Helgarpósturinn - 09.06.1983, Page 16
Meiriháttar
— segir
Tabítha Snyder er 11 ára og er í vist
ísumar. Hún þassarfrcenda stráks sem
mamma hennar passar. Tabítha er
amerísk í aðra cettina en hefur búið á
Islandi síðan hún var tveggja ára.
Þetta er annað árið sem hún er í vist og
henni finnst það þrœlgaman, svo fær
Tabítha
hún lika vel borgab, 1400 kr. (það er
sama og dagmamma fœr fyrir 1 barn
hálfan daginn). Thabítha var í Fella-
skóla í vetur og hún frœddi Stuðarann
á því að pönkið væri löngu liðið undir
lok. Svo biðjum við bara að heilsa.
Allt í lagi bless.
Islenska
bókin
í undirbúningi er útgáfa á ís-
lenskri poppbók. Til aö bókin geti
þjónað sínum tilgangi er nauðsyn
á samstarfi við hina ýmsu aðila er
tengjast poppinu. Þess vegna eru
allar upplýsingar vel þegnar frá
eftirtöldum aðilum.
— Hljóðritunarver. Þar skal
m.a. koma fram upp á hvers konar
tækjabúnað og aðstöðu verið býð-
ur.
— Lagasmiðir sem bjóða lög til
sölu.
— Textasmiðir sem eru tilbúnir
að semja fyrir aðra.
— Útsetjarar sem setja út fyrir
aðra. Sjálfsagt er að láta þess get-
ið ef um einhverja sérhæfingu er
að ræða.
— ,,Session“ menn sem geta
aðstoðað við plötugerð, hljómleika
eða annað þ.h. Taka skal fram
hvert sérfag ,,session“ mannsins
er.
— Rótarar sem geta aðstoðað
við einstök verkefni.
— Bílstjórar sem taka að sér
,,túra“ eða einstakar ferðir út á
land eða bara hingað og þangað.
— Félagsheimili, veitingahús
og önnur fyrirbæri sem bjóða
upp á aðstöðu fyrir lifandi músík.
— Hljómleikahaldarar.
— Dansleikjahaldarar.
— Hljómplötuútgáfur. Af sér-
stökum ástæðum eru þær beðnar
um að senda lista yfir allar plötur
sem þær hafa gefið út. Útgáfuár
og titill plötunnar og nafn flytjanda
verður aö koma fram. Nauðsyn-^
legt er að hlómplötuútgáfur sem'
eru hættar störfum láti einnig frá
sér heyra.
— Hljómplötuinnflytjendur -
sendi lista yfir þau fyrirtæki sem
þeir eru umboðsaðilar fyrir.
— Dreifingaraðilar fyrir ís-
lenskar plötur.
— Hljómplötuverslanir. Þær
þurfa að taka fram hvort um er að
ræða sjálfstæða verslun með plöt-
ur eða deild innan stærri og víð-
tækari verslunar.
— Hljómfæraverslanir. Þær
þurfa sömuleiðis að taka fram
hvort þær eru sjálfstæð hljóðfæra-
verslun eða deild innan stærri
verslunar. Jafnframt þarf að telja
upp hvaða hljóðfæri og merki
verslunin einbeitir sér að.
— Hljóðfæraumboð/-innflytj-
endur. Hvaða hljóðfæri? Hvaða
merki?
— Hljóðfærasmiðir/-viðgerð-
ir. Hvaða hljóðfæri?
— Hljóðfærastillingar. Hvaða
hljóðfæri?
— Tónlistarskólar. Skilyrði fyrir
inngöngu? Kennslugreinar?
— Einkakennarar. Aðstaða?
(Getur kennarinn útvegað hljóð-
færi?). Hljóðfæri? Á hvaða hljóð-
færi er kennt?
Vakin skal athygli á því að allar
myndir eru kærkomnar. Þeim
verður að fylgja skrifleg heimild til
birtingar. Herlegheitin skulu send
til:
Poppbókin
Pósthólf 14
Reykjavík
Ólafur Kjartan, Arndís, Anna, Steinunn,
Imba og Ásgeir eru á aldrinum 13—15 ára
og finnst meiriháttar geðveiki af saksókn-
ara að taka Spegilinn alvarlega.
