Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 12
krataleiðtogar: Hvað finnst þeim um Jón Baldvin? eftir ómar Friðriksson Hinn nýi formaður Alþýöuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hef- ur undanfariö haldið fram skoðunum í utanríkis- og öryggismálum sem virðast að mörgu leyti stangast á viö sameiginlega afstööu annarra nor- rænna jafnaöarmannaflokka, s.s. meö andstööu sinni viö þá stefnu sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa mótað um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Ýmsum atvikum hefur skotið upp í blöðum sem bera með sér ágreining Jóns Baldvins og koilega hans á Norðurlöndum, s.s. við Anker Jorgensen, formann danskra jafnaðarmanna. Nú síöast hafa um- mæli Jóns í grein sem birtist í dag í dagblöðum vakið mikla athygli víða á Norðurlöndum. Helgarpósturinn leitaöi álits forystumanna og ann- arra talsmanna jafnaðarmannaflokkanna í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi á hinum nýja forystumanni íslenskra krata og afstööu hans til utanríkis- og öryggismála. Anker Jorgensen: Tel ad Alþýdu- flokkurínn hafi adra skodun en Jón Baldvin Erkki Liikanen: Jón Baldvin átelur sjónarmid annarra þvert á grónar hefdir Anker Jergensen, hinn gamaireyndi for- ystumaður danskra jafnaðarmanna, tók þá afstöðu í síðustu viku að koma ekki á stofn- fund samtaka um kjarnorkuvopnalaust ís- land á Hótel Borg sl. sunnudag vegna mót- mæla og gagnrýni af Alþýðuflokksins hálfu um að það væri í hans óþökk og afskiptasemi af íslenskum málum. Hann kvaðst ekki vilja valda deilum hér á landi og samkvæmt fregnum fjölmiðla andar kalt í milli hans og formanns Alþýðuflokksins um þessar mund- ir. í samtali við Helgarpóstinn sagði hann sig og sinn flokk ekki hafa neina sérstaka skoð- un á Jóni persónulega sem formanni ís- lenskra jafnaðarmanna: „Við höfum hinsvegar skoðun á málefnum, allra Norðurlandanna og á kjarnorkuvopna- lausu svæði og við erum því hlynntir. Jafnað- armannaflokkar allra landanna hafa komið saman og gert samþykkt um að vinna að því að halda ráðstefnu í Kaupmannahöfn 27. og 28. október á þessu ári. Þar munu þingmenn jafnaðarmannaflokkanna koma saman." — Telurðu að afstaða Jóns Baldvins til hugmyndarinnar um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd hafi skaövænleg áhrif á samstarf flokkanna um þetta mál? „Nei, ég tel, fram að þessu, að Alþýðu- flokkurinn á íslandi muni einnig taka já- kvæða afstöðu til þessa, en það verður að vera hans mál en ekki mitt, því ég er sann- færður um að skoðun Jóns á þessu máli sé aðeins hans sjónarmið en ég tel að flokkur- inn hafi aðra skoðun. Jafnaðarmenn í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru án nokkurs vafa hlynntir kjarnorkuvopnalaus- um Norðurlöndum og við munum vinna að því rnáli." — Jón Baldvin hefur lýst því yfir að hann fylgi sömu stefnu og fyrirrennarar hans... „Já, þessa hluti þarf að ræða í góðu tómi og smáatriðum. Hann getur auðvitað sagt þetta, en það er enginn vafi á að ég hef unnið að hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði í mörg ár, einnig á meðan ég var for- sætisráðherra, en hann veit ekki mikið um það." Erkki Liikanen er aðalritari finnska jafn- aðarmannaflokksins og formaður utanríkis- málanefndar finnska þingsins. Hann sagði það vera ríkjandi reglu í norrænu samstarfi að hvert land og flokkar virði þá almennu línu sem flokkar annarra landa draga í ör- yggismálum. „Við gagnrýnum ekki meginsjónarmið annarra landa," sagði Erkki Liikanen. „Þessa stundina virðist þó mega ráða af yfirlýsingum Jóns Baldvins Hannibalssonar að þessi hefð sé að