Helgarpósturinn - 14.03.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 14.03.1985, Blaðsíða 7
Mál bœjarfógetans i Eyjum og starfsmanns hans RANNS0KNARL0GRE6LAN FÉKK EKKIFRIÐ VEGNA AFSKIPTA RÁDUNEYTIS I framhaldi af óformlegum at- hugasemdum og tilmælum Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra hafa embættismenn í dómskerfinu orðið þess valdandi með gjörðum sínum, að rannsókn á meintu mis- ferli Kristjáns Torfasonar, bæjarfóg- eta í Vestmannaeyjum, og Ólafs Jónssonar, fyrrverandi bókara emb- ættisins, hefur dregizt á langinn og á köflum tekið allsérkennilega stefnu. Helgarpósturinn hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir, að þeir sem að rannsókninni stóðu hafi á einn eða annan hátt fengið athugasemd- ir vegna yfirgripsmikillar rannsókn- ar sinnar og þessi afskipti séu ættuð úr dómsmálaráðuneytinu. Þá er bent á, að þeir Jón Helga- son dómsmálaráðherra og Kristján Torfason bæjarfógeti séu náfrændur, systkinasynir, og af þess- um sökum kunni ráðherra að hafa haft meiri áhuga á framgangi máls- ins en ella. Þá mun Kristján hafa haft samband við frænda sinn í dómsmálaráðuneytinu og kvartað yfir starfsmönnum RLR og talið þá ganga of hart fram við rannsókn málsins. Allir þeir embættismenn, sem Helgarpósturinn ræddi við, vildu sem minnst ræða þetta mál. En allir viðurkenndu þeir sérstöðu þess, án þess þó að vilja gera frekari grein fyrir í hverju sérstaðan væri fólgin. En sérstaðan er fólgin í þeim beinu og óbeinu afskiptum af mál- inu, sem HP hefur heimildir um, eftir Halldór Halldórsson myndir Jim Smart — Taliö aö frœndsemi fógetans og dómsmálaráöherra hafi sitt aö segja — Dómsmálaráöuneytiö og saksóknari vildu ráöa feröinni — Ráöuneytiö búiö aö gefa umsögn og saksóknara ekkert aö vanbúnaöi — Fyrsta skipti sem RLR fer ofan í saumana á rekstri opinberrar stofnunar á íslandi frændsemi sakborningsins og æðsta manns dómsmála á fslandi og fyrstu heildarúttekt RLR og Ríkisendur- skoðunar á starfsemi opinbers emb- ættis á íslandi. Mál þetta snýst um misferli hjá fógetaembættinu í Vestmannaeyj- um og eru sakarefni í mörgum lið- um. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið lögboðna umsögn sína um málið. Þorsteinn Geirsson ný- skipaður ráðuneytisstjóri í dóms- málaráðuneytinu, sagði við Helgar- póstinn í gær, að hann gæti ekki gef- ið upp efni umsagnarinnar. Hún hefði verið send embætti Ríkissak- sóknara 3. janúar, en embætti Ríkis- saksóknara óskaði eftir umsögninni 7. nóvember. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari kvaðst ekki geta upplýst HP um afstöðu dómsmálaráðuneyt- isins til fógetamálsins í Vestmanna- eyjum. Bragi Steinarsson sagði, að starfs- menn Ríkissaksóknara gætu ekki tjáð sig um mál af þessu tæi fyrr en fyrir lægi ákvörðun um hvernig á málinu yrði tekið, þ.e. hvort gefin yrði út ákæra eða ekki. Eftir ýmsar tafir vegna óska um frekari yfirheyrslur og athugun sendi RLR öll gögn málsins til Ríkis- saksóknara 2. október í fyrra. Þá átti einvörðungu eftir að afla umsagnar dómsmálaráðuneytisins, þar sem sakborningarnir heyra undir það ráðuneyti, og í byrjun ársins lá þessi umsögn fyrir. Embætti Ríkissak- sóknara er því ekkert að vanbúnaði HELGA'ftPÓSTUWINW 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.