Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 2
fREJTAPOSlUR
Sjómannasamningar felldir — verkfall áfram
Sjómenn felldu nýgerða kjarasamninga með miklum
meirihluta atkvæða, laust fyrir miðnætti á miðvikudags- j
kvöld. Verkfall hefur því tekið gildi á ný. Óvíst er um fram-
hald samningaviðræðna. Mikill urgur er í sjómönnum. Þeir I
eru fyrst og fremst óánægðir með lítinn árangur við lækkun '
kostnaðarhlutdeildar og benda á, að sú 2% lækkun sem ,
samið var um, skili aðeins 0,52% beint til sjómanna. Mjög I
hefur einnig verið gagnrýnt á fundum sjómanna úthlaup yf-
irmanna úr samfylkingunni og segjast sjómenn hafa verið 1
illa sviknir.
Framhaldsskólakerfið lamað |
Kennarar sem höfðu sagt starfi sínu lausu frá og með 1.
mars gengu út þann sama dag, og hefur framhaldsskóla- |
kerfið verið meira og minna lamað síðan. Nemendur hafa *
lýst yfir einhuga stuðningi við kennara sina í þessari kjara- i
deilu. Lítið miðar í samkomulagsátt milli samninganefndar I
rikisins og launamálaráðs BHM. Að áliti fulltrúa síðar- .
nefndra felur tilboð samninganefndar ríkisins í sér launa- J
lækkun fyrir suma hópa vegna útfærslu nefndarinnar á
röðun í launaflokka. Launamálaráð BHM heldur fast við i
kröfu sína um leiðréttingu launa til jafns við starfsmenn I
með sömu menntun á almennum markaði.
Langstærsta Norðurlandaráðsþing til þessa I
Síðastliðinn mánudag var 33. þing Norðurlandaráðs sett
í Þjóðleikhúsinu sem jafnframt er þingstaður. Þetta er lang- |
stærsta þing ráðsins til þessa, og munu þátttakendur vera
um 730 manns, þar af 200 blaðamenn, sem hafa aldrei verið j
svo margir áður. Norræn framkvæmdaáætlun um efna-
hagsþróun og fulla atvinnu er talin stærsta mál Norður- i
landaráðs að þessu sinni. 1
Kratar með næstmest fylgi t
Alþýðuflokkurinn hefur nú næstmest fylgi íslenskra •
stjórnmálaflokka, kemur næstur á eftir Sjálfstæðisflokkn- .
um, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Hagvangur hf. j
hefur látið gera á fylgi stjórnmálaflokkanna. Ef miðað er við
síðustu könnun Hagvangs, sem gerð var í september og j
október á síðasta ári, hefur Alþýðuflokkurinn aukið fylgi 1
sitt úr 7,0% í 20,5% og Kvennalisti hefur aukið fylgi sitt úr I
8,9% frá síðustu Hagvangskönnun í 11,2% nú. Samkvæmt I
könnuninni hefur Sjálfstæðisflokkur nú 40,4% fylgi kjós- ,
enda en var með 45,7% í síðustu könnun Hagvangs. (
Ummæli formanns Alþýðuflokksins vekja athygli i
Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Al- l
þýðuflokksins í óbirtri blaðagrein (birtist í DV í dag,
fimmtudag) um stefnu sósíaldemókratískra flokka á Norð- |
urlöndum í varnar- og öryggismálum hafa vakið mikla at-
hygli í Skandinavíu. M.a. hefur Jón Baldvin líkt Finnlandi |
við norrænt Afganistan, sagt Eystrasalt fullt af sovéskum
kafbátum hlöðnum kjarnorkusprengjum og þeir séu einnig i
í sænskri landhelgi, en sænski utanríkisráðherrann I
þættist hvorki sjá þetta né heyra. Það hefur ennfremur
vakið athygli að formaður Alþýðuflokksins kom í veg fyrir |
að Anker Jorgensen, fyrrv. forsætisráðherra Danmerkur,
mætti sem aðalræðumaður á fundi um kjarnorkulaust I
ísland sem haldinn var í Reykjavík sl. helgi. Þá afþakkaði
Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands og formaður I
finnska jafnaðarmannaflokksins, kvöldverðarboð •
Alþýðuflokksins fyrir norræna jafnaðarmenn sl. ■
þriðjudagskvöld. I
Fréttapunktar:
• Forráðamenn og einn blaðamaður Helgarpóstsins hafa
verið kærðir af Almennu fasteignasölunni fyrir æru- j
meiðandi ummæli í greinum um fasteignasölur sem birtust •
í 7. og 8. tölublaði HP á þessu ári.
