Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 28
fræðingur BSRB og alþýðubanda-
lagsmaður mikill, hefur sagt sig úr
Alþýðubandalaginu vegna óánægju
með forystu flokksins, en þó eink-
um vegna afstöðu hennar og Þjóð-
viljans til verkalýðsmála. Fyrir
nokkru sendi Björn úrsagnarbréf
sitt til flokksins og hefur hann jafn-
framt látið Þjóðviljann fá til birting-
ar stutta skýringu á því hvers vegna
hann, sem áður var með róttækari
mönnum í forystusveit f lokksins, sér
sig knúinn til þess að hverfa úr röð-
um fyrri félaga sinna. Það sem réði
úrslitum er að Þjóðviljinn hefur énn
ekki séð ástæðu til að birta stjórn-
málaályktun verkamálaráðs Al-
þýðubandalagsins, sennilega vegna
þess að þar er að finna samþykktir
sem ganga þvert á opinbera stefnu
flokksins. Þessi samþykkt fjallar um
það að stefna beri að því að nýta
orku landsins, huga beri að stóriðju
með viðeigandi fyrirvara um meng-
un, og efla beri atvinnustarfsemi í
landinu. Þá kemur fram gagnrýni á
forystu flokksins fyrir „bónorðið"
fræga til félagshyggjuflokkanna svo-
kölluðu og rétt er talið að málefni
ráði ferðinni í slíkum umræðum en
ekki nöfn á flokkum. Er haft eftir
Birni að vera kynni að einhverju
hafi ráðið um þá afstöðu Þjóðviljans
að birta ekki stjórnmálaályktunina,
að formaður verkamálaráðs AI-
þýðubandalagsins er kvenmaður,
Bjarnfriður Leósdóttir. Hingað til
hafa þarna setið karlar og ályktanir
ráðsins alltaf verið birtar í Þjóðvilj-
anum. Þess má geta að ályktunin
var samþykkt með öllum atkvæð-
um nema tveimur. Annar tveggja
sem var á móti, var Vilborg Harð-
ardóttir, varaformaður flokksins,
sem í raun kvaðst vera sammála á-
lyktuninni, en stöðu sinnar vegna
gæti hún ekki samþykkt hana, þar
sem hún gengi þá þvert á opinbera
stefnu Alþýðubandalagsins. í bréfi
Björns kveðst hann hafa lært af
reynslunni, að það væri tímasóun
að vinna að framgangi góðra mála í
Alþýðubandalaginu, enda þótt sá
flokkur stæði sér næst í íslenskum
stjórnmálum. Þá fær Svavar Gests-
son og forysta flokksins það óþveg-
ið og lýsir Björn því yfir að Alþýðu-
bandalaginu sé stjórnað af fólki sem
virðist hafa þekkingu á flestu öðru
en innviðum og uppbyggingu
verkalýðshreyfingarinnar. Björn
minnist ennfremur á það sem hann
kallar „tortímandi sjálfseyðingar-
hjal“ forystunnar og Þjóðviljans, og
telur flokkinn undir forystu Svavars
eitt „allsherjarkraðak... “
■ yrir dyrum stendur aðalfundur
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.
Er búist við talsverðum væringum á
þeim fundi og stendur m.a. til að
bera upp tillögu um skipulagsbreyt-
ingar innan fyrirtækisins. Þessar
breytingar munu fela í sér meiri
valddreifingu en verið hefur innan
fyrirtækisins og nýir menn koma í
ýmsa stóla. Það hefur bprist okkur
til eyrna að Eyjólfur ísfeld Eyj-
ólfsson forstjóri SH muni hætta á
árinu. Og við heyrum ennfremur að
við fjármálum fyrirtækisins taki
enginn annar en Brynjólfur
Bjarnason, núverandi forstjóri
BÚR. Hafa margir talið að þegar
Brynjólfur hætti sem framkvæmda-
stjóri Almenna bókafélagsins og
kom til starfa hjá Bæjarútgerðinni,
hafi alltaf vakað fyrir honum og vel-
unnurum hans, að hann tæki við SH
með timanum...
Bananas
'J^Í^PPLESAU’CE
Gerber
barnamatur
gæðanna
vegna
Fimmtíu ára reynsla og 70%
markaðshlutfall í USA
segir meira en mörg orð um Qerber barnamat-
inn. Venjuleg fæða er of bragðmikil eða
skortir næringarefni, sem ungbörn þurfa á að
halda til að dafna og þroskast eðlilega. Eftir
áratuga rannsóknir færustu sérfræðinga hefur
Qerber tekist að framleiða, úr bestu hráefn-
um, mikið úrval afauðmeltanlegum og bragð-
góðum barnamat, með réttum næringar-
efnahlutföllum. Qerber gæðanna vegna það
geta 30 milljón mæður staðfest.
Einkaumboð
. i
CvWteridfeíl F simi 82700
verslunin
Við bjóðum ýmiskonar tómstundavörur fyrir skóla, leik-
skóla og aðra tómstundaunnendur.
Verðum með eftirtalin námskeið ef nœg þátttaka fœst:
1. Glermálun frá og með 5. mars nk. á þriðjudögum frá kl. 19.30-22.30.
2. Taumálun frá 7. mars nk. á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.30.
3. Sokkablómagerð frá 9. mars nk. á laugardögum frá kl. 14.00-17.00.
Rýmingarsala
Vegna rýmingar fyrir nýjum vörum, bjóöum við verulegan
afslátt á ýmsum vörum verslunarinnar. Nýir eigendur.
Rauðarárstíg 16 Sími 29595
Opið virka daga kl. 9-18
28 HELGARPÓSTURINN