Helgarpósturinn - 07.03.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Blaðsíða 15
með að taka manni öðruvísi en sem sprellikarli. Ef manni verður á að svara því alvarlegur í bragði, hrekkur það gjarna í kút og telur mann vera merkilegan með sig. Það þarf oft að beita þetta fólk hörku til þess að fá það niður á jörð- ina.“ — Hefur fokid í þig vegna svona framkomu? „Margsinnis, sérstaklega þegar ég var að byrja í þessu, en svo vandist ég þeirri ímynd sem ég var búinn að koma mér upp og æfðist í að koma fólki í skilning um að enginn er endalaus sprelli- karl. Allir þurfa á alvarleika að halda inn á milli, jafnvel atvinnuspaugarar. Og kannski ekki síst þeir." — Lodir þessi ímynd ennþá vid þig? „Já, hún gerir það og mun gera meðan ég held mig ennþá eitthvað í sviðsljósinu.“ — Halli, hvaö er fyndiö? „Nú ertu að verða erfiður. yeistu, ég veit eigin- lega ekkert hvað fyndni er. Ég get bara ekki út- skýrt hana, eða hvað það nú er sem er fyndið og hvað ekki. Sjálfsagt þarf margt að fara saman til þess að úr verði fyndni, aðstæður á hverjum stað, klæðaburður, háttalag, útlit og texti og þá ekki síst uppbygging hans. Fíflalæti eru ekki fyndin í sjálfu sér. Þau geta hinsvegar verið það, ef rétt er að þeim staðið. Galdurinn er kannski að fíflast svo gaman sé að. En að öðru leyti kann ég ekki að skilgreina þetta, fyrir utan það sem eflaust er aðalatriðið: Smekkurinn og skopskyn fólks sem er alla vega og ákaflega misjafnt." FÍASKÓIÐ í SKEMMUNNI — Finnst þér þú vera fyndinn? „Yfirleitt ekki, yfirleitt alls ekki. En ég geri mér hinsvegar fulla grein fyrir því að við Laddi erum hlægilegir að sjá, svona hlið við hlið, ver- andi albræður. Ég svona lítill og loðinn og dökk- ur, hann svona langur og grannur og ljós. Við hefðum sennilega aldrei komist áfram í bransan- um jafnháir og líkari á velli en við erum.“ — Kanntu eina góöa fíaskó-sögu afferli Halla og Ladda? „Einu sinni vorum við að skemmta inni við Sund við einhverjar erfiðustu aðstæður sem við bræður höfum lent í á okkar ferli. Þetta var í stórri skemmu, fólkið sat í öðrum endanum, við í hinum endanum. Það voru á að giska fimmtíu metrar á milli okkar og áhorfenda og ekki bætti úr skák að mjög skuggsýnt var þarna inni. Við vorum settir við borð við míkrafón sem illa eða ekki heyrðist í, fyrir utan það að þær fjörutíu eða fimmtíu hræður sem við rétt grilltum í hin- um megin í skemmunni voru meira eða minna eldra fólk sem heyrði frekar illa og sá ennþá verr. Nú, ég held að ég þurfi litlu að bæta við þetta, það var úað og púað. Við þökkuðum bara fyrir að vera utan kastfæris, því sjálfsagt hefðu einhverjir úr hópnum hent í okkur lauslegu drasli til að leggja áherslu á leiðindi sín...“ — Nú ertu búinn aö kúpla þig út úr skemmti- bransanum aö mestu leyti, Halli. Finnst þér hann hafa fleytt þér áfram? Áttu honum eitt- hvaö aö þakka? „Kannski ekkert annað en þekktara andlit. Ég held hinsvegar að bransinn hafi tafið frekar fyrir mér en hitt, þar sem ég sökkti mér svo djúpt nið- ur í hann í langan tíma og fékk þar af leiðandi ekki tækifæri til að fást við neitt annað, kynnast öðru. Ég gleymdi mér í bransanum." EINN SEXTÍU OG FIMM — Hvaö ertu annars læröur? „Ég er ekki lærður neitt sérstakt, ekki nema úr þessum einhæfa skóla lífsins sem bransinn óneitanlega var í mínu tilviki. Ég sá ekkert ann- að. Eina diplómið úr skóla sem ég á, er úr lands- prófsdeild Skógaskóla. Ég byrjaði að vísu í menntaskóla en hætti á miðjum fyrsta vetri og hellti mér út í hljómsveitabransann og síðan skemmtiiðnaðinn.. — Saknaröu menntunar? „Bæði og. Ég sakna menntunarinnar vegna þess að ég ætlaði mér alltaf að ganga mennta- veginn, fara annaðhvort í mál eða raunvísindi. Það átti nú að vísu að gera mig að lækni, svona fyrirfram, en ég held að