Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 18
LEIKLIST
Systrauppgjör
Alþýduleikhúsid sýnir Klassapíur eftir Caryl
Churchill í þýöingu Hákons Leifssonar.
Leikstjóri: Inga Bjarnason.
Leikmynd og búningar: Gudrún Erla Geirs-
dóttir.
Lýsing: Árni Baldvinsson.
Tónlist: Leifur Pórarinsson.
Leikarar: Vorkonur Alþýduleikhússins.
Breytt kynhlutverk kvenna og sú tog-
streita sem því fylgir er enn einu sinni á dag-
skrá hjá Alþýðuleikhúsi, nú í Nýlistasafninu.
Pær vorkonur eru með fjandi gott handrit í
höndunum, eftir breska konu, sem tekur fyr-
ir viðkvæmustu mál kvennaumræðunnar í
dag á mjög eftirminnilegan hátt. Mér þótti
Petra von Kant á sínum tíma afskaplega á-
hugavert verk og það kemur mér á óvart
hversu líkar þær eru Petra og Margrét, aðal-
persónan í Klassapíum. (Báðar hafa meikað
það sem konur í karlaheimi.) Þó verður að
viðurkenna, að Margrét og hennar vanga-
veltur um stöðu sína og kynsystra sinna aft-
an úr öldum jafnt sem í dag, er miklu mergj-
aðri úttekt á þeim sálarlega klofningi sem
felst í því að vera kona á framabraut. Enda
má segja að Klassapíur fjalli meira um það
hlutskipti kvenna, en Petra von Kant miklu
frekar um þrá okkar allra eftir ást og viður-
kenningu.
Margrét býður heim til sín 5 konum aftan
úr öldum í tilefni þess að hún hefur fengið
framkvæmdastjórastöðu í atvinnumiðlun-
inni sem hún vinnur í. Konurnar sem mæta
til boðsins eru fyrir mér holdi teknar vanga-
veltur Margrétar um allar konurnar sem búa
í henni sjálfri. Þannig er Jóhanna páfi hin
dæmigerða karlmannlega kona, Gréta (úr
málverki eftir Breugel) er konan sem flýr inn
í geðveikina þegar engin önnur leið reynist
fær, búddanunnan Nijo er hin uppreisnar-
gjarna sem storkar karlaverki japanska keis-
araveldisins, Isabel hin vikoríanska ferða-
kona sem flýr á náðir skrifta. Allar hafa þess-
ar konur það sameiginlegt að hafa verið
öðruvísi konur, bráðgerar og greindar. Mar-
grét nútíma framakona er það líka, þótt hún
kalli greindina einfaldlega frekju. Síðust í
þetta kvennaboð kemur svo Gríshildur hin
góða (þekkt þjóðsagnapersóna) allt of sein,
enda er hún hin undirgefna kona sem sinnir
öðrum á undan sjálfri sér. Gríshildur er sú
eina sem er öðruvísi en hinar, þ.e. sú kven-
ímynd sem karlaveldið viðurkennir sem
hina einu og sönnu. Aliar segja þær sína
sögu af kvenlegum örlögum og það sem ein-
kennir frásögn þeirra er sérkennilegur frá-
sagnarmáti. Þær keppa um orðið, tala ekki
saman, heldur samhliða og ofaní hver aðra.
Þessi aðferð eða stílbragð höfundarins á ef til
vill að undirstrika sérstöðu hverrar um sig og
mikilvægi, en jafnframt rennir það sterkum
stoðum undir þau átök og uppgjör sem síðar
verða þungamiðja verksins, þ.e. uppgjör
Margrétar við sjálfa sig og eigið líf. Afneitun
Margrétar á eigin kveneðli, móðurhlutverki
og tilfinningum nær hámarki þegar hún hitt-
ir Elísabetu systur sína, sem er bara venjuleg
lágstéttarkona. Elísabet hefur alið upp Ásu
(dóttur Margrétar) til þess að hún gæti ó-
hindrað náð frama í þjóðfélaginu. Klassapíur
verður að lokum óvægin krufning á frama-
konunni sem afneitar kveneðlinu, en gengur
ótrauð inn í karlaheiminn á hans forsendum.
