Helgarpósturinn - 09.06.1983, Blaðsíða 15
^pSsturinn. Fimmtudagur 9. júní 1983
15
Helgarpósturinn hefur það
J eftir áreiðanlegum heimild-
S um að allir ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar hafi í hyggju að ráða
sér aðstoðarmenn, nema Geir Hall-
grímsson utanríkisráðherra. Kemur
þetta nokkuð á óvart þar eð Stein-
grímur Hermannsson hefur ötull
prédikað sparnað í rekstri ráðu-
neyta...
5
Við sögðum frá því í síðasta
HP að starfslið nýju milli-
landaferjunnar m/s Eddu
yrði að láta sér nægja að virða fyrir
sér erlendu borgirnar sem skipið
hefur viðkomu í af þilfarinu vegna
þess að það fær ekki landgöngu-
leyfi. í okkur hringdi aðstandandi
eins skipverja og vildi bæta því við
söguna að starfsfólkið verður að
láta sér það sama lynda hér í
Reykjavík. Þá fjóra klukkutíma
sem skipið stendur við í Reykjavík
verður fólkið að vera um borð.
Skipið hlýtur nefnilega ekki toll-
skoðun og því fær enginn að stíga
fæti um borð nema farþegar. Þá
fylgdi sögunni að starfsfólkið fái
ekki að versla í verslunum skipsins
og það fær ekki að kaupa tollfrjáls-
an varning eins og áhafnir annarra
skipa og flugvéla sem eru í förum á
milli landa. Félagsleg réttindi þess
munu einnig vera af skornum
skammti vegna þess að skipið siglir
undir pólsku flaggi og þar af leiðir
að íslensk stéttarfélög hafa ekkert
að segja um kjör fólksins. Hluti
áhafnarinnar er pólskur og segir
sagan að Pólverjarnir séu nú ýmsu
vanir úr sínu heimalandi en að öðru
eins lögregluríki og ísland hafi þeir
aldrei kynnst....
Stærsta fiskveiðisýning heims
Y J á þessu ári „Worldfishing“
y verður haldin í Bellacenter í
Danmörku dagana 18r23. júní. Yfir
400 fyrirtæki víðs vegar úr heimi
sýna þar framleiðslu sína; veiðar-
færi, vélabúnað og fjölbreyttustu
vörur á sviði fiskiðnaðar. Alls
munu um tíu fyrirtæki íslensk hafa
vörur sínar til kynningar í básum á
sýningúnni og er sagt að aldrei hafi
verið jafn mikið lagt í básaskreyt-
ingar á íslenskri vörukynningu.
Geysilegur áhugi er meðal ís-
lenskra útgerðarmanna, skipstjóra,
og innflytjenda veiðarfæra.fiskfram
leiðenda svo og annarra áhuga-
manna um fiskveiðar á þessari sýn-
ingu. Farnar verða þrjár sérstakar
hópferðir frá íslandi þann 16.,17.
og 18. júní og er fullbókað í allar
vélarnar...
'f 'l Fréttir ýmissa erlendra
Y I blaða um að allt að þriðj-
y ungur íslands legðist undir
vatn þegar gosið í Grímsvötnum
bræddi Vatnajökul, hafa vakið
mikla athygli um Evrópu, eins og
aðeins var komið inná í síðusta
Helgarpósti. Frétt Magnúsar Guð-
mundssonar hjá Norrænu frétta-
stofunum á Islandi var reyndar ekki
á þá leið, heldur var í henni aðeins
skýrt frá jökulhlaupum og eðli
þeirra, í tengslum við þetta gos, en
fjölmiðlar erlendis gripu fréttina á
lofti og lögðu sinn eigin skilning í
hana. Nú bölva íslenskar ferða-
skrifstofur fréttinni af gosinu í sand
og ösku, því fregnin hefur vakið
mikinn úlfaþyt meðal ferðamanna
erlendis, sem hyggja á íslandsferðir
í sumar. Skeytin dynja nú á íslensku
ferðaskrifstofunum með spurning-
um um goshættuna, og það hefur
meira að segja gengið svo langt að
ferðaskrifstofurnar hafa þurft að
lofa því að hafa tilbúna flugvél á
Höfn í Hornafirði ef eitthvað kynni
að koma uppá...
Ýmsar blikur eru á Lofti þessa
Y 1 dagana í málefnum líkama af
báðum kynjum. Skemmst er
að minnast áminningar Kvenna-
framboðsins um að viðhorf í þeim
efnum stýrðust af afstöðunni til
kynfærisins hverju sinni (sem illar
tungur sögðu reyndar vera alveg öf-
ugt með farið) og rifjast upp við
þau orð sá atburður, er veislugestir
í Broadway lögðu sér heilan kven-
skrokk til munns - að vísu gerðan úr
hveiti og mjólk og bakaðan í ofni,
en sagt var, að sá skrokkur hefði
flest það til að bera, sem prýddi
góða konu. HP hefur eftir góðum
heimildum, að matarskríbentar
dagblaðanna hafi eftir þann atburð
komið sér saman um að bjóða póli-
tiskum ritstjórum og fréttamönn-
um til álíka herlegrar veislu í tilefni
stjórnarskiptanna. Hápunktur
veislunnar átti að vera fyrrverandi
forsætisráðherra í líkamsstærðar-
kökumynd. Fyrrverandi forsætis-
ráðherra yrði sjálfum boðið að
skera fyrstu sneiðina og afhenda
hana þeim hinum nýja með heilla-
óskum. HP er hins vegar ekki
kunnugt um á hverju þessi hug-
mynd strandaði en auðvitað er alls
ekki of seint að framkvæma hana
KYNNINGARVERÐ
20%
ÓDÝRARA
Sanitas
VIÐ HUGSUÐUM
FYRIR ÞÍNUM HAG
og bjóðum verðbólgunni
og gengisfellingu birginn
Viðbjóðum þér
INIISSAIM
CHERRY
Verð eins og það
hefði orðið, án
okkar fyrirhyggju:
100 cc. 3ja d.
1300 cc. 3ja d.
1500 cc 3ja d.
1500 cc. d. sjálfsk.
1500 cc. d. sjálfsk.
kr. 231.000.-
kr. 242.000.-
kr. 260.000.-
kr. 271.000.-
kr. 281.000.-
IMISSAIM
SUNNY
1300 cc.
1500 cc.
1500 cc.
1500 cc.
2ja d.
4ra d.
4ra d. sjálfsk
Coupe
kr. 252.000.-
kr. 272.000.-
kr. 283.000.-
kr. 291.000.-
1500 cc. sjálfsk. station kr. 300.000.-
Okkar verð á NISSAN
bílum bankaborguðum
fyrir gengisfeílingu:
kr. 220.000.-1 bíll eftir
kr. 230.000.-
kr. 247.000.-
kr. 258.000.-
kr. 267.000.-
kr. 240.000.-
kr. 259.000.-
kr. 270.000.-
kr. 277.000.- Uppseldur
kr. 286.000. - Uppseldur
IMISSAIM
BLUEBIRD Allar gerðir uppseldar
IMISSAIM
STANZA Allar gerðir uppseldar
IMISSAIM
CABSTAR
Óyfirbyggðir vöru- og sendibílar.
Örfáir eftir.
IMISSAIM
BÍLAR ÁVALLT í FARARBRODDI
NÓ BÝÐUR ENGINN BETUR
INGVAR HELGASON HF. s,missseo
SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI