Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 21

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 21
■ lokkur mannsins er í miklum ham þessa dagana, enda undirbúa stjórnmálaflokkarnir sig nú óðum fyrir hugsanlegar alþingiskosningar á næsta ári. Flokkur mannsins hefur nú verið í mikilli herferð um land allt og komið á fót kjördæmisráðum og sýsluráðum í öllum landsfjórð- ungum. Forráðamenn flokksins kalla þessi ráð „mannlega upplýs- ingavél" og hyggjast með sellum þessum ná til landsmanna eftir for- múlunni „maður á mann“, í stað þess að beita sér fyrir öflugri áróð- urs- og dreifingarherferð í formi blaðaútgáfu. Flokkurinn hyggst bjóða bæði fram til alþingis- og sveitarstjórnakosninga í öllum kjör- dæmum landsins. Að sjálfsögðu er undirbúningsvinnan mikil og þar eð allt flokksstarfið er unnið í sjálf- boðaliðastarfi og þá einkum á kvöld- in og um nætur, loga ljós víða þegar myrkva tekur í flokksskrifstofum flokksins um borgina. En það hefur vakið töluverða athygli og áhyggjur samvinnumanna að ákveðnir kont- órar SÍS í Reykjavík hafa verið upp- ljómaðir sumar nætur og símalínur ýmsar glóandi utan hefðbundins starfstíma Sambandsins. Við nánari eftirgrennslan yfirmanna SÍS kom í ljós að þarna sat einn yfirmanna SÍS tíðum að næturvinnu með herskara óþekktra samstarfsmanna sér við hlið. Við enn nánari athugun kom í ljós að yfirmaðurinn atorkusami var enginn annar en Júlíus Kr. Valdi- marsson, framkvæmdastjóri vinnumálasambands SÍS. Júlíus er hins vegar ennfremur formaður Flokks mannsins og hinir áköfu næturhrafnar og aðstoðarmenn engir aðrir en meðlimir í Flokki mannsins. Munu yfirmenn SÍS vera tvístígandi þessa dagana hvað gera skuli í máli þessu. Það er að sjálf- sögðu óþægilegt ef aðalskrifstofa SÍS breytist að næturlagi í kosninga- skrifstofu Flokks mannsins. Og allt- af heitt á könnunni... T^^ésmiðir í Vestmannaeyjum hafa fengið snöggan og mikinn bú- hnykk, að því er við heyrum. Tré- smiðja Þórðar í Eyjum hefur nefni- lega hafið framleiðslu á trébrettum, svonefndum verkpöllum sem notuð eru við útflutning á fiski. Eru pall- arnir einnota, en engu að síður úr verðmætu efni, portúgölskum við sem Víkurskip hafa flutt til Vest- mannaeyja. Eru þessar pallsmíðar hið mesta framtíðarverk og er af- kastageta trésmiðjunnar um 500 pallar á dag og krefjast smíðarnar margra og duglegra trésmiða. Smið- ir í Eyjum eru því hinir hressustu þessa dagana... H I ■ in miklu ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar um öryggis- og varnarmál á Norður- löndum hafa ekki aðeins vakið reiði og undrun meðal Skandínava. ís- lenskir kratar eru nefnilega fleiri en alþýðuffokksmenn. Bandalag jafn- aðarmanna telur að þarna hafi Jón Baldvin farið yfir strikið, þegar hann telur sig tala fyrir hönd ís- lenskra jafnaðarmanna. Eina grein af jafnaðarstefnu sé að finna í BJ og þar í flokki séu menn aldeilis ósam- mála niðurstöðum Jóns Baldvins. Ekki munu forráðamenn BJ ætla að sitja auðum höndum í máli þessu og munu vera í undirbúningi harðorð mótmæli og önnur viðbrögð Banda- lagsins við málflutningi formanns Alþýðuflokksins. . . v V aka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hélt upp á fimmtíu ára af- mæli sitt á Hótel Borg á dögunum. Eins og vænta mátti gerði hægri pressan sér mat úr þessari sam- kundu, DV lagði heila síðu undir frá- sögn og myndir af afmælishófinu og Mogginn annað eins. Af „fréttum" þessara blaða af atburðinum mátti ráða að mannmargt hefði verið í salnum, hátíðin tekist hið besta und- ir dúndrandi dansi og húllumhæi. Staðreyndin mun hinsvegar vera sú að einungis