Helgarpósturinn - 25.07.1985, Síða 17

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Síða 17
MYNDBÖND Barnastjarna breytist í brussu eftir Ingólt Margeirsson Blóö annarra (The Blod of Others). Bandarísk/frönsk 1983. Sjónvarpskvikmynd í tveimur hlutum. Lengd alls: 270 mín. Leikstjóri: Claude Chabrol. Adalhlutverk: Jodie Foster, Michael Ont- kean, Sam Neill, Stephan Audran, Lambert Wilson o.fl. Franski spennumeistarinn Claude Chabrol ({. 1930), sem gert hefur sígildar myndir eins og Le Beau Serge (1958), Les Biches (1968) og Slátrarann (1970), hefur tekið sér fyrir hend- ur að leikstýra sápuóperu úr stríðinu, byggðri á sögu eftir enga aðra en Simone de Beauvoir. Söguþráðurinn rekur ástar- og vinnuferil ungrar stúlku í París (Jodie Foster), allt frá upphafi fjórða áratugarins til loka síð- ari heimsstyrjaldar. Chabrol hefur klippt inn í sögu stúlkunnar gamlar fréttamyndir í svart-hvítu til að gefa myndinni raunsæisblæ: heimildamyndar en útkoman er ekkert sér- stök; til þess er aðferðin orðin of sjúskuð og ofnotuð. Stúlkan er í ástarsambandi við ungan gyð- ing (Michael Ontkean) sem er kommúnisti en síðar andspyrnumaður þegar nasistar hertaka París. Framan af gerist myndin aðal- lega í umhverfi kommúnista og andfrankó- nasista í París og leynibyrgi andspyrnu- sinna, en síðar berst leikurinn í aðalstöðvar manna. Maður skyldi ætla að ástarsaga (þar „Blóð annarra er langdregin sápuópera úr strlðinu í leik- stjórn spennumeistara Frakka, Claude Chabrol," segir Ingólf- ur Margeirsson mi. I umfjöll- un sinni um myndbönd. sem meira að segja viðskiptafulltrúi þriðja ríkisins er kominn í ástarþríhyrninginn) vaf- in inn í hermdarverk andspyrnumanna og stríðsglæpi nasista, byði upp á spennandi kokteil, en því miður, nei. í fyrsta lagi virðist sá ágæti Chabrol ekki hafa gert almennilega upp við sig, hvort hann ætlaði að filma sápu- óperu,eða framleiða listrænt stórvirki. Út- koman er langdregin sápuópera. í öðru lagi er harla hættulegt að blanda saman leikur- um af mörgu þjóðerni. Þannig skera amer- ísku leikararnir sig freklega úr. T.d. má vera að Jodie Foster (Bugsy Malone og Taxi Driv- er) hafi verið efnilegt undrabarn, en nú er hún orðin útskeif, ung brussa með temmi- lega leikhæfileika og maður trúir því ekki eitt andartak að hún sé ástfangin, ung frönsk kona í París. í þriðja lagi er myndin ekkert spennandi. Atburðarásin silast áfram og maður er farinn að halda að gamli, góði Chabrol sé búinn að glata öllum töktunum. En svo kemur ein ágætis sena, morðin á franska kvislingnum í aðalstöðvum nasista í París; og maður hugsar með sjálfum sér: Jæja, hann er ekki dauður úr öllum æðum enn. Og vonandi endurreisir Chabrol orðstír- inn bráðlega. Blóð annarra er hins vegar að- allega blóðpeningur áhrofenda. BOKMENNTIR Sagnfrœðistúdentar gera það gott SAGNIR. Tímarit um söguleg efni. 6. árgangur 1985. Útg. Félag sagnfrœðinema vid Háskóla Islands. Félag sagnfræðinema (sem ég kalla stúd- enta til að stríða þeim) við Háskóla íslands hefur um skeið gefið út lítið ársrit með fræði- legu efni, aðallega eftir félagsmenn, eins konar yngri bróður Mímis, sem áður var rit stúdenta í sögu og öðrum íslenskum fræð- um, og hefur það undanfarin 5 ár kallast Sagnir. í fyrra var gerð tilraun með býsna rót- tæka breytingu á Sögnum. Þeim var breytt í stórt rit, myndskreytt og fallegt, og tekið að leggja kapp á aðgengilega framsetningu, fjölbreytt og áhugavert efni við sem flestra hæfi. Það tókst mjög þokkalega, en var gríð- armikið átak sem maður hafði kannski ekki meira en svo trú á að yrði endurtekið. Nú hefur það verið endurtekið og síst tek- ist lakar en glansnúmerið frá í fyrra. Maður fer að trúa að þessar flottu Sagnir