Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 20

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 20
leg verðlaun er nefnast Internation- al Trophy of Quality og verða þau af- hent í Madrid á Spáni þ. 11; mars. Það er Steinar Berg sjálfur ísleifs- son sem tekur við verðlaununum en þau munu fyrst og fremst veitt fyrir dugnað hans að koma Mezzo- forte á framfæri erlendis. Mezzo- forte er annars að leggja upp í gífur- lega Evrópuferð í vor og stendur túrinn í fjóra mánuði. Þar á meðal verður komið við á heimsfrægum jazzfestivölum eins og í Turku, Finn- landi, Tívolí, Kaupmannahöfn og í Amsterdam. . . J Vóni Baldvini Hannibalssyni hefur sannarlega tekist að vekja at- hygli á sér eina ferðina enn. Þessa dagana súpa norrænir kratar hvelj- ur í Þjóðleikhúsinu og víðar þar sem þeir koma saman á dögum nor- rænnar samvinnu. Ummæli Jóns Baldvins um stefnu systraflokka hans á Norðurlöndum hafa gert það að verkum að tveir formenn, Sorsa í Finnlandi og Anker Jargensen í Danmörku, vilja varla ræða við Jón Baldvin eða taka í höndina á hon- um. Sænskir kratar eru einnig óðir vegna ummæla Jóns Baldvins um sovéska kafbáta í sænskri landhelgi og norskir kratar stynja þungan þegar minnst er á ummæli íslenska krataforingjans um niðurgreiðslur Norðmanna til sjávarútvegsins. Nor- rænir fréttamenn sem hér eru staddir hafa sannarlega rekið upp stór augu yfir litrikum ummælum Jóns Baldvins og varla trúað sínum eigin eyrum, sérstaklega þegar for- maðurinn kallaði Finnland norrænt Afganistan. Jón Baldvin, sem er flínkur við að nota sér allar uppá- komur til að auglýsa sjálfan sig, not- aði að sjálfsögðu tækifærið þegar þing Norðurlandaráðs var haldið hér. Með því að leika á gamalt Dana- hatur, tókst honum fyrstum allra ís- lenskra stjórnmálamanna að slá sjálfan sig til riddara með því að níða niður Anker Jorgensen, svo og aðra norræna kratahöfðingja. Og ef- laust er Jón Baldvin fyrsti formaður krata sem tekst að fá formenn systraflokka Alþýðuflokksins á Norðurlöndum á móti sér. En Jón Baldvin er vanur að beita óhefð- bundnum aðferðum þegar hann er í söfnunarherferð atkvæða. Og hann hefur einnig lag á íslenskum blaða- mönnum og lagni á að koma sér í pressuna. Hins vegar króaði nor- ræna pressan Jón Baldvin af í gær, miðvikudag, og spurði hann út úr, og þá einkum út í óbirta blaðagrein sem komist hefur á kreik. Hugðist Jón Baldvin nota sömu taktík og við íslenska blaðamenn. En þarna of- mat formaðurinn sjálfan sig. Nor- rænu blaðamennirnir sem hér eru staddir eru nefnilega þeir hörðustu og klárustu í norrænni pressu, allt sérfræðingar í pólitískri og efna- hagslegri blaðamennsku. Jón fékk þvílíka spurningahríð frá velmennt- uðum og beinskeyttum blaðamönn- um Norðurlanda að formanninum íslenska fataðist gjörsamlega flugið og átti erfitt með mál sitt og tókst illa að setja frá sér skýringar varð- andi fyrri ummæli sín. Hins vegar munu flestöll blöð Norðurlanda í dag, fimmtudag, vera yfirfull af fréttum um Jón Baldvin og kynn- ingin á málflutningi hans og per- sónu vera heldur nöturleg, að því er norrænir fréttamenn tjá HP. .. T ölvusýning anddyri Laugardalshallar 7. —10. mars. í dag 7. mars verður opnuð í anddyri Laugardalshallar ein stærsta tölvu- sýning á íslandi til þessa. Sýningar- svæðið er á yfir 1000 fermetrum á tveimur hæðum. Sýndar verða allar helstu nýjungar í vélbúnaði og hugbún- aði frá fjölda fyrirtækja. Félag tölvunarfræðinema Sími-25411. Hugbúnaöur Vélbúnaður * Fjöldi nýrra tölva * Bókhaldsforrit * Viðskiptakerfi * Samskiptaforrit * Hitaprentarar * Teikniforrit CAD * Ferðatölvur * Hönnunarforrit * LASER-prentarar * Reiknilíkön * Nettengingar * Kennsluforrit * Setningartölvur * Ritvinnsla * Modem-tengingar * Sérhannaður tölvubúnaður * 20forritunarmál fyrir hreyfihamlaða * Snertiskjáir Mikið af hugbúnaðinum er íslenskur og sýnir vel gróskuna i hugbúnaðargerð hér á landi. Örtölvuver Á sýningunni verður komið upp örtölvuveri. Örtölvuverið er stofa með um 15 tölvum eingöngu til afnota fyrir áhorfendur. Þetta er nýjung á tölvusýningum, sem gefur áhorfendum tækifæri til að kynnast af eigin raun tölvum og hugbúnaði af ýmsum tegundum. Þjálfaðir leið- beinendur veita aðstoð eftir því sem þörf krefur. Skákmót Haldið verður skákmót með nokkuð óvenjulegu sniði. Áhorfendur geta skorað á öflugustu skákforritin á markaðinum í dag. Þeir sem vinna skákforritið WHITE KNIGHT 1 eiga möguleika á Electron tölvu í verðlaun. Fyrirlestrar Kunnáttumenn fjalla á almennan hátt um málefni tengd tölvum og notkun þeirra. Hver sýningardagur hefur ákveðna yfirskrift og eru nokkrir fyrirlestrar undir hverri. Á eftir eru almennar umræður og fyrirspurnir. Yfirskriftirnar verða: Fimmtudagur 7. marskl. 17.00 Netkerfi Föstudagur8. marskl. 14.00 Tölvur og löggjöf Laugardagur 9. mars kl. 14.00 Íslenskur hugbúnaðariðnaður Einkatölvan Sunnudagur 10. mars kl. 14.00 Staða tölvufræðslu á islandi. Sýningin verður opin: fimmtudag 7. mars kl. 14.30-22.00, föstudag 8. mars kl. 10.00-22.00, laugardag 9. mars kl. 13.00-22.00, sunnudag 10. mars kl. 13.00—22.00. Miðaverð: Fullorðnir 150 kr. Börn, 7 —12 ára, 50 kr. Börn 6 ára og yngri fé frítt inn á sýninguna. Börn fá ekki aðgang nema í fylgd með fullorðnum. t’85 Kanntu táknmál næturirfsins ? östud. Gl, *sile, DlsKÓ' ttló Vlnum Sda. oru Ha °8 nssýn °Skr, Vand, mg apPyHoZaLatakk*ðir. aniön með niim. °P‘ð frá kl °nd &a ~23 frákJ- 18—ofU' °Pið eð Stórkosúeg t^. nnig verða Moseo^íráVd- ' skemortaf Gíslasoo srrrttd- íanó. Oprð r hádegroo °S_________ YPSÍLON Smiðjuvegi 14d,° Kópavogi. Við hliðina á Smiðjukaffi. Býður nokkur betur? Djel]y‘s Edc vercSa * 0 Oísh ^ Síaðí i fh£°nspiI*' 8‘nu 0g j 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.