einhverju leyti fyrir borð borin. Það er því best að hann sjálfur skýri hvað hann á við. Við reynum hinsvegar að haga störfum okkar þannig að við virðum hvern annan og pólitísk sjónarmið flokka annarra landa og látum þá sjálfa um að ákveða sín mál. Þessar yfirlýsingar eru af öðrum toga spunnar." Erkki Liikanen var þá spurður um álit á af- stöðu Jóns Baldvins til hugmyndar jafnaðar- manna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Hvort hún gangi þvert á stefnu hinna flokkanna? „Já, hann virðist hafa nokkuð aðrar skoð- anir en ég gagnrýni hann ekki fyrir það, því það er hans skoðun, en vandamálið er það, að samkvæmt áliti annarra er kjarnorkuvopnalaust svæði í þágu hagsmuna allra Norðurlandanna," sagði hann og taldi það markast af sjónarmiði hvers lands um hvað hentaði best þess eigin öryggisstefnu. „Við áteljum ekki sjónarmið annarra eins og Jón Baldvin Hannibalsson gerir." — Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands og formaður finnska jafnadarmannaflokksins, vildi ekki taka þátt í kvöidverðarboði Jóns Baldvins hér um kvöldið vegna ummæla Jóns um „finnlandíseringu" og meint pólitískt ósjálfstæði Finna. Hver er skoðun þín á því? „Eg skil afstöðu Sorsa vegna þess að við erum ekki vanir svona yfirlýsingum í nor- rænu samstarfi, en mér skilst þó að Jón Bald- vin hafi sagt í gær að hann sé annarrar skoð- unar núna. Ef rétt er, gleður það mig," sagði Liikanen að lokum. Talsmenn sænskra jafnaðarmanna: Fordast ad taka afstödu til ummæla Jóns Baldvins Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænskra jafnaðarmanna og Lenn- art Bodström utanríkisráðherra fóru af Norðurlandaráðsþinginu til síns heima fyrir tveimur dögum og Helgarpóstinum tókst ekki að fá aðra talsmenn sænskra krata til að segja álit sitt á skoðunum nýs*formanns jafn- aðarmanna á íslandi. Svante Lundkvist ráðherra í stjórn Palme um norræna samvinnu kvaðst hafa heyrt um skoðanir Jóns Baldvins Hannibalssonar en kvaðst ekki nægilega kunnugur málinu til að láta uppi álit sitt á því. Gunnar Nilsson þingmaður sænskra jafnaðarmanna forðað- ist einnig að taka afstöðu til þess sem hann hafði heyrt haft eftir hinum nýja formanni á íslandi og taldi sig þess ekki umkominn að svara því fyrir hönd sænskra jafnaðar- manna. Fleiri sænskir þingmenn á þingi Norðurlandaráðs tóku í sama streng. Jan O. Karlsson sem er úr hópi aðstoðarmanna Olofs Paime taldi útilokað að gera athuga- semdir við skoðanir Jóns Baldvins Hanni- balssonar í öryggismálum. „Hver flokkur starfar innan síns lands og mótar sína örygg- ismálastefnu. Við blöndum því ekki saman," sagði Jan O. Karlsson. Hann sagði ennfrem- ur að Palme hefði skýrt sjónarmið Svía til ör- yggismála á Norðurlöndum, m.a. hér á landi, í desember sl. og afstaðan lægi því skýrt fyr- ir. „Mér skilst að Erkki Liikanen, formaður utanríkismálanefndar finnska þingsins, hafi sagt álit sitt á ummælum Jóns Baldvins. Við hinir ætlum ekki að segja neitt um það. Því minna sem sagt er um þetta, því betra," sagði hann, en skaut því inn að lokum að sem jafn- aðarmaður væri hann að sjálfsögðu mjög ánægður með uppgang íslenska jafnaðar- mannaflokksins samkvæmt skoðanakönn- unum uppá síðkastið. Gro Harlem Brundtland: Breyting ordid á Islandi — ekki hjá hinum jafnadarmanna- flokkunum Gro Harlem Brundtland, formaður norska Verkamannaflokksins, kvaðst að- spurð um mat sitt á hinum nýja formanni jafn- aðarmanna á íslandi, Jóni Baldvini Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins, aldrei vilja ræða um persónuleg einkenni annarra stjórnmálamanna. Hún vildi heldur ekki leggja mat á þróun