eigi fram- tíð fyrir sér, og þá er ekki vitlaust að vekja at- hygli á þeim í ritfregn. Að Sögnum stendur fjölmenn ritnefnd, að meirihluta sama fólk og í fyrra og langt kom- ið í námi, en nýgræðingar með sem vonandi kunna nú kúnstina að axla ábyrgðina næsta ár. Ritið er stórt, 100 stórar þrídálkasíður, mjög ríkulega og skemmtilega myndskreytt og umbrot líflegt með millifyrirsögnum, inn- gangsorðum, innrömmuðum tilvitnunum og slíku. Meginefni ritsins eru tvær greinasyrp- ur, 6 greinar hvor. Munu flestar skrifaðar upp úr minniháttar skólaverkefnum, þáttarrit- gerðum, sem eru að mörgu leyti betur til slíkrar úrvinnslu fallnar en gerist og gengur um sjálfar prófritgerðirnar, af því að þær eru ekki eins efnismiklar og þrungnar af lær- dómi. En þá má heldur ekki búast við mjög víðtækri heimildakönnun að baki hverri grein. Hins vegar er þá háskólakennari bú- inn að fara yfir efnið og vara a.m.k. við stór- bommertum. Svo fer naumast á milli mála að ritnefndin hafi veitt verulegt aðhald um vandað málfar og læsilega framsetningu, og hefur að því leyti náðst furð.u jafn og góður árangur. Önnurgreinasyrpanogsú heildstæðari fjall- ar um Jón Sigurðsson forseta, grein Sigríðar Sigurðardóttur þó öllu heldur um Ingibjörgu konu hans. Hugmyndasaga er hér í fyrir- rúmi: hugmyndir Jóns um landvarnir og um vopnaburð íslendinga (grein Arnalds Ind- riðasonar sem rifjar m.a. upp mjög afdráttar- lausar hugmyndir Jóns um að ungir menn stofni af sjálfsdáðum æfðar skotliðasveitir til landvarna); afstaða Jóns til verslunarfrelsis og verslunarsamtaka (grein Sigurðar Péturs- sonar sem túlkar stuðning Jóns við stóru verslunarfélögin um 1870 sem fráhvarf frá frjálshyggju og til samvinnustefnu); boðskap- ur Jóns um menntun og skóla (grein Agnesar Arnórsdóttur sem bendir á íhaldssömu þætt- ina í annars djörfum boðskap Jóns); og hug- myndir Jóns um ráðherraábyrgð (grein Magnúsar Haukssonar sem einkum leitast við að prófa þekkta kenningu Odds Didrik- sen um þróun þingræðishugmynda hjá Jóni). Ein grein um atburðasögu: eftir Pál Vil- hjálmsson um það hve illa gekk að safna fé til styrktar Jóni eftir að þó var farið að tigna hann (furðu ungan) sem þjóðarleiðtoga. Hin greinasyrpan er um hitt og þetta frá þriðja og fjórða áratugnum. Ríkharður H. Friðgeirsson ritar um feril Jóns Leifs tón- skálds. Sigurður G. Magnússon um bernsku- heimili bræðra tveggja af Vesturgötunni, eft- ir frásögn þeirra sjálfra; og Hrefna Róberts- dóttir og Sigríður Sigurðardóttir skrifa á sama hátt um uppvaxtarár systra úr Bjarna- borginni. Sem sagt þrjár greinar með per- sónusögu og þjóðlífsmyndum að uppistöðu. Hinar þrjár um pólitík. Helgi Hannesson rek- eftir Helga Skúla Kjartansson ur blaða- og ritlingadeilu samvinnumanna og samvinnuandstæðinga upp úr 1920. Birg- ir Sörensen fer yfir skrif Morgunblaðsins um nasismann (hvernig það er farið að húð- skamma innlenda nasista meðan það telur ennþá rétt, vegna viðskiptahagsmuna, að gæta kurteisi gagnvart hinum þýsku), en Ól- afur Ásgeirsson rifjar upp athyglisverðan áhuga Jóns Baldvinssonar á uppbyggingu í sveitum (og virðir honum flest á verri veg). Rýmið leyfir mér ekki að taka upp varnir í fáeinum efnum sem helst til gálauslega er með farið í einstökum greinum, þó alls ekki svo að til neinna stórlýta sé á ritinu í heild. Það er fróðlegt og skemmtilegt. heimildir, en engin grein gerð fyrir óprent- uðum, sem þó eru aðalstofn efnisins. Glíma Tryggva við að byggja brúna sem sjálfstæður verktaki án þess að stórskaðast af er lengst af hinn rauði þráður efnisins, en hverfur svo án þess nokkur svör séu veitt. Og ekki er hirt um nauðsynlegt smáatriði eins og að birta umreikning þegar heimildirnar talast á ým- ist