Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 9
Nokkrir framsóknarembættismenn í Reykjavík og nágrenni Hjalti Zópóniasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyti, — hallur undir Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli. Már Rétursson, fulltrúi fógeta og sýslu- mannsins ( Hafnarfirði. X-B. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn í sýslumanns og/eða fógetaembættum Þessa sjálfstæðismenn langar (embætti lögreglustjóra Stefán Hirst, skrifstofustjóri lögreglu- stjórans ( Reykjavfk, — langar ( lög- reglustjóraembættið. William Möller, aðalfulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavfk - langar (lögreglu- stjóraembættið Böðvar Bragason, sýslumaður í Rang- árvallasýslu, — Jón (Seglbúðum skip- ar hann lögreglustjóra — X-B. Jón Eysteinsson, sýslumaður ( Gull- bringusýslu og bæjarfógeti f Keflavík, Grindavík og Njarðvlk — Sonur Ey- steins Jónssonar — X-B. Friðjón Guðröðarson, sýslumaður á Höfn ( Hornafirði, — langar (embætti lögreglustjóra — X-B. Sigurður Gizurarson, sýslumaður Þing- eyjarsýslu og fógeti á Húsavlk — X-B. Jóhannes Árnason, sýslumaður í Snæ- fells- og Hnappadalssýslu og fógeti í Ólafsvík — X-D. Ellas I. Ellasson, sýslumaður (Eyjafjarð- arsýslu, fógeti á Akureyri og Dalvík — X-D. Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri — RLR — langar í lögreglu- stjóraembættið. Friðjón Þórðarson alþingismaður — stuðningur viö Gunnar Thor. dýr — vill. verða lögreglustjóri. Þessirframsóknar-og sjálfstæðismenn hafaséð um úthlut un embætta úr stóli dómsmálaráðherra: Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki Hermann Jónasson, Framsóknarfiokki Jóhann Hafstein, Sjálfstæðisfiokki Auður Auðuns, Sjálfstæðisflokki Ólafur Jóhannesson, Framsóknarflokki Steingrímur Hermannsson, Framsóknarflokki bæjarfógeti verði skipaður í Firð- inum. Það er því ýmislegt í deiglunni hvað varðar sýslumanns- og bæj- arfógetaembætti á landinu — eða nánar til tekið í hópi löglærðra framsóknarmanna. Sumir þeirra una þó glaðir við sitt og vilja sig hvergi hræra. Má þar nefna sýslu- manninn í Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, Rúnar Gudjónsson, enda fékk embættið veglegt húsnæði yfir sig í Borgarnesi þegar Borgar- fjarðarbrúarsmíðinni lauk um síð- ir. Svipaða sögu er að segja af Kristjáni Torfasyni, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Hann mun ekki telja sig hafa neitt að sækja upp á meginlandið. Græn svæði í Reykjavík Ef sjónum er hins vegar á nýjan leik beint að höfuðborgarsvæðinu og litið nánar á stöðuna hjá topp- um dómskerfisins þar, þá eru hreyfingar framundan. Það fer senn að líða að því að Þóröur Björnsson ríkissaksóknari, 69 ára gamall, láti af embætti. Við dyrnar bíður vararíkissaksóknari, Bragi Steinarsson. En hann er sjálfstæð- ismaður. Enn er því spurt um tíma- setningar. Verður Jón í Seglbúðum dómsmálaráðherra, þegar Þórður hættir, eða hefur þá valdið færst á hendur annars? Eins og í upphafi var nefnt, er staða Framsóknar einkar sterk í borginni á þessu sviði embættis- manna. Fyrr hefur verið nefndur ríkissaksóknari, Þórður Björns- son. Til viðbótar á toppi þessa píramída eru bæði Jón Skaftason, yfirborgarfógeti í Reykjavík, fyrr- um þingmaður Framsóknar á Reykjanesi, og Björn fngvarsson, yfirborgardómari, framsóknar- maður sem áður gegndi störfum lögreglustjóra á Keflavíkurflug- velli. Björn er 68 ára gamall, þann- ig að nýr yfirborgardómari verður skipaður innan fárra missera. í þennan flokk framsóknarmanna í lykilstöðum er ennfremur rétt að skipa Birni Hermannssyni, toll- stjóra í Reykjavík. í framhjáhlaupi er vert að minna á, að störf tollstjóra og yfirborgar- fógeta eru hæst launuð þessara embætta vegna reglna sem kveða á um að ákveðnar prósentur gangi til uppboðshaldara við nauðung- aruppboð. Þessi aukasporsla hefur að vonum gefið vel í aðra hönd, nú þegar nauðungaruppboðum fjölg- ar jafnmikið og raun ber vitni. Þessar reglur um prósentur í vasa uppboðshaldara koma einnig bæj- arfógetum og sýslumönnum til góða, en aðeins eru það þó örfá embætti sem hafa einhverja telj- andi umsýslu í þessum efnum. Meginþorri uppboða fer fram á Reykjavíkursvæðinu. En af öðrum traustum stoðum Framsóknar í embættismanna- kerfinu á höfuðborgarsvæðinu má nefna Hallvard Einvardsson rann- sóknarlögreglustjóra og fyrr- nefndan Kristin Ólafsson, toll- gæslustjóra. Einnig herma fregnir að nýskipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Þorsteinn Geirsson, sé hliðhollur framsókn- armönnum, þótt hann hafi al- mennt verið vistaður annars stað- ar í stjórnmálunum á árum áður. Telja framsóknarmenn að hringn- um verði því sem næst lokað, fái Framsóknarmenn lögreglustjóra- embættið í sinn hlut, sem allt bendir til. Að vísu má finna bláa stöngla í öllu grængresinu. Sem dæmi um slíkan gróður er Gunn- laugur Briem, yfirsakadómari í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn telur sér hann, með flokkspólitík að bakgrunni. Ef litið er á Hæstarétt, þar sem sitja átta dómarar, þá er sú kort- lagning ekki jafnafdráttanaus. Yf- irlýstir framsóknarmenn eru þar Björn Sveinbjörnsson, sem áður var nefndur, og Halldór Þor- björnsson, fyrrum yfirsakadóm- ari. Yfirlýstir sjálfstæðismenn í dómnum eru Þór Vilhjálmsson, eiginmaður Ragnhildar Helga- dóttur menntamálaráðherra, og Sigurgeir Jónsson, fyrrum bæjar- fógeti í Kópavogi. Hina fjóra í Hæstarétti er erfiðara að staðsetja í flokkspólitísku tilliti, en heim- ildamenn HP töldu þá á Fram- sóknar/Sjálfstæðisvængnum, þó án beinna tengsla. Þau sáu um úthlutun Það er svo fróðlegt að fara nokk- ur ár aftur í tímann og rifja upp hverjir það hafa verið sem hafa haft embættisveitingavaldið á hendi á vettvangi dómsmálanna. Bjarni Benediktsson, fyrrum for- maður Sjálfstæðisflokksins, var dómsmálaráðherra frá 1949—1956, þegar vinstri stjórn Hermanns Jónassonar tók við völdum. Hermann tók sjálfur dómsmálin með forsætisráðherraembættinu. Um eins árs skeið sat síðan minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins, ’58 til '59, og Friðjón Skarphédinsson fór með dómsmálin. Þá var á nýjan leik komið að þætti Bjarna Bene- diktssonar, en hann gegndi dóms- málaráðherraembættinu í fyrstu viðreisnarstjórninni, eða fram til ’63, að Bjarni tók við oddvitastarf- inu úr hendi Ólafs Thors, en Jó- hann Hafstein settist að í dóms- málaráðuneytinu. Með dómsmál- in fór síðan Jóhann allt til hausts- ins 1970, að Auður Auðuns varð dómsmálaráðherra. I júlí 1971 hófst þáttur Framsóknar á nýjan leik, og það var Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sem stýrði nýrri vinstri stjórn og hélt um dómsmálin jafnhliða. Og áfram fór Ólafur með dóms- málin í Ge/rsstjórninni 1974—78, en í síðari Ólafsstjórninni, 1978—79, var það Steingrímur Hermannsson, sem tók upp merki föður síns frá 1956 og varð ráð- andi á sviði dómsmálanna. Eftir slit þeirrar stjórnar sat Vilmundur Gylfason á stóli dómsmálaráð- herra í minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins í tæplega fjóra mánuði. Þá tók við Friðjón Þórðarson, í Gunnarsarmi