Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 20
20
Fimmtudagur 9. jú'ní 1983 fp'Ssturinn
„Ég geng öruggur til hvílu eftir
að
ud varð forseti
<6
að klæða sig fyrir tónleikana og
tók það nokkurn tíma, en hvað
gerir til að bíða einn vesælan hálf-
tíma eftir meistara sem menn hafa
beðið eftir í áratugi!
Klukkan var hálfellefu og. allt
var tilbúið. Stór mynd af Hamp
hafði verið strengd yfir sviðið og
hljómsveitin gekk inn. „Látum þá
hita aðeins upp áður en þú kynnir
mig“, mælti meistarinn og hló við.
Hann brosti stöðugt og augun
leiftruðu. Hann hnippti í mig!
„Núna“, hvíslaði hann og ég gekk
inná sviðið að kynna hinn
goðumlíka Hampton. Síðan
skaust ég í sæti mitt til að sam-
einast öllum hinum djassgeggjur-
unum og að njóta heitrar sveifl-
unnar.
Þessir tónleikar voru engum
líkir. Ég hafði sagt fólki að það
ætti eftir að finna blóðið sjóða en
samt hafði mér ekki dottið í hug
að karlinn væri svona hress.
Fjandakornið að ~ hann hefði
nokkuð látið á sjá þegar á sviðið
var komið síðan ég barði hann
fyrst augum niðrá Ríveru fyrir
rúmum áratug. Bandið var frá-
bært. Krafturinn og sveiflan með
ólíkinum. Samt sátu þarna piltar
sem höfðu verið með Clark Terry
á sama stað fyrir tveimur árum án
þess að blómstra. Útgeislun
hljómsveitarstjórans er það sem
máli skiptir og það geislaði af
Hampton. Það var blandað sam-
an gömlu og nýju. Air Mail
Special, Flying Home, Advent eft-
ir trompetleikarann Johnny
Walker, Stardust, Moonglow, I
Got Rythm og Midnight Sun, til-
einkuð íslensku þjóðinni. Svo var
sjóvið á fullu. Bandið stóð upp og
lyfti lúðrum til himins í brattri
sveiflu In the Mood. Og gamli
maðurinn fékk alla til að klappa
og syngja með sér Hey ba-ba-re-
bop og Amen með Down by the
Riverside innskoti. Svo settist
hann við trommurnar og lék sér
að kjuðunum fjórum, tveir í
höndum og hinir ýmist í armkrika
eða munni. Víbrafónsólóar þar
sem önnur hver nóta var slegin í
loftið og svo stökk hann framaf
sviðinu með alla hljómsveitina og
marseraði um salin: When the
Saints Go Marching in. Það ætl-
aði allt um koll að keyra. Kraftur
gamla mannsins smitaði allt og
alla! Stundum var þó slegið á
alvarlegri strengi og beygði hann
sig þá yfir víbrafóninn og hamr-
arnir dönsuðu á nótnaborðinu í
mögnuðum sólóum eða bandið
blés í framúrstefnu eins og í
japönsku þjóðvísunni semsaxa-
fónleikarinn Yoshi Malta útsetti
fyrir Hampton. Þrátt fyrir að
hinn klassíska sveifla sé allsráð-
andi er alltaf eitthvað nýtt og
ferskt að finna á öllum Hampton
tónleikum!
í hléinu beið meistarinn í hlið-
arvængnum. Hann fór ekki niðrí
búningsherbergið sitt heldur hall-
aði sér upp að synfóníuflýglinum
og drakk appelsínusafa. „Eigum
við ekki að fara að byrja drengir“,
segir hann fljótlega. Honum er
greinilega ekkert um of löng hlé
gefin. Það mátti líka heyra á tón-
leikunum. Varla var síðasta nóta
lagsins þögnuð og klappið hafið
áðuren hann upphóf næsta ópus.
„Hvað helurðu að hann leiki
lengi eftir hlé“? spyr ég Tom
Chapin, saxafónstjóra. „Tæpan
klukkutíma í mesta lagi“, svarar
hann. Reynin varð önnur. Meist-
arinn var í ham og íslendingarnir
líka. Salurinn var einsog töfrum
sleginn og galdramaðurinn dans-
aði um sviðið. Það yfirgaf margur
maðurinn Háskólabíó þessa nótt
með rauða og þrútna lófa eftir
rúmlega þriggjatíma tónleika.
Klukkan var að verða tvö þegar
Hampton var ferðafær. Það var
farið að rigna svo ég bakkaði bíln-
Sólarhringur meö
Hampton
eftir Vernharö Linnet
1. júni. I dag er von á einum helsta meistara sveifl-
unnar til landsins: Lionel Hampton ásamt sextán hljóðfœraleikur-
um, tveimur róturum, hjúkrunarkonu, umboðsmanni sínum og
konu hans. Umboðsmaður Hamptons í Evrópu, Hollendingurinn
Wim Wigt, cetlaði að koma líka en komst ekki. Hann kemur á
morgun, skýst í land til að taka við peningum og heldur síðan til
New York með Hampton ogfélögum. Hann þarf að rœða viðskipti
á leiðinniyfir hafið; síðanflýgurhann beint til Evrópu. Fundastað-
ir eru margvíslegir!
Það er búið að vinna að þessum tónleikum mánuðum saman.
Kauþkröfurnar voru háar, en þegar öll sund virtust lokur hlupu
Flugleiðir undir bagga og gáfu flutninginn yfir hafið. Allt féll i
Ijúfa löð og það þurfti bara troðfullt Háskólabíó til að endarnir
nœðu saman. Enginn var í vafa um að það tcekist; ef ekki vœri eins
gott að breyta Jazzvakningu íferðaklúbb á djassfestívöl heimsins!