mála hjá hinum ís- lenska jafnaðarmannaflokki, eða uppgang hans meða) kjósenda undir nýrri forystu, ef marka má skoðanakannanir. Hún var þá spurð um álit sitt á öryggis- málastefnu norrænna jafnaðarmannaflokka í ljósi skoðana Jóns Baldvins, sem virtust stangast á við stefnu þeirra, m.a. með and- stöðu hans við hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. „Það eina sem ég get sagt um þetta er að norrænu jafnaðarmannaflokkarnir hafa síðastliðin fjögur, fimm ár rætt um stefnu í öryggismálum á sameiginlegum ráðstefnum og um alþjóðleg málefni," sagði Gro Harlem Brundtland. „Þar á meðal um hvaða grund- völl skuli leggja að hugmyndinni um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. ís- lenski jafnaðarmannaflokkurinn hefur átt fulltrúa í þessum viðræðum og þeir hafa átt hlut að þeim almennu niðurstöðum sem samkomulag hefur orðið um milli allra flokk- anna. Það hefur því ekki verið um neitt ósamkomulag að ræða um grundvallaratriði þessa máls. Það var því ný þróun sem birtist gagnvart hinum jafnaðarmannaflokkunum þegar hinn nýi formaður tók að halda fram annarskonar sjónarmiðum en fyrirrennarar hans höfðu gert. Svona hlutir geta auðvitað gerst en við höfðum þó ástæðu til að ætla að samskonar hugmyndir væru hjá öllum flokkunum um meginatriði þessa máls." — Nú hefur Jón Baldvin haldið því fram hér að hann hafi ekki breytt um stefnu síns flokks í öryggismálum. Það sé frekar spurning hvort hinir hafi breytt sinni stefnu, og hann nefndi sér- staklega hvort Anker Jorgensen, for- maður danskra jafnaðarmanna, hefði ekki e.t.v. breytt um sína stefnu... „Það eru auðvitað margir þættir utanríkis- mála sem hafa ekki verið ræddir á vettvangi norrænu jafnaðarmannaflokkanna sameig- inlega og ekki verið gerðar samþykktir um, en það hefur verið gert varðandi kjarnorku- vopnalaust svæði. A þingi sumarið 1982 var fullkomin samstaða um þá stefnuskrá sem þar var mótuð í þessu máli. ísiand var þar með, svo mér virðist ljóst að ef á þá stefnu er ekki Iengur litið sem stefnu íslenskra jafnað- armanna þá hlýtur breytingin að hafa orðið hér í íslenska flokknum, því þarna var um að ræða stefnuskrá í þessu máli sem við öll sam- þykktum. Við getum bara borið þetta saman við stefnuskrána." Gro Harlem Brundtland var að lokum spurð hvort stefnubreyting íslenskra jafnað- armanna í þessu máli ylli henni vonbrigðum. „Nei, menn verða auðvitað að sætta sig við þá staðreynd að fólk hefur mismunandi skoðanir. Það er ekkert nýtt og við munum halda samstarfi áfram, hver svo sem sjónar- mið íslenska flokksins eru. Við munum halda áfram að skiptast á skoðunum og þetta mun ekki breyta afstöðu hinna Norðurland- anna því við höfum rætt þetta í mörg ár og höfum vel mótaða stefnu í málinu. Eg er hér að tala um kjarnorkuvopnalaust svæði sem hluta af samkomulagi austurs og vesturs," sagði Gro Harlem Brundtland og bætti því við að slíkt samkomulag yrði að byggjast á sameiginlegum viðmiðunum um jafnvægi. „Þetta er ekki einhliða aðgerð, svo að ef ver- ið er að gagnrýna stefnu sem er raunveru- lega ekki stefna norskra, sænskra, danskra eða finnskra jafnaðarmanna er auðvitað hægt að koma af stað rangri umræðu sem byggist á misskilningi. Ég hef það á tilfinn- ingunni að þetta sé hluti skýringarinnar. Ég veit ekki hvort Jón Baldvin hefur séð stefnu- skrána frá 1982. Hann var ekki staddur þar og tók því ekki þátt í umræðunum sem áttu sér stað. Maður þarf auðvitað að setja sig inn í svona umræður, en ég tel ekki að það muni breyta sjónarmiðum innan hinna Norður- landanna í málinu." 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.