Knýjandi spurningar vakna um samstöðu og
samkennd kvenna, innbyrðis átök þeirra,
stéttabaráttu og uppeldi. í ljós kemur að
reynsluheimurinn er mismunandi, það er
munur á konu og klassapíu. En eru þá til
hamingjusamar konur sem hafa meikað það
og hvar eru þær? Ég held að þær séu til og
þær eru m.a. leikkonurnar í Alþýðuleikhús-
inu. Inga Bjarnason hafði rétt fyrir sér þegar
hún sagði að þær væru allar að leika aðal-
hlutverk. Það var stórkostlegt að sjá þær
brillera hverja af annarri í þessari klassa-
sýningu. Margrét Ákadóttir lék nöfnu sína og
tókst einkar vel að sýna okkur sterku stál-
konuna, sem lætur ekkert slá sig út af laginu
á framabrautinni, nema ef vera kynni óþægi-
Einnar nœtur œvintýri
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Draum á Jóns-
messunótt eftir William Shakespeare, í þýö-
ingu Helga Hálfdanarsonar.
Leikstjóri: Stefán Baldursson.
Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson.
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson.
Lýsing: Daníel Williamsson.
Leikarar: Úr Leikfélagi Reykjavíkur og Nem-
endaleikhúsi Leiklistarskóla íslands.
Það ánægjulega hefur nú gerst í Iðnó, að
Stefáni Baldurssyni og leikflokki hans hefur
tekist að skapa stórkostlega leiksýningu,
mikið listaverk, sem seint mun gleymast. I
draumi Leikfélagsins ríkir hamslaus leikgleði,
ást á lífinu jafnt sem leiknum, svo jaðrar við
hreina snilld á köflum. Þessa ást og snilld má
eflaust rekja til aðalefnis Draumsins sjálfs
sem er Ástin og öll sú heilbrigða geðveiki,
sem af henni getur hlotist.
Talið er að Draumur á Jónsmessunótt sé
saminn í tilefni brúðkaups, enda má rekja all-
ar ástarflækjur hans til upphafsatriðis leiks-
ins, þar sem Þeseifur og Hippolíta (aþenskt
par komið af léttasta skeiði) undirbúa brúð-
kaup sitt. Inn í þann undirbúning blandast
síðan töfraveröld Oberons álfakonungs og
Titaníu konu hans, leikflokkur iðnaðar-
manna undir stjórn Kvists timbrara, svo og
ástarraunir ungu elskendanna Hermíu og
Lísanders annars vegar og hinsvegar Deme-
tríusar og Helenu, sem ekki ná saman. Aðal-
sögusvið leiksins er skógurinn þar sem álf-
arnir búa, en þangað flýja elskendur og
þangað æðir leikflokkurinn til að æfa lítinn
ástarharmleik sinn í friði. f sjálfum skóginum
gerast síðan öll hin mögnuðu ævintýri líkt og
í draumi á sjálfa Jónsmessunótt. Álfakóngur-
inn Oberon ætlaði sér einungis að vekja að
nýju ástar- og unaðskenndir með konu sinni,
sem var orðin honum fráhverf, en áður en
við vitum af hefur honum og þjóni hans
Bokka álfi tekist að rugla alla þá sem leitað
hafa á náðir skógarins svo rækilega í ástar-
málunum, að allt verður öfugsnúið. Þannig
breytist einn aðalleikari leikhópsins, Spóli
vefari, skyndilega í asna, sem Títanía álfa-
drottning fellur fyrir. Lísander hafnar Herm-
íu sem hann elskaði og verður bálskotinn
í Helenu. Demetríus sem hataði Helenu
verður nú allt í einu keppinautur Lísanders
um ástir hennar. Og frjórri rugling er vart að
hugsa sér, hvað þá farsælli lausn á honum,
því allir hljóta þá sem þeir elska að lokum.
