Helgarpósturinn - 09.06.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Blaðsíða 3
fiBstuFhnl: Fimmtudagur 9. júní 1983 _______ ______________-_______3 Ferðamál í brennidepli hle/gai---------------------- pústurinn Blaö um þjóömál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guöjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guölaugur Bergmundsson, Ingólfur Margeirsson, Magdalena Schram og Þröstur Haraldsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auöur Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónas- son, Magnea J. ■Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríöur Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Sigurður Svav- arsson (bókmenntir & leiklist), - Siguröur Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagn- fræöi), Guðbergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfús- son (popptónlist), Vernharöur Linnet(jazz), Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guöjón Arngrímsson, Guö- laugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: ErlaSiguröardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóö, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi, Ólafur Engil- bertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guömundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Jóhanna V. Þórhallsdóttir - Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Guömundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Dreifingarstjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866, Afgreiösla og skrifstofa eru aö Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot Al prent hf. Prentun: Blaöapríht hf. Nú fer í hönd sá tími þegar er- lendir ferðamenn flæða yfir íandið og íslenskumælandi fólk kemst í minnihluta á götunum í miðbæ Reykjavíkur og öðrum. ferða- mannastöðum. Eins og fram kemur í Helgarpóstinum í dag hafa verið talsverðar sveiflur í fjölda erlendra ferðamanna undanfarin ár og eng- inn veit hvort árið í ár veröur niður- eða uppsveifla. Talsmenn Ferðamálaráðs eru í hópi þeirra bjartsýnu og hljóðar spá ráðsins upp á 7% fjölgun er- lendra ferðamanna á þessu ári og 3,5% fjölgun að meðaltali næsta áratug. Fari sú spá eftir yrðu erlend- ir ferðamenn hér á landi 106 þús- und talsins árið 1992. Siðustu tvö ár hafa þeir verið liðlega 72 þúsund en flestir urðu þeir árið 1979 eða tæp- lega 77 þúsund talsins. Ekki fylla þó allir flokk bjart- sýnismanna í þessum efnum eins og fram kemur í samantekt Helgar- póstsins um íslensk ferðamál. Þeir eru ófáir sem telja að áhugaleysi ráðamanna og lélegt skipulag sé vel á veg komið með að ganga af ferða- mannaþjónustu dauðri sem at- vinnugrein. Eitt atriði er framar öðrum nefnt til sem skaðvaldur í ferðamálum. Það er hið háa verðlag sem hér ríkir á ýmis konar þjónustu við ferða- menn. Ef dæma á af tilsvörum við- mælenda HP er það ekki síst sá sið- ur hótelanna í Reykjvík að gefa upp gistiverð í dollurum og reikna það svo út á dagprísum sem hleypir verðlaginu upp. Er nú svo komið að hótelnýtingin í Reykjavík fer minnkandi og grípa hótelin til ýmissa misvel hugsaðra úrræða til að sporna gegn þeirri þróun. Þetta og annað sem miður fer í íslenskum ferðamálum vilja margir rekja til þess, að menntun á sviði ferðamála er mjög fátíð meðal þeirra sem að greininni starfa. Að frátöldum námskeiðum fyrir leiö- sögumenn og hótel- og veitinga- skólum er enga menntun að hafa í ferðamálum. Til dæmis verður rekstrarhliðin alveg útundan. Nú geta menn haft á því misjafn- ar skoðanir hversu æskilegt það er að laða erlenda ferðamenn hingað til lands. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að þeir liölega 70 þús- und manns sem hingað koma á ári hverju eiga umfalsverðan þátt í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, þeir skila meiru en útflutningur lag- metis, skinna- og ullarvöru saman- lagt. Ef stjórnvöld vilja tryggja það að þessi 5% gjaldeyristeknanna haldi áfram að skila sér og aukist jafnvel verða þau að huga betur að skipu- lagi ferðamála en nú er gert. Það væri ágætt að stíga fyrsta skerfiö og standa við landslög scm kveða á um tekjustofn Ferðamálaráðs, en þau hafa verið þverbrotin undanfarin ár. Af meðaljónum og kameljónum Þannig var fyrirsögnin fullmótuð og alsköpuð í huga mér þegar ég vaknaði í morgun. Svona getur svefn- inn verið gjöfull. Ég sofnaði gersamlega hugmyndalaus — og svo vakna ég með full- skapaða hringborðsgrein í huganum — meira að segja fyrirsögnin tilbúin. Og ég dreif mig á fætur og í sund. Syndandi í fullheitri laug- inni hélt ég áfram að hugsa um þetta. Meðaljónarnir