Helgarpósturinn - 09.06.1983, Page 13
.13
"^O^^turínn FimmttjdBgur 9. júní 1983
— Kompónistinn verður að hafa það efst í
huga að hann gerir eins vel og hann getur.
Meira getur hann ekki. Og það þýðir ekkert að
þykjast, ja — það gengur kannski í ár eða svo
— síðan kemst allt upp.
— Hverju viltu miðla með tónlist þinni?
— Tceknin er náttúrulega undirstaðan... já,
þú segir nokkuð... en ef við förum að ræða
svona, þá fer umræðan að vera spurning um
hvort tónsmíðar þjóni nokkrum tilgangi eða
ekki. Ég nenni ekki að ræða þá hluti... Ég
vanda mig bara eins og hægt er. Tónskáld
verður að hafa yfirsýn og þekkingu, eins og
skákmaður, já það má segja það þannig; tón-
skáld verður að gera sömu kröfur til sjálfs sins
eins og skákmaður. Þótt ég sé að sjálfsögðu
enginn skákmaður.
Annars les ég bara Morgunblaðið út af
skákdæminu, það er ansi gaman að athuga
stöðuna hjá snillingum. Meðan ég las Þjóð-
viljann — ég er löngu búinn að segja upp
Þjóðviljanum, hann er svo herfilega leiðinleg-
ur — þá las ég einungis skákþætti Helga
Ólafssonar. Annars er Mogginn leiðinlegur
líka, en hann er þó með skákdæmi. En ég tefli
ekkert sjálfur, ég þoli svo illa að tapa.
Leifur slær öskuna úr sígarettunni.
— Nei, það er ekki hægt að diskútera neitt
í tónlist nema handverkið. Ef þú lest bréfa-
skrif Mozarts og föður hans, kemstu fljótlega
að því að Mozart talar bara um handverkið í
músík sinni og annarra; það er handverkið
sem er aðalmálið fyrir hann sem kompónista,
enda ekki að furða, hann var mesti hand-
verkssnillingur sem uppi hefur verið í músík.
Það má auðvitað nefna Jóhannes Sebastían
Bach í sömu andrá. En það er ekki hægt að
tala um neina aðra hlið tónlistarinnar, hitt
verður maður bara að hlusta á og finna upp
sjálfur!
Nei, ég dáist að öllu góðu handverki. Sem
dæmi get ég nefnt að ég keypti föt í gær hjá
PÓ: Ég talaði við Pétur og sagði að ég þyrfti
ljós sumarföt úr léttu baðmullarefni, svona
föt sem hægt er að sitja í fyrir utan kaffistaði
í Suðurlöndum og víðar og jafnframt hægt að
klæðast á íslandi.
Pétur bendir mér að ganga niður hringstiga
og ofan í kjallara og mælir mig út með augun-
um á meðan. Um leið og við komum að fata-
henginu niðri, — þar hanga svona fjörutíu
jakkaföt — þá dregur Pétur bara út jakkaföt
og segir mér að máta þessi. Nú, það er ekki að
orðlengja það, jakkinn er eins og sniðinn á
mig og buxurnar passa alveg upp á lengdina
og í mittið, annars er ístran á mér mjög varíer-
andi, og það er þetta sem ég vildi sagt hafa:
Svona menn eru toppfagmenn, þeir kunna sitt
handverk!
Leifur skimar yfir salinn.
— Svo ég haldi nú áfram að reka áróður
fyrir verslunum í Reykjavík, þá kaupi ég alltaf
í matinn hjá kaupmanninum mínum á
Hverfisgötunni, því það er tómt svindl og píp
hjá þessum stóru verslunum. Allar vörur á
uppsprengdu verði! Ég forðast SÍS-verslanir
eins og heitan eldinn og Hagkaup vil ég ekki
einu sinni taka mér í munn. Humm! Þú getur
nú rétt ímyndað þér hvort það sé ekki nauð-
synlegt að vera í persónulegu sambandi við þá
menn sem fæða þig og klæða! HA!!?
Flokksskólinn
— Ertu einstaklingshyggjumaður?
Hlynntur kapítalisma?
— Kapítalisma? Já, ég er fylgjandi kapíta-
lisma, en ég hef viðbjóð á honum líka, þeir
verða að passa sig þessir kapítalistar! Ég hef
bara ekki nógu mikla þekkingu til að ræða
hagfræðispursmál. Það þarf miklu meiri, gáf-
aðri og menntaðri menn en mig — og þig lika
— til að tala um þessi mál.
Sósíalisminn hefur líka komið miklu góðu
til leiðar en við erum bara að verða fórnar-
lömb sósíalismans. Það er allt að fara í tóma
dellu og vitleysu. Ég er voðalega hræddur við
I manngerðina kommúnisti. Kapítalistar eru þó
| rýmri.
