Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 9. júní 1983 JjtSsturinn Er ánægður með hvernig mér gengur 66 segir yngsti landsliðsmaður íslands í knattspyrnu, Það er ekki oft sem áhorfendur að knattspyrnu- kappleikjum í Laugardal klappa varamanni lof í lófa þegar hann fer inn á. Það gerðist þó á landsleiknum gegn Möltu á sunnudaginn var. Sásem klappað varfyr- ir heitir Sigurður JÓnsson, 16 ára piltur ofan af Skaga og yngstur íslenskra landsliðsmanna í knattspyrnu frá upphafi vega. Þótt ungur sé að árum hefur Sigurður náð langt á knatt- spyrnuferlinum. Að réttu lagi ætti hann að vera á fyrsta ári í 2. flokki. En með þeim flokki getur hann ekki keppt því hann er orðinn fastur maður í meistaraflokki ÍA. Og nú eru allar Iíkur á að Sigurður slái eitt metið enn á þessu ári: hann leikur með öllum fjórum landsliðunum í knattspyrnu sem ís- land teflir fram; drengjalandsliðinu (14-16 ára), unglinga- landsliðinu (16-18 ára), landsliði pilta undir 21 árs og A-lands- liðinu. Sigurður vinnur i sumar í Sementsverksmiðjunni, en var farinn heim uppúr hádeginu á þriðjudag þegar HP náði tali af honum. Hann var að búa sig fyrir ferð til Reykjavíkur með Akraborginni að keppa með meistaraflokki ÍA í 1. deildinni gegn Val. „Mér líður ágætlega“ Við spurðum Sigurð hvort því fylgdu ekki miklar æfingar að keppa með fjórum landsliðum og tveim flokkum hjá IA. „Jú, það getur orðið ansi mikið. Annars æfi ég ekki mikið með 2. flokki núna. Ég er orðinn fastur maður í meistara- flokki og leikir og æfingar hans stangast oft á við 2. flokk. Það getur verið ansi mikil pressa á manni en mér líður ágæt- lega“. Sigurður hóf að leika með meistaraflokki í fyrra, aðeins 15 ára gamall. í landsleiknum lék hann á miðjunni og við spurð- um hvort hann léki yfirleitt þá stöðu. „Já, mér finnst best að leika þar sem spilið er mest“. — Skorarðu mikið? „Nei, ekki ennþá. Ég er búinn að leika 10-15 leiki í 1. deild- inni og hef enn ekki skorað. Það finnst mér ekki nógu gott. En það kemur í kvöld, ég er ákveðinn í því. Ég hef stundum verið nálægt því að skora, en ekki nógu nálægt“. Sigurður hefur verið mikið í sviðsljósinu og það eru ekki bara íslenskir blaðamenn og knattspyrnuunnendur sem fylgj- ast með honum. Meðal áhorfenda á u-21 landsleiknum gegn Spáni á dögunum var njósnari frá spænska stórliðinu Barce- lona, kominn gagngert til að fylgjast með Sigurði. Hann hef- ur líka verið undir smásjá stórliða á borð við Liverpool og Leeds í Englandi, Celtic og Glasgow Rangers í Skotlandi, Feyenoord í Hollandi og belgísku liðanna Lokeren og Ander- lecht. Hefur hann einhverjar áætlanir uppi um að leggja knattspyrnuna fyrir sig sem atvinnu? „Ég hugsa ekkert um þetta núna, meistaraflokkurinn er efstur á blaði hjá mér þessa stundina". „Engin mannleg sjónarmið“ — En er það ekki kitlandi tilhugsun að vera talinn efnileg- asti Ieikmaður íslands og þó víðar væri leitað og vita að þín bíða jafnvel gull og grænir skógar? „Jú, það er ágætis tilfinning, en það getur verið gott að eiga líka frí öðru hvoru. En hver veit hvort ég legg þetta fyrir mig. Öðrum þræði langar mig til þess, ég hef svo mikinn áhuga á að leika fótbolta. Hér á landi er stöðnun 9 mánuði á ári, það fara ekki fram alvöruleikir nema í 3 mánuði yfir sumarið. Ef ég færi út gæti ég leikið og æft knattspyrnu allt árið ef vel gengur“. — En atvinnumennskan getur reynst harður bransi. „Já, ég veit það. Þar r4kja engin mannleg sjónarmið ef illa gengur". — Nú varst þú í Fjölbrautaskólanum á Akranesi í