Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 23
ÍÞRÓTTIR
Almenningsíþróttasamband:
Hentug leið að markmiði?
Almenningsíþróttir — keppnis-
íþróttir. Þessi tvö hugtök mynda
meginuppistöðu íþróttapistils
dagsins, hugtök sem margir sjá
sem andstæður, enda eru nú uppi
hugmyndir um að stofna sérstakt
almenningsíþróttasamband innan
Íþróttasambands íslands. Við hug-
um hér að forsendum fyrir slíkri
sambandsstofnun og hugsanleg-
um afleiðingum.
Segja má að forsendur fyrir
íþróttaiðkun í þeirri mynd sem
þekkt er í dag hafi myndast um
miðja síðustu öld í kjölfar iðnbylt-
ingarinnar. Farið var að fjalla um
frítíma sem sérstakt fyrirbæri og
þá í þeirri merkingu að um væri
að ræða þann tíma sólarhringsins
þegar fólk var ekki í vinnu. Upp úr
þessum jarðvegi spratt t.d. knatt-
spyrnan á Englandi. Það sem hins
vegar hefur gerst á síðustu áratug-
um er að vinnutími fólks hefur
minnkað mjög og frítíminn að
sama skapi aukist (einnig hérlend-
is?). Þátttaka í íþróttum er álitin
nauðsynleg til þess að vinna gegn
óheillavænlegum áhrifum þjóðfé-
lagsgerðarinnar, s.s. óeðlilegri
kyrrstöðu í mörgum störfum. Það
er í rauninni óþarft að fara mjög
náið út í þessa sálma hér enda er
ætlunin að það verði gert síðar. En
við þessar hugleiðingar má bæta
að uppeldishlutverk heimila hefur
tekið stórstígum breytingum á
þessari öld og nú er svo komið að
hinar ýmsu stofnanir, s.s. skólar,
dagvistarstofnanir, æskulýðsmið-
stöðvar og íþróttafélög, hafa
tekið að sér ýmis verkefni sem áð-
ur var sinnt innan veggja heimil-
anna. Reyndar má segja að fram-
boð á slíkum „uppeldistilboðum"
hafi aukist verulega síðustu árin
og nægir þar að nefna fjölmiðil
eins og myndbönd.
í kjölfar hins aukna framboðs af
afþreyingu í frítíma fólks hafa
íþróttirnar fengið marga skæða
keppinauta. Sem andsvar við
þessu hafa einstök íþróttafélög og
-sambönd lagt æ meiri áherslu á
afreks- og keppnisíþróttir. íþróttir
sem ekki hafa keppni að mark-
miði (almenningsíþróttir — trimm)
hafa þannig orðið útundan að
verulegu leyti. íþróttanefnd
Evrópuráðsins í Strassbourg hefur
lýst yfir áhyggjum sínum vegna
þessarar þróunar. í drögum að
Evrópusáttmála um þetta efni seg-
ir m.a.:
„Fyrsta markmið íþrótta-
stefnu í öllum Evrópulöndum
ætti að vera að leitast við að
tryggja að öllum almenningi
standi til boða að taka þátt í
líkamsrækt og koma upp að-
stöðu og veita stuðning við
allt íþróttafólk á öllum stig-
um. Hefðbundin íþrótta-
stefna sem nær aðeins yfir
keppnisíþróttir er bæði ófull-
nægjandi og andstæð kröfum
og þörfum nútímaþjóðfé-
lags.“
Reyndar má segja, að í ýmsum
nágrannalöndum okkar, t.d. á
Norðurlöndum, sé unnið mikið
starf í sambandi við almennings-
íþróttir. í Noregi og Svíþjóð eru
sérstök almenningsíþróttasam-
bönd, sem eru innan íþróttasam-
bands viðkomandi lands. í Noregi
er einnig mjög öflugt starf á veg-
um íþróttasambands fyrirtækja og
eru keppnisíþróttir einn stærsti
liðurinn í starfsemi þess. Ég þekki
íslendinga sem eru búsettir í Osló
og hafa tekið þátt í fjórðu eða
fimmtu deild Oslóarsvæðis í hand-
knattleiksmóti fyrirtækja. Ég
reikna með því að þessu sé svipað
farið í hinum Skandinavíulöndun-
um. í Danmörku er sjálfstætt
íþróttasamband fyrir almennings-
íþróttir, sem ekki er innan Iþrótta-
sambands Danmerkur.
Hér á landi beindust umræður
um almenningsíþróttir í ákveðinn
farveg áárunum eftir 1970. Haldin
var fjölmenn trimmráðstefna og í
framhaldi af henni stofnuð sérstök
trimmnefnd, ráðinn starfsmaður
og óteljandi fundir haldnir. Ég
held að fullyrða megi að árangur
þessarar herferðar hafi ekki orðið
sá sem vonast var til í upphafi, en
bramboltið hefur vafalítið verið
nytsamt fyrir þá sem ætluðu sér
að fá „alþýðuna" á hreyfingu. Ég
hef reyndar borið þetta huglæga
mat mitt undir marga forystu-
menn í íþróttahreyfingunni og
hafa þeir flestir verið á sama máli.