Það er ekki kvalarlaust þetta líf!
Ég var aldeilis ótrúlega hress að
byrja á Stuðaranum eftir langt og
YNDISLEGT frí og kýldi niðrá
torg. Ég gekk nefnilega að því sem
vísu að þar væru pönkarar bæjarins
að hrækja á veggi og svona, eitt-
hvað ógeðslegt. Eitthvað ógeðslega
fúlt. Nema hvað að í þrjá daga sam-
fleytt gekk ég og gekk en ekkert
gekk. Ekki einn einasti pönkari. Því
spyr ég: Hvar eru pönkararnir? Eru
þeir búnir að syngja sitt síðasta?
Hvað er „inni“ þessa dagana? Eru
það kannski einhverjir streitarar í
jogging galla, eða eru diskófríkin
allsráðandi? Þið fyrirgefið forvitn-
ina, ég er nú einu sinni búin að vera
í frii.
— Upp með símtólið, segið mér
fréttir. Símanúmerið er 81866.
JRlUda
Umsjón:
Jóhanna V.
Þórhallsdóttir
Öðru vísi
Pönkið
liðið undir lok
áður brá!!!
geðveiki
Það hefur vart farið framhjá
fólki, a.m.k. ekki því sem las
seinasta Helgarpóst (svo ekki sé
nú meira sagt) að Spegillinn,
samviska þjóðarinnar var gerð-
ur upptækur fyrir aulafyndni,
klám og fleira ógeðslegt. Nema
hvað, að Stuðarinn var í mesta
sakleysi niðri í bæ á föstudag-
inn, nánar tiltekið niðrá torgi,
þegar allt í einu, Úlfar þessi (rit-
stjóri sóðablaðsins), rýkur upp
á hús Karnabæjar með kalltæki
að auglýsa blaðið í gríð og erg,
og ekki nóg með það því um leið
eru tugir manna farnir að selja
endurútgefið sóðablað í, að
visu, öðru broti. En hvílík
hneysa! Oj barasta. Ég get vart
lýst tilfinningum mínum þessa
stundina og hugsiði ykkur,
Lækjartorg troðfullt óþrosk-
aðra unglinga. Og talandi um
unglinga, vatt Stuðarinn sér að
nokkrum og tók tali.
— Hvað finnst ykkur um Speg-
ilsmálið?
— Það er meiriháttar geðveiki að
taka svona blað alvarlega. Það er
ekkert sjálfsagðara en að Spegillinn
sé seldur. Hann er sko ekkert verri
en sjoppuklámið. Það er sko virki-
lega ógeðslegt."
— Já, Stuðarinn tekur undir það.
— En finnst ykkur þá í lagi að
sjoppuklámið sé selt?
„Ja, það er nú það.“ Þau eru
greinilega ekki sammála um þetta
atriði. Einn segir: „Það gæti
kannski dregið úr kynferðisafbrot-
um...“ Ein segir: „Nei, ætli það
stuðli ekki frekar að kynferðisaf-
brotum." Stuðaranum finnst þetta
gott atriði til nánari umhugsunar.
Og spyr: Hafa fleiri skoðun á
þessu?????
“Póstur og sími
atvinnuleysi meðal ungllnganna eins og annarra)
þá fyrst er skemmtilegt að setjast niöur með
penna I hönd og skrifa Ijðð eða smásögu eða
bara bréf... eða er það ekki? Hvernig væri nú að
setjast niður og skrifa Stuðaranum þótt ekki væri
nema örfáar, ég endurtek, örfáar llnur um eitt-
hvað sem ykkur liggur á hjarta.
opnar
aðnýju
Jæja elskurnar mfnar! Þá er sumarið komið yf-
ir sæinn. Allir eru auðvitað tryllingslega hressir.
Enginn skóli, ekkert stress, bara vinna - eða
þannig. Já og þegar fólk er farið að vinna nú ell-
egar slæpast (því að sjálfsögðu hlýtur að vera