vetur, hefurðu einhverjar áætlanir um frekari menntun? „Nei, engar sérstakar. Ég veit ekki hvað ég geri í haust. Þá verð ég að gera upp minn hug og það er aðeins um tvennt að velja: knattspyrnuna eða skólann". — Nú er það algengt þegar mikið er látið með fólk að fé- lagarnir fyllist. öfundsýki og ásaki það fyrir mont og hof- móðsku, hefur þú fengið að finna fyrir slíku? „Já, ég hef eitthvað fengið að heyra það. Ég neita því ekki að ég er ánægður með hvernig mér gengur. En á stundum get- ur það verið ansi þreýtandi. Til dæmis það að blöðin fylgjast með mér þýðir að ég verð alltaf að leika vel, ég leik alltaf undir pressu. Það getur tekið á taugarnar". Sigurður Jónsson — II. deildinni leikur þú á móti mörgum sem eru mun eldri, leikreyndari og harðari af sér en þú, ertu ekkert smeyk- ur við þá? Til dæmis að þeir sparki þig niður? „Nei, ekki lengur. Ég var það í fyrra, en nú er ég orðinn nógu sterkur til að mæta þeim“. Sigurði er ekki illa í ætt skotið hvað knattspyrnuna snertir því föðurbróðir hans er enginn annar en Ríkharður Jónsson sem um langt árabil bar ægishjálm yfir aðra íslenska knatt- spyrnumenn. Ríkharður hefur reyndar tekið upp þráðinn á nýjan leik sem þjálfari yngri flokkanna hjá IA. Kunnugir segja að þar sé að vaxa úr grasi vænn hópur ungra knatt- spyrnumanna sem eigi eftir að setja svip sinn á íslenska knatt- spyrnu næstu árin ef þeir fá að vera í friði. Segja má að Sig- urður sé vaxtarbroddurinn í þessum hópi. — ÞH. Verður þrengt að hófdrykkjumöimunum 17 manna nefnd á að móta opinbera stefnu í áfengismálum Ingimar Sigurðsson: „Brýnt að auka samstarf þeirra sem um áfengismál fjalla". Árni Gunnarsson: „Meiri- hluti fólks getur ekki lært að umgangast vín“. Eitt af síðustu embcettisverkum Svavars Gestssonar sem heilbrigðisráðherra var að skipa fjölmenna nefnd til að gera tillögur „um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum“ eins og segir í skipunarbréfi. / nefnd- inni eiga sceti 17 manns tilnefndir af þingflokkunum, fimm ráðuneytum, landlcekni, áfengisvarnaráði, meðferðarstofnunum ríkisins og SÁÁ. í skipunarbréfinu segir að nefndin skuli leggja grunn „er byggja mætti á heildstæða og markvissa stefnu og löggjöf um stjórnun áfengismála, þeas. um tilbúning og dreifingu áfengis, áfengisvarnir, meðferð áfengissjúkra, rekstur með- ferðarstofnana, og um upplýsinga-, rannsókna- og fræðslu- starfsemi". Nefndin á að starfa í þrjú ár en skila ríkisstjórn- inni yfirliti um störf sín á sex mánaða fresti. Innan þriggja mánaða á nefndin að skila tillögum um átak i áfengismálum sem setja mætti af stað þegar á næstu misserum og á sama tíma á hún að taka afstöðu til þess „hvernig standa skuli að stefnumörkun varðandi önnur vímuefni en áfengi og hvort tengja skuli þessa þætti“. Mótar áfengislöggjöfina Förmaður nefndarinnar er Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri i heilbrigðisráðuneyti en varaformaður Ingimar Sigurðsson deildarstjóri í sama ráðuneyti. Ingimar sagði í viðtali við HP að enn hefði ekki verið haldinn fundur í nefndinni en það yrði gert síðar í þessum mánuði og yrði verkum þá skipt niður á menn. „Þetta er ákaflega víðfeðmí starfssviðognær til allra þátta áfengismála. Auk stefnumörkunar tel ég sérstaklega mikil- vægt að koma á stjórnunarlegu samstarfi milli allra þeirra s'em afskipti hafa af áfengismálum. Það hefur að mínu mati verið allt of lítið og mikið skort upp á samvinnu og upplýs- ingastreymi!1 — Má vænta þess að nefndin geri tillögur um breytingar á