Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 12

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 12
Fimmtudagur 9. júní 1983 .pSsturinn Leifur Þórarinsson tónskáld á annríkt þessa dagana. Hann er ífullum undirbúningi fyrir áskriftartónleika Tónlistarfélagsins sem haldnir verða n.k. mánudagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Þar verða einvörðungu flutt verk eftir Leif. Það er í rauninni ekkert áhlaupaverk að eiga viðtal við Leif Þórarinsson; hannfer hratt og víða í umræðu ogþar að auki er hann á stöðugum þönum. En hann samþykk- ir eftir nokkurn umhugsunarfrest að setjast niður í viðtal. Þá er bara að finna stað, stund og stól. Umsaminn sumarmorgun stendur Leifur í stríðu; hann tekur á móti undirrituðum á heimili sínu að Lindargötu, í nýjum sumarfötum en vansvefta („ég lauk ekki við síð- ustu nótnaskriftirnarfyrr en undir morgun'j, verður að koma nótum ífjölritun, þarf að líta við í Kristskirkju þar sem hann er organisti („spila meira af áhuga en kunn- áttu'j og skila partitúrnum síðan til skrifaranna í Háskólabíó sem afrita raddirnar hverja fyrir sig. („Æfingarnar eru að hefjast'j. Við Jim sláumst með í útréttingarnar. Fyrst er komið við í ístóni, verslun Tónverkamið- stöðvarinnar við Freyjugötu. — Hefurðu aldrei komið í búðina okkar? spyr Leifur glottandi og ber stafla af hand- skrifuðum nótum inn í verslunina. Eftir að hafa gefið forstjóranum fyrirmæli um fjölda afrita, kveður hann konuna og við brennum vestur í Kristskirkju. Leifur dregur digran lykil úr pússi sínu og brátt stöndum við uppi. Leifur Þórarinsson í opnuviðtali: á orgelsvölunum. Leifur sest við orgelið og sterkir tónar fylla auða kirkjuna. Jim Ijós- myndar í sífellu. „Regi Christo cantam gloriam“ — Kristur konungur Vér syngjum þér lof — er greypt í fagran viðinn sem umlyk- ur háar orgelpípurnar. Á sjálfu hljóðfærinu liggur Graduale Romanum — Grallarinn — latnesk sálmabók kaþólskra með tónskrift miðalda, svonefndum „naumum". — Þetta er fremur háþróuð nótnaskrift, segir Leifur þegar hann hefur lokið orgel- æfingunni. — Ertu kaþólikki? spyr ég hann þegar við stöndum aftur úti í sólskininu. — Formlega er ég ekki kaþólskur, svarar hann, en trúarviðhorf mín eru kaþólsk; kaþólska kirkjan er eina kirkjan, lúterska kirkjan er bara afhýsi eða hjáleiga. En trúmál setur maður ekki í blöð, bætir hann við og hvessir brún augun á hripblokkiha. Við komum við í nótna- og hljóðfæraversl- un tónskálda á nýjan leik og nótnastaflinn er enn hærri þegar Leifur ber hann afritaðan út í bílinn. — Þá er það Háskólabíó, segir Leifur. Æfing á Tosca eftir Puccini er að hefjast. Við Leifur göngum andstreymis við hljóð- færaleikara og söngvara sem eru á leið úr matkjallara upp á svið. Leifur ber bunkann inn í lítið hliðarherbergi og tekur við að raða nótunum niður. Skyndilega fer hann að tala um Mozart. — Gífurlegt tónskáld Mozart. Ég missi bara málið í hvert skipti sem ég heyri tónlist hans. HA! Hann er ekki af þessum heimi! Svo allt í einu: — Andskotinn! Hún hefur ekki náð síð- ustu nótunni! Ég verð að setja þetta inn með penna! Ertu með penna!? Leifur fær stílvopnið og setur lokanótuna inn á. Réttir loks úr bakinu afhendir mér pennann og segir kankvís: — Það er nú betra að hún sé með! Eftir drykklanga stund ákveðum við að fara í hádegissnarl niður á Hótel Borg og hefja viðtalið. Sólóflauta í fókus — Áttu Fernet Branca? spyr Leifur gengil- beinuna. — Á ég hvað? — Fernet Branca! — Nei, það eigum við ekki, svarar stúlkan feimnislega. — Jæja, þá ætla ég að fá einfaldan Kamparí meðan við bíðum eftir matnum, segir tónskáldið örlítið stilltara. — Já, takk segir þjónustustúlkan. — Hvað er Fernet Branca? spyr ég Leif. — Fernet Branca, veistu ekki hvað Fernet Branca er maður!? Fernet Branca er mjög