Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 9
~jpSstUrínn Fimmtudagur 9. júní 1983 9 Skerrnntileg nýbreytni hjá Stúdentaleikhúsinu Stúdentaleikhúsið: Aðeins eitt skrej - samsett dagskrú Steinaspil. Flytjendur: Elias Davíðs- son, Kristrún Gunnarsdóttir og Jón Björgvinsson. Skýrsla flutt akademíu eftir Franz Kajka. ~ Flytjandi:Rúnar Guðbrandsson. Solo un 'paso ejtir Luis de Pablo. Músikkleikur Jyrir rödd og Jlautu: Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason og Jó- hanna Þórhallsdóttir. Stúdentaleikhúsið hóf starf- semi sína eftir endurlífgun á eftir- minnilegri sýningu á leikritinu Bent í Tjarnarbíó í desembersíðast liðnum. Siðan hefur verið frem- ur hljótt um starfsemi þess, nema að í apríl setti leikhúsið á svið Brechtdagskrá. Lofgjörð um ef- ann. Nú í júni er blásið í lúðra og ætlar Stúdentaleikhúsið að standa fyrir fjölbreyttri listastarf- semi í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Nefna aðstandendur Stúdentaleikhússins þessa starf- semi Listatrimm, nafn sem mér finnst reyndar alveg laust við að vera listrænt. Boðið er uppá leik- þætti, tónlistaruppákomur ýmis- legar, Ijóðalestur og fleira. Enn- fremur er gerð hér tilraun til þess að koma á einskonar „kaffihúsa- leikhúsi", leikhúsi þar sem veit- ingar standa til boða meðan á sýn- ingu stendur eða kannski öfugt - kaffihúsi eða veitingastað þar sem boðið er uppá leiksýningar. Hér er um mjög skemmtilega tilraun að ræða sem vonandi er að heppnist, tilraun sem gerir bæjar- lífið fjölbreyttara og skemmti- legra, ekki veitir af á þessum síð- ustu og verstu tímum. Fyrsta dagskráin sem sett var upp í félagsstofnun stúdenta var þríþætt. Fyrsta atriðið var afar kúnstug- ur en skemmtilegur konsert þar sem Elías Davíðsson ásamt Krist- rúnu Gunnarsdótturog Jóni Björg- vinssyni spiluðu af hjartans list á grjót. Og hvernig má það nú vera? Jú - steinflögur misstórar eru lamdar með kjuðum og gefinn hljómbotn með gömlum tréköss- um sem þær liggja á og þá koma hinir sérkennilegustu tónar sem þau þrjú unnu úr bæði af fjöri og hugmyndaflugi. Annað atriðið Skýrsla flutt Akademíu eftir Kafka. Hér er um að ræða smásögu sem búin er til flutnings fyrir einn leikara. Eina persóna þessa verks er api sem fangaður var eitt sinn í skógum Afríku en sökum óvenjulegrar greindar hefur honum tekist að læra mál, háttu og siðu manna. Er hann nú að greina lærðri Aka- demíu frá lífshlaupi sínu, hvernig honum tókst að yfirvinna apaeðli sitt, sem þó býr sífelldlega með honum. Það hefur verið hans leið til þess að lifa af að semja sig að siðum manna, siðum sem henta honum ákaflega illa þegar allt kemur til alls. Breytni hans er á móti eðlinu og skapar það honum angist sem hann kemst ekki yfir. Rúnar Guðb randsson fór með hlutverk apans og var gervi hans ágætlega apalegt og allt látbragð. Framsögn hans var mjög skýr, en kannski einum of „leikaraleg", þ.e.a.s. skýrleikinn var nokkuð á kostnað eðlilegheita og greinilegt að leikarinn þarf að þjálfa fram- sögn sína betur. Síðasta atriði dagskrárinnar var einskonar músikkleikur. Sambland af leikþætti og kons- ert. Fóru þau Jóhanna Þórhalls- dóttir og Kolbeinn Bjarnason á kostum í þessu atriði sem hlaðið var fjöri og margbreytileik. Verk- ið sem reyndar er mjög erfitt að lýsaer mjög táknrænt, fjallar með fjölbreyttum hætti um átök valds og þess kúgaða, þar sem beitt er saman söngrödd, flautuleik og látbragði. Var þetta atriði einna eftirminnilegast frá þessar dag- skrá. Það er ekki hægt að segja ann- að en að starfsemi Stúdentaleik- hússins hafi farið vel af stað og er full ástæða til þess að hvetja áhugafólk um fjölbreytt listalíf og nýbreytni í bæjarlífinu til að fylgj- ast vel með þvi sem þarna er að gerast. G.