Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 10
Gísli Súrsson dæmdur af Penthouse „Útlagar rannsaka eftirsóknarverð híbýli“ Orðréttur myndatexti úr Penthouse. Bandaríska tímaritio Penthouse fellir dágóðan dóm á Utlaga Agústs Guðmundssonar. Tímaritið getur Arnars sérstaklega líkamningu Errol Fiynn. „Bíómynd frá íslandi!?! Ójá vinur og þér er alveg óhætt aö þurrka glottið framan úr þér. Útlaginn er mættur! Satt best að segja þarf ekki síður sterkar taugar og hraustan maga til að horfa á Útlagann og á sumar bandarískar kvjkmyndir. (Þetta mun meint sem gullhamrar, aths. þýð.). og segir hann íslenska Þegar íslendingar, í það minnsta gullaldar-íslendingar, fundu hjásér hvöt til að kála einhverjum, sáu þeir enga ástæðu til að kalla á sálfræð- ing, löggu eða einhvern þess háttar — þeir bara tóku til hendinni og klufu kauða í herðar niður. Ég skrifa kauða þvi konur voru að því r virðist utangarðs í þessum morð- leikjum og kannski eins gott því Helstu aðstandendur kvikmyndarinnar Skilaboð til Söndru stilla sér upp fyrir ljósmyndara HP eftir að tökur hófust á Naustinu. Annars verður aðallega filmað í sumar- bústað í Mosfellssveit á næstu vikum. Leikstjóri myndar- innar er Kristín Pálsdóttir. Fimmtudagur 9. júní 1983 , loosturinn A sumri: Tónleikar, ópera og ballett annars væru fáir eftir! íslendingar eru nógu fáir fyrir og Útlaginn skýrir hvers vegna. Holdtekja Errol Flynn Útlaginn byggir á gamalli sögu og sveiflast á milli friðsamlegra dalverpa, bænda og búaliðs annars vegar og blóð igra hefndarmorða hlns vegar. Slúður, heyrt á skot- spónum.veldur mannsdrápi. Tíðar- andinn fyrirskipar hefnd. Og hefnd fyrir hefnd fyrir hefnd og svo koll af kolli. Vegna þess að allir eru annað hvort fúlskeggjaðir (karlarnir) eða ljóshærðir með sítt hár (konurnar), er dálítið erfitt að átta sig á sögu- þræðinum fyrsta hálftímann. Hver er að gera hvað við hvern? Hvað-ið er einna einfaldast: að stinga ná- ungann á hol með spjóti, sverði eða bara einhverju sem liggur hendi næst. En hvaða náunga og hvers vegna? Það er verra að vita. En skítt með það, Gísli (leikinn af íslenskri holdtekju Erroll Flynn, Arnari Jónssyni) er ekki fyrr lagður á flótta undan vondu köllunum en myndin snýst upp í sverðbeittan vestra — „norðra“, sem berst fljótar en nokkur hraðlest. Útlaginn, gerð- ur af Ágústi Guðmundssyni fyrir sama sem engan pening, sameinar hnyttna sögu og frábæra lýsingu á tilveru víkinganna. Myndin er ein fárra sagnfræðimynda, sem vekja upp tilfinningu um að „já, einmitt svona hlýtur það að hafa verið“. Útlaganum tekst einnig að láta New York, morðingjar, nauðgarar og allt það meðtalið, sýnast saklausa sem sjávarþorp í barnabók. í lok mynd- arinnar er Gísli króaður af af misk- unnarlausum drápsmönnum, hann kálar hálfri tylft þeirra af mikilli hugmyndaauðgi en er svo endan- lega saxaður i spað sjálfur. Sumir gera hvað sem er til að komast á spjöld sögunnar" Lýkurjrar umsögn Penthouse um Útlaga Agústs.’ Manuela, Sigríður Ella, Gísli Magnússon, Hafliði Hallgrímsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Jónas Ingimundarson og Halldór Haraldsson, „sjö af vönduðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar“ koma fram á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar, sem haldnir verða á sunnudaginn. Yfirskrift konsertsins er „Tón- leikar á sumri“ og er hann haldinn til styrktar hljómsveitinni og á- nægju tónleikagestanna. Nú er að tryggja bæði styrk og ánægju og treysta áframhaldandi starf sveitar- innar næsta vetur. Efnisskráin er fjölbreytt - hún spannar allt frá vin- sælum smáverkum til stærri tón- verka. Tónleikarnir verða í Gamla bíói og byrja kl 16.00. Forsala miða er í Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, í ístóni við Freyjugötu og svo í miðasölu bíósins. Miðarnir kosta kr. 250r ...og áfram meö tónsprot- ann: Erlingur Vigfússon er kominn heim til að syngja hlutverk Turidd- ús í óperunni Cavalleria Rusticana hjá Þjóðleikhúsinu en nú eru ekki nema þrjár sýningar eftir og hver að verða síðust að njóta Mascagni og músikkur hans. Erlingur Vigfússon hefur verið fastráðinn einsöngvari við óperuna í Köln í Vestur-Þýskalandi í nær 20 ár og farið þar með fjölda hlut- verka, m.a. söng hann aðalhlut- verkið í Leðurblökunni á síðasta vetri. Erlingur hefur ekki sungið hérlendis á sviði í mörg ár og mun mörgum þykja fengur að heyra til hans í.eigin persónu í hlutverki Tur- iddus. Eins og áður sagði eru nú að- eins þrjár sýningar eftir á Cavall- eria Rusticanaog verða þær á sunnu- daginn kemur, fimmtudag 16. júní og laugardaginn 18. júní. Óperan hefur fengið hina prýðilegustu dóma og góðar viðtökur áhorfenda enda besta skemmtun. Með önnur hlutverk faram.a. Ingibjörg Hjalte- sted, Sólveig Björling, Sigríður Ella Magnúsdóttir og Halldór Vilhelms- son. Nýr þjónn Júlíu Þá er ekki síður að geta balletts- ins Fröken Júlía, sem óhætt mun að telja með meiriháttar afrekum ís- lenskradansara til þessa. Einkum hefur frammistaða Ásdísar Magn- úsdóttur í titilhlutverkinu verið rómuð. Á þeim sýningum sem eftir eru ballettsins tekur Niklas Ek aft- ur við hlutverki þjónsins sem fíflar Júlíu - eða hún hann. Niklas er með snjallari karl-dönsurum sem hér hafa komið fram og vakti aðdáun gesta á fyrstu sýningum ballettsins í vor. Gagnrýnandi sagði um frammistöðu hans: „Tæknirj. og hraðinn og líkamlegur þróttur eru á sínum stað - og allt er þetta vel virkt í magnaðasta ástarleik, sem hér hefur sést á ballettsýningu“. Fröken Júlía er sýnd sömu kvöld og óperan og eru því aðeins þrjár sýningar eft- ir á henni líka. Ms. Aðutanpóstur.... Aðdáendur Williams Faulkner eiga á góðu von: saga sem hann skrifaði árið 1926 en aldrei hefur verið gefin út, er á leiðinni. Sagan heitir Faðir Abraham og fræði- mönnum hefur verið kunnugt um tilveru handritsins um árabil án þess að nokkur legði í að hreinrita smágerða og ólæsilega rithönd Faulkners. En sem sagt, útgáfufyrirtækið Red Ozier Press er að koma tak- mörkuðu upplagi frá sér. Fullyrt er að töfin á því að sagan kæmi út eigi engar rætur að rekja til gæðanna, „Faulkner brillerar í þessari sögu“ fullyrðir bókmenntaprófessor Kaliforniuháskóla..Súpermann þriðji mættur. Að sögn kvikmynda- gagnrýnanda Times hefur hann aldrei verið betri, sætari, þokka- fyllri og skemmtilegri en nú.... Mstislaw Rostropowitsch celloleik- ari kann vel að spila á cello en hann er ekki jafnvel að sér í nútímahug- myndum kvenna segir dóttir hans, Olga Rostropowitsch. Að sögn vildi karl að dóttirin yrði sonur og neit- aði dóttur sinni um að læra á cello vegna þess að það væri ekki kven- legt hljóðfæri. Sú stutta beið þar til hún varð eldri og