Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 8
8
Fimmtudagur 9. júní 1983
Manuela Wiesler á ferð og flugi:
tónleikar á ári
í ýmsum þjóðlöndum
Manuela: Mun leika mikið af Mozart á næstunni.
sÝiiiiif|sirsnlir
Listmunahúsiö:
Á laugardag verður opnuð sýning á
verkum eftir Gunnar Örn Gunnars-
son. Hann sýnir m.a. acrylmyndir
teikningar, vatnslitamyndir og dú-
kristur. Opið kl. 14—18 um helgina,
10—18 á virkum dögum nema mánu-
dögum, þá er lokaö.
Ásmundarsalur:
Samsýning feðganna Sigurbjörns
Eldon Logasonar og Loga Eldon Sig-
urbjörnssonar. Þeirsýnatæplega 100
málverk sem eru til sölu.
Kjarvalsstaðir:
Ljósmyndafólagið Hugmynd sýnir
Ijósmyndir og Richard Valtingojer er
meö grafíksýningu og er þetta síöasta
sýningarhelgi. Opið kl. 14—22.
Norræna húsiö:
Yfirlitssýning á verkum Sven
Havsteen Mikkelsen I kjallara. Síð-
asta sýningarhelgi. í anddyri eru
myndir eftir Karl Erik Ström og bóka-
safnið er opið á laugardaginn milli
13—19 og 14—17 á sunnudaginn og á
kaffistofunni er hægt að fá hressingu
milli 9—19 laugardaginn og 12—19 á
sunnudaginn.
Mokka:
Pétur Stefánsson sýnir oliumyndir á
pappa. Opiö virka daga kl. 9.30—23.
30 og sunnudaga kl. 14-23-30.
Listasafn Einars
Jónssonar:
Opiö miövikudaga og sunnudaga kl.
13.30—16. Stórfenglegar höggmynd-
ir.
Gallerí
Langbrók:
Langbrókarmunir til sýnis og sölu.
Opið virka daga kl. 12-18.
Safn Ásmundar
Sveinssonar:
Yfirlitssýning á höggmyndum meist-
arans. Opið alla daga kl. 14-17. Lokað
mánudaga. Ókeypis aðgangur.
Bogasalur:
Myndir úr íslandsleiðöngrum og
fleira nýtt. Opið alla daga kl. 13.30-16.
Sýningin stendur út ágúst.
Listasafn ASÍ:
Lokað f júní.
Asgrímssafn:
Búið aö opna. Opið daglega kl.-
13.30—18 nema mánudaga. Til
ágústloka. Strætó 10 frá Hlemmi.
Icikhns
Félagsstofnun
stúdenta:
Jökull og við. Sýningar laugardag,
sunnudag og mánudag kl. 20.30. Já,
listatrimmið heldur áfram og enginn
missir af. Allir út aö trimma.
Þjóöieikhúsið:
Laugardagur: Grasmaökur i síðasta
sinn.
Sunnudagur: Cavalleria Rusticana
og Fröken Júlía.
Tvær sýningar eftir.
Leikfélag
Reykjavíkur:
Föstudagur: Guðrún eftir Þórunni
Sigurðardóttur.
Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan
Ragnarsson.
Sunnudagur: Úr Iffi ánamaðkanna
eftir Enquist.
Austurbæjarbíó:
Laugardagur kl. 2330 Hasslð henn-
ar mömmu eftir Dario Fo.
Allra sfðustu sýnlngar á þessu leik-
árl.
Alþýöuleikhúsið:
Neðanjaröarlestin eftir Imamu Amiri
Baraki. Slðasta sýning i Félagsstofn-
un stúdenta I kvöld kl. 21. (fimmtu-
dag). Og nu
mætum við ölll
— Þessi vinna er mikil og hörð
en ofsalega skemmtileg og gefur
mér mikið, segir Manuela Wiesler
sem komin er hingað til lands sem
sólóleikari á áskriftartónleikum
Tónlistarfélagsins n.k. mánudags-
kvöld í Þjóðleikhúsinu en þar verða
flutt verk eftir Leif Þórarinsson.