En frjóast er þó skáldið sjálft, hugmynda-
auðgi þess virðast engin takmörk sett. Shake-
speare hefur fullkomið vald yfir persónum
sínum, tilfinningum þeirra og gerðum og
hinum mörgu sögum leiksins. Snilldarlegast
af öllu er þó hliðstæðan sem felst í leik leik-
flokksins, sem er Ieikur í leiknum. I honum
birtist háðskt uppgjör og óvægin ádeila
skáldsins sjálfs á eigið viðfangsefni, sem og
ástina sjálfa.
Draumur á Jónsmessunótt er síður en svo
einfalt verk, hvorki að gerð né heldur í upp-
setningu. Það þarf mikið til að sögur hans all-
ar skili sér í eina skýra heild, enda hlýtur
leikritið að vera óskaverkefni hvers metnað-
arfulls leikstjóra. Eins og Shakespeare hefur
tekist meistaralega vel upp í skáldskap sín-
um, hefur þeim Stefáni og Grétari tekist í úr-
vinnslu sinni á verkinu. í allri uppsetning-
unni er lögð áhersla á einfaldar og skýrar
sviðslausnir, sem glata þó aldrei þeim ævin-
týrablæ sem verkið býr yfir. Leikmynd og
búningar eru sannkölluð veisla fyrir augáð,
en jafnframt skýrandi fyrir athafnir og hegð-
un persónanna. Leikmyndin er gerð úr ein-
földum efnum, rauður litur lífsins og ástar-
innar yfirgnæfir salarkynni leikhússins og
undirstrikar töframátt skógarins og nætur-
innar. Á sjálfu sviðinu er aðeins eitt tré,
sterkt tákn um lostakúst leiksins og lífsins.
Lýsing öll nákvæm og falleg, breytir veru-
leika skyndilega í draum, mannheimum í álf-
heima. Álfar voru fáklæddar kynjaverur,
eins og á öðru tilverustigi, elskendur klæddir
tildurslega í stíl við ungæðislegt atferli sitt í
ástinni, eldri elskendur aftur á móti klæddir
legar áminningar systurinnar um fortíðina.
Systirin var leikin af Kristínu Bjarnadóttur,
sem skapaði hrikalega andstæðu við Mar-
gréti. Kristín dró upp sterka mynd af konu
sem þjáist af vonleysi og uppgjöf hinna lágt
settu, deyfð hennar og doði tók þó skyndi-
lega á sig aðra mynd í átökum hennar og
Margrétar. í því uppgjöri reis leikurinn og
sýningin í ómældar hæðir. Sigrún Edda
Björnsdóttir lék Jóhönnu páfa og Ásu (dóttur
Margrétar) og tókst meistaralega upp við að
skapa þessar persónur. Karlmannlegur hroki
hennar í páfahlutverkinu var ógnvekjandi
og á vissan hátt átti sá leikur margt sameig-
inlegt með sadistískum tilhneigingum Ásu.
Ása varð þó í meðförum hennar vandaðri
persónusköpun, þar sem næm skapbrigði
þessa allt að því þroskahefta stúlkubarns
urðu mjög áþreifanleg og sársaukafull. Sól-
veig Halldórsdóttir lék búddanunnuna af
fágun og Iéttleika og Kötu vinkonu Ásu. Hún
varð mjög eftirminnileg í því hlutverki og
túlkaði sjálfstæði hennar og kjark af ein-
stakri einlægni og festu. Samleikur hennar
og Sigrúnar Eddu var ein af sterkustu senum
sýningarinnar og sýndi afar vel það misk-
unnarleysi, sem lífsaðstæður þeirra og upp-
/eldi höfðu skapað þeim.
Ása Svavarsdóttir var hin djöfullega Gréta
og sýndi nýja hlið á sér sem leikkona. Loka-
sena hennar í 1. þætti tók af öll tvímæli um
að hér er á ferð ein af okkar efnilegustu
yngri leikkonum. Sem Didda á skrifstofunni
sýndi hún vel konuna sem ekki þolir vel-
gengni annarrar í starfi.
Sigurjóna Sverrisdóttir kom mér á óvart,
bæði í hlutverki Gríshildar og Dúddu á skrif-
stofunni. Hún var yndislega blíð og fögur
Gríshildur og ógeðslega lostafull og frama-
gjörn Dúdda.