hafði lært að tala um fyrir pabba, dreif sig þá í Juill- ardtónlistarskólann, lauk námi og getur sér nú góðs orðs sem celloleik- ari bæði vestan hafs og austan. Til að fullnægja kröfum gamla manns- ins um heppilegt framferði kvenna, notar hún þó frístundir sínar til að sýna föt í tískuhúsi Lanvin í Paris og telur Rostropowitsch ekki eftir sér að sitja þar á fremsta bekk og klappa fyrir Olgu sinni.... S.IOSVAKI* Föstudagur 10. júní 20.50 Steini og Olli. Mér liöur alltaf svo ofboðslega vel þegar ég horfi á þessa. Ekki það að þeir séu eitthvað sérlega skemmti- legir heldur bara aö vita að ég fer ekki á mis við einhverja liti. Skrýtiöl 21.15 Þróun kjarnorkuvígbúnaðar. Þetta er heimildarmynd um kjarnorkuvopnaframleiðslu, vigbúnaðarkapphlaup stór- veldanna, styrjaldarhættu og fleira ógeðslegt. Mál er að linni. 22.15 Barnabrek. (To Find a Man). Bandarisk biómynd frá árinu 71 og í þessu tilfelli allrar at- hygli verð. Ung stúlka verður ó- frísk og veltir þvi rækilega fyrir sér hvort hún eigi aö láta eyöa . fóstrinu eða ekki. Það verður spennandi að sjá hvernig tekið verður á málum. (Ég lofa engu.) Laugardagur 11. júní 20.35 Óstaöfestar fregnlr herma. - Ekki meir um það. 21.05 Benny Goodman. Hann var lipur á listahátiðinni um árið. Bragi staðfestir þaö. Nú skemmtir kappinn knái i Kaup- mannahöfn ásamt Don Haas, P. Witte, Harry Pepl og Charlie- Autolini og hver veit nema Svend Asmussen taki lagið og viö heima tökum undir og dill- um okkur. O je. 22.00 Bíladella, heitir Traffic á is- lensku en þetta er hin rómaða franska mynd Jacques Tati. Meistarastykki mundi Gulli segja og svei mér ef ég tek ekki undir með honum. Ég ætla sko ekki aö missa af henni. Sunnudagur 12.júní 18.00 Sunnudagshugvekja. Það er Margrét Hróbjartsdóttir sem flytur. Kannski talar hún um kvennaguöfræði. Jú. Alveg satt. Kvennaguðfræði er til. Lest’ekki Veru? 18.10 ída litla. Dönsk mynd fyrir okk- ur smábörnin. 18.25 Daglegt lif í Dúfubæ. Lika fyrir okkur. 18.40 Pósturinn Páll, pósturinn Páll, pósturinn Páll og kötturinn Njjjjaaaáll. 18.55 Sú kemur tíð. jájájájáhá 20.35 Þaö hefur oft reynst vel að kveikja á sjónvarpinu á þessum tima, þá er maður laus viö að horfa á það sem eftir er vikunn- ar. 20.50 Hófaspil. Vindheimamelar sumarið 1982. Kvikmynd sem Landssamband íslenskra hestamanna lét gera um lands- mótið. Hott hott á hesti. 21.40 Þróunin. Splúnkunýr danskur framhaldsþáttur. Loksins er hægt að halda dönskunni við. Fyrsti þáttur heitir Aðkoman. Þetta er um danska sérfræð- inga.Det lyder spændende. Je. ÚTVAKI1 Föstudagur 10. júní 10.35 Það er svo margt að minnast á. Já, Torfi, við getum öll tekið undir það. 11.05 „Ég man þá tíö“ O, jú, jú, Her- mann, ég líka. Manstu t.d. þeg- ar ég tók bronsiö hjá þér um ár- iö. 11.35 „Maya-heimspekin“ Þetta er arminnilegt. Knútur R. Magn- ússon les úr bókinni Indversk heimspeki eftir Gunnar Dal. 14.30 Sigrún er mætt og kynnir óska- ^ lög sjómanna. Það mun vera Halastjarnan sem sér um und- irleikinn. 17.15 Upptaktur. Að þesu sinni i hálf- tima en Guðmundur Bene- diktsson gefur inri. Að öllum lík- indum tónlistarþáttur. 19.50 Við stokkinn. Guðni, viltu segja okkur sögu? „Krakkar mínir, krakkar minir, þegar ég var sjómaöur” 20.40 Sumarið mitt. Það er Oddrún Vala Jónsdóttir sem sér um þáttinn og við biðum spennt... 