Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 22
fsss:sss5sísrmm" Föstudagur 26. júlí 19.25 Dýrasögur. Refurinn og björninn (Nordvision — Finnska sjónvarpið). Ævintýri Berta 2. þáttur Sænskur teiknimyndaflokkur. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). 19.5Ö Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veöur. 2ÍÍ30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Agnetha án ABBA (A som i Agnetha). 21.15 Njósnafjölskyldan (A Family of Spies). Bresk heimildamynd um mesta njósnamál sem upp hefur komið í Bandaríkjunum um árabil. Walker og fjölskylda hans seldu Rúss- um árum saman mikilvægar upplýs- ingar um varnakerfi Atlantshafs- bandalagsins. I myndinni er reynt að I gera grein fyrir afleiöingum þessa Jf mikla njósnamáls. 21.60 Hvernig óg vann stríðið (How I Won the War). Bresk bíómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Richard Lester. Aðal- hlutverk: Michael Crawford, Lee Montague, John Lennon, Roy innear, Jack Mac Gowran. Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 27. júlí 17.30 Iþróttir. 19.25 Kalli og sælgætisgerðin. Níundi þáttur. (Nordivison — Sænska sjón- varpið). Fréttaágrip á táknmáli. Fróttir og veður. Auglýsingar og dagskró. Allt í hers höndum (Allo, Allo!) Þriðji þóttur. Breskur gamanmynda- flokkur í átta þáttum. 21.05 Mezzoforte, Mezzoforte. Frá tón- leikum Æskulýðsráðs Reykjavíkur í ugardalshöll þann 17. júní síðastlið- inn. Árbftur og eðalsteinar (Ðreakfast at Tiffany's). Bandarísk bíómynd frá ár- inu 1961. Laikstjóri Blake Edwards. Aðalhlutverk: Audrey Hepburn, George Rappard, Patricia Neal og Mickey Rooney. Holly er óvenjuleg stúlka sem býr í New York. Hana dreymir um gull og gimsteina sem hún getur ekki veitt sér. Hún kynnist ungum rithöfundi sem laðast að henni, en hún er hrifnari af brasilísk- um auðkýfingi. Brátt kemur í Ijós að Holly er ekki öll þar sem hún er séð. 23.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 28. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Prinsinn og betlarinn. Bandarísk teiknimynd, byggð á sígildri sögu eftir Mark Twain. 19.50 Fróttaágrip á tóknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20J5 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Heyrðu! Kvikmynd gerð af Sigurði V ' Grímssyni, Bernhard Stamper, Sigi Meier og H.P. Voight. Tónlist Her- mann Windorf. Kvikmyndiin gerist á ísafirði, við Djúp og norður á Horn- ströndum sumariö 1978. Ungur maður kemur heim eftir nám erlendis. Hann skoðar mannlífið á heimaslóöunum, en leggur síðan land undir fót. Hann staldrar við hjá heimilisfólkinu í Vigur, en heldur síðan norður á Strandir og í Jökulfirði. Þar hittir hann Jón Helga- son sem segir honum frá lífinu á Hest- eyri í gamla daga. Einnig kemur fram í myndinni sagnamaðurinn Finnbogi Bernódusson, en hann rekur þar ættir Vestfirðinga til trölla og tröllblend- inga. 21.50 Demantstorg (La Plaza del Dia- mante). Þriðji þáttur. Spænskur fram- haldsmyndaflokkur í fjórum þáttum, gerður eftir samnefndi skáldsögu eftir Merce Rodoreda. 22.50 Samtímaskóldkonur. Annar þátt- ur: Björg Vik. Norrænu sjónvarps- stöðvarnar leggja hver tvo þætti til þessarar þáttaraðar. Annar þáttur er framlag norska sjónvarpsins, en þar er rætt viö norsku skáldkonuna Björg Vik sem hefur m.a. skrifað leikritið „Miðann til draumalandsins" sem Sjónvarpið sýndi 13. ágúst 1984. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 23.30 Dagskrórlok. Föstudagur 26. júlí 07.|#Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgun- útvarpið. 0/^55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,ömmustelpa" eftir Ármann Kr. Einarsson. 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustu- greinar dagblaðanna (útdr.). Tónleikar. 10.45 ,,Mér eru fornu minnin kær". RÚVAK. 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. 14.00 ,,Úti í heimi", endurminningar dr. jJóns Stefánssonar. |4.30 Miðdegistónleikar. 15>16 Létt lög. 16:00 Fréttir. 16.20 Á sautjándu stundu. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 17.35#ró A til B. 18.4Í!Veðurfregnir. 19,00 Kvöldfréttir. Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Fró tónskóldum. 22.00 Hestar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum. RÚVAK. 