Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 10
HP
HO-GARPÓSTURINN
Ritstjóri:
Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Jóhanna
Sveinsdóttir, Sigmundur Ernir
Rúnarsson, Halldór Halldórsson
og Edda Andrésdóttir
Útlit: Elln Edda
Ljósmyndir: Jim Smart
Handrit og prófarkir:
Magnea Matthíasdóttir
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson
Auglýsingar:
Steinþór Ólafsson
Innheimta:
Garðar Jensson
Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Ármúla 36, Reykjavík, sími
8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36.
Sími 8-15-11
Setning og umbrot:
Leturval s/f
Prentun: Blaðaprent h/f
Dularfullu
mannshvörfin
Ekki ósjaldan heyrum við
fréttir af mönnum hérlendis
sem hafa týnst — eru horfnir af
yfirborði jarðar. Viðkomandi er
síðan lýst og hvernig hann var
klæddur þegar síðast sást til
hans. Oft kemur þetta fólk í leit-
irnar, stundum heilt á húfi, en
stundum finnast lík þess þótt
ekki liggi harmsagan alltaf Ijós
fyrir.
En það kemur einnig fyrir að
horfið fólk kemur aldrei fram á
sjónarsviðið á ný, hvorki lífs né
liðið. Það eru þeir islendingar
sem hverfa sporlaust. Á undan-
förnum 40 árum hafa 22 menn
horfið á þennan hátt og er þá
átt við starfssvæði Rannsókn-
arlögreglu ríkisins í Reykjanes-
umdæmi. Sé talað um allt land-
ið er talan enn hærri.
I dag fjallar Helgarpósturinn
um horfna Íslendinga og leitast
við að finna skýringar á hvarfi
þeirra og greinir jafnframt frá
viðbrögðum og möguleikum
hins opinbera við leit að horfn-
um mönnum og hvernig kerfið
afgreiðir hina týndu. Lög frá ár-
inu 1981 kveða á um horfinn
mann, að hann teljist látinn
þegar þrjú ár eru liðin frá hvarfi
hans. Látið er ákveðið með
dómi en á undan hefur farið
opinber stefna sem gefin hefur
verið út og borin upp við hér-
aðsdómara eða borgardómara í
Reykjavík. Stefnan hafi verið
birt I Lögbirtingablaðinu.
Um afdrif þessara sporlaust
horfnu manna er að sjálfsögðu
ekkert vitað. Var hér um slys að
ræða? Eða sjálfsvíg? Eða skipu-
lagt eða tilviljunarkennt morð? I
Helgarpóstinum er fjallað ítar-
lega um alla þessa möguleika
og leitað svara hjá þeim emb-
ættismönnum lögreglunnar
sem með þessi mál fara. Þegar
viðkomandi maður hefur ekki
fundist þrátt fyrir mikla leit,
bregða ættingjar, skyldmenni
eða vinir hins horfna oft á það
ráð að leita til einstaklinga sem
sagðir eru búa yfir dulargáfum.
Draumspár eru ekki óalgengar
í þessum tilvikum þótt sjaldan
hafi þær leitt til þess að hinn
horfni hafi fundist. En að sjálf-
sögðu er örvæntingarfullur að-
standandi reiðubúinn að reyna
allt þegar ástvinur hverfur spor-
laust af yfirborði jarðar.
Ýmsar spurningar vakna
varðandi afgreiðslu þessara
mála hérlendis. Eru hvörfin til-
kynnt nógu snemma? Er leitin
nógu vel skipulögð? Er lögregl-
an nógu vel mönnuð og þjálfuð
til að fylgja mannshvörfum eft-
ir? Og erum við of fljót að
stimpla hina horfnu sem látna?
