Helgarpósturinn - 18.08.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Blaðsíða 16
Fyrir nokkrum árum þótti ekki við hæfi að stelpur væru í fótbolta. - Manni datt það ekki einu sinni í hug. Strákarnir voru í fótbolta en við stelp- urnar fórum bara í snú snú eða teygju- tvist - og að sjálfsögðu voru strák- arnir ekki með í því. - En nú er önnur tíö. (Púff!! Sem betur fer). Stuðaran- um þótti ekki úr vegi að spjalla við stelpu úr einu besta fótboltaliðinu, Breiðabliki, og spyrja hana spjörunum úr. Margrét Sigurðardóttir heitir hún, alveg að verða 18 ára, og spilar oftast vinstri bakvörð, var alveg til í Stuðara- viðtal á sunnudaginn var. Þetta var ekkert venjulegur sunnudagur því stelpurnar höfðu orðið bikarmeistarar þann daginn. „Spilaði fótbolta við strákana í hverfinu segir Mar- grét Sigurð- ardóttir vinstri bak- vörður í Breiðabliki og við eru bæði harðari líkamlega og sterkari og yfirleitt stærri. Það yrði svo mikill mismunur á okkur.“ — Hafiði þá ekki áhuga á því að keppa á móti því? „Ég held bara að það komi ekki til greina" Engir sauma- klúbbar — Pæliði mikið í fótboltanum? „Jú, það er mikið spekúlerað í fótbolta og íþróttum yfirhöfuð" — Engir saumaklúbbar í gangi? Þetta er greinilega fáránleg spurning Jdví Margrét tryllist af hlátri. „Eg sæi okkur í anda prjónandi...“ — Hvað með kvenréttindamál- in...? „Jú við pælum i kvenréttinda- málum á þessu sviði. Það er margt sem þeir fá en við ekki. Það er t.d. eftirtektin hjá fjölmiðlunum, en eins og ég sagði þá er aðbúnaðurinn hjá Breiðabliki góður. Önnur félög hafa reyndar ekki eins góðan að- búnað fyrir kvennaknattspyrnuna“ Um að gera að drífa sig — Hvað er mesta kikkið við fót- boltann? „Það er nú það. Að hlaupa alltaf á eftir einhverri boltatuðru það er von þú spyrjir Ætli það sé ekki aðallega að vera í góðum hóp“ — Og svona í lokin. — Hvað ráðleggurðu stelpu sem hefur áhuga á fótbolta? Að drífa sig á æfingu. Ég byrjaði frekar seint að æfa en það er um að gera að drífa sig“ segir Margrét að lokum og ég þakka kærlega fyrir spjallið. Bæði fyrsta og önnur deild Ég byrjaði á að spyrja Margréti hvenær áhugi hennar á knattspyrnu hafi vaknað. „Ég hef alltaf haft gaman af knattspyrnu. Ég spilaði fótbolta við strákana í hverfinu. Það var stutt að skreppa út á skólalóð og þar voru allir i fótbolta" — En hvenær byrjaði Breiðablik með kvennaknattspyrnuna? (Eins og það heitir á fagmálinu.) „Það er nú langt síðan, alltaf 10 ár held ég. í fyrstu var hörgull á kvenfólki. Þegar ég hóf æfingar fyrir fjórum sumrum voru bara þrjú lið sem kepptu og kvenna- knattspyrnan datt niður á tímabili. En síðustu tvö-þrjú ár hafa margar stelpur bæst við í hópinn og nú er bæði fyrsta og önnur deild.“ Sjónvarpið að kippa við sér — Maður hefur ekki mikið heyrt af kvennaknattspyrnunni? „Nei, það hefur frekar lítið frést af henni. Sjónvarpið hefur t.d. ekki verið nógu duglegt við að sýna myndir frá henni. Það er helst að það hafi greint frá úrslitum. Það er kannski núna fyrst að sjónvarpið virðist vera að kippa við sér. I Breiðabliki er mikið stuðlað að kvennafótboltanum, örugglega vegna þess hve vel hefur gengið hjá okkur. í dag var t.d. úrslitaleikur bikarmótsins við Akranes sem við unnum 3-1. Nu, svo er íslandsmótið í gangi. Síðustu leikirnir verða í september. Við erum efstar núna en eigum eftir að keppa við K.R. og Víði“ — Eru ekki strangar æfingar hjá ykkur? „Ja, það eru æfingar þrisvar í viku. Æfingar hefjast í janúar og þá á þrekæfingum. í apríl og maí hefj- ast snerpuæfingar og á sumrin eru svo blandaðar æfingar og svo auð- vitað bolta- og spilaæfingar.11 — Hver æfir ykkur? „Róbert Jónsson heitir hann“ — Eruði ekki alveg búnar eftir æfingarnar? „Nei, nei, ekki þegar maður er í þjálfun. Þetta kemst upp í vanaí* Framtíðin óákveðin — Það kemst kannski ekki meira að hjá þér en fótboltinn? „A,m.k. ekki á sumrin" segir Margrét sannfærandi. — En hvernig er með skólamálin hjá þér? „Eg fer í vetur í Ármúlaskóla í uppeldisbraut. Ég var í Víghóla- skóla í vetur“ — Hvaða möguleika gefur upp- eldisbraut? „Hún gefur möguleika til fóstru- -náms eða þroskaþjálfanáms. Ég var að spá í fóstruna en núna er ég mjög óákveðin í hvað ég geri“ — Við hvað vinnurðu? „Ég vinn á leikvelli við Efsta- hjalla" — Þú hefur sem sagt gaman af börnum? „Jú annars væri ég sjálfsagt ekki að þessu. Það er mjög gaman að vinna á leikvellinum" Strákarnir harðari,sterkari og stærri... —En vindum okkur aftur að Breiðabliki — Eruði allar úr Kópavoginum? „Já flestar erum við það. Ein- hverjar eru reyndar fluttar til Reykjavíkur en flestar eru a.m.k. upprunnar úr Kópavoginum." — Og haldiði hópinn utan æfinga? „Já, já, við hittumst og förum saman á böll. Oft förum við í Hollywood og svona eitthvað að djamma eins og gerist og gengurí* — Keppiði aldrei við strákana? „Nei, við keppum aldrei við þá, en kvennalandsliðið spilar æfingar- leiki við þá“ — Er mikill munur á ykkur? „Já, það er kannski jafnvægi á milli stráka úr 3. flokki og okkar en það er alveg aðgreint á milli stráka og stelpna því strákar á sama aldri —Póstur og sími KISS aðdáandi hafði samband við Stuðarann og vildi bæta því við i fram- haldi á lesendabréfi sem birtist i síðasta blaði að það ætti að fá KISS á Listahátíð. KISS væri alveg frábær hljómsveit og margir aðjjáendur hennar hér á landi. Stuðarinn kemur þessu hér með á framfæri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.