliðið verði á brott áöur en formlegar samningaviðræður geti hafist á ný. 1 öðru lagi sé svo búið Ihag- inn að eyjarskeggjar geti lifað daglegu lifi sinu ótruflaöir, eins og átti sér staö fyrir hertökuna. Þriðja meginatriðið i afstöðu bresku stjórnarinnar er á þá leið, að við ákvörðun framtiðar Falklandseyja skuli óskir fólksins sem þær byggir vega þyngst. Afstaða deiluaðila er litt breytt eftir tiu daga þeyting Haigs milli London, Buenos Airesog Washington. Enn sem fyrr eru að- stæður þær, að argentinska stjómin greip til hernaðaraðgerða gegn óvörðu, bresku landi til að dreifa athygli þegna sinna frá erfiðum innanlandsmálum og festa sig i' sessi. I Bretlandi eru mál svo vaxin, að hvorki frú Thatcher né nokkur annar for- sætisráðherra, sem hugsanlega tæki viö af henni, getur látíð viðgangast að herfor- ingjastjórninni I Argentinu haldist uppi að festa sig i sessi með þvi að leggja breska þegna undir harðstjórn sina. Argentinustjórn reynir að bæta stööu sina á alþjóöavettvangi með þvi aö krefjast fundar i Samtökum Amerikurikja, og skir- skota þar til ákvæöis Rio-sáttmálans frá 27 lengra siðan en I haust að samningamenn komu þjóðinni i opna skjöldu með þvl að gera bráöabirgöasamninga. Svo gæti eins farið nú. Menn gætu komist að samkomu- lagi um að rúlla boltanum áfram um hrið og fresta átökum. Eins og lesendur sjá af dagsetningunni verður lokahrina samninganna i hámarki aöeins viku fyrir sveitarstjómarkosning- arnar. Þaö er þvi eölilegt að menn geri þvi skóna að pólitikin komi til með að leika stórt hlutverk i' samningageröinni. Ekki voru þó viðmælendur okkar á þvi að það hlutverk yröi stórt. „Ég sé ekki hvaða áhrif kosningarnar geta haft og hef ekki fundiðfyrir þvi að pólitiskur þrýsting- ur hafi verið settur á samningamenn. Enda eru kjarasamningar efnahagsleg ákvörðun en ekki pólitlsk,” sagði Þorsteinn Pálsson. Heimildamaöur blaðsins i verkalýös- hreyfingunni tók i sama streng og átti ekki von á þvi að kosningarnar heföu nein mark- verð áhrif. „Ef forystumenn verkalýðsins þurfa að velja á milli flokks og hreyfingar munu þeir velja hreyfinguna og láta flokks- hagsmuni lönd og leið,” sagði hann. Hversem áhrif kosninganna verða má þó slá þvi föstu að einhverjir pólitlkusar veröi kvaddir til þegar á liður samningagerðina. Ef aö vanda lætur veröur rikisstjórnin köll- uð til leiks og beðin um einhverjar trygg- ingar. Svavar Gestsson ráNierra atvinnu- mála hefur þegar lýst þeirri skoðun stjórn- arinnar að kaup láglaunafólks þurfi aö hækka. ,,Hins vegar teljum Vjð óþarft að fólk i hæstu launaflokkunum fái hækkun, það hefur nógfyrir. En hvar mörkin eiga að iiggja er samningsatriði,” sagði hann. „Það er rangt að við i stjóminni séum með þessu að setja fram eitthvert bremsu- sjónarmið i kjaramálum. Við gefum enga forskrift aö kjarasamningum nema um stuðning við láglaunafólkið,” bætti ráð- herrann viö. Hann bjóst hins vegar fastlega við þvi að stjórnin kæmi viö sögu samning- anna, þó ekki væri enn hægt áð sjá meö hverjum hætti þaö yrði. Enn er of snemmt að spá um hvort til verkfalla kemur eða gerðir veröa bráða- birgðasamningar. En þó er ljóst aö hriöinni slotar ekki þótt ASI, VSl og VMSS komist aðsamkomulagi. Þann 1. júli eru samning- ar opinberra starfsmanna lausir. Þá hefst sami leikurinn aftur, að visu meö nokkrum tilbrigöum. En það er önnur saga. Heftir N Þröst Haraldsson eftir Magnús Torfa Ólafsson 1947 um sameiginleg viðbrögð aöildarrikja gagnvart utanaökomandi árás á eitthvert þeirra. Sú málaleitun er þó gagnslaus, þvi sáttmálinn kveður einnig svo á, aö sameig- inlegar aögeröir skuli vera i samræmi við starfshættiSameinuðu þjóðanna, og örygg- isráðið er þegar búið að kveöa upp áfellis- dóm yfir valdbeitingu Argentinustjórnar og skipa henni að kalla lið sitt brott af Falk- iandseyjum. Fyrir Argentinustjórn vakir i rauninni aö setja Bandarikjastjórn i klipu á fundi Sam- taka Amerikurikja. Reagan forseti hefur fram til þessa látið sem hann geti ekki gert upp á milli málstaðar Argentinu og Bret- lands, af þvi að milliganga stjórnar sinnar sé ómissandi eigi að afstýra vopnaviðskipt- um. Nú segir Galtieri hershöfðingi i raun- inni við Reagan, aö hann verði að knýja bresku stjórnina til undansláttar, eigi ekki til þess að koma að Bandarikin verði að taka afstöðu til málavaxta. Hviksögur eru á kreiki um aö Galtieri hafi tryggt sér fyrirfram stuðning Banda- rikjastjórnar, áöur en hann steypti af stóli Vioia fyrirrennara sinum, sem gert hafði sig liklegan til að hefja umskipti frá herfor- ingjaveldi til lýðræöislegra stjórnarhátta i Argentinu. Óþarfi er að leita slikra skýr- inga á tilhneigingu Reagans til að forða hershöfðingjanum frá afleiðingum gerða sinna. En i rauninni tók Bandarikjastjórn afstöðu, þegar öryggisráðið fjallaði um hertöku Falklandseyja. Við þá afstöðu verður Reagan að standa, nema hann vilji fórna frú Thatcher til að halda Galtieri á floti.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.