í krónum eða sterlingspundum. Þessar að- finnslur eru hér raktar sem dæmi um þörfina á virkri ritstjórn. Einhver þvílík dæmi mætti einnig taka af greinum Magnúsar Gríms- sonar („Um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi" þ.e. aðallega á árunum 1896—1906) og Þórunnar Valdimarsdóttur („Mjólkursaga á mölinni", efnismikil saman- tekt um kúabúskap og mjólkurverslun í Reykjavík, einkum á fyrri helmingi 20. aldar) sem báðar eru að stofni hlutar lír háskólarit- gerðum og þurfa því eðlilega talsverða að- hæfingu til að verða alls kostar hentugar sjálfstæðar greinar. Þá er ónefnd fremsta greinin, „Riðið í Brennisteinsfjöll og Selvog" eftir Þorkel Jó- hannesson og Óttar Kjartansson, sem öðrum þræði er ferðasaga (mikið myndskreytt) og leiðarlýsing, ofin staðfræðiathugunum margs konar, um verslunarleiðina fornu milli Selvogs og Hafnarfjarðar, en skotið inn í mjög fróðlegri frásögn af tilraun til brenni- steinsnáms á svæðinu fyrir 100 árum. Atthagarit handa flestum LANDNÁMINGÓLFS. Nýtt safn til sögu þess. Annar árgangur 1985. Það er kannski dreifbýlisleg hugmynd að eiga með sér byggðarsögufélag og láta það gefa út byggðarsögurit. Þó var slíkt félag stofnað fyrir löngu hér á Suðvesturhorninu, Félagid Ingólfur, og endurvakið fyrir fáum árum. Hefur það nú í vor gefið út annað bindið af ársriti sínu, Landnámi Ingólfs. Hug- myndin er raunar betri en í fljótu bragði kann að virðast. Byggðarsaga er annarrar náttúru en þjóðarsagan, jafnvel þótt byggð- arlag eigi í hlut sem meira en helmingur okk- ar býr í, og því fremur sem við erum fleiri ættum við, Suðvesthyrningar, að standa und- ir myndarlegu byggðarsöguriti. Landnám Ingólfs er býsna myndarlegt rit, 170 tvídálka síður, í stinnum bókarspjöldum, prentað á gljápappír og mikið myndskreytt, dálítið í lit. Stjórn félagsins, Magnús Þorkels- son o.fl., hefur jafnframt verið ritstjórn, en greint er frá því í ritinu að ráðgert sé — og þá væntanlega búið núna — að fá að því sér- staka ritstjórn, og er það vafalaust heppi- Iegra til lengdar. Tvennt er meginefni þessa annars árgangs af Landnámi Ingólfs. Fjórar ritgerðir sérstak- ar, og í annan stað syrpa efnis frá ráðstefnu um byggðarsögurannsóknir sem félagið Ing- ólfur hélj í fyrravor. Hvort tveggja er góðra gjalda vert, og þó líklega meiri fengur í ráð- stefnuefninu. Þar eru 15 erindi birt, margvísleg að efni og flest fróðleg. Hér er t.d. fjallað um fornminjar (Þórður Tómasson), héraðsskjala- söfn (Armann Halldórsson), munnlegar heimildir (Árni Björnsson), ljósmyndir (Inga Lára Baldvinsdóttir) og gömul hús (Lilja Árnadóttir); Jón Þ. Þór, Ásgeir Guðmunds- son og Björn Teitsson tala um byggðarsögu í ljósi verkefna sem þeir hafa unnið að; Sölvi Sveinsson segir frá byggðarsögulegri útgáfu- starfsemi eins og hún hefur orðið hvað glæsi- legust, nefnilega í Skagafirði. Glæsilegust hérlendis, meina ég; Norðmaður, Jörn Sandnes, segir frá byggðarsögustarfi sinna landsmanna sem um margt standa sjálfum Skagfirðingum a.m.k. jafnfætis. Steingrímur Jónsson rekur sögu byggðarsöguritunar, en Gunnar Karlsson mörk byggðarsögu og þjóð- arsögu. Allt er þetta aðferðarfræði með einu móti eða öðru, en Björn Þorsteinsson og Gísli Gunnarsson fást fremur við söguna sjálfa í pistlum sínum um myndun og ekki myndun þéttbýlis á íslandi. Loks er vert að vekja sér- staka athygli á frásögn Ingólfs Á. Jóhannes- sonar af samningu grunnskólanámsefnis í byggðarsögu. Af ritgerðunum fjórum er hin lengsta eftir Bergstein Jónsson: „Ölfusárbrúin og Tryggvi Gunnarsson", syrpa sem margt er fróðlegt í og skemmtilegt, en ekki alveg fullburða sem heild. T.d. er nákvæmlega vitnað í prentaðar HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.