23.15 Tónleikar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl.03.00. Einar Þ. Jónsson vidgeröarmaöur „Ég hlusta alltaf á fréttir og veður, á það vandist ég í sveitinni vestur á Rauðasandi. Á sunnudaginn horfi ég örugglega á myndina hans Sig- urðar Grímssonar. Heyrðu, það er mynd um Isafjörð og þaðan er ég sjálf- ur. Yfirleitt horfi ég mikið á sjónvarp, bæði skemmti- og fræðsluþætti og á allar bíómyndir. Mér finnst þær bandarísku bestar. A útvarp hlusta ég líka, mest Rás 2 í vinnunni, maður nær ekki að hlusta almennilega þar svo það þýðir lítið að hafa Rás 1 á, en annars eru margir ágætir þættir í Útvarpinu, t.d. Á milli fjalls og fjöru; ég hlusta gjarnan á það, og á spurn- ingaþætti líka. Já, og svo kveiki ég alltaf á morgunútvarpinu, það er fínt og morgunstund barnanna, það heyri ég oftast nær líka. Já, og svo á kvöldfréttir og veður.“ Laugardagur 27. júlí 07 00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleik- 07?55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 08.30 Forustugreinar dagblaðanna (út- dráttur). Tónleikar. 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga frh. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. 14.00 Inn og út um gluggann. 14.20 Listagrip. 15.20 „Fagurt galaði fuglinn sá". 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. 17.50 Síðdegis í garðinum. 18.00 Jónleikar. 18.4.íjf Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Sumarástir. RÚVAK. 20.00 Harmonikuþáttur. 20.30 Útilegumenn. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar. 21.40 „Sumarnótt ó Bláskógaströnd", smásaga eftir Kristmann Guð- mundsson. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Náttfari. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 28. júlí 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagblað- anna (útdráttur). 08.35 Létt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður. 11.00 Hátíðarmessa í Dómkirkjunni Hádegistónleikar. 12.20 Fróttir. 12.45 Veðurfregnir. 13.30 ,,Austan renna essin þrenn". 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Leikrit: ,,Boðið upp í morð" eftir John Dickson Carr. Þriðji þáttur. Augliti til auglitis. 16.20 Milli fjalls og fjöru. 1ÍÉ0 Fréttir á ensku. 17.05 Síðdegistónleikar. 18.00 Bókaspjall. 18.15 Tónleikar. 18.45;:|/eðurfregnir. 19. QÍ?kvö I df rótti r. 1&35 Tylftarþraut. Spurningaþáttur. 2ÖIÖ0 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan. 22.00 Við faðmlög firnaheit". 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 fþróttaþáttur. 22.50 Djassþóttur. 23.35 Á sunnudagskvöldi. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 25. júlí 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. 21.00-22.00 Gestagangur. 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-00.00 Kvöldsýn. Föstudagur 26. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-ll.00 Pósthólfið. 16.0pp8.00 Lóttir sprettir. 20.00-21.00 Lög og lausnir. 21,00-22.00 Bergmál. 22Í00-23.00 Á svörtu nótunum. 23.00-03.00 Næturvakt. Laugardagur 27. júlí 10.00-12.00 Morgunþóttur. 14.0f46.00 Við rósmarkið. 16.0Ö-17.00 Listapopp. 17,00-18.00 Hringborðið. 20.00-21.00 Línur. 21.00-22.00 Djassspjall. 22.00-23.00 Bárujárn. 23.00-00.00 Svifflugur. 00.00-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 28. júlí 13.30-15.00 Krydd f tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti ÖTVARP eftir Halldór Halldórsson „Skœrur“ hinna mikilvœgu Ríkisútvarpið á við ýmsan vanda að stríða, bæði vanda sem þarf að ráða fram úr þessa dagana og vikurnar, og svo ýmiss konar annan vanda, sem þyrfti að ryðja úr vegi rólega en markvisst. Aðsteðjandi og yfirvofandi vandi varðar kjaramál tæknimannna hjá Útvarpi og Sjónvarpi. Launamálin hafa þegar haft áhrif á útsendingar útvarpsins. Á Rás tvö þurfti að fella niður dagskrárliði eina helg- ina vegna þess að tæknimenn fengust ekki til starfa. Ástæðan var „vinnuþrælkun." Vegna fámennis meðal tæknimanna hefur lagzt óheyrilega mikil vinna á þá og við það vilja þessir menn skiljanlega ekki una. Eftir því sem ég kemst næst vinnur Mark- ús Örn Antonsson útvarpsstjóri að lausn þessa máls af kappi, „ötullega", svo notað sé orð útvarpsmanna. Engu að síður liggur nokkuð Ijóst fyrir, að um verzlunarmanna- helgina falli dagskrárliðir niður aftur, og þá á Rás tvö, þar sem þættir á þeirri rás eru yf- irleitt alltaf sendir beint út. Brottfall dagskrárliða er að sjálfsögðu liður í „skærum" tæknimanna. En þessar skærur eru ekki í illsku gerðar, heldur er staðan metin þannig réttilega, að