heilbrigðisstéttin megi prísa sig sæla yfir að ekkert varð úr því. Hitt er svo annað mál, að ég vildi alls ekki hafa misst af allri þeirri reynslu sem ég öðlaðist í bransanum, öllu því fólki sem ég kynntist vegna hans. Ég hefði til dæmis ekki gifst konunni minni, ef ég hefði frekar gengið menntaveginn." — Allt aörir sálmar, Halli: Hvaö ertu hár? ,,í sentimetrum, meinarðu?" — Já... „Ég er eitthvað um einn sextíu og fimm á hæðina." — Hefuröu veriö meö komplexa út af þessu? „Ég var það sjálfsagt á unglingsárunum. Ég óx ágætlega sem krakki, en einhverra hluta vegna tók ég mér pásu í því strax að lokinni fermingu. Ég er enn í þeirri pásu, passa eflaust enn vel í kyrtilinn minn. En þetta með komplexa, nei, ég er ekki þannig, enda hef ég alltaf haft kjaftinn til að vinna upp smæð mína. Ég hef alltaf getað yfirunnið feimnina og minnimáttarkenndina með frísklegu tali.“ AFI ÁTTI SKODA — Og enn annaö mál: Hvernig datt þér í hug aö fara aö selja Skoda? „Það var bara eins og hver önnur tilviljun. Ég hef allt mitt líf verið að taka hinar og þessar stefnur, jafnan óvæntar, vegna þess einfaldlega að ég hef aldrei gefið mér tíma til að plana fram- tíðina." — Haföiröu einhverntímann komiö upp í Skoda áöur en þú geröist sölustjóri hjá Jöfri? „Jájá, afi minn í sveitinni átti Skoda." — Fannst þér Skodi vera flottur bíll á þeim ár- um?r „Ég man bara ekki hvort ég myndaði mér ein- hverja skoðun á því. Ég held að ég hafi bara litið á Skodann sem hvern annan bíl.“ — Hefuröu kannski aldrei veriö bíladellumaö- ur? „Aldrei nokkurntíma." — Og lítur bara á bíl sem tœki til aö flytja menn á milli A og B, ekkert meira? „Já, það má segja. Ég vil náttúrlega hafa minn bíl traustan og þægilegan, sem sameinar ýmsa kosti...“ — Þinn bíll er væntanlega af Skoda-gerö? „Jájá.“ — Af nauösyn eöa vegna þess aö þér finnst þetta traustur og þægilegur bíll? „Ég verð að bæta því hér inn í að ég á líka einn Dodge, en ég vil hinsvegar ekkert fara að bera þessa tvo bíla saman. Ég verð að segja það með Skodann, að mér finnst hann sameina andskoti marga kosti fyrir nánast engan pening. En mér finnst Skodinn enginn bíll fyrir bíladellumenn." — Hvaö ertu búinn aö selja marga Skoda meö auglýsingunni þinni? „Ansi marga, en ég vil ekki vera að fara með neinar tölur." í TIMBRI í STAÐ STEYPU — Hvar er sölustjórinn í pólitík? „Ég held að þú getir ekki fundið mig í neinum þeirra stjórnmálafiokka sem nú eru til í landinu. Ég er ákaflega ópólitískur maður. Ég geri ráð fyrir því að mínar skoðanir eigi heima í öllum flokkum, eins og ég held raunar að sé um flesta. Menn eru að reyna að binda sig við einn flokk og láta bera á þeim skoðunum sínum sem hæfa þar, en þegja þá yfir hinum sem samrýmast öðr- um flokkum frekar." — Þú býrö meö konu þinni og dœtrunum tveimur í Mosfellssveit. Hvers vegna fluttiröu þangaö? „Það var nú bara enn ein tilviljunin í mínu lífi. Við bjuggum alllengi í steyptu húsi uppi í Breið- holti og draumurinn var alltaf að komast í timb- urhús. Eitt slíkt fundum við þarna uppfrá." — Af hverju timbur frekar en steypa? „Mér finnst gjörólíkt að búa í timbri og steypu. Það er talað um það að sál sé í timburhúsum og ég get vel tekið undir það. Mér finnast timbur- hús líka bara miklu meira lifandi en steyptu hús- in, það er einhvernveginn léttara að vera í þeim. Þarna uppfrá er maður líka í mikilli friðsæld, út af fyrir sig. Það er gott að komast uppeftir úr ysnum og látunum niðri í borginni, öðlast næði og ró.“ — Aö lokum Halli, hvaö kemstu hratt á Skod- anum þínum milli borgarinnar og Mosfellssveit- ar? „Ég veit að þú trúir því engan veginn þó ég segi þér það. Og ég vil heldur ekki segja þér það vegna þess að lögga gæti komist í þetta samtal okkar.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.