Sjálfstæðisflokksins. Eftir síðustu kosningar var það svo títtnefndur Jón Helgason sem fékk dómsmálastýrið í hendur. Af þessari upptalningu, þar sem farin eru 36 ár aftur í tímann, sést glögglega að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn „eiga” þessi mál. Aðeins tvisvar sinnum hefur sú helmingaskiptaregla verið brotin. í bæði skiptin hefur verið um að ræða minnihlutastjórnir Alþýðu- flokksins, en líftími þeirra er hins vegar samtals um 15 mánuðir af þvi 36 ára tímabili sem áður var rakið. Eða skyldi það vera einber til- viljun, að 25 bæjarfógetar og sýslumenn, lögreglustjórar í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli og hjá rannsóknarlögreglu, tollstjóri, yfirborgarfógeti, yfirborgardóm- ari, yfirsakadómari, ríkissaksókn- ari, tollgæslustjóri og fleiri toppar á þessu sviði eru allir úr sömu tveimur flokkunum — Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki; sömu tveimur flokkunum og átt hafa dómsmálaráðherraembættið í landinu til fleiri áratuga? Sú spurning sem vaknar eftir þessa samantekt er að sjálfsögðu sú, hvers vegna stjórnmálaflokk- unum er svona áfram um að hafa „síná’ menn á réttum stöðum í dómskerfinu. Stundum er verið að launa dyggum flokksmönnum með feitum embættum, en það er þó ekki alltaf. Til dæmis mun emb- ætti lögreglustjórans í Reykjavík ekki gefa mikið í aðra hönd. Aðrir fá hins vegar það sem kalla mætti „geigvænlegar” tekjur, og er þá einkum horft til manna eins og Jóns Skaftasonar, yfirborgarfóget- ans í Reykjavík. Það er því ekkert óeðlilegt, að menn velti vöngum yfir því að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn kunni að öðlast einhverja öryggiskennd af því að hafa rétta menn á réttum stöðum. En það gefur á hinn bóginn tilefni til vangaveltna um alvarlegri hluti er varða pólitísk afskipti af dóms- valdinu, einum af þremur sjálf- stæðum og óháðum örmum sér- hvers lýðræðisþjóðfélags. Því þegar öllu er á botninn hvolft koma stjórnmál dómsmál- um ekkert við — nákvæmlega ekkert. Eða svo hermir stjórnar- skráin. Jón Helgason dómsmálaróðherra: „Auglýsi embætti íögreglustjórans fljótlega laust til umsóknar" — Hvernig víkur því vid að allir helstu embættismenn á sviði íslenskra dómsmála koma úr sömu tveimur stjórn- málaflokkunum — Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki? „Ég hef ekki hugleitt þetta sér- staklega.” — Er það rétt, Jón, að þú hyggist auglýsa embætti lög- reglustjórans í Reykjavík til umsóknar nú á næstu vikum? „Já, ég reikna með því að það verði gert fljótlega. Sigurjón Sig- urðsson verður sjötugur í næsta mánuði.” — En nú er það algengt að embsettismenn hjá ríkinu eigi þess kost að ljúka því starfsári, sem sjötugsafmæli þeirra ber upp á, þannig að samkvæmt því ætti Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra að vera heimilt að sitja til áramóta, ef hann óskar svo. „Það er engin algild regla og ég reikna með því að auglýsa starfið laust til umsóknar á næstunni.” — Er það ekki staðreynd að starfinu hafi þegar verið ráð- stafað bakvið tjöidin og það eigi að fá Böðvar Bragason, sýslumaður á Hvolsvelli, sveit- ungi þinn og flokksbróðir? „Ég forðast það að svara spurn- ingum af þessu tagi og vil engin fyrirheit gefa um það hverjir hljóti embætti fyrr en fyrir liggur hverjir sækja um. Ég vil ógjarnan binda hendur mínar fyrirfram og lenda ef til vill í þeirri stöðu að fá svo inn á borð umsækjanda, sem nánast er sjálfkjörinn til starfsins, en hafa áður ákveðið að hafa annan hátt á.“ HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.