LAUSN Á SPILAÞRAUT
LEIÐRÉTTING
Valur varó
fimmtugur
í síðasta tölublaði HP birtist lítil
fréttaklausa um Val Arnþórsson,
kaupfélagsstjóra KEIA. Var þar sagt
frá myndarlegri afmælisgjöf til Vals
sem sagður var eiga sextugsafmæli
þann 1. mars. Blaðamanni óx þarna
greinilega í augum virðuleiki og
þroski kaupfélagsstjórans um tíu ár.
Valur varð nefnilega fimmtugur um-
ræddan dag. Er Valur beðinn vel-
virðingar á þessum aukaárum sem
bætt var á hann að ástæðulausu.
-Ritstj.
a) Vestur á að láta hjartaníuna.
Vinni norður, þá skapast tvær inn-
komur sem vestur vantar til þess
að hirða trompin. Þetta mistekst
aðeins ef norður á einspil í tígli og
hjarta.
b) Enn á vestur að spila níunni
og er nú 100% öruggur að vinna
spilið, þar sem hann á tvær hjarta-
innkomur til þess að svína spaðan-
um og getur kastað tíguldrottning-
unni í fimmta hjartað.
lezzoforte er á góðri leið
með að slá í gegn í Evrópu með nýju
lagi — sem er sungið! Er það reynd-
ar gamalt lag þeirra félaga sem heitir
„Taking Off" og hafa þeir fengið
blökkumanninn Chris Cameron
(Hot Chocolade) í slagtog með sér
og syngur hann texta við undirleik
Mezzoforte. Lagið hefur þegar vak-
ið athygli víða í Evrópu og kemur
það út á sérstakri, lítilli plötu í Bret-
landi síðar í mánuðinum og gera
þeir Mezzoforte-menn sér miklar
vonir um að sú plata þjóti upp vin-
sældalistann. ..
urlandaráðsþingi: Sænskur fulltrúi
segir við norskan fulltrúa: ,,Ár det
riktig att den islándska statminist-
ern Hermannsson inte ár ved fulla
fem?" Sá norski svarar: „Nej, han
er ved halve fem" — og réttir upp
höndina og beygir alla fingurna til
hálfs...
V
Þ
ennan heyrðum við á Norð-
mir okkar á NT gáfu út
myndarlegt aukablað um daginn
sem fjallaði um hús og byggingar-
mál. Var aukablaðið prentað í
hvorki meira né minna en 60 þús-
und eintökum. Eftir prentun var öll-
um bunkanum ekið niður á Póst og
síma því senda átti aukablöðin með
póstinum. En þá kom babb í bátinn,
pósturinn neitaði einfaldlega að
taka við blöðum sem ekki væru
brotin í tvennt. Nú þurftu NT-menn
að keyra allan bunkann á nýjan leik
upp í Blaðaprent þar sem blaðið var
prentað og brjóta 60 þúsund eintök
í tvennt. Og síðan aftur niður á póst.
En þá var kominn nýr dagur og
dreifingin því með höppum og
glöppum. Þetta ævintýri mun hafa
kostað NT um 400 þúsund krónur.
En ekki gáfust þeir upp og næstu
helgi gáfu þeir út annað aukablað
um sams konar efni en áttuðu sig í
tæka tíð og brutu blaðið í Blaða-
prenti áður en það fór í póstinn.
Hins vegar munu fjármálamenn
blaðsins hafa velt nokkuð mikið
vöngum yfir þessu dæmi og spurt
sjálfa sig og aðra hvort útgáfan laun-
aði sig...
V<#
-ríamwmcL
Tryggvagötu 22
SfffilKT
HÁRSNYRTISTOFA
SmmíT Nýbýlavegi 22
Sími: 46422
- Kópavogi -
srmniT
Veitum alla hársnyrtiþjónustu
DÖMU-, HERRA- OG BARNAKLIPPINGAR
DÖMU- OG HERRA PERMANENT
LITANIR - STRÍPULITANIR - NÆRINGARKÚRAR
NÆG BÍLASTÆÐI
10 HELGARPÖSTURINN