Hvað um það, þá hefur trimm-
nefnd ÍSÍ verið við lýði allar götur
síðan og færst mjög í aukana á síð-
ustu árum. Haldin hafa verið tvö
leiðbeinendanámskeið með góð-
um árangri, farið hefur verið á
vinnustaði og þannig mætti lengi
telja. í framhaldi af þessu öfluga
starfi hafa komið fram hugmyndir
um stofnun sérsambands innan ISI
til þess að annast þessi mál. Þær
hugmyndir eru til komnar vegna
þess að öll sérsamböndin, með fá-
um undantekningum, hafa lítinn
sem engan áhuga sýnt á trimmi í
viðkomandi greinum.
A síðasta sambandsstjórnar-
fundi ÍSÍ var skipuð nefnd til þess
að fjalla um skipulag almennings-
íþrótta. Athygli nefndarinnar hef-
ur einkum beinst að eftirfarandi
atriðum:
• íþróttastarfi á vegum stofnana
og fyrirtækja.
• Trimmstarfsemi innan íþrótta-
og ungmennafélaga.
• Trimmstarfsemi hverfa- og safn-
aðarfélaga.
• íþróttastarfi skóla.
Nefndin leggur til að stofnað
verði sérstakt almenningsíþrótta-
samband og verkefni þess verði
m.a. námskeiðahald, útbreiðslu-
mál, aðstoð við áhugahópa, lands-
keppnir í trimmi, keppni í ýmsum
greinum milli fyrirtækja og nor-
ræn samskipti.
Ég er ekki viss um að þær for-
sendur sem liggja að baki stofnun
almenningsíþróttasambands séu
réttar, einfaldlega vegna þess að
keppnisíþróttir geta verið og eru
almenningsíþróttir. í Kópavogi eru
árlega á annað þúsund æfingar á
knattspyrnuvöllum bæjarins. Hér
er auðvitað um almennings-
íþróttastarf að ræða þó að þátt-
taka í keppni sé eitt markmið-
anna. Heillavænlegast er að
trimmstarf sé skipulagt innan við-
komandi sérsambanda. Slíkt þarf
ekki að hindra starf trimmnefndar
ÍSÍ, þvert á móti. En vegna þess
hve sérsamböndin hafa verið
áhugalítil í þessu efni er hugmynd-
in um almenningsíþróttasam-
bandið fram komin. Það er skiljan-
legt.
Verði af stofnun almennings-
íþróttasambandsins er hætt við að
árekstrar verði tíðir við einstök
sérsambönd vegna þess að verk-
sviðið er óglöggt. Hins vegar velt-
ur þetta nokkuð á forystumönn-
um sérsambandanna, hvað þeir
i eru áhugasamir um málefnið og
liprir til samkomulags. Þá er ekki
i síður mikilvægt að þessir sömu*
i forystumenn líti á almennings-
i íþróttasambandið sem góðan
• stuðning við viðkomandi íþrótta-
I greinar.
' Á það hefur verið bent að ekki
i sé ástæða til jjess að auka það
„bákn“ sem Iþróttasamband ís-
i lands er þegar orðið með því að
í stofna almenningsíþróttasam-
band, núverandi skipulag sé nægi-
- lega gott. Ég hygg að þessi skoðun
sé á rökum reist og að mínu viti
væri önnur leið heillavænlegri.
Hún er sú að efla núverandi
trimmnefnd, einkum hvað varðar
fjármagn. Nefndin gæti tekið að
sér flest þeirra verkefna sem al-
menningsíþróttasambandinu eru
ætluð, að mótahaldi undanskildu.
Þá er vænlegt til árangurs að
stuðla að stofnun samstarfsnefnda
íþrótta- og ungmennafélaga í bæj-
um og sveitarfélögum. Slíkar
1 nefndir gætu m.a. haft skipulagn-
ingu almenningsíþrótta á stefnu-
i skrá sinni. Reyndar hefur þegar
- myndast hreyfing í þessa átt í
Kópavogi.
i Það er um margar leiðir að velja
- þegar efling almenningsíþrótta er
annars vegar og því mikilvægt að
- greiðfærasta leiðin sé valin. Meg-
1 inmarkmiðið hlýtur að vera að fá
i sem flesta til þess að hreyfa sig
5 sem oftast á skynsamlegan og
i skipulegan hátt. Érgo: Mens sana
J in corpore sano.
Sól Saloon Sólbaðstofan
Laugavegi 99
, Sími 22580
' a\ } . Harnai ideo
'/ 'J og ekla t>ufubad.
Laugavegi 52
Simi24610
Slendertone grennmgaj
og vodvaþjaljunartteki.
brabd'.Jt vtd \tadbundmni
f'itu og vodvabólgu.
bAðar bjóða breiða, nýja bekki
Mj professtonel og l1U 7' studio hne
Dömur og hcrrar, vcnð vclkomin .
. t i)u i
Opið alla daga öll kvöld kl.
11.30—14.30 og 18—01 föstu-
dags- og laugardagskvöld
kl. 18—03, sunnudagskvöld
kl. 18—01. Heitir og kaldir réttír.
Sannkölluð kráarstemmning.
STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF.
SUÐURLANDSBRAUT 12, RVÍK. SÍMAR 32210 - 38365.
Eiðfaxí er mánaðarblaö um hesta
og hestamennsku
Áskriftarsíminn er
685316
FIAT EIGENDUR.
NÝKOMIÐ FRAM- OG AFTUR-
LJÓS FYRIR
EIAT UNO
127
FIAT128
FIAT131
FIAT132
FIAT RITMO
FIAT ARGENTA
HELGARPÓSTURINN 23.