Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Blaðsíða 16
Jólasveinninn kemur til Frakklands meö íslenska ull — franski sendi- herrann, Yves Mas, fer heim á jólunum. Franski sendiherrann, Yves Mas, tekur á móti okkur á yfirlætislausri skrifstofu sinni við Túngötuna þar sem úir og grúir af sendiráðum og sendifólki; ekki hár í loftinu einsog títt er um Frakka, en hæglátur og þægilegur í viðmóti. Hann hefur verið hér sendiherra í um sex mán- uði og ætlar ekki að dvelja hér um jólin heldur haida á vit barna sinna og barnabarna í París. Hann verður svo kominn hingað aftur fyrir ára- mót — í tæka tið til að ná í móttöku hjá Vigdísi forseta á Bessastöðum á nýársdag, en fyrir þeirri veislu mun vera áratuga hefð. Yves Mas er gamall í hettunni í ut- anríkisþjónustunni frönsku og hefur eytt mörgum jólum fjarri ættjörð sinni og heimahögum við ströndina fögru í Provence-héraði í Frakk- landi. „Fyrstu jólunum utan Frakk- lands eyddi ég á Iridlandi. Þá var ég staðsettur i Nýju-Delhi og fór til Raj- astan yfir jóíin, til Ajmer sem er borg múhameðstrúarmanna; Þar búa mjög fáir kristnir menn. Eg var á gangi um miðnættið, allt var hljótt og stillt, þegar ég heyrði allt í einu lágværa en kunnuglega tóna — það var verið að syngja jólasálma. Það var heiður himinn og stjörnubjart og ég stóð einsog bergnuminn og hlustaði, þetta var ákaflega áhrifa- ríkt á jólunum svo fjarri menningu okkar og öllu því sem okkur er kært á jólunum." Yves Mas er fráskilinn en dvelur á jólunum hjá börnum sínum sem bæði eiga tvö börn. Það eru ósköp hefðbundin jól, segir hann. „Þegar ég kem til Parísar ætla ég að fara rakleitt uppá stóru búlluvarðana, þar sem stórverslanirnar Gallerie Lafayette, Primtemps og fleiri eru. Þar er aldeilis hamagangur í öskj- unni fyrir jólin, allt ríkulega upplýst og fólk á öllum aldri sem snýst um sjálft sig í trylltu kaupæði. Það er ótrúlega gaman að sjá.“ Að sögn Yves Mas fara Frakkar í kirkju á jólum og hlýða á miðnætur- messu — jafnvel þeir sem engu trúa. Þvínæst er haldið heim og snætt í faðmi fjölskyldunnar og er mat- seðillinn oftast nær á einn veg: Hin orðlagða franska gæsalifrarkæfa í forrétt, fylltur kalkúnn í