Alls taka 12 hljóðfæraleikarar þátt
í tónleikunum.
Manuela hefur dvalið erlendis
síðan í haust og haldið konserta
víða um heim og tekið þátt í marg-
breytilegri tónlistarstarfsemi.
— Mörg verk Leifs sem þú flytur
á tónleikunum eru samin sérstak-
lega fyrir þig?
— Já, það er mikil ábyrgð að
leika verk sem samin eru sérstak-
lega fyrir flytjandann. En það er
einnig mikil gjöf og krefst þess að
hljóðfæraleikarinn leggi sig allan
fram. Við Leifur höfum unnið sam-
an allt frá árinu 1975 er hann samdi
dúó fyrir okkur Snorra Sigfús Birg-
isson sem nefnist Per Voi. Við Leif-
ur vinnum mjög vel saman, við höf-
um mjög svipaðar hugmyndir um
tónlist — og trúmál reyndar líka.
— Hvað hefur á daga þína drifið
í útlandinu?
— Á tímabilinu 1. október 1982
til 1. október 1983 hef ég bókað 150
konserta. Af þeim hef ég nú þegar
leikið um 130 konserta. Þetta eru
tónleikar sem haldnir hafa verið
víða um heim; í Bandaríkjunum,
Austurríki og í Skandinavíu. Af
þessum 150 konsertum eru aðeins
tveir bókaðir á íslandi og þessi er
annar þeirra.
— Þú hefur sem sagt verið á ferð
og flugi?
— Já, það er víst óhætt að segja
það! Éghefbúiðáhótelherbergjum
frá því á jólum og ekki haft annað
með mér en eina ferðatösku og
flautuna mina. En það er mjög
þroskandi að bjarga sér með lítið og
kunna að skammta sér. Þessi tími
hefur einnig verið mjög gefandi fyr-
ir list mína.
— Þú hefur einnig dvalið um
tíma í Svíþjóð?
— Jú, það er rétt. Ég var ráðin
hjá tónlistarsamtökum ríkisins —
Rikskonsertei' — og ferðaðist um
Svíþjóð þvera og endilanga. Starf
mitt fólst í að leika fyrir unglinga í
skólum og kynna þeim tónlist. Það
var mjög heillandi og skemmtileg
vinna. Þetta eru unglingar á gelgju-
skeiði, yfirfullir af vandamálum og
vannærð tónlistarlega; eru músík-
soltin án þess að vita það. Það er
spennandi að vekja upp tónlistará-
huga hjá ungu fólki sem aldrei hef-
ur átt tækifæri til að kynnast henni.
En slíkt starf krefst töluverðrar ein-
beitni og það þarf að fara rétt að
krökkunum. Því þau eru full for-
dóma og tortryggni þegar maður
kemur til þeirra með flautuna í
hendinni. Ég er eins konar ljóna-
temjari.
— Þú réðst í að leika inn á fjórar
plötur í haust?
— Já, ég stóð að þessu alveg sjálf
— og lék inn á fjórar breiðskífur.
Ég hef ekki haft neinn umboðs-
mann en séð um söluna sjálf. Hins
vegar hef ég verið svo mikið erlend-
is undanfarið að ég hef því miður
ekki haft tíma til að selja hana sem
skyldi. En vonandi stendur þetta
allt til bóta. Ég komst reyndar niður
á Torg að selja plöturnar um dag-
inn. Það var voða skemmtilegt.
— Og hvað er framundan?
— Ég á enn um 33 konserta ó-
spilaða til 1. október. Síðan mun ég
ferðast aftur um Svíþjóð á vegum
Rikskonserter í haust. Og síðan
tekur við nýtt konsertár eftir 1. okt-
óber, en í þetta sinn ætla ég að
minnka við mig; tónleikarnir verða
ekki fleiri en eitt hundrað á næsta
tónleikaári. Ég mun leika mikið af
Mozart á næstunni; hlakka óskap-
Um þessar mundir heldur Gallerí
Austurstræti 8 upp á 1 árs afmæli
sitt. Gallerí Austurstræti 8? Jú, það
er útstillingarglugginn við hliðina á
Bókaverslun ísafoldar. Galieriið
hefur í tilefni afmælisins gefið út
plötu sem nefnist „Tvöfalt siðgæði"
og eru lögin flutt af grúppu er heitir
BIG NÓS BAND.
