Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 4

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 4
Valur og flugið ★Valur Arnþórsson er ekki minnstur áhrifamanna innan Sambandsins. Hann er stjórnar- formaður þess og stýrir svo stærsta kaupfélagi á landinu, Kaupfélagi Eyfirðinga á Akur- eyri (sem mun vera skammstaf- að KEA). Meðal annars af þess- um sökum þarf Valur að ferðast oft í mánuði milli Byggðavegar- ins í höfuðstað Norðurlands (þar sem hann býr á númer 118) og Sölvhólsgötu fjögur í Reykjavík (þar sem höfuðstöðv- ar SÍS eru). Nú skyldu menn ætla að Val- ur nýtti sér farkosti Flugleiða í þessum skottúrum sínum, en það fyrirtæki heldur uppi, sem menn vita, mörgum áætlunar- ferðum milli þessara staða á dag. En raunin er aldeilis önnur. Þar kemur til sögunnar forkunn- arlipur rella sem Kennedy-bræð- ur á Akureyri eiga og reka, en sú er níu manna. Flugstjóri hennar er Húnn Snædal, vel þekktur ævintýramaður úr ís- lenskri flugsögu. Alla jafna er vél þessi í ferðum fyrir Bílaleigu Akureyrar sem Kennedy-bræður reka og hafa gert að þeirri lang- stærstu hérlendis, en vel að merkja, inn á milli þeirra verk- efna, skýtur hún kaupfélags- stjóranum og stjórnarformanni SÍS milli höfuðstaðanna. í þeim tilvikum er Valur alltaf eini far- þeginn og því nægt plássið fyr- ir hann að rétta úr löppunum. Ferðir Húns og Vals vilja oft verða margar í hverri viku enda er kaupfélagsstjórinn maður heimakær og vill komast norður milli sunnanfunda. Til að mynda þurfti hann að skreppa á fund I Sölvhólsgötunni fyrir skemmstu og reyndar annan fund í sama húsi næsta dag. i millitíðinni var hinsvegar frímúr- arafundur fyrir norðan og þar vildi Valur ekki láta sig vanta, þannig að á tveimur dögum flugu Valur og Húnn fjórum sinnum á milli. Þetta ku ekki vera einsdæmi í viðskiptum kaupfélagsstjórans við Kenne- dy-bræður og getur því hver ímyndað sér hversu myndarleg- ur reikningurinn er sem SÍS þarf að gera upp við þá í hverj- um mánuði, að ekki sé nú talað um ársgrundvöllinn góða. ☆ -k Kollegarnir Helgi Skúlason og Borgar Garðarsson hlýða hér á gamansögur Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar af Grikklandsferðum fyrr og nú. Myndin er tekin í þann mund þegar þessir menn • annað hundrað til viðbótar var að stofna Grikklandsvinafélag í næstliðinni viku uppi í risi á Hverfisgötu 105. Sigurður var einmitt kosinn formaður þessa félagsskapar sem hyggst í fram- tíðinni rækta samstarf á sviði menningar og lista milli Grikkja PIZZA HtJSIÐ Grensásvegi 7 - Sími 38833 þú hrinmr áundan.... OG PIZZAN Ék TILBÚIN ÞEGAR ÞÚ KEMUR 39933 Viljir þú taka með þér ilmandi pizzu heim, þá nægir að hringja í Pizzahúsið í síma 39933 og velja um þær tegundir sem við höfum á matseðli okkar. Við lögum síðan pizzuna eftir þínum óskum, og hún verður tilbúin þegar þú kemur. Nýjung til hagrœðingar! 3? Sólbaðsstofan Borgartúni 29, Áróra sfmi 621320. Minnsta B geislun í góðum bekkjum. Ávallt góðar perur . M , Hjá okkur þarf ekki að panta tíma. Góðar sturtur og eim gufubað Líkams- Hinar geysivinsælu teygjuæfingar byrjuðu aftur í janúar. Komdu þér í gott form fyrir vorið. Góðar sturtur og eimgufubað. Komið ykkur í form fyrir sumarið. Notið veturinn til að æfa. Æfingaform við allra hæfi. Nuddari á staðnum alla daga. Alltaf heittá könnunni. öllu má ofgera en það er sannað mál að hæfilegur skammtur af Ijósum gerir öllum gott. Gefum okkur sjálfum tíma og lífgum i upp á útlitið. Rekum burt streitu og stress í góð- um bekkjum með nýjum \ og viður- % kenndum | perum. lx' og heilsuræktin Borgartúni 29, simi 28449 Jæjar þá eru það aukakílóin. Þau hverfa ótrúlega fljótt með góðri líkamsþjálfun. Hjá okkur eru öll tæki sem til þarf og ávallt leiðbeinandi ástaðnum. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.