Hitt er annð mál, að það var aldrei skemm-
; tilegra í gamla daga en á sunnudagsmorgnun-
um hjá Einari Olgeirs og Brynjólfi. Þeir voru
með flokksskóla, þetta var sjö til tíu manna
hópur sem kom saman á flokksstöðinni á
Þórsgötu 1. Ég var langyngstur, hef verið
svona 14-15 ára. Þarna var æðislega gaman,
haldnir miklir fyrirlestrar um marxisma og
íslandssagan útskýrð eftir teoríunni, Brynj-
ólfur var mikið í kenningunni, Ásgeir Blöndal
Magnússon kynnti sögu Verkalýðshreyfingar-
innar og þar fram eftir götunum.
Fólkið sem var með mér var áratug eldra
eða svo, þarna voru Ólafur Jenssen læknir,
Gísli og Högni ísleifssynir, Lára Helgadóttir,
Baldur Vilhelmsson frændi minn og síðar
leita
er
deg|a
prestur vestur á fjörðum. Og fleiri. Ég var leit-
andi ungur maður.
— Fannstu eitthvað?
— Nei, nei! Bara meiri leit. En ef þú hættir
að leita þá ertu dauður maður! Forvitnin er
drifkrafturinn í lífinu, og þá er ég ekki að
meina hnýsnina.
Allt í einu fer Leifur að ræða Frakkland.
París er leiðindaborg, þar ríkir bara tauga-
veiklun, stress og frekja, það er bara alveg
sama hvar þú ert, hvort sem það er í búð eða
á kaffihúsi eða í almenningsfarartækjum, þér
er alltaf tekið með óbótaskömmum.
Það er munur að koma yfir til London þar
sem siðaðir menn búa. Eða koma inn á pöbb
á Englandi, afskaplega góðir pöbbar í Bret-
landi, dásamlegustu staðir í heimi, það er ekki
út af áfenginu sem þar er, heldur út af fólkinu,
brennivínið er selt alls staðar hvort sem er.
Nei, að fá sér einn „pænt“ af Guinness á
kvöldin, eða í hádeginu; þessir menn hafa líka
svo gáfulegá opnunartíma og loka klukkan
ellefu á kvöldin og þá fer fólk heim. Já, að
sitja með „pænt“ af Guinness á breskri bjór-
stofu, það eru dásamlegustu stundir lífs míns.
Berðu það saman við íslenskan hádegisbar,
hu? Það eina sem gestirnir hugsa um er að
drekka einhver lifandi ósköp áður en barinn
lokar!
— Leifur, ég hef alveg gleymt að spyrja þig
um lífshlaupið.
— Lífshlaupið? Ég nefndi það áðan að ég
fór til Vínarborgar eftir Tónlistarskólann pg
lærði eitthvað í tónsmíði, síðan hélt ég til ís-
lands aftur og gifti mig; var í tvö ár skólastjóri
Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum — þar
fæddist elsta barn mitt af þremur, Hákon
heitir hann - nú, svo til Bandaríkjanna, svo
aftur til íslands, og þá til Danmerkur og bjó
þar um tíma. Humm?! En ég hef líka þvælst
í Miinchen og París, fyrir utan allt hitt flakk-
ið; ég hef verið í öllum heimsálfunum nema
Astraliu, en svo skildi ég, kom aftur til íslands
fyrir allmörgum árum, giftist á nýjan leik og
er hér enn, hve lengi sem það nú verður.
Heyrðu, botnar þú nokkuð í þessari upptaln-
ingu?
— Hvað með unglingsárin?
— Þetta voru svo einkennilegir tímar, sjáðu
til, skömmtunarstjórn í landinu, maður fékk
engar plötur eða nótur í búðum. Það var
ekkert sérstaklega skemmtilegt fyrir tónlistar-
áhugann. Ég hef verið á þrettánda ári þegar
fyrsta Septem-sýningin var haldin og hún var
eiginlega alveg vendipunktur fyrir mig.
Málararnir voru með grammófón á sýning-
unni og léku Bartok, Debussy — voru með La
Mer — og Stravinsky; Vorblótið. Ég fór að
átta mig á því að það var til sígild tónlist frá
þessari öld. Maður hafði bara heyrt gömlu
meistarana, Bach, Beethoven, Haydn og þá
alla.
Annars spiluðum við mikið saman í fjöl-
skyldunni; pabbi lék á selló, mamma á píanó
og ég á fiðlu. Margir aðrir kunningja bættust
í þennan fjölskylduhóp. Það tíðkaðist mikið
í þá daga að fara í heimsóknir til hvers annars
og spila ýmsa tónlist, aðallega Haydn-
kvartetta eða fyrstu verk Beethovens eins og
opus 18. Nú — sumt eftir Mozart, maður
reyndi að brjótast gegnum allt eftir Mozart,
hann var svo skemmtilegur, það var bara ekki
hægt að gefast upp.
En þarna kemur stelpan.ég ætla að fá að
borga!
Leifur lítur sperrtum augnabrúnum á mig.
— Þessu viðtali er lokið, er það ekki?
myndir: Jim Smart