áfengislöggjöfinni og að hún taki afstöðu til þess hvort hér megi selja áfengan bjór? „Um það er erfitt að segja á þessu stigi, en ég tel víst að nefndin komi til með að móta áfengislöggjöfina,ekki sist þá þætti sem snúa að áfengisvörnum og meðferð áfengissjúkra. Um bjórinn veit ég ekki, það eru svo skiptar skoðanir um hann. Sjálfur hefur maður sína prívatskoðun og þótt maður telji sig hafa nógu sterk bein til að taka bjórnum er ekki víst að maður vilji kalla hann yfir börnin sín. En eins og ég segi; um þetta er lítið hægt að segja áður en nefndin er tekin til starfa;* sagði Ingimar. Minna framboð = minni neysla Aðdragandi þessarar nefndarskipunar var sá að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um efnið i maí 1981. Einn flutningsmanna þeirrar tillögu var Árni Gunnarsson þáver- andi alþingismaður en hann á sæti í nefndinni fyrir hönd Alþýðuflokksins. Hvað er honum efst í huga varðandi starf nefndarinnar? „Við sem að flutningi tillögunnar stóðum byggðum hana að miklu leyti á ályktunum frá Alþjóða heilbrigðisstofnun- inni, WHO, um viðnám gegn ofneyslu áfengis. Þar er að finna fjölmörg atriði sem of langt yrði upp að telja. JEn grundvallaratriðið er það að því minna sem framboð á áfengi er því minni er neyslan. Þetta er ma. niðurstaða sem fínni víndrykkjtTþjóðir eins og Frakkar hafa komist að. Það hefur sýnt sig að það er harla lítið hald í kenningum um að fólk geti lært að umgangast áfengi. Það getur verið að viss, lítill hluti fólks geti það, en meirihlutinn er ekki fær um það“ — Ertu með þessu að leggja þeim lið sem vilja setja á vín- bann? „Nei, ég er ekki talsmaður strangrar haftastefnu í áfengis- málum og sjálfur er ég ekki bindindismaður. Ég vil frekar leggja áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi starf, sérstaklega á grunnskólastiginu. En það er staðreynd að áfengið er mesta heilbrigðisvandamál á íslandi og við því verður eitthvað að gera. Það verður að skapa stemmningu fyrir því að finna lausn á vandanum. Einn liður í slíkri stemmningu væri að skafa þá gloríu af brennivíninu sem það hefur verið hjúpað, ma. af ýmsum góðskáldum þjóðarinnar.“ — Hvað með bjórinn? „Ég veit ekki hver verður niðurstaða nefndarinnar um bjórinn. En við verðum að vera harðir á því að vilja takast á við vandann. Ég man að þegar ég var að mæla fyrir þings- ályktunartillögunni árið 1980 nefndi ég að þá höfðu 5 þúsund manns hlotið meðferð á stofnunum hér innanlands og 600 í Bandaríkjunum. Ég vitnaði líka til rannsóknar sem Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi og fleiri gerðu á sínum tíma. Þar kom í ljós mikill munur á áfengisneyslu í þéttbýli og dreif- býli hér á landi. Þeir fundu út að í þéttbýli var hætta á að 13% unglinga yrðu áfengissjúklingar en í dreifbýlinu var sama tala aðeins 4%. Þarna er mikill munur á og þessi rannsókn rennir enn frekari stoðum undir það sem ég sagði áðan að því minna sem framboðið er því minni er neyslan," sagði Árni Gunnars- son. Auk þeirra Páls, Ingimars og Árna eiga eftirtaldir sæti í nefndinni: Árni Einarsson, Björgólfur Guðmundsson, Guð- rún Ágústsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Gunnar Gunnars- son, Jóhannes Bergsveinsson, Jón Ormur Halldórsson, Jón Helgason, Kristín Jónsdóttir, Níels Árni Lund, Ólafur Haukur Árnason, Ólafur Walter Stefánsson, Pétur Sigurðs- son og Sigmundur Sigfússon. Ritari og starfsmaður nefndar- innar hefur verið ráðinn Hrafn Pálsson félagsfræðingur. — ÞH

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.