níutíu lýðræðissinnaðir stúdentar sáu sér fært að mæta í hófið og eru þá meðtaldir allmargir gestir, svo og makar frammámanna í Vöku sem að afmælinu stóðu. Sakir þessa fámennis var síðan ákveðið að slíta hófinu um tólfleytið, en það átti upphaflega að standa til klukk- an þrjú um nóttina, væntanlega með viðeigandi fjöldafjöri... wm ið greinum örlítið frá skot- túrum Vals Arnþórssonar kaupfé- lagsstjóra KEA í góðri einkarellu Kennedy-bræðra hér á öðrum stað í blaðinu. HP er kunnugt um að þessi flugvél, sem tekur níu farþega, er nú til sölu, en bræðurnir hafa not- að hana undanfarin misseri til að flytja um landið varahluti milli úti- búa fyrirtækis síns, Bílaleigu Akur- eyrar. Kennedy-bræðurnir, þeir Vilhebn, Skúli og Birgir Agústs- synir, munu nú alvarlega vera farn- ir að huga að þotukaupum í stað þessarar níu manna vélar, en arftak- inn sá yrði af minni gerðinni Qjó það nú væri!), ekki ósvipaður forstjóra- þotunum frægu sem helstu bissness- jöfrar vestan hafs og austan státa af á ferðum sínum milli stórfunda og lcixveiditúra. Ef af þessum merku kaupum Kennedy-bræðra verður, yrði þetta í fyrsta skipti sem þota kæmist í eigu fyrirtækis á íslandi, sem ótengt er flugrekstri. . . D ókaforlögin eru nú sem óð- ast að gera upp reikninga sína frá góðærinu í fyrra. Ljóst má vera að langsamlega flest þeirra hafa komið út með hagnaði, enda var síðasta ár mesta bóksöluár í langan tíma. Þetta sést kannski best á því, að eitt vandaðasta forlagið í landinu, Svart á hvítu sem aðeins gaf út eina bók fyrir síðustu jól, skilaði rúmri millj- ón króna í rekstrarhagnað árið 1984 að þvi er HP hefur fregnað. Þessi eina bók félagsins í fyrra var reynd- ar „Nafn rósarinnar", heimsmet- sölubók ítalans Umberto Eco í snjallri þýðingu Thors Vilhjálms- sonar. Hún á vafalítið eftir að kom- ast í hóp sígildra skáldverka frá þessari öld, og bæta þannig hag þeirra hjá Svörtu og hvítu enn meir en hún gerði síðasta ár. .. HJ ■ Hiýlega var auglýst eftir laus- ráðnum dagskrárgerðarmönnum við RÚVAK á Akureyri. 20 manns sóttu um og hefur HP hlerað nokkur nöfn: Reynir Antonsson (leiklist- argagnrýnandi HP á Akureyri), Sig- urður Kristinsson (sonur Kristins G. Jóhannssonar myndlistarmanns, kennara og fyrrv. ritstjóra íslend- ings), Viöar Gardarsson (ljósamað- ur hjá Leikfélagi Akureyrar) og þjóðsagnapersónan Bimbó, öðru nafni Pálmi Guðmundsson sem m.a. er frægur fyrir að hafa rekið ó- löglega útvarpsstöð á Akureyri... || helgina birtist auglýsing í Morgunblaðinu þess efnis að fast- eignasala væri til sölu. í auglýsing- unni stóð orðrétt að fasteignasalan væri „löglega rekin“. Það þykir nefnilega vera orðin ástæða að taka slíkt fram eftir greinaflokk HP um fasteignamálin. Og greinaflokkur- inn hefur greinilega haft enn meiri áhrif, því Gudrún Helgadóttir tók upp fyrirspurn í dag, fimmtudag, á þingi Norðurlandaráðs í Þjóðleik- húsinu um fasteignamál á Norður- löndum... || I rafninn flýgur víða. Nýjustu fréttir af erlendum sigrum Hrafns Gunnlaugssonar og kvikmynd hans eru þær að Hrafninn verður sýnd á American Film Institute í Kennedy Center, New York, í maí- mánuði. Það þykir hin mesta upp- hefð... Njótió góðra veitinga í notalegu umhveifi Okkar er ánœgjan að bjóða yður til borðs í sérstæðu umhverfi í hjarta borgarinnar, þar sem þér njótið þjónustu og góðra veitinga. Sérstakur morgunverðarseðill er frá kl. 8:30 -11:00 og síðdegis eru á boðstólum kaffiveitingar auk smá- rétta. í hádegi og á kvöldin bjóðum við Ijúffengar máltíðir, þ.á.m. fjöl- breytta sjávarrétti sem eru okkar HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.