Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 9

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 9
Njörður Snæhólm: Draumur nýttist mér í starfi Draumar eða dulrænir hæfileik- ar? Eftirfarandi sögu úr starfi sínu sagði Njördur Snœhólm, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn RLR, í við- tali við Helgarpóstinn: „Fyrir mörgum árum fannst sjó- rekið lík í Engey. Kvöldið áður í myrkri og tunglsljósi gekk bóndinn sem þá bjó í eynni út, og sá mann standa við bát sinn í fjörunni. Hon- um þótti það undarlegt, því engan annan bát var að sjá, og heima- menn í eynni voru inni í húsi. Hann virti manninn lengi fyrir sér, en gekk síðan niður að bátnum. Þá sá hann engan þrátt fyrir leit. Morguninn eftir fann hann lík við hliðina á bátnum, sem hafði rekið um nóttina. Við Guðmundur Guðmundsson hjá sakadómi fórum út í Engey að sækja líkið. En á þessum tíma var einskis manns saknað, það hafði ekki verið lýst eftir neinum. Allan daginn reyndum við að afla okkur upplýsinga um málið, og komumst að raun um að nokkrum mánuð- um áður hafði maður stokkið fyrir borð á togara. Maðurinn var aust- an af fjörðum. Morguninn eftir sagði Guð- mundur að það ætti ekki að vera mikill vandi að ganga úr skugga um hvort líkið væri af manninum að austan. „Hvers vegna?“ spurð- um við undrandi. „Ekki lá það fyr- ir í gær?“ „Jú, hann mun vera með stórt ör á öðru lærinu. Mig dreymdi það í nótt. Hann kom til mín og sagði mér það.“ Og við sannreyndum þetta." Njörður sagði ennfremur: „Sumir vilja ekki upplýsa lögregl- una um drauma sína, því þeir ótt- ast að það verði hlegið að þeim. En það er mesti misskilningur. Það má svo sem segja að draumar séu vitleysa, en það getur verið sannleikur í þeim, og það verður að ganga úr skugga um það.“ En er það gert? „Eg get aðeins svarað fyrir mig. Ég hef gert það. En ég man ekki til að það hafi ieitt til nokkurs í öðr- um tilvikum. Hins vegar hafði ég eitt sinn samband við hollenskan sjáanda, vegna máls sem ég var að rann- saka í kringum 1969, og sendi honum tiltekin gögn vegna þess. Það varð þó ekki til þess að málið upplýstist. Til sama manns var hins vegar leitað vegna hvarfs ungrar stúlku í New York. Hennar var mikið leit- að en án árangurs. Frá þeim hol- lenska bárust upplýsingar um að stúlkuna væri að finna í ákveðnu húsi, og tilgreindi hann nákvæm- lega herbergi og hæð. Hann lýsti líka umhverfi hússins og hvernig ætti að finna það. Lögreglan fór eftir ábendingun- um en fann ekkert. Einhver hafði orð á að upplýsingarnar væru venjulegt rugl úr svona fuglum, en þá kviknaði á perunni hjá öðrum. Miðað við staðsetningu þess hol- lenska væri húsið í annarri átt en frá þeim séð, því skyldu þeir breyta um stefnu. Nú, þeir gerðu það og fundu stúlkuna í. hvelli!" Jóna Rúna Kvaran: Draumar og dulargófa hafa komið að gagni varðandi mannshvörf Helgarpósturinn spurði Jónu Rúnu Kuaran hvort leitað hefði verið til hennar varðandi manns- hvörf: „Það hefur verið leitað til mín,“ svaraði hún, „en ég hef aldrei viljað sinna slíkum málum. Ég get þó ekki fullyrt að ég myndi ekki gera það. En því fylgir mikil ábyrgð. Hér er á ferð miicið alvöru- mál, ekki síst þar sem ástvinir eiga í hlut, og ég myndi ekki vilja verða til þess að hryggja neinn með röngum væntingum." Jóna Rúna kvaðst vita til þess að erlendis hefðu menn með dular- gáfu starfað með lögreglu. Sjálf hefði hún hins vegar aldrei gert það, og af lögreglunnar hálfu hefði ekki verið farið fram á slíkt. Hún taidi hins vegar sjálfsagt að lög- reglan leitaði til fólks með slíka hæfileika ef allt annað þryti, eins og fólk leitaði í bænina þegar um sjúkt fólk væri að ræða og lækn- ingamátt þryti. „Ég veit að draumar og dular- gáfa hafa komið að gagni í sam- bandi við mannshvörf. Til þessa þarf þó sérstakan hæfileika, og minn styrkur liggur ekki á því sviði. Að mínu mati á ekki að hundsa góðan vilja fyrirfram; ef fólk snýr sér til lögreglu eða aðstandenda af einlægni, og trúir því að það hafi eitthvað til málanna að leggja í gegnum innsæi, berdreymi eða hugboð, þá er rétt að skoða þá möguleika." Ótrúleg saga um mann sem... týndist — og fannst í gœsluvarðhaldi Hákoni Hákonarsyni var eðlilega hætt að standa á sama þegar vinur hans hafði verið týndur í viku, án þess að nokkuð spyrðist til hans. Sem betur fer kom hann í leitirnar, og trúlegt eður ei: Eftir að hafa verið í vörslu lögreglunnar, í gæsluvarðhaldi nánar tiltek- ið. Forsaga þessa er allsérkennileg. Hákon: „Vinur minn átti í persónulegum erfiðleikum þegar þetta gerðist fyrir sex ár- um. Því höfðum við meiri áhyggjur af honum en