Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.08.1983, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Qupperneq 11
^posturinn. Fimmtudagur 18. ágúst 1983 Borgar- stjórnin og íbúarnir 21 yngstu börnin frá neðri hluta hverfisins upp í Austurbæjarskóla og eru með hugmyndir um að fá hluta af gamla Miðbæjarskólanum undir kennslu. Hverfin fyrir austan Snorrabraut láta litið yfir sér, þar virðist fátt hafa borið við sem megnaði að koma af stað íbúasamtökum. Það er ekki fyrr en kemur inn á Sogaveg að dregur til tíðinda. Þar hafa íbúar við þá götu svo og foreldrafélag Breiöagerðisskóla látið í sér heyra. Þar eins og annars staðar eru það börnin og umferðin sem komu fólki af stað. Undanfarið hefur verið deilt um fyrirtæki sem átti að staðsetja við Sogaveginn. Ibúarnir sem hafa beitt sér gegn ákvörðunum skipulags- yfirvalda telja að fyrirtækin dragi að sér aukna umferð, sem þeim finnst nóg af fyrir. Að hugsa fyrir horn Eygló Stefánsdóttir hjúkrunar- fræðingur, formaður foreldrafélags Breiðagerðisskóla, sagði að þau í félaginu hefðu mikið rætt um umferðarmálin því þeim fyndist vera í sínum verkahring að reyna að tryggja að börnin kæmust í og úr skólanum án þess að vera í lífs- hættu. Þau hefðu látið telja umferð um vissar götur í hverfinu og það væri augljóst að mjög margir styttu sér leið gegnum hverfið á leiðinni upp í Breiðholt, oft á miklum hraða. Hún sagði að erindum þeirra hefði verið tekið af heldur litlum skilningi yfirvalda, þau óttuðust að búast mætti við enn meiri umferð þegar nýi miðbærinn kæmist í gagnið, því það væri eins og menn hugsuðu aldrei fyrir horn, og því þyrfti að vera að glíma við afleið- ingar fyrirhyggjuleysisins löngu síðar. Þá er bara Breiðholt III eftir (Árbærinn verður að bíða að sinni). Þar starfar Framfarafélag sem hefur látið mörg mál til sín taka. Þar má nefna þrengingar á götum þar sem börn eiga leið um, en Sam- tökin voru upphaflega stofnuð út af íþróttamálum hverfisins. Breið- holtið hefur þá sérstöðu að það hef- ur verið að byggjast (eins ög Árbæjarhverfið) upp og því hafa menn lagt áherslu á að ýta á eftir framkvæmdum. Þar vantar heilsu- gæslustöðvar, pósthús, lögreglu- stöð o.fl. Opin svæði eru óskipulögð enn- þá, gangstéttar vantar, gras í umferðareyjar og þannig mætti lengi telja. Gísli Sváfnisson - kennari, formaður Framfarafélags- ins sagði að eitt af því sem félagið hygðist beita sér fyrir á næstunni væri að flýta því að bókasafn yrði opnað í félagsmiðstöðinni Gerðu- bergi, en þar stendur mikið hús- næði autt og býður eftir innrétting- um og bókum. Niðurstaða af yfirreið Helgar- póstsins um Reykjavík og fjölda samtala við fólk sem tekið hefur þátt í starfi íbúa- og foreldrafélaga er sú að umferðarmálin eru Iang- samlega efst á baugi. Eins og einn viðmælenda orðaði það, hefur orð- ið hugarfarsbreyting, fólk vill vera öruggt um börnin sín. Um samskipti borgaryfirvalda og íbúasamtakanna bar öllum sam- an um að þau færu batnandi. Það hefði oft borið við að bréfum væri ekki svarað, og ekkert tillit verið tekið til skoðana íbúanna, nánast engum breytingum hefði verið hægt að koma í gegnum borgarkerfið. Nú væri hins vegar hlustað og borgarfulltrúar kæmu gjarnan á fundi og ræddu málin, hvað sem yrði svo af efndum. Flestum bar saman um að allt of fáir væru virkir í íbúasamtökunum. Það væri einkum ef sérstök mál kæmu upp að fólk léti til sín taka. Einn íbúi Þingholtanna sagði að það yrði ekki fyrr en íbúasamtök fengju umsagnarrétt um áform og tillögur borgarstjórnar að raun- verulegt íbúalýðræði yrði að^veru leika. Þá fyrst yrði tryggt að hlustað væri á borgarbúa og tillit tekið til vilja þeirra og skoðana. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 Bílaleiga VJ Ij I ul II Car rental BORGARTÚNI 24 - 10S REYKJAVÍK. ICELAND - T£l. 11015 Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla. Sækjumog sendum. Símsvari allan sólarhringinn, kredit- kortaþjónusta. FLJÓT OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA BÍLATORG BORGARTÚNI 24 (HORNI NÓATÚNS) SÍMI13630 500 m2 sýningarsalur. Ekkert innigjald. Malbikaö útisvæöi. Bónstöö á staönum. Hreyfill Flugþjónusta Ert þú á leið til útlanda? Kynntu þér þá nýju ferðamannaþjónustu Hreyfils í síma 85522. Hún eykur þægindi og sparar tíma. Góða ferð. Hreyfill sími 85522 STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^N cc Ævintýrafero á ótrúlegu verði Brottför 27. ágúst Gisting á Hótel Montpamasse Park Vero: í tvíbýti í einbýli 4 dagar 6 dagar 8dagar 10.800 12.100 14.400 11.900 13.600 16.400 Inmfalið: Flug Keflavik-Paris og Luxemborg-Keflavik. Akstur frá Oriy flugvelli að hóteli við komu. Lestarferð milli Parísar og Luxemborgar. Skoðunarferð um París og auk þess skoðunarferð um Versali í 8 daga ferð. Bom 2-11 ára fá kr. 3.500 í afslátt URVAL vio Austurvöll @26900 Umbo&smenn um allt land

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.