Ást. „Hlaðið fjöri og margbreytileik“, segir Gunnlaugur Ástgeirsson um verkið sem Jóhanna Þórhallsdóttir og Kolbeinn Bjarnason fluttu á sýningu Stúdentaleikhússins. Lille du — hva’ nu? Þjóðleikhúsið: Lille du - Hva’nu? Gestaleikur Jri Folketeatret í Kaup- mannahöjn. — Kveðja til Jramtíðarinnar Jri Jjórum leikurum og einum pianóleikara - byggt ú verkum Kurt Tucholsky. Leikstjóri: Preben Harris. Leikendur: Troels Munk, Holger Perjort, Bende Harris, Ole Möllegaard og Poul Erik Christiansen. Um síðustu helgi komu gestir frá Folketeatret i Kaupmannahöfn og sýndu hér í Þjóðleikhúsinu kaba- rettsýningu sem hlotið hefur miklar vinsældir í Danmörku og verið sýnd á öllum Norðurlöndum. Þessi sýning er einn liður í hátíðahöldum vegna 125 ára afmælis Folkete- atrets, en það er næst elsta leikhús i Danaveldi. Var þetta fyrsta upp- setningin á nýju sviði leikhússins, Ung scene, sem tekið var í notkun í tilefni afmælisins. Kurt Túcholsky er höfundur sem átti sitt blómaskeið og er reyndar afsprengi þeirrar öflugu listastarf- semi sem reis í Mið-Evrópu og ekki síst í Þýskalandi á árunum fyrir valdatöku nasista þar. Verk hans eru fyrst og fremst ádeilugreinar, gamanþættir, viðtöl, ljóð og gagn- rýni að ógleymdum fjölmörgum söngtextum. Hann var frjálslyndur í skoðunum og varaði mjög við uppgangi nasistanna, einkanlega með háðinu, enda voru bækur hans með því fyrsta sem fór á bannlista og var brennt í opinberum bóka- brennum Göbbels. Upp úr verkum Tucholskys hefur leikstjórinn, Preben Harris, unnið þessa sýningu og er hún eins og áður er getið í formi hinna vinsælu kabarettsýninga sem tiðkuðust mjög í Þýskalandi og víðar og fræg- ar eru t.d. í kvikmyndum. Kabarettsýningar samanstanda af mörgum atriðum, stuttum leik- þáttum, eintölum, söngvum, gamanvísum og þessháttar. Nú fjallar efni þessarar sýningar að mestu leyti um ástand mála í Þýskalandi kringum 1930 eða svo og er þá von að maður spyrji hvaða erindi hún eigi við okkur hér og nú. Nú ber að hafa það í huga að þessi sýning er sett saman fyrir danska áhorfendur og gefur að skilja að þeir fá meira kikk en við útúr gríni um Þjóðverja og nasista en við hér, liggja til þess augljósar sögulegar ástæður. En það þarf ekki sérlega mikið hugmyndaflug til þess að sjá að þó að efnið sé á yfirborðinu bundið við tiltekinn sögulegan tíma þá hefur það margar og ótvíræðar skirskotanir til nútimans, því þarna er verið að fjalla um þjóðfélag í kreppu og upplausn þar sem marg- ar válegar blikur eru á lofti. Það er því ekki að undra þó að margt af því gríni og háði sem borið er á borð í þessari sýningu hitti í mark í nútím- anum. En hér er einnig á ferðinni mjög vönduð og vel gerð sýning í alla staði, áskipuð leikurum sem greini- lega kunna sitt fag til hlítar - gott sjó svo gripið sé til innanhússtungu- taks leikhússins. En hvað um það, það var gaman að horfa á þessa sýningu, þó hún væri ekki eins skemmtileg og ég átti von á,og það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað verið er að gera í löndunum í kringum okkur. G.Ást. Ilíóill ★ ★ ★ ★ framúrskarandl ★ ★ ★ ág»t ★ ★ (66 ★ þolanleg 0 léleg Háskólabíó: Móðir óskast (Paternity). Banda- rfsk, árgerð 1981. Lelkendur: Burt Reynolds, Beverly D'Angelo, Nor- man Fell. Leikstjóri: Davld Stein- berg. Burt kallinn leikur piparsvóin I góðri stöðu, sem áttar sig á þvl, að hann verður aö eignast erfingja til þess að honum verði ekki gleymt þegar kistu- lokið skellur aftur. Hann fer þvi að leita sér aö konu. En margt fer öðruvlsi en ætlað var og til stóö... Bíóhöllin: Svartskeggur (Blackbeard's Ghost) Bandarisk. Aðalhlutverk: Peter Ustlnov, Dean Jones, Suzanne Pleshette, Elsa Lanchester. Grínmynd um sjóræningjann Svart- skegg, sem skýtur upp kollinum eftir 200 ára dvala. Félagarnlr frá Max bar. Aðalhlut- verk: John Savage. Lelkstjórl: Rlc- hard Donner. Myndin er endursýnd en Donner þessi er sá hinn sami og leikstýrði Superman og Omen. Ungu læknanemarnlr (Young Doctors in Love). Bandarfsk kvlk- mynd, árgerð 1982. Lelkendur: Mlchael McKean, Sean Young, Hector Lizondo. Lelkstjórl: Gary Marshall. Þessi mynd er hættuleg heilsunni: áhorfendurfáóstöðvandi hláturskast. Læknanemar bralla margt á Borgó. Atlantlc Clty. Bandarlsk kvlkmynd, árgerð 1981. Lelkendur: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Lelk- stjórl: Louis Malle. *** Húsið - Trúnaðarmál. Islensk