voru náttúrlega sjálfstæðis- mennirnir sem keyptu ráð- herrastólana dýru verði um daginn, kameljónin fram- sóknarmenn sem gátu farið til náms, námsgreinar án innra samhengis, en samt gerist ekkert. Þannig halda kollegar mínir íslenskukenn- arar áfram að troða í menn málfræði svo þeir geti lært stafsetninguna — þó svo töl- urnar sýni greinilega að það er engin marktæk fylgni milli kunnáttu nemenda í málfræði og getu þeirra í stafsetningu. Og áfram tala menn um aukið jafnrétti, þó svo landsbyggðin haldi á- fram að vera mun lægri á samræmdu prófunum en Stór-Reykjavík. Skýringa er náttúrlega leitað (margar góðar skýringar er t.a.m. að finna í viðtali við Ólaf hrinoboröiö í dag skrifar Heimir Pálsson úr vinstri stjórnum yfir í hægri stjórnir án þess nokk- ur gæti þekkt þá frá um- hverfinu. — En heitt vatn hefur ýmislegan lækninga- mátt. Smám saman rann upp fyrir mér að þetta gengi ekki. Þetta myndi fljótt kosta það að ég ætti enga vini innan Sjálfstæðisflokksins, og meira að segja hugsanlegt að frændur mínir í Framsókn- arflokknum afneituðu mér — og vina- og frændalaus stæði ég uppi. Þar með varð ég að hafna þessari bráðsnjöllu hug- mynd, og greinin sem var al- sköpuð þegar ég vaknaði verður aldrei skrifuð. Ekki fremur en önnur snilldar- verk sem mig dreymir. En hvað skrifum við þá, riddarar hringborðsins, við sem dæmd erum til að berj- ast við vindmyllur eins og hinn sjónumhryggi. Beinast lægi vitanlega við að skrifa um grunnskóla- prófin og nýbirta skýrslu um þau. Árlega opinberast þar margháttaðir gallar skóla- kerfisins, opinbert misrétti Proppé í Nýjum menntamál- um) en þrátt fyrir skýring- arnar virðist ekkert hægt að gera — og skýringarnar ná reyndar aðeins til hluta máls- ins. Þannig er með öllu ó- skýrt hvers vegna munurinn milli dreifbýlis og þéttbýlis er langmestur í ensku. í öðrum greinum má styðjast við mál eins og „betri kennarar“, próf sem höfða meira til þéttbýlinga en dreifbýlinga o.s.frv. En þegar munurinn verður miklu mestur í einni grein er aftur erfiðara um vik. En áframhaldandi skrif um grunnskólaprófið myndu líklega aðeins leiða til tvenns. í fyrsta lagi að allir lesendur blaðsins hlypu yfir þessa grein og í öðru íagi, myndi enn fara fækkandi vinum mínum. Þá er að ieita áfram. Veðr- ið er náttúrlega kjörið um, ræðuefni og hefði legið vel við höggi fyrir fáum dögum, en nú er einmitt komið á lág- marks-jafnrétti í því efni, hlýindin farin að teygja sig norður og snjórinn að fara af túnum þar og allt sýnist stefna til betri og sælli tíða. Og þá verður allt í einu engin ástæða til að skrifa um veðr- ið. Það er einfaldlega gott. Og svona gengur það á- fram og ég sé þann grænstan að láta greinina bíða til kvölds og vita hvað dagurinn ber í skauti sér. — Og viti menn. I kaffi- hléi kemur efnið upp í hend- urnar á mér — í gervi auglýs- ingar frá Landvernd í blaði. Þar erum við hvött til snyrti- legrar umgengni m.a. með þessum orðum: „Gætið þess að landið og hin viðkvæma náttúra þess er sá arfur sem vér eigum að skila næstu kynslóð óspilltri af manna- völdum“. — Hvernig í veröldinni eigum við, vesælir móður- málskennarar eiginlega að geta kennt unglingum og börnum að umgangast tungu feðra sinna með virð- ingu þegar samtök sem hvetja til sómasamlegrar umgengni á landinu sýna móðurmálinu ekki meiri ræktarsemi en fram kemur i þessum texta? — Eða hver er óspillt af mannavöldum samkvæmt þessu? Jú, næsta kynslóð! Er kannski til of mikils mælst að þeir sem semja auglýsingar af þessu tæi at- hugi ofurlítið hvað á saman samkvæmt einföldum beyg- ingareglum tungunnar. Eða eru lesendum ekki vandandi kveðjurnar meir en svo? Ég get ekki að því gert að svona málsubbuskapur kem- ur mér ævinlega í vont skap, og sannast að segja dreg ég í efa hæfileika höfundanna til að hugsa rökrétt, fyrst sam- hengið er ekki traustara í máli þeirra. — Hinu er svo ekki að leyna að stundum get ég séð ýmislegt broslegt í subbuskapnum, eins og þeg- ar blaðmaður Moggans var upptendraður eftir hesta- mannamót og skrifaði eitt- hvað á þessa leið: „Það var tilkomumikil sjón að sjá stóðhestana koma ríðandi inn á mótssvæðið“ Því mið- ur tók meðfylgjandi mynd af öll tvímæli og sýndi að stóð- hestunum var riðið inn á svæðið, þótt hitt hefði ugg- laust verið tilkomumeira. En það var líklega þetta ó- spillta sem um ræddi í aug- lýsingunni sem kunningi minn var að hugsa um þegar hann kvað: Á útreiðartúr og í tjöldum er oft tuskast og faðmast á kvöldum en ekkert má bila ef öllu á að skila óspilltu af mannavöldum. HP

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.