23.00 Náttfari en ekki nátthúfan sem gekk þarna um árið sem Nátt- fari var upp á sitt besta. Þessi kemur frá RÚVAK og það er Gestur Einar Jónasson sem stjórnar honum. 01.10 Á næturvaktinni. Sennilega hressari en áöur, eöa þannig — Ásgeir Tómasson. Laugardagur 11. júní 8.20 Nokkuö léttir morguntónleikar en alltof snemma fyrir minn smekk. Þaðværi helst efveðrið væri gott að maður myndi vakna, en það er alls ekki víst. 10.25 Óskalög sjúklinga. Lóa farin, hún sem er rétt nýkomin en Helga Þ. komin I staðinn. 11.20 Sumarsnældan. Já. Hún er byrjuð aftur. Og það er Sverrir sem er mættur hress að vanda. 15.00 Um nónbil I garðinum. Haf- steinn Hafliöa er orðinn geysi fyndinn. Og maður veit aldrei hvenær von er á honum næst. 15.10 Listapopp. Nei, nei, detta úr mér allar dauöar. En Gunn Sal er ekki af baki dottinn. 16.20 Sigmar er í sólskinsskapl og ég lika. Halló Sigmar. 17.15 Síðdegistónleikar. Þetta er sko flott. I fyrsta lagi leikur Gunnar Kvaran Svítu í G-dúr eftir J.S. Bach og D-Serenöðu fyrir ein- leiksselló eftir H.W. Henze og i öðru lagi leikur Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir Fimm stykki fyrir píanó eftir John Speight. Sko ég mæli með þessu. 19.35 „Allt er ömurlegt f útvarpinu" Úmsjón: Loftur Bylgjan Jóns- son. Ónei, Loftur minn. Eftir svona síðdegistónleika er allt gott og hafðu þaðl 21.30 A sveitalínunni I umsjón Hildu Torfadóttur. Mér dettur nú helst i hug að hér sé einhvers konar kvennaþáttur á leiöinni. Máliö er að biöa og vona. 23.00 Danslög. Og allir upp með teppin. 24.00 Listapoppið hans Gunna Sal endurtekið og svo er bara að halla sér. Sunnudagur 12. júní 8.35 Létt morgunlög. Damm dar- amm damm. Jæja. Heppin var ég að taka lærið út í gær. Stilla á lágan hita og skella þvi inn. Ekki gleyma aö krydda. Og svo bara að leggja sig aftur. 10.25 Út og suöur með Friöriki Páii. Ætli vinurinn frá Skaganum mæti aftur? Hér er gotr ráð aö skella sér í baö meö útvarpió auðvitað. Þ.e. þeir sem ekki hafa tök á að fara I sund. 11.00 Messan er frá Seljasókn. Það er sóknin mín. Skylduþeir vera búnir að ráöa organista. Fróö- legt. 13.30 Sþlúnkunýr þáttur frá RUVAKI heitir Sporbrautin og er I um- sjón þeirra Ólafs H. Torfasonar og Arnar Inga. Flott. 15.15 Söngvaseiður i sjötta sinn frá þremenningunum þriefldu. Jibbljei. 16.25 Bláhviturinn Islands Falk. Var einhver að tala um fána. Sturla ætlar aö sjá um það. 1700 Tónskáldakynning. Guð- mundur Emilsson kynnir Jón Ásgeirsson i fjórða og síöasta sinn. Eru ekkiallir meö á nótun- um?Við erum ekkert að gagn- rýna þetta. 18.00 Þráinn er úr um hvippinn og hvappinn I þætti sínum Það var og. Þráinn erum við vinir? 19.35 Myndir Jónasar Guömunds- sonar eru hér á þessum stað og Smetana er undir aö mig minn- ir. 20.00 Útvarp unga fólksins. Um- sjón: Guðrún Birgisdóttir og Eðvarö Ingólfs. Hann er ungl- ingavinur. Og hún lika. 21.00 Eitt og annað um vorið hjá Þórdisi Mósesdótturog Simoni Jóhannssyni. Springtime for Hitler. 21.40 Merkar eldri hljóðritanir. Verk eftir Mozart,Mendelsohn og Ravel. Getur verið fróðlegt. 23.00 Jón Múli sá aldjassgeggjaðasti af þeim öllum er meö nýjan þétt sem heitir einfaldlega JASS eða DJASS (ekki viss),Og þessi fyrsti þáttur heitir Úpphafið. Óg þar með getum við farið aö leggja okkur eftir útvarp helgar- innar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.