Klukkan er þrjú og bílalest Jazzvakningar heldur af stað til að
ná í meistarann og liðsmenn hans.
sendiferðabíll.
Allt í eir.u er flugvélin lent og ég
stend við landgöngubrúna og bíð
þess að meistarinn stigi fæti á
íslenska grund. Sonur minn
fjögurra ára er með stóran blóm-
vönd til að færa honum. Vonandi
verður hann jafn elskur að sveifl-
unni og faðir hans sem skírði
fyrsta köttinn sinn Lionel Hamp-
ton. Þá var hann ellefu áraóg vissi
ekkert skemmtilegra en að hlusta
á Hampton berja Chasin the
Chase. Meistarinn birtist og geng-
ur hægt niður landganginn. Lág-
vaxinn, farinn að fitna og er stirt
um gang. TVær konur fylgja hon-
um - hjúkrunakonan og kona
umba. Drengurinn réttir fram-
blómin og það er heilsast og hleg-
ið. „Mikið er hann sætur“, segja
leydíarnar og svo er gengið til
vegabréfsskoðunar. „Víða hefur
þetta vegabréf ratað“, segir toll-
vörðurinn er hann handleikur
snjáðan passa Hamptons,
stimplaðan með öllum heimsins
stimplum. Eftir örfáar mínútur
Tveirfólksbílar, ein rúta og stór
erum við sest uppí bíl. Mitt hlut-
verk er að koma Hampton og
leydíunum í bæinn því fjöl-
miðlarnir bíða. Félagar mínir sjá
um hina tuttugu og farangurs-
tonnin.
Lionel vill fá að vita allt um
tungu íslenskra og spyr svo: „Er
þetta hafið“? - Atlandshafið“,
svara ég að bragði og síðan ber
gufustrókana frá Svartsengi við
himinn; Keilir og alltí kring er
hraunið. -i.Þetta er einsog á tungl-
inu“, segir kona umba og hjú-
krunarkonan spyr um nóttina. -
„Hér ríkir dagurinn allar sumar-
nætur“, svara ég og Lionel bætir
við: - „Þetta er land miðnætur-
sólarinnar".
Vegurinn liggur hjá Hafnarfirði
og meistarinn segir: Mikið byggja
þeir hér“, - og allt þar til við
renndum að Hótel Sögu undraðist
hann öll þessi hús í borg þar sem
svo fáir bjuggu. - Er háskóli hér“?
spurði hann og ég benti til vinstri
þar sem Háskólinn kúrir undir
fargi Hótel Sögu.
Hampton og stórsveitin í ham. Gamli
maðurinn situr við trommurnar, en
þegar mest á gekk var hann með
fimm kjuða í takinu
Blabamanna-
fundur
Útvarpsmenn biðu meistarans
fyrir utan Sögu og hann bauð
þeim uppí svítu sína og sagðist
ekkert vera hræddur um að eiga í
erfiðleikum með að bræða ís-
hjörtun. Hann hefði lengi langað
til að koma hingað og það yrði
rosafjör á tónleikunum
Svo langaði gamla manninn í
brauð, en það tók sinn tíma að af-
greiða það og niðrá Mímisbar
beið Sjónvarpið og pressan og svo
var ólga í bandinu - drengirnir
neituðu að leyfa sjónvarpinu að
taka upp tónleikana nema fá
greitt fyrirfram. Hampton varð af
brauðinu, róaði piltana og gekk
hress í bragði inn á barinn. Hann
lék As Times Goes By og It Don’t
Mean A Thing á víbrafóninn og
settist síðan við hliðina á píanist-
anum sínum og sló 12th Street
Rag með tveimur fingrum á flýgil-
inn. - „Ég ætla að leika sitt af
hverju tagi í kvöld, en allt með
sveiflu“, sagði hann og hló. Það
var dálítið gaman að virða fyrir
sér hvernig hann gjörbreyttist í
fasi og útliti þessi fáu skref sem
voru milli fundarhaldanna með
hljómsveitinni í anddyrinu og
inná Mímisbar. En það var sama
á hverju gekk ávallt var hlýleikinn
í fyrirrúmi. Gary Burton hafði
rétt að mæla er hann sagði:
„Hampton er einhver þelbesti
maður sem ég hef kynnst“.
Klukkan var orðin sjö og
Hampton hvarf á braut til að hvíl-
ast. Tónleikarnir áttu að hefjast
klukkan 10 og vinurinn ætlaði að
mæta klukkan niu í bíóið.
Þegar ég kom í bíóið klukkan
hálf níu mætti ég manni sem
sagði: „Þú ert of seinn, þar er allt
uppselt". Það voru orð að sönnu
og ábyggilega hefði mátt selja
hvern miða tvisvar, svo mikil var
ásóknin. Það voru greinilega
margir sem höfðu ekki áttað sig
fyrren i dag hvað var á seyði. Eng-
inn hverdagsviðburður. Lionel
Hampton in town!
í bíóinu var handagangur í
öskjunni. Karlakór Reykjavíkur
var með tónleika klukkan sjö svo
þar var ekki hægt að fara að gera
klárt fyrir stórsveitina fyrren rétt
fyrir níu. Þó voru pallar, stólar,
nótnagrindur og trommur að ó-
gleymdum flýglinum á réttum
stað þegar bandið birtist uppúr
níu. Hljóðmeistarinn Magnús
Kjartansson stillti tól sín í óða-
önn, bandið blés og Hampton sló
víbrafón og trommur. Eins gott
fyrir Magnús að allt gengi vel því
hann var að halda úr landi um
miðnættið. Sjónvarpið var með
vélar sínar á réttum stöðum og svo
var hleypt inn. Hampton átti eftir