• Hækkun landbúnaðarafurða tók gildi í vikunni. Kinda- |
kjöt hækkaðium 5,5% en mjólkurvörur á bilinu 7,2—9,4%.
Mjólkurlítrinn kostar því nú 28,60 kr. I
• Rektorsprófkjör við Háskólann fór fram í vikunni. Mjótt •
var á mununum, Páll Skúlason prófessor hlaut 30,6% at- ,
kvæða en Sigmundur Quðbjarnason prófessor hlaut 30,5% |
• Klofningur varð í samstarfsnefnd kvenna um sameigin-
legan fund í Háskólabíói á alþjóðlegum baráttudegi kvenna I
8. mars. í stað eins fundar verða þvi haldnir tveir.
• Meirihluti útvarpsráðs samþykkti að gera gangskör að j
því að fá til sýninga einhvern af amerísku skemmtiþáttun- '
um Dallas, Dynasty eða Falcon Crest. Sýningarrétturinn er •
hins vegar í höndum annarra aðila á íslandi. 1
• PVrsta útsending staðbundins útvarps á Akureyri hófst ,
kl. 7:30 síðastliðinn laugardag.
• Óvart voru höfð skipti á nýfæddum börnum á fæðingar-
deild Landspítalans, og var móðir send heim með „vitlaust" |
barn. Misskilningurinn fékkst þó leiðréttur.
• Kaffibaunamálið er nú komið til Rannsóknarlögreglunn- I
ar, sem hefur fengið fyrirmæli frá ríkissaksóknara um að I
hefja opinbera rannsókn á málinu. ,
• Ljóst er að skuttogarinn Kolbeinsey frá Húsavik fer á |
uppboð. Menn velta nú fyrir sér hvaða þýðingu það muni
hafa á atvinnulífið á staðnum.
• Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru afhent síð-
astliðið miðvikudagskvöld í Háskólabíói. Finnski skáld- I
8agnahöfundurinnAnttiTuurihlautþauaðþessusinnifyr- •
ir skáldsöguna Pohjannaa. ,
• Greenpeace-samtökin hafa lagt fram tillögur til Norður- |
landanna í 6 liðum um umhverfisvernd i tilefni Norður-
landaráðsþingsins. Tillögurnar varða losun úrgangsefna og |
geislavirkra efna í hafið, hvalveiðibannið og áformin um ol- '
íuflutninga frá Jamesonland á Austur-Grænlandi.
• Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, efndi síðastliðinn '
sunnudag til hjólastólaralls að viðstöddu fjölmenni. Sigur- i
vegari varð Jón Ragnarsson rallökumaður. |
• Búnaðarþingi lauk á sunriudag. Fjallað var um 49 mál, 45
voru afgreidd. [
Andlát ’
Guðmundur Jónasson bifreiðastjóri og sérhleyfishafi er *
látinn, 75 ára að aldri. |
2 HELGARPÓSTURINN
Topparnir í
verkamannalöns
★ Sambandið var að opna
glæsilega aðstöðu fyrir starfs-
menn sína í Sundahöfn þar
sem þeir geta matast í hádegi
og þvegið sér vel og rækilega
að afloknum vinnudegi. Þetta
er enginn venjulegur kaffiskúr,
heldur einhver fullkomnasta
aðstaða sem sköpuð hefur ver-
ið fyrir verkamenn að verja pás-
um sínum í á Íslandi, og jafnvel
á öllum Norðurlöndum, að
minnsta kosti var svo að heyra
á mönnum við opnun þessa
skýlis á þriðjudaginn. Margir
helstu forkólfar Sambandsins
mættu á staðinn upp úr hádegi
og fengu sér að snæða með
verkamönnum sínum, auk þess
sem einstaka verkalýðs-
frömuður lét sjá sig. Á mynd-
unum sem hér fylgja sjáum við
þá Axel Gíslason aðstoðarfor-
stjóra SÍS og Guðmund J.
Guðmundsson fyrrverandi
verkamann, búna að næla sér í
löns.. .☆
BRENNSLUOFNAR
Ofnar og hitatæki fyrir rann-
sóknarstofur og skóla. Smelti-
ofnar og leirofnar. Einnig gas-
ofnar fyrir iðnað.
HABO
SÍMI 26550
Hárgreiðslu- og rakarastofa
á heimsmælikvarða!
ARISTdKKATlNN
Síðumúla 23. Tímapantanir sími 687960.