Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 5

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 5
.5 ^P^turínn Fimmtudagur 9. júní 1983 vísku hótelin séu farin að finna fyrir afleið- ingum þeirrar verðlagsstefnu sem þau hafa rekið. Síðasta föstudag birtist forsíðufrétt DV þess efnis að nú hefðu hótelin tekið upp á því að bjóða íslendingum gistingu á allt að því helmingi lægra verði en útlendingar þurfa að greiða. Nú kostar tveggja manna herbergi á Hótel Loftleiðum 2.430 krónur fyrir John Smith og frú frá Manchester en Jón Jónsson og frú frá Súgandafirði sleppa með að greiða 1.200 krónur fyrir nóttina í slíku herbérgi. Að sögn Emils Guðmundssonar hótelstjóra á Loftleiðum er þetta tilraun til að fá landann til að gista á hótelum. „ Þetta tilboð gildir í ó- ákveðinn tíma og helgast af því að landinn hefur tilhneigingu til að hverfa á sumrin, þá sést hann varla á hótelunum. Það er líka lítið að gera í innanlandsfluginu á sumrin og þetta er viðleitni til að auka það“, sagði Emil. Aðrir höfðu sínar skýringar á þessu. „Þeir geta einfaldlega ekki selt þessi herbergi", sagði Tryggvi Guðmundsson. Og það er staðreynd að nýtingin hjá Reykjavíkurhótelunum hefur verið að dala að undanförnu. Tryggvi sagði að hótelin gætu sjálfum sér um kennt. „Á vet- urna eru þau með ýmiss konar tilboð, helgar- pakka oþh., og fara þá allt of langt niður í verði. Hótelin eru því rekin með tapi á veturna en því hyggjast þau ná inn á sumrin. Þetta virðist ekki standast lengur“, sagði hann. Margir höfðu líka ýmislegt út á það að setja að bjóða upp á mismunandi verð eftir því hvert þjóðerni hótelgestsins er. „Mér líst illa á allt sem heitir mismunun í verði eftir því hvaða tungumál menn tala“, sagði Birgir Þor- gilsson. “Slíkt getur þó átt rétt á sér sem kynn- ing í stuttan tíma í því skyni að ná til ákveð- inna hópa. En sem almenn stefna er það ákaf- lega varasamt". Tryggvi Guðmundsson tók undir þetta og taldi það óeðlilegt að mismuna fólki eftir þjóðernum. Og einn sem HP ræddi við varp- aði fram svofelldri spurningu: „Hvað gerist þegar John Smith tekur eftir því að Jón Jóns- son í næsta herbergi borgar helmingi minna fyrir næturgreiðann en hann sjálfur? Hótel- gestir ræða málin sín á milli og flestir erlendu ferðamennirnir fylgjast grannt með verðlag- inu“. Emil Guðmundsson viðurkenndi að lakari ■nýting hótelanna gæti verið ein skýringin á þessu nýja tilboði. En hann vísaði öllu tali um mismunun á bug. „Við erum með fjölmörg til- boð í gangi bæði fyrir íslendinga og útlend- inga. Það gætu staðið þrír útlendingar í mót- tökunni og greitt hver sitt verð fyrir sama her- bergið. Þetta er bara tilraun sem við erum að gera og óákveðið hve lengi tilboðið gildir“, sagði hann. Eitt hótel í Reykjavík, Hótel Garður, virðist telja að í óefni stefni. Þar hefur verðið í doll- urum lækkað frá þvi í fyrra. Ein af ástæðun- um er sú að helstu keppinautar hótelsins eru þeir sem bjóða upp á gistingu og morgunverð í heimahúsum og þar hefur verðið ekki hækk- að eins mikið og á hótelunum. Það staðfesti Úlfar Jacobsen sem segist eingöngu koma sínu fólki fyrir i heimahúsum hér i Reykjavik. Engin menntun í ferðamálum Hörður Erlingsson heldur því fram að ein af ástæðunum fyrir verðlagsstefnu hótelanna og reyndar mörgum öðrum hlutum sem af- laga fara í íslenskum ferðamálum sé ónóg menntun þeirra sem að férðamálum starfa. Eina menntunin sem hægt er að afla sér á sviði ferðamála hérlendis eru námskeið sem Ferðamálaráð heldur af og til fyrir verðandi leiðsögumenn. Enda segir Hörður að á því sviði sé ástandið til fyrirmyndar. ' „Það sem vantar er menntun á rekstrarsvið- inu. Erlendis eru alls staðar til skólar eða há- skóladeildir sem sérhæfa sig í að mennta fólk til að reka ferðamannaþjónustu. Hér er ekkert slíkt fyrir hendi“, sagði Hörður. Birgir Þorgilsson tók undir þetta sjónarmið Harðar. „Við höfum verið að