ella. Hann var fluttur að heiman, en hafði aðsetur í íbúð sameiginlegs kunningja okkar. Við skulum kalla vin okkar Svein, því söguna segi ég að honum forspurðum. . Að kvöldi föstudags hringdi sambýlingur- inn til mín, mjög áhyggjufullur. Hann hafði hvorki heyrt Svein né séð í fimm daga. Það var sama upp á teningnum á vinnustað Sveins. Síðast var vitað af honum á bíl sínum, sem var all áberandi. En af bílnum voru held- ur engar fréttir. Mér varð illt við. Ég tók strax til við að hringja í allar áttir í von um upplýsingar um ferðir Sveins. En þær voru hvergi fáanlegar. Svo virtist sem hann væri gjörsamlega horf- inn. Ég hringdi meðal annars á lögreglustöðvar í Reykjavík og úti á landi, ef einhver kynni að hafa orðið var við bílinn, en svo var ekki. Alla helgina leituðum við dyrum og dyngj- um, en sú leit bar engan árangur. Af hverju létuð þið ekki lýsa eftir mannin- um? kynnu menn að spyrja. Við hefðum kannski átt að gera það strax, en vildum leita af okkur allan grun áður. Við álitum líka heppilegra að byrja á að útvarpa tilkynn- ingu, þar sem Sveinn væri beðinn að hringja heim. Það lét lögreglan gera á mánudegin- um. Handtekinn, grunaöur um aðild aö róni Sama dag hringdi ég til Rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavík, sem þá hafði aðsetur í Borgartúni. Ég sagði alla söguna og lýsti Sveini og bílnum hans, sem var blár og svart- ur Mustang, stór og áberandi. Þar var mér bent á, sem rétt var, að leit að manni væri til að byrja með í höndum almennu lögreglunn- ar. Hins vegar var mér ráðlagt að leita til Út- lendingaeftirlilsins. Þar gæti ég fengið upp- lýsingar um hvort Sveinn hefði farið úr landi. Eg gerði það, en ekkert benti til þess að svo væri. Á þessu stigi vildi lögreglan lýsa formlega eftir manninum, og ég ákvað að láta til skar- ar skríða daginn eftir. Við kunningjarnir vor- um orðnir verulega áhyggjufullir um afdrif Sveins, og farnir að gera ráð fyrir því versta. En um kvöldið fékk ég hringingu frá lög- reglunni. Á öllum fréttum hafði ég átt von, en ekki þessum: Sveinn var fundinn. Hann var í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Þar var hann búinn að dúsa í viku, grunaður um aðild að ráni. Ég varð æfur af reiði. Ég þóttist vita það betur en nokkur annar, að Sveinn tæki ekki þátt í öðru eins athæfi og ráni. í reiði minni hringdi ég í Harald Henryson sakadómara, sem hafði úrskurðað Svein í gæsluvarðhald, og krafðist svara. Var sjálfsagt að úrskurða menn í gæsluvarðhald, án þess að aðstand- endur væru látnir vita? Hver var réttarstaða þessara manna? Haraldur svaraði sem svo, að menn ættu að vita um rétt sinn undir þess- um kringumstæðum. Stöðvaður af tveimur mönnum... Sveini var sleppt daginn eftir, og málið upplýstist. Hann var saklaus. En málavextir voru þeir, að hann hafði verið á ferð á bílnum sínum fyrri helgi, þegar tveir menn stöðv- uðu hann og báðu að keyra sig til Keflavíkur gegn greiðslu. Sveinn gerði það, og ók þeim orðalaust á áfangastað, án þess svo mikið sem spyrja þá að nafni. Hann skildi síðan við þá, og segir ekki af þeim frekar, nema hvað lögreglan stöðvaði Svein á mánudags- morgni, þegar hann var á leið til vinnu. Sveinn var grunaður um aðild að ráni, sem hafði verið framið um helgina, af þessum tveimur mönnum líklega. Vitni hafði talið sig sjá bíl nálægt ránsstað. Lýsingin kom heim og saman við sérkennilegan bíl Sveins. Nú lá hann í því, og vissi ekki einu sinni hvað far- þegar hans hétu. Hann var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að nokkur vissi. En Sveinn varð aftur frjáls maður á þriðju- degi, daginn sem formleg leit átti að hefjast. Og það sem meira var: Allan þennan tíma hafði bíll hans staðið í porti Rannsóknarlög- reglunnar í Borgartúni, án þess að lögreglan hefði veitt honum sérstaka athygli. Úr þessu varð aldrei meira mál. Vinur minn býr nú erlendis og geymir áreiðanlega þessa óhugnanlegu lífsreynslu í sálarkirnu sinni, eins og við hinir." Þannig sagðist Hákoni Hákonarsyni frá, en við bárum sögu þessa undir Harald Henry- son sem var nafngreindur hér áður. Haraldur kvaðst því miður ekki koma þessu tiltekna máli fyrir sig, og gæti þar af leiðandi ekki staðfest svar sitt. „En yfirleitt held ég að það sé venja hjá viðkomandi rannsóknarlög- reglumönnum eða fangavörðum að iáta að- standendur vita ef eitthvað er. Manninum er jafnframt skipaður réttargæslumaður, sem á að gæta hagsmuna hans. Dómari gerir ekki annað en að taka til meðferðar kröfu Rann- sóknarlögreglu um gæsluvarðhald og kveða síðan upp úrskurð." HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.