Anna S. Einarsdóttir lék Isabellu og Rósu,
eiginkonuna sem verður að þola að Margrét,
konan, hafi farið upp fyrir eiginmann henn-
ar í starfi. Sem Isabella var hún jarðbundin
og siðprúð, en í hlutverki Rósu var hún aum-
þyngri búningum, sem gáfu til kynna ráðsett
yfirbragð og ákveðið sjálfsvald í ástarmál-
um. Búningar leikflokksins litla gáfu vel í
skyn sérstöðu hans í leiknum. Litskrúðug
og skræpótt föt þeirra minntu á farandleik-
ara og trúða.
í sjálfri leiktúlkuninni hefur Stefán lagt
áherslu á gáskann og ærslin og þá bullandi
lífsnautn, sem er svo ríkjandi í verkinu. Það
er oft talað um tvö óskahlutverk í þessum
leik. Er það annars vegar Bokki álfur en hins-
vegar Spóli vefari. Pór H. Tulinius leikur
Bokka og hef ég sjaldan séð glæsilegri frum-
raun ungs leikara. Þór nýtti bókstaflega alla
sína tjáningarmöguleika til þess að gera
Bokka að þeim stríðnispúka og áhrifavaldi
sem hann er. Öll túlkun hans bar vott um
skýr og sterk tengsl við hlutverkið og var
hvergi veikleika að finna í ærslum hans og
fimi. Gísli Halldórsson var Spóli vefari og
kom á óvart. Gísli hefur ekki um langt skeið
leikið gamanhlutverk þar sem hann hefur
fengið jafn gott tækifæri til að sýna nýjar
hliðar á leik sínum. Honum tókst að vera yf-
irlætislaus Spóli, sem sífellt spáir í leikinn um
Pyramus og Thisbe og einnig að leika Pyr-
amus í leiknum á óviðjafnanlega grátbrosleg-
an hátt. Þarna var á ferðinni einlægni gagn-
vart hlutverkinu, sem stundum vill skolast til
hjá eldri og reyndari leikurum. Þá var sam-
leikur hans og Bríetar Hédinsdóttur í hlut-
verki Títaníu með fyndnari senum sem sést
hafa lengi. Pröstur Gunnarsson lék Lísander
og Jakob Einarsson Demetríus og gerðu þeir
hlutverkum sínum einnig glæsileg skil. Báðir
búa þeir yfir góðri líkams- og raddbeitingu
og túlkuðu þessa ungu elskhuga af hita og
næmri tilfinningu. Þresti tókst sérlega vel
upp við að sýna skiiin milli ástar og haturs,
blíðu og heiftar. Kolbrún Pétursdóttir var
Hermía og túlkaði afbragðs vel heift hennar
og barnaskap. Enn skortir þó töluvert á radd-
styrk hennar. Rósa Pórsdóttir var Helena og
varð ótrúlega spaugileg í vonlausri ástarvið-
leitni sinni. Framsögn hennar var ef til vill of
kunnarverð. Átök hennar og Margrétar
sýndu afar glöggt hranalega og truntulega
framkomu kvenna í garð hverrar annarrar,
þegar frami einnar er í veði.
Gudný Helgadóttir lék þögla þjónustu-
stúlku í boðinu og fannst mér hún minna ein-
um of mikið á Marlene í Petru von Kant.
Hinsvegar gerði hún stórkostlega hluti sem
miðaldra alkóhólíseruð kona í atvinnuleit.