reyna að koma svona menntun inn í viðskiptadeild Háskóla Islands en það tekur sinn tíma að fá þörfina viðurkennda. Enn hefur það ekki náð lengra en svo að nú er nokkuð um að fólk velji sér lokaverkefni á sviði ferðamála. En það er að færast í vöxt að fólk leiti eftir þessari menntun til útlanda, td. hafa amk. fimm manns farið á skóla í Lillehammer í Noregi“. Maturinn skánað Andstætt því sem gildir um hótelin hafa þeir sem reka hópferðabíla orðið að lúta verðlagsákvæðum. Þeir hafa orðið að fara bónarveginn að stjórnvöldum þegar verðið er farið að þrengja að þeim. ÚLfar Jacobsen var ekki hress með rútuverðið. „Það hefur hækk- að um 100% frá því í fyrra“, sagði hann. Georg Ólafsson sagðist ekki telja að taxti sérleyfis- og hópferðabíla hefði hækkað um- fram verðbólgu að undanförnu. „Hækkana- beiðnir þeirra eru lagðar fyrir sérstaka nefnd auk þess sem um þær er fjallað hér í Verðlags- stofnun og ráðuneytinu og þeir hafa einungis fengið sannaðar kostnaðarhækkanir bættar“, sagði hann. „Hins vegar veit ég að í þessu fagi er mikil samkeppni og mikið um að ferða- skrifstofur semji um verðið við eigendur bíl- anna. Það eru margir um hituna og hefur færst í vöxt að ýmsir aðilar, td. þeir sem reka skólabíla á veturna, fari inn á þennan markað á sumrin“. Að sögn þeirra sem til þekkja hefur þjón- usta matsölustaða farið mjög batnandi á und- anförnum árum, þótt enn sé ýmsu ábótavant, ekki síst á minni stöðum á landsbyggðinni. „Fyrir nokkrum árum fór maður hringinn í kringum landið og át lambakjöt með grænum baunum fjártán daga í röð“, sagði einn við- mælenda HP. „En þetta er að breytast, þeir eru td. farnir að þora að bjóða ferðamönnum upp á fisk“. Eins og allir vita hefur matsölustöðum fjölgað mikið í Reykjavík á undanförnum ár- um. Einna örust hefur fjölgunin verið á stöð- um sem teljast vera í milliflokki hvað verð og þjónustu snertir. Þetta hefur ma. orðið til þess að fínni staðirnir hafa orðið að koma til móts við þróunina og halda í við sig í verðlaginu. Þegar verið er að ræða íslensk ferðamál fer ekki hjá því að athyglin beinist að landkynn- ingu. Þar er víða pottur brotinn. Eitt er áður- nefnt fjársvelti Ferðamálaráðs sem ma. bitnar á kynningarstarfinu. Allir eru þó sammála um nauðsyn þess,ef við á annað borð ætlum okkur að auka ferðamannastrauminn til landsins. Náttúran eða næturlífið? En menn greinir á um það hvernig kynning- in eigi að vera og ekki síst um það hvers konar ferðamenn við eigum að leggja áherslu á að laða til landsins. Skemmtanaþyrsta karlmenn á léttasta skeiði, eins og fræg „lopapeysuauglýsing“ Flugleiða virðist höfða til,eða þá sem einkum sækjast eftir náttúrufegurð og hreinu lofti? Hörður Erlingsson segir að meðalaldur og menntunarstig erlendra ferðamanna á íslandi sé hærra en gerist og gengur á meginlandi álf- unnar. „Það fólk sem hingað kemur er ekki að leita uppi lúxus eða skemmtanir heldur nátt- úrufegurð og nýstárlegt umhverfi. Það vill að hreinlætið sé í lagi og skipulagið gott. Og þú mátt hafa það eftir mér að rallkeppni er ein- hver versta auglýsing sem við getum fengið. Fólk kemur einmitt hingað til að hvíla sig á bílum og hávaða stórborganna. Við eigum að auglýsa náttúruna og að við bönnum rall“. Góð reglugerð - en ekkert eftirlit En hvað sem landkynningunni líður er það staðreynd að hingað koma yfir 70 þúsund manns á ári frá öðrum löndum og ef vel tekst til ætti þeim að fara fjölgandi. Ekki koma þeir þó allir fyrir milligöngu íslenskra ferðamála- frömuða. Það hefur færst nokkuð í vöxt á undnförnum árum að hingað komi hópar ferðamanna á vegum erlendra ferðaskrifstofa og einstaklinga. Þessir hópar eru ekkert alltof vel séðir og hafa jafnt innlendir skipuleggj- endur ferðamála sem náttúruunnendur kvart- að undan því að þessir hópar fylgi ekki settum reglum um umgengni og viðtekunum hefðum í ferðaþjónustu. Þeim fyrrnefndu blæðir í augum að þessir