Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 8
JOLALEIÐINDASKJOÐUR - NOKKRAR SKELFILEGAR JÓLAKLISJUR SEM DYNJA Á OKKUR írska háðfuglinum og rithöfundin- um Flann O'Brian eða Brian 0‘Nol- an eða Myles na Gopaleen var fátt heilagt og sérstaklega voru það allir þeir sem urðu berir að tilgerð, yfir- drepsskap og klisjukenndu tungu- taki sem urðu fyrir skeytum hans stjórnmálamenn, menningarvitar, sem og hinn almenni borgari. Hann hélt í áratugi úti dálki sínum „Cruis- keen Lawn“, í dagblaðinu „Irish Times“, en reyndar hóf hann feril sinn sem kappsamur skrifandi' les- endabréfa í sama blað og lenti þá gjarnan í heiftúðugum og hatursfull- um ritdeilum við sjálfan sig. En hvað um það, Myles, einsog hann kallaði sig þegar hann skrifaði í „Irish Times" tók einhvern tímann uppá því að skilgreina hina ýmsu leiðindapúka sem tröllríða umhverfi sínu og meðbræðrum við ólíkleg- ustu tækifæri. Leiðindapúkarnir voru náttúrlega af ólíku tagi, en flestir áttu þeir það sameiginlegt að tjá sig í gömlum og lúnum lummum og klisjum. Þið þekkið líklega manngerðina. Það er til dæmis leið- indapúkinn sem, samkvæmt Myles, kemur upp að manni og segir mæðulega „Æi jólin, ég vildi bar- asta að þau væru búin.“ Þetta er að hans sögn yfirleitt kona, en þær eru fleiri jólaleiðindaskjóðurnar. Það er tildæmis þessi: „Jólin? Mér finnast þau alltaf svo dapurlegur tími.“ Og næsti: „Jólin bara komin! Það er alveg agalegt að hugsa til þess hvað tíminn æðir áfram." Hinmakalausasaga Halldórs Guðbrandssonar menntaskólanema errítuðaf Guðmundi Björgvinssyni. Orð fyrirorð einsog hún var numinafvörum Halldórs sjálfs. Náttúrlega er oftast gaman á jólunum, þótt oft geti orðið þreytandi að hlusta á sömu gömlu lummurnar ár eftir ár. . . Svona getum við haldið áfram: „Veistu, bestu jólin sem ég man eftir var þegar við vorum í Marokkó. Við vorum nokkur saman á bát — ég var bara búinn að vera giftur í viku — og við lögðumst við festar við Algeirs- borg. Og það fyrsta sem við sjáum er ...“ Já, það er hægt að vera leið- inlegur á ýmsa vegu. Það kemur til þín maður og segir: „Veistu hver er erfiðasti dagur árs- ins?“ Og þú svarar í sakleysi þínu. „Nei, það veit ég ekki. Hvaða dagur?“ „Jóladagur." Og það eru fleiri viðkvæði, náttúr- lega sígild og alltaf fylgir hugur máli: „Veistu það, ég held að ég hafi aldrei upplifað rólegri jól.“ „Ég skal segja þér soldið, þetta voru villtustu jól sem ég hef nokk- urn tíma upplifað." Og svo er það sú ógn og skelfing sem fylgir manninum sem sam- kvæmt Myles kemur til þín og segir: „Veistu hvað ég geri á jólunum?" „Nei, hvað?“ „Fer í rúmið.“ „Rúmið?“ (Setur upp vantrúar- svip, allt í því skyni að þóknast þess- um fáráðlingi.) „Beint í rúmið eftir matinn. Ekki hægt að draga mig framúr rúminu fyrr en eftir klukkan fjögur annan í jólum. Jú, kannski eftir það ef það er von í að taka í spil. En að ég fari framúr fyrir klukkan fjögur. (Það kemur skelfingarsvipur á við- stadda.) Nei — útilokað." Margar hvimleiðar klisjurnar eiga sennilega eftir að bylja á eyrum flestra lesenda yfir jólin — i blöðum, sjónvarpi, stólræðum og á almenn- um mannamótum. Flestum tökum við náttúrlega ekki eftir — en góðir lesendur, þær eru ekkert betri fyrir það. Hvað um það, til að mynda, ef einhver kemur til ykkar og segir, einsog það séu stórfréttir, einsog ekkert sé eðlilegra og sjálfsagðara: „Jólin, þau eru hátíð barnanna.“ Arrgghhh. T m SLEPPTUIVI SA»Í 8 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.