Galleríð var opnað 5. júní 1982
og sagði einn aðstandenda þess,
Halldór Bragason, að þar hefðu
verið sýndar myndir jafnt og þétt.
Tilgangurinn væri m.a. að auðga líf
þeirrar götu sem meistari Kjarval
dvaldi svo lengi við.
Halldór sagði að aðstandendur
Gallerísins viidu vekja athygli á
lega mikið til þess!
Og við sem fáum að njóta þess að
hlusta á Manuelu, hlökkum einnig
til að hlýða á flutning hennar. Hún
verður bara betri og betri. — IM
þeim orðum Mondreianis, að í
framtíðinni væri myndlist óþörf
eins og hún' væri iðkuð nú, vegna
breyttra aðstæðna, þeas. myndlist
verði hluti af tilverunni sem endur-
speglist m.a. í arkitektúr og fleiri
þáttum þjóðfélagsins. Þetta leiðir
til breytinga á fegurðarskyni al-
mennings.
Nú stendur yfir sýning Pjeturs
Stefánssonar í sýningarkassanum
og ber hún yfirskriftina „Díter að
drekka bóndabæ“. Þá má geta þess
að plata Big Nós Bandsins er til-
einkuð kosmískum vísindum lífs-
ins og hljóðfæraleikarar og flytj-
endur tugur manns,þar af flestir
þekktir popparar. Dreifingu annast
Grammið.
SúNíunda ogNýja Húsið
Það var svolítið merkilegt að
heyra loks Þá Níundu í hljóm-
leikasal á íslandi, eftir að hafa
sungið í henni opinberlegá, lík-
lega 9 sinnum og ugglaust 99 sinn-
um á æfingum.
Það þótti i mikið ráðist fyrir 17
árum, þegar Róbert A. Ottóson
og Fílharmónía bjuggust til fyrstu
átaka við þetta verk. Getum við
þetta „fáir, fátækir, smáir“?
hugsuðu sumir. „Þið vitið hvað til
stendur: Níunda Beethoven",
sagði Róbert á fyrstu æfingunni.
Og menn drúptu höfði og fannst
þeir vera að leggja upp í heilaga
krossferð. Og aðsóknin var slík,
að endurtaka þurfti verkið fjór-
um sinnum og sjálfsagt oftar,
hefði einn einsöngvarinn ekki
orðið að fara til útlanda að syngja
þar. Fyrrum bókmenntaprófessor
minn fór i öll fimm skiptin.
„Þetta er svo mikill skáldskapur“,
sagði hann.
Það er ekki lengdin, sem vex
mönnum í augum við Níundu
Sinfóníuna. Kórkaflinn er ekki
nema um það bil stundarfjórð-
ungur. En þetta var erfitt kortér.
Beethoven var ekki vanur að auð-
velda mönnum hlutina. Um að
gera að hafa þetta nógu harðsvír-
að og erfitt, því að menn vaxa af
erfiðleikunum. Þeir hugsuðu.víst
eitthvað í svipuðum dúr hann og
Bjarni Thorarensen.
Og menn sigruðust á erfiðleik-
unum og uxu af þeim, svo að nú
geta þeir sagt með nokkru yfir-
læti: Var þetta allt og sumt?
Hvað er annars svo merkilegt
við þennan kórþátt, að hann hef-
ur Ieyst ófáar milliríkjadeilur?
Þrásinnis hefur það komið fyrir,
þegar menn gátu ekki komið sér
saman um, hvaða þjóðsöng skyldi
leika við opnun alþjóðahátíða
eða hvernig opnunarlagið mætti
vera ættað, þá hafa þeir að lokum
sæst á aðalstefið úr 4. þætti 9. sin-
fóníu Beethovens.