hópar koma iðuléga með farartæki og allar vistir með sér og eyðavarla einni krónu í inn- lenda þjónustu. Og þeim síðarnefndu blöskr- ar oft umgengni hópanna við landið. Um þverbak keyrir þó þegar þurft hefur að kalla út hjálparsveitir til að leita uppi ferðamenn af þessu tagi á öræfunum. Þessar kvartanir hafa orðið svo háværar að i vor setti samgönguráðherra reglugerð um eftirlit með þessum hópum. Þar er þeim gert að lúta sömu reglum og innlendir skipuleggj- endur hópferða og þeir verða að hafa viður- kenndan íslenskan umboðsmann. ,,Þú mátt eiga dollarana og pundin“ Talandi um eftirlit þá er það opinbert leyndarmál að ekki kemur allur sá gjaldeyrir sem erlendir ferðamenn taka með sér hingað til lands til skila í bönkum landsins. Hér i landi strangra gjaldeyrishamla hefur alla tið blómstrað svartur markaður fyrir gjaldeyri. Þó eru menn yfirleitt sammála um að töluvert hafi úr honum dregið eftir að takmörkunum á gjaldeyriskaupum til utanlandsferða var af- létt árið 1978 en þess í stað sett á sérstakt af- greiðslugjald. Þeir sem hafa þjónustu við erlenda ferða- menn að aðalstarfi eru skyldaðir til að gefa nákvæmar skýrskur um gjaldeyristekjur sínar til Seðlabankans. En hvernig á að hafa eftirlit með þeim fjölmögu fyrirtækjum sem skipta bæði við íslendinga og erlenda ferðamenn, svo sem hótel, bílaleigur, minjagripa- og lopa- peysuverslanir og önnur þjónustufyrirtæki? Sigurður Jóhannesson hjá gjaldeyriseftir- litinu sagðist ekki telja að brask með gjaldeyri væri stórvægilegt núna. „En við erum sjálf- sagt þeir síðustu sem frétta af því. Við höldum ekki uppi neinu eftirliti með öðrum en þeim sem standa í rekstri ferðaþjónustu. Við höf- um ekkert lögregluvald og verðum að láta fólk bera ábyrgð á þessu sjálft. ” Það er sem sé erfitt að festa hönd á gjald- eyrisbraskinu. Eilitla vísbendingu um að það eigi sér stað má þó ef til vill fá í skýrslu um „Ferðamál á íslandi“ sem unnin var fyrir sam- gönguráðuneytið nú í vetur en þar er m.a. að finna samanburð á gjaldeyriskaupum bank- anna árin 1981 og 1982. Þar kemur í ljós að heildarkaup bankanna jukust talsvert árið 1982 þótt ferðamanna- fjöldinn hafi verið hérumbil sá sami. En það verða ótrúlegar sveiflur eftir greinum. Það er einkar athyglisvert að þrátt fyrir verðhækkan- ir og óbreyttan fjölda ferðamanna verður um- talsverð lækkun í gjaldeyrisskilum hótela, verslana og bílaleigufyrirtækja meðan aðrir aðilar skila svipuðum upphæðum eða meira en árið áður. Hver fær dollarana og pundin? ■1- Sl II III i ' ra myndir: Valdís Óskarsdóttir ii i » ■**•*£; imnk uiiiii r. i ■■ m, Fjölbreytni íslenskra ferðamála færist sífellt í vöxt. Þetta skip er þýskt að uppruna en í sumar ætla eigendur þess að gera það út í þrjár hringferðir um landið með viðkomu á ýmsum stöðum og bjóða upp á skoðunarferðir frá viðkomustöðunum. 50 manns komast með í hverri ferð og um borð eru öll þægindi. Enda er verð- ið töluvert hátt. Ymsum brá í brún þegar skipið birtist og vildu vita hvort ferðir þess væru löglegar. Svo er, því útgerðin uppfyllir það skilyrði að hafa íslenskan umboðsmann. „Eg held að þetta skip sé tiltölulega góður viðskiptavinur", sagði Birgir Þorgilsson markaðsstjóri Ferðamálaráðs. „Utgerð þess greiðir hér hafnargjöld og kaupir vistir og olíu auk þess sem farþegarnir versla áreiðanlega í landi. Og ekki skemma þeir náttúruna. Það er talsvert dýrt að ferðast með þessu skipi svo mér sýnist liggja beint við að líkja því við skemmtiferðaskipin sem hingað koma á hverju sumri“. Thermor ELDAVÉLA- SAMSTÆJA ✓ Odýrari en þú átt að venjast“ Thermor eldavélasamstæðan er valin af þeim er vilja vönduð og góð tæki, ódýrt. En það eru bara ekki allir sem átta sig á því, hversu hagkvæm þessi kaup eru. Lítið við og skoðið THERMOR tækin það borgar sig. KJOLUR SF. Borgartún 33.105 Reykjavík. Símar 21490 - 21846

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.