Leikmynd sýningarinnar var salarkynni
Nýlistasafnsins, næstum eins og þau eru, en
Gerla og Árni Ijósamaður studdu hana með
einföldum og látlausum lausnum í efni og
lýsingu, sem aldrei stálu athygli frá leiknum
og urðu órjúfanlegur þáttur hans, sérstak-
lega í seinni hlutanum. Búningar voru vel
hugsaðir og undirstrikuðu vel persónugerð
hvers hlutverks. Það sem helst truflaði mig
voru tengingar milli atriða og þátta. Þar var
einhver brotalöm, annaðhvort í verkinu eða
uppsetningunni. Þannig tengdist fyrri hlut-
inn ekki nægilega sterkt við seinni hlutann
og sýningin brotnaði því dálítið á viðkvæm-
um samskeytum. Konurnar frá fyrri öldum
urðu ekki nægilega lifandi þættir í því upp-
gjöri sem síðar fór fram. Viðleitni leikstjór-
ans til að bjarga því í lokasenunni, þar sem
þær birtust allar aftur sem ógnvekjandi sýn
mögnuð upp með galdratónlist Leifs Þórár-
inssonar, náði ekki tilskildum áhrifum. Fyrir
mér var lokasena Margrétar og dóttur henn-
ar alveg nógu dramatísk. Tónlist Leifs Þórar-
inssonar átti vel við í fyrri hluta verksins, en
tengdist ekki nógu vel inn í seinni hluta þess.
Þýðing Hákons Leifssonar var ekki hnökr-
ótt, heldur skilaði sér alveg ljómandi.
Inga Bjarnason hefur ásamt leikkonunum
unnið mikið þrekvirki með þessari sýningu
og sýnt okkur enn eitt dæmið um gott lífs-
mark Alþýðuleikhússins á 10 ára afmæli
þess. Klassapíur er athyglisvert og þarft inn-
legg í kynjaumræðuna, þarna eru konur að
gera upp við konur á sama hátt og Ólafur
Haukur lét karla gera upp við karla í leikriti
sínu Milli skinns og hörunds.
kraftmikil á köflum, hana skorti fleiri blæ-
brigði í röddina. Gudmundur Pálsson lék
Kvist timbrara og fórst það vel úr hendi. Aðr-
ir í leikflokknum voru Kjartan Ragnarsson,
Jón Sigurbjörnsson, Karl Guðmundsson og
Einar Jón Briem. Voru þeir allir yndislega
fyndnir og skemmtilegir, sérstaklega þegar
kom að litlu leiksýningunni þeirra. Álfarnir
voru leiknir af Aðalsteini Bergdal, Hönnu
Maríu Karlsdóttur, Öldu Arnardóttur og
Barða Guðmundssyni. Túlkun álfanna ein-
kenndist fyrst og fremst af stílfærðum hreyf-
ingum, sem þjónuðu vel þeim tilgangi að
gera álfaveröldina ósýnilega mönnum. Por-
steinn Gunnarsson var myndarlegur og
röggsamur Oberon, Bríet Héðinsdóttir yndis-
leg og þokkafull Títanía. Soffía Jakobsdóttir
og Siguröur Karlsson léku Hippolítu og Þe-
seif og sómdu sér bæði vel í hlutverkum sín-
um. Jón Hjartarson var Eigefur aðalsmaður,
faðir Hermíu.
Jóhann G. Jóhannsson samdi og stjórnaði
tónlistinni í verkinu. Tónlist hans var í stíl við
uppfærsluna, einföld en eftirminnileg. Ég vil
vekja sérstaka athygli á því að Jóhann er nú
eitt helsta leikhústónskáld okkar og tekst
honum sérlega vel að ljá tónlist sinni sterkan
leikrænan blæ, sem er nokkuð sjaldgæft hér.
Leikarar LR eru annálaðir söngmenn og
tókst söngur þeirra vel. Það var kannski
helst í upphafssöngnum sem skorti nokkuð
öryggi. Draumur á Jónsmessunótt er án efa
einn vinsælasti gamanleikur skáldjöfursins
enska, enda er texti verksins kraftmikill og
leikræn kynngi þess ögrandi. Leikfélag
Reykjavíkur og Nemendaleikhúsið hafa
sannað með þessari sýningu að samstarf
eldri og yngri leikarakynslóða getur borið
frjóan ávöxt. Auðvitað er Draumurinn kjörið
leikrit fyrir slíka samvinnu. Það breytir þó
ekki þeirri skoðun minni að samstarf af
þessu tæi. ætti að vera stærri þáttur í mennt-
un og þjálfun leikara hérlendis. Ég er einnig
viss um að Shakespeare tæki undir það, ef
hann hefur ekki þegar gert það.
18 HELGARPÓSTURINN