yfir- mönnum Útvarpsins, menntamálaráð- herra og fjármálaráðherra, verði vandinn Ijósari. Að vísu hlýða þessir tveir ráðherrar tæpast mikið á Rás tvö, en það gera aðrir í grennd við þessar tvær manneskjur. Launabarátta tæknimanna hjá Útvarpi (og Sjónvarpi) er í raun ekki nema hluti af miklu stærra og meira vandamáli. Aðrir starfsmenn hjá RÚV eru ekkert of sælir af launum sínum, og er nú svo komið, að það eru einna helzt fréttamenn með langan starfsaldur hjá stofnuninni, sem fá sæmileg laun að öllu meðtöldu. En í heild er það nánast lúxus að vinna hjá Útvarpinu. Sum- ir eiga ekki í önnur hús að venda og eru því dæmdir til að vera hjá Útvarpinu, aðrir eru komnir með útvarpsbakteríuna, sem getur verið mjög skæð, og fórna því ýmsu til þess að geta starfað þar, aðrir leysa þetta með því að hafa á hendi tvö störf; eitt hjá Út- varpinu og annað úti í bæ — og loks eru það svo þeir sem hreinlega hætta. Það er orðinn harla stór hópur á skömmum tíma, einkum á fréttastofunni. Hvað um það. Starf tæknimanna hefur sjaldan, svo ég hafi tekið eftir, verið of- þakkað. Og ég held að fáir geri sér grein fyrir því hversu mikilvægir þessir menn eru fyrir alla dagskrárgerð. Sumir þessara manna eru ekki bara góðir upptökumeist- arar, heldur er hjá Útvarpinu öflugur kjarni tæknimanna, sem hafa án viðurkenningar jafnframt gegnt hlutverki svokallaðra „pródúsenta" þátta; tæknilegir stjórnend- ur, sem taka upp á sína arma alls kyns ný- græðinga sem eru að fást við útvarpsþátta- gerð í fyrsta sinn. Það er ósjaldan sem það eru einmitt tæknimennirnir sem bjarga slíkum þáttum með því að fara í raun út fyr- ir sitt verksvið — sem betur fer. Gott útvarp ræðst af góðu starfsfólki, og mikilvægasti hlekkurinn á milli hráefnisins og hlustenda er dagskrárgerðarmaðurinn og tæknimaðurinn. Og án góðs tækni- manns er útvarp nafnið tómt. Þessir menn (konur meðtaldar) mega ekki gleymast. SJÓNVARP Þegar sjónvarpið fór ekki í frí Þá hafa landsmenn fengið að finna smjörþefinn af sjónvarpi sem ekki fer í sumarfrí. Þessi fyrsta júlíútsending er þó öllu fremur dæmi um sjónvarp sem fer í sumarfrí en þráast við að senda út engu að síður.Tæknimannaekla er meiri en vana- lega, og hafa fréttasendingar borið þess merki. Mikið hefur verið af erlendum frétt- um, sem er síður en svo slæmt, en alltof lít- ið farið fyrir innlendri umfjöllun í fréttatím- um Sjónvarpsins. Ástandið var fyrirsjáan- Starfsmenn Sjónvarpsins skála — en væntanlega ekki fyrir útsendingunum í júlímánuði. legt, og því hrein spurning hvort nokkurt vit hafi verið í að senda fréttir út í júlí — eða yfirleitt nokkur glóra í að halda úti sjón- varpsútsendingum í júlímánuði, áður en búið var að ganga þannig frá hnútunum að efnið væri boðlegt landsmönnum. En stundum læðist sá grunur að manni að metnaðurinn hjá Sjónvarpinu sé kominn svo langt undir Iágmark að forráðamönn- um þess sé eiginlega orðið alveg skítsama um það hvað birtist á skerminum. Og eigin- lega er Sjónvarpinu okkar ríkisrekna vork- unn; það fær enga peninga og missir þar af leiðandi allt sitt besta fólk í einkageirann,- engir málsmetandi stjórnendur hirða um að sækja um yfirmannastöður. Hvernig dettur forráðamönnum Sjón- varpsins t.d. í hug að hefja sumarsendingar án þess að búa sig undir innlent sumarefni? Hvers vegna eru ekki léttir íslenskir sumar- þættir, með hressa stjórnendur í stúdíói og upptökulið um land allt sem miðlar að efni? Sumar í sjónvarpssal? Eða Á hring- veginum? Eða Sjonvarpsmenn í sumar- skapi? En slíkir titlar sjást ekki á skermin- um. Okkur er boðið upp á leiðinlegar bandarískar kvikmyndir frá síðasta áratug (þá var kvikmyndaframleiðsla Bandaríkja- manna í neðsta gæðaflokki — eins og ís- lenska sjónvarpið nú), þungar náttúrulífs- myndir og endursýnda íslenska þætti. Eina birtan í þessu öllu er Dallas fyrir þá sem það vilja;Samtímaskáldkonur fyrir þá sem fljúga hærra. Ef júlímánuðiir Sjónvarpsins á komandi árum eiga að líkjast þessum sem nú er að kveðja, held ég að betra sé að taka upp gömlu venjuna og loka alveg fyrir útsend- ingar. Enda eflaust best að gefa þessu ■ þreytta, útpínda og tekjulitla starfsliði sum- arfrí. En kannski verða miklar breytingar eftir að deildaskiptingarnar fóru fram, og kannski von að Sjónvarpið batni í vaxandi samkeppni — sem eflaust fylgir í kjölfar nýju útvarpslaganna. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.