kryddaður, seigfljótandi dökkur drykkur. Þetta er eiginlega afréttari, einkum ætlaður fyrir íslendinga í Suðurlöndum sem vilja halda maganum í lagi. — Annars, segir Leifur þegar stúlkan kem- ur með rautt glasið á borðið, annars finnst mér allt brennivín vont... nema koníak og Bénédictine — líkjör , bætir hann við eftir nokkra umhugsun. — Notarðu ekki segulband, segir Leifur skyndilega, ég notaði oft segulbönd þegar ég var að taka þessi viðtöl við tónlistarmenn fyrir blöðin. Er ekki erfitt að vera skrifa svona í belg og biðu. Miklu betra að nota segulband! En kannski mikil úrvinnsla? Já, kannski miklu betra að nota blokk. HA!!? — Segðu mér frá þessum tónleikum, Leif- ur? — Eins og þú veist, þá heldur Tónlistar- félagið tíu konserta á ári, svonefnda áskriftar- tónleika, og þetta er einn þeirra. Hann nefnist „Manuelumúsík“, því konsertinn er allur með sólóflautu í fókus; þrjú verkanna er skrifuð fyrir Manuelu Wiesler — alveg ævintýralegur flautuleikari, Manuela, það er ekki til betri flautuleikari í heiminum í dag — og hún verð- ur aðalflytjandi kvöldsins. Aðrir hljóðfæraleikarar eru: Reynir Sigurðsson, Árni Scheving og Árni Hjaltason leika á slagverk, Snorri Sigfús Birgisson píanó, Helga Ingólfsdóttir sembaló, Monika Abendroth hörpu, Joseph Fung sítar, Guðný Guðmundsdóttir fiðlu, Helga Þorarinsdóttir víólu og Inga Rós Ingólfsdóttir celló og Richard-Korn kontrabassa.Þarað auki bætast við þau Gísli Magnússon sem leikur á píanó í tveimur verkum, Hafliði Hallgrímsson celló- leikari sem spilar í tríóinu og Rut Magnússon sem syngur í einu verkanna. — Geturðu lýst verkunum sem flutt verða? — Þetta eru fimm verk. Það fyrsta er sóló- sónata og ber heitið „Sonata per Manuela", annað verkið er dúó sem nefnist „Per Voi“ — Fyrir ykkur — og er skrifað sérstaklega fyrir Manuelu og Snorra Sigfús Birgisson en þau fluttu það 1975 í Helsinki. Þriðja verkið er tríó og tileinkað gamla kennaranum mínum í Bandaríkjunum, Gunther Schuller, þegar hann varð fimmtugur. Það verk var fyrst flutt heima hjá Kristjáni Davíðssyni sumarið 1975 en síðar einnig flutt Schuller til heiðurs í Bandaríkjunum; á New England Conser- vatorium í Boston. Schuller var stórmerki- legur maður. Hann var m.a. maðurinn á bak við Modern Jazz Quartett. Það er nú reyndar aðeins brot af hans æðisgengna karríer og ekki viðlit að ræða þann mann í svona viðtali, allt blaðið nægði ekki. Fjórða stykkið er kvartett fyrir flautu, fiðlu, gítar og celló. Inn í þennan kvartett kemur altrödd — upphaflega skrifaði ég röddina fyrir hálfgerðan gelding en breytti því í „counter tenór“ syngst mjög vel af mezzó- rödd. Að lokum er ég þarna á ferðinni með nýtt stykki, skrifað fyrir tólf hljóðfæraleikara. Þetta er níu þátta verk en það er að sjálfsögðu of langt í flutningi fyrir þessa tónleika. Eins og þú sérð á þessari upptalningu, þá hefst fyrsta verkið með sólóhljóðfæri síðan bætast æ fleiri hljóðfæri inn í verkin. Svo vil ég taka það fram að þessi konsert er tileinkaður Ragnari Jónssyni í Smára, mesta músíkant á Islandi og stærsta velgjörðar- manni mínum. Týnd taska af nótum Meðan ég hripa hjá mér siðustu setningarn- ar fer Leifur allt í einu að tala um íslendinga. — Þessir íslendingar eru alveg agalaust fólk — og alveg trúlaust — þetta er örvænt- ingarfullt fólk þessir íslendingar. Við erum óttalegir útilegumenn, þetta land er veiðistöð, eintómur arrogans og öngþveiti. — Og þú ert organisti... — Blessaður, ég kann ekkert á orgel, ég er enginn organisti, hef enga kunnáttu á orgel, ég kann svolítið á píanó en það þarf allt aðra tækni til að leika á orgel — en ég er enginn píanisti heldur, blessaður vertu, ég hef bara Viðtal: Ingólfur Margeirsson lært á fiðlu, soldið, fiðlan er eina alvöruhljóð- færið sem ég hef lært á. En auðvitað glamra ég á píanó. Annars hætti ég að leika á fiðlu þegar ég var um tvítugt; þá fór ég til Vínarborgar fyrst og fremst í kompósísjón. Ég var búinn að gera það upp við mig að ég yrði ekki eins góður og Heifetz... veistu ekki hver Heifetz er!? Jæja, þið vitið ekki svo mikið þessir ungu menn, ha? Heifetz; besti fiðluleikari sem uppi var fyrir og um miðbik þessarar aldar. Ég hafði verið í Tónlistarskólanum, lært fiðluleik hjá Birni Ólafssyni og teoríu hjá Jóni Þórarinssyni. Jón Nordal kenndi mér einnig undirbúning fyrir tónsmíðar. Ofsalega fínn maður Jón! Og hinir tveir að sjálfsögðu einn- ig! En Jón Nordal; hann er — þegar á heildina er litið, sjáðu til — okkar langstabílasta tón- skáld. En farðu nú ekki að skrifa þetta, því þá móðgast margir! — Hverjir þá? — Atli, Totti og ég! Og nú hlær Leifur. — Hvenær hófstu tónsmíðar? Leifur snarhættir hlátrinum og horfir á mig furðu lostinn. hxita — Hóf tónsmíðar? Hvað heldurðu að ég muni það! Maður er alltaf að semja eitthvað... en svona á heildina litið... já... ætli að það megi ekki segja að það elsta séu sönglög sem ég skrifaði fimmtán ára. Það er að segja: sú tónlist sem til er! Öllu hinu hefur verið hent. Það er alltaf verið að henda öllu hérna á ís- landi! En ég hef líka týnt miklu um ævina. Alltaf að týna einhverju... einu sinni týndi ég fullri tösku af nótum! Hugsaðu þér! Þá var ég eitthvað taugaveiklaður og að flytja frá Holte til Kaupmannahafnar. Koffortið bara hrein- lega datt af bílnum. Huu!!? Tilraunatónlist og seríös músík —Hvernig vinnur þú þín verk? — Það er svo bjánalegt að svara svona spurningu. Hvernig gerir maður verkið? Það þýðir enga yfirborðsmennsku. Verkið lifir í huga manns meðan það er unnið og í fyrsta flutningi. Síðan gleymist þetta. Ég er oft kom- inn í næsta stig, byrjaður að hugsa næsta verk áður en ég er búinn að ljúka því verki til fulls sem ég er að fást við. Þetta svona flækist hvað eftir öðru ef maður er í góðu skapi og líkam- lega hress. Þá heldur maður áfram að skapa, þá dugir ekkert mánaðarfyllerí eða sólar- landafrí!!? HA?!! Maður verður að halda sér í stöðugri æfingu; þjálfa sífellt heilasellur og hjartalag; halda aganum gangandi! Framreiðslustúlkan kemur með omelettu og súpu. Leifur heldur ótrauður áfram: — Ég held að þetta sé þannig í öllum list- greinum ef menn eru á annað borð að vinna af alvöru; það þýðir engan hálfkæring! Málið er að halda sér gangandi og vera ekki að bíða eftir innblæstri. Hitt er annað mál að ég vinn betur ef mér er borgað vel fyrir það. En hvernig á ég að geta svarað svona spurn- ingu: Hvernig vinnurðu? Ha? Ég skrifa músík af því að ég kann ekkert annað. Og ég er satt að segja fagidjót að því leyti að ég hef ósköp lítinn áhuga á öðru en að skrifa tónlist. Hann grípur gaffalinn og hnífinn, tekur upp tvær ristaðar fransbrauðsneiðar milli vísifingurs og þumals og þeytir þeim frá sér á borðið. — Helvítis gervibrauð! Maður kynntist fyrst slíku brauði. í Ameríku, en það var svo mikið annað brauð til, blessaður vertu, það er hægt að fá allt í New York; ítölsk — frönsk og spönsk brauð, og rússneskt gyðingabrauð. Og Leifur tekur að segja mér undan og ofan af dvöl sinni í New York á árinum 1959—65 þegar hann var við nám og tónsmíðar. — Tónlist þín einkennist af margbreytilegu formi? — Já, já, sviðið er oft fjölbreytt hjá mér; mér er sama um svoleiðis, ég skrifaði bæði popp og djass ef svo bar undir, eða tónlist fyr- ir kvikmyndir eða leiksvið, ég er alveg for- dómalaus þannig, bara ef það eru alvöru- hljóðfæraleikarar sem leika þá tónlist. Mér fannst til dæmis mjög gaman að skrifa fyrir Náttúru hérna um árið, en burtséð frá þessu aukaglensi þá er ég fyrst og fremst sinfóníu- tónskáld. Ég skrifa mest „seriös músík“. En hvað er nú það, þessi „seriös músík“? Það er alltaf verið að reyna að flokka