Þessi laglína er nauðaeinföld
og af íslenskum textum passar
hún langbest við „Bráðum koma
blessuð jólin“. Kvæði Schillers
„Til gleðinnar“ (eða „frelsisins"
eins og það hét víst í frumgerð) er
langt frá því að vera meðal bestu
ljóða hans. En úr þessu tvennu
spinnur Beethoven þetta óhemju-
magnaða verk, sem er eitthvert
skýrasta dæmi þess, að úrvinnsla
efnisins er aðalatriðið, þótt frum-
efnin verði að vísu að vera þokka-
leg.
Hér er ekki ástæða til að fjöl-
yrða um þennan tiltekna flutning
Níundu Sinfóníunnar. Svo er
margt sinnið sem skinnið hvað
varðar æskilegan hraða, áherslur
o.s.frv. Það mun fremur verða í
minnum haft, að í lok seinni
flutnings hennar laugardaginn 4.
júní 1983 voru stofnuð Samtök
um Tónlistarhús.
Þegar við „fáir, fátækir, smáir“
verðum búnir að láta reisa þetta
hús eftir nokkur ár,þá munum við
undrast, hvers vegna ekki var
löngu búið að því. Og við munum
segja eins og eftir flutning Ní-
undu Beethovens: Var þetta allt og
sumt?
Þetta hús, sem hér um ræðir,
kostar nefnilega ekki meira en
einn togari. Togarar sýna yfirleitt
bókhaidslegt rekstrartap. Samt
eru þetta nauðsynleg atvinnu-
tæki, sem m.a. skapa efnahags-
legan grundvöll að menningarlífi.
Þetta hús mun líka áreiðanlega
sýna bókhaldslegt tap. Samt er
það menningarleg nauðsyn á
sama hátt og skóli eða sundhöll,
sem allt verkar hvetjandi á efna-
hagslífið, hversu undarlega sem
það kann að hljóma. Það er stað-
reynd, að stórhugur í menningar-
málum eykur bjartsýni og dugnað
í atvinnulífinu. Ein meginástæð-
an fyrir stöðnun í efnahagslífi
austantjaldsrikja er án efa höml-
urnar, sem þar eru lagðar á skap-
andi menningarviðleitni.
Þótt mörg hús séu til, þar sem
gerlegt er að spila margt gott, þá
er ekkert hús til, sem beinlínis hef-
ur átt að vera tónleikahús. Og
enda þótt nokkurs flumbrugangs
„Beethoven var ekki vanur að
auðvelda mönnum hlutina“, seg-
ir Árni Björnsson m.a. í umsögn
sinni.
og glámskyggni virðist gæta i
þessum undirbúningsrokki, t.d.
varðandi stærð hússins og rekstr-
argrundvöll, þá er fagnaðarefni,
að nokkur hundruð manns skuli
leyfa sér í yfirvofandi kreppu að
hugsa stórt í þessum efnum, jafn-
vel þótt það sé ekki nema meðal-
stórt.
Því sem dæmi um það, hvað
þetta er í rauninni lítið fyrirtæki,
má nefna að þetta myndi að með-
altali kosta hvern skattgreiðanda
eittþúsund krónur eða tvær áfyll-
ingar af bensíni. Og kannski væri
einmitt ekki vitlaust að skatt-
leggja fólk og fyrirtæki í þágu
tónlistarhúss í hlutfalli við bíla-
stærð þeirra og önnur stöðutákn.
Og svo annað dæmi sé tekið, þá er
þetta ekki nema hluti af því fé,
sem Alusuisse hefur svikið undan
skatti á síðustu árum, þótt ekki sé
minnst á hið smánarlága raforku-
verð, sem seint ætlar að fást hrófl-
að við. Það er nefnilega af mörgu
að taka ef vilji er til. Það er allt og
sumt.
eftir Arna Ðjörnsson
Gallerí Austurstræti 8 gefur út breiöskífu:
BIG NÓS BAND