Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.05.1985, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 15.05.1985, Qupperneq 24
ullvíst er talið, að Valur Arn- þórsson muni ekki sækjast eftir forstjóratign hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. HP hefur áreiðan- legar heimildir fyrir því, að Valur muni gera þetta heyrinkunnugt áð- ur en langt um líður enda þótt hann njóti stuðnings góðs meirihluta í stjórn SÍS. í stjórninni var gerð könnun á afstöðu manna til þeirra Vals og Guðjóns B. Ólafssonar og varð niðurstaðan sú, að Valur hlaut eindreginn stuðning fimm af níu stjórnarmönnum, tveir lýstu yfir stuðningi við Guðjón, en tveir sátu hjá. Af þessum tveimur, er annar þeirra eindreginn stuðningsmaður Vals. Þannig hefur Valur 6 at- kvæði, Guðjón tvö og einn er óráðinn. í langri grein í Morgun- blaðinu á þriðjudag var því haldið fram, að Valur hafi stuðning fimm stjórnarmanna, en Guðjón fjögurra. Þetta er rangt. Þá kom ekki fram í umræddri Morgunblaðsgrein, að Erlendur Einarsson forstjóri hefur skipt um skoðun varðandi tímasetningu þess hvenær hann hættir. En það sem vantaði sárlega í þessa grein um „forstjóraslaginn" hjá SÍS var, að það er Valur stjórnarformaður sem hefur í hendi sér hvernig veður munu skipast á lofti. Þannig er hugs- anlegt, að hann óski frestunar á af- greiðslu málsins vegna ákvörðunar Erlends um áframhaldandi störf, og er líklegt, að frestun verði ofan á. Þá er hugsanlegt, að hann höggvi á hnútinn oggeri hreinlega tillögu um Guðjón B. Olafsson sem forstjóra og útiloki þannig sjálfan sig um leiö. Þannig ræður Valur í raun hver verður forstjóri. Og enn einn mögu- leiki er sá, að hann telji rétt að stjórnin kanni frekar aðra kandídata í starfið, svo sem Axel Gíslason, Þorstein Ólafsson og Sigurð Markússon, sem allir eru taldir vel hæfir í forstjórastarfið. Hvað svo sem verður ofan á, er ólíklegt að gengið verði frá forstjóraráðning- unni mánudaginn 20. maí, eins og margir halda. . . N ■ ú eru ævisagnaritarar ým- ist að setja sig í stellingar eða byrjað- ir á því að vinna að bókum um þekkta menn. HP hefur fregnað, að Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur sé búinn að taka að sér að skrifa sögu Hermanns Jónasson- BILALEIGA REYKJAVIK: AKUREYRl: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRDUR: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent ar fyrrverandi forsætisráðherra, föður Steingríms núverandi for- sætisráðherra. Þá mun Jón Ormur Halldórsson fyrrverandi aðstoðar- maður Gunnars heitins Thorodd- sens vera byrjaður á því að afla gagna í bók um Vilmund Gylfa- >son, þar sem augum verður einkum beint að pólitískri hugmyndafræði Vilmundar, ferli hans og áhrifum á íslenskt þjóðlíf.. . SEinda þótt flokksbroddarnir hjá Sjálfstæðisflokknum séu fæstir tald- ir vilja kosningar í haust eru menn nú samt farnir að velta fyrir sér væntanlegum sætum á framboðs- listum. Þannig er altalað, að Eyjólf- ur Konráð Jónsson, sem er þing- maður Norðurlands vestra, ætli eða vilji að minnsta kosti fara fram í Reykjavík, og þar ætli hann að róa á mið Alberts Guðmundssonar. I þessu ljósi ber að skoða málflutning Eykons gegn Seðlabankanum og Sambandinu í vetur. Annars mun e.t.v. aðalástæðan vera sú, að Eykon fór illa út úr prófkjöri sjálfstæðis- manna fyrir norðan síðast, þegar Pálmi Jónsson frá Akri fór létt með hann enda þótt hann væri í hópi „liðhlaupanna" í stjórn Gunnars Thoroddsens. .. ^Ekkert lát er á flótta ungra menntamanna úr forystuliði Al- þýðubandalagsins. Nú hefur HP fregnað, að Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Háskóla ís- lands hyggist segja sig úr flokknum og stafar óánægja hennar einkum af hinu svokallaða „félagshyggjusam- ráði“ bandalagsins og ekki síður óánægju með fulltrúa flokksins í borgarstjórn, þau Sigurjón Péturs- son, Öddu Báru Sigfúsdóttur og raunar einnig Guðmund Þ. Jóns- son. Þá heyrum við, að oddvitinn af Suðurlandi, Margrét Frímanns- dóttir varaþingmaður, sé í súru skapi og heldur ósátt við forystu Al- þýðubandalagsins... A ^^^^mánudaginn er fyrirhugað að stjórn SÍS og varamenn stjórnar taki ákvörðun um eftirmann Er- lends Einarssonar forstjóra Sam- bands íslenskra samvinnufélaga. Hins vegar hafa borist óskir um frestun á þessari ákvörðun og eru það KRON og nokkrar deildir Kaupfélags Hafnfirðinga, sem hafa óskað eftir frestinum. Ástæðan er sú, að þesir aðilar vilja láta end- urskoða þær aðferðir, sem eru við- hafðar við ráðningu forstjóra Sam- bandsins og hefur m.a. verið brydd- að upp á þeirri hugmynd, sem hefur fallið í góðan jarðveg, að forstjóri verði ekki ráðinn nema til fimm ára til að byrja með. Þá skiptir einnig miklu sú ákvörðun Erlends, að ætla ekki að hætta í bráð heldur í árslok 1986, sem þýðir raunverulega setu til júnímánaðar 1987... HAGKAUF GEHGUfí I LIÐ MEÐ Í5LEH5KUM IÐHAÐI Það er góð stemmning á Í5LEN5KUM DÖCöUM í HAGKAUP: VÖRUKYIWItXjffi - TÍ5HU5ÝHIH(jm - 5KEMMTIATRIÐI NÚ ER BOLT/NN HJÁ ÞÉR 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.