allt saman nið- ur, setja stimpil á allt, eins og það þurfi að vera setja límmiða á tónlist. Nú — en burtséð frá því — eina raunverulega músíkin sem ég er að fást við er „seríösa músíkin", hitt er bara svona experímentalt, ein hvers konar tilrauna- tónlist, Humm?! Þetta er nú eiginlega spurning um innstill- ingu; sum tónskáld eru bara í einhverri af- markaðri tónlist, ég hreyfi mig gjarnan víða, skrifa til dæmis fyrir kvikmyndir, en það er nú algjört millimetrastríð, mjög gott fyrir agann reyndar; ég hef ekkert gert að slíku eftir Brekkukotsannál. Vissurðu að Niels Henning Örsted-Peder- sen tengdist fyrst íslandi gegnum mig? Ég skrifaði djasstónlist sem notuð var í sjón- varpskvikmynd sem danskir kvikmyndagerð- armenn gerðu um myndhöggvarann Robert Jacobsen. Þetta var kvartett, alveg ævintýra- legir hljóðfæraleikarar; þetta er skemmtileg- asta djasstónlist sem ég hef skrifað, flytjend- urnir skipta öllu máli, sérstaklega þegar músíkin er skrifuð svona hratt eins og fyrir kvikmynd. Hún er skrifuð frá degi til dags. Sekvens eftir sekvens. Ævintýralegt hœfileikafólk Nú er Leifur búinn með omelettuna, sólin stafar hádegisgeislunum sínum í fang hans og lýsir upp barnslegt, kvikt andlit. Hann kveikir sér í sígarettu og krossleggur handleggina á hvítum dúknum. — Við ræddum Mozart áðan, Leifur. Ann- að tónskáld sem er þitt uppáhald? — Puccini! — Af hverju? — Mér finnst bara hann svo góður! Hann er einhver mesti perfeksjónisti sem ég þekki. Puccini skrifar óskaplega spennandi óperur. Ég þarf ekkert að útskýra það nánar. — Fylgist þú mikið með nýrri tónlist? — Ég reyni að fylgjast með öllu sem gerist, en það er bara svo helvíti erfitt á íslandi. Það er engin almennileg verslun til, engin stofnun, ekkert safn þar sem hægt er að fá plötur og nótur. Ha? Ef maður tekur til dæmis lítinn sveitabæ í Danmörku eins og Holte fyrir utan Kaupmannahöfn þá er fínt nótnasafn á bæj- arbókasafninu þar. En það er með okkur ís- lendinga: Við erum engin menningarþjóð! Við erum bara svo ævintýralega talenteraðir á öllum sviðum, gjörsamlega óskiljanlegt hæfi- leikafólk! Hins vegar eru engir peningar lagð- ir í list. ísland er náttúrulega ekkert tónlistar- sentrúm. Leifur setur skyndilega upp gleraugu. — Ég hef verið nærsýnn frá tvítugu. En það háir mér ekkert þegar ég spila á píanó, þarf engin gleraugu þá, það er aftur á móti verra þegar ég sest við orgelið í kirkjunni, þá er fjarlægðin í nóturnar orðin miklu meiri að ég verð að hafa gleraugu. Ég verð óskaplega spældur þegar ég gleymi gleraugunum heima. — Slærðu þá feilnótu? — Ég geri það nú hvort eð er. Það þarf margra ára nám til að kalla sig organista. Ég hef spilað í Kristkirku í hálft annað ár, ég leyfi mér ekki slíkan titil. Annars eigum við af- bragðsorganista á Islandi, menn eins og Ragn- ar Björnsson, Hauk Guðlaugsson, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar og Hörð Áskelsson nýráðinn við Hallgrímskirkju. — Nei, en ef við ræðum um tónlist al-' mennt: Músíkin er svo dýrmæt. Og það þýðir ekkert að nálgast hana með falsi, þú verður að gefa sjálfan þig alveg. Þú verður að koma á móts við tónlistina án fordóma en setja þig ekki í einhverjar stellingar eins og sálarbrengl- aðir krítíkkerar gera. — Þú hefur sjálfur verið tónlistargagn- rýnandi? Leifur hlær stuttum hlátri. — Já, þettaer alveg skammarlegt. að hafa það að iðju að slá sér upp á kostnað annarra. Heyrðu, langar þig ekki í kaffi? Handverkið Tónskáldið veifar hendinni árangurslaust. — Svakalega er ég orðinn kalkaður.ég næ ekki einu sinni sambandi við stúlkuna, annars eru þetta soddan asnar þessir þjónar, þeir horfa aldrei á gestina! — Við vorum að tala um heiðarleikann í tónlistarhlustun. Hvað með heiðarleika í sköpun?

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.