kvik- mynd, árgerð 1983. Leikendur: Lllja Þórlsdóttlr, Jóhann Slgurösson. Lelkstjórl: Egili Eövarðsson. «• » Vel gerður íslenskur sækóþriller. Regnboginn: Lokapróf. Bandarlsk. Lelkstjórl: Jlmmy Huston. Aðalhlutverk: Ceclle Bagdadl og Joel Rice. Oft eru lokapróf hryllilega hrollvekj- andi en fá sennilega eins svakaleg og þessl sem myndin greinir frá. Verið til- búin aö beygja ykkur undir stólana. Ungl meistarinn (The Young Mast- er). Hong Kong, árgerð 1982. Leik- endur: Jackie Chan og flelrl. Leik- stjórl: Jackie Chan. Arftaki Bruce Lee. Slagsmál á milli karateskóla. Mikiö glens I blantí. Brennlmerktur (Stralght Time) Bandarlsk kvlkmynd. Leikendur: Dustln Hotfmann og flelrl. Hoffmann leikur síbrotamann sem á erfitt með að festa þröngt einstigi hins heiöarlega llfs. Spenna og mannleg átök. I greipum dauðans (Flrst Blood). Bandarlsk, árgerö 1982. Handrlt: Stallone, o.fl. Lelkendur: Sylvester Stallone, Brlan Dennehy, Rlchard Crenna, Jack Starrett. Lelkstjóri: Ted Kotcheff. Stjörnubíó: Tootsle. Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff- man, Jesslca Lange, Terry Garr, Charles Durnlng. Leikstjóri: Sldney Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum I aðalhlutverkinu og sýnir afburða- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maður hlær oft og hefur lltiö gleðitár I auga þegar upp er staðið. * * * — LÝÓ Nýja bíó: *** Stjörnustrlð I (Star Wárs). Banda- rlsk kvlkmynd, árgerö 1977. Lelk- endur: Mark Hamlll, Alec Guinness, Carrle Flsher. Leikstjóri: George Lucas. Kúrekar geimferöaaldarinnar þjóta um á fararskjótum sínum og reyna að ráða niðurlögum hins illa. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Á sunnudag kl. 3, 5 og 7. Allir eru aö gera það... (Maklng Love) * * Bandarisk. Árgerð 1982. Handrlt: Barry Sandler. Leikstjórl: Arthur Hlller. Aöalhlutverk: Michael Ont- kean, Kate Jackson, Harry Hamlln. Alltaf vantar herslumun þegar Hollywood hyggst taka á svokölluðum „viökvæmum vandamálum'' að ár- angurinn verði fullnægjandi. Making Love snýst um klasslskan þrlhyrning nema hvaö maðurinn I miðjunni hittir ekki aðra konu heldur annan mann; þetta er saga um uppgjör manns við eigin kynhneigð. En þótt margt sé heiöarlegt við handrit Barry Sand- lers, sem sjálfur mun vera hommi, þá vantar nægilega skýrar sálfræöilegar forsendur I persónurnar þrjár. Áhorf- andi nær ekki að taka þátt í tilfinning- um þeirra að neinu marki. _ Pink Floyd The Wall. Bresk kvlk- mynd. Handrit: Roger Waters. Lelk- endur: BobGeldofi Lelkstjóri: Alan Parker. Hressileg ádeilutónlistar- mynd með múslk eftir þessa frægu sveit. * * Laugarásbíó: ** Kattarfólklð (Cat People). Banda- rlsk, árgerð 1982. Lelkendur: Nast- assla Klnski, Malcolm McDowell, John Heard. Lelkstjóri: Paul Schra- der. Systkini: sambland af mannfólki og svörtum hlébörðum. Ef þau elska mannfólkiö, breytast þau I hlébarða við samfarir og drepa rekkjunautinn. Þokkaleg afþreying og aðdáendur Nastössiu Kinski eiga tvímælalaust erindi. Tónabíó: Rocky III. Bandarfsk, árgerð 1982. Lelkstjóri: Sylvester Stallone. Aðal- hlutverk: Sylvester Stallone, Talla Shlre, Burt Young, Mr. T. Þetta er þriðja myndin um hnefaleika- kappann og hefur hún átt geypilegum vinsældum að fagna I Bandarlkjun- um. Austurbæjarbíó: Shining. Bandarlsk. Árgerð 1981. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Shelley Duvall. Leikstjórn: Stanley Kubrick. Meistari Kubrick gllmir hér viö hrollvekjuformiö, og tekur efnið meistaratökum, einsog viövar aöbú- ast. Byggö á bók Staphen King um hjón með barn sem taka að sér hús- vörslu I auðu fjallahóteli yfir vetrar- tlma. Mynd sem engin kvikmyndaá- hugamaður getur sleppt. Endursýnd. viéliuréir BSÍ: Klukkan 10 á laugardagsmorgun hefst rútubllasýning I kringum hús BSl og veröur mikið glens og gaman. M.a. verður boðið upp á margs konar skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna I rútunum. Býður einhver betur? Allir I rúg rútubllana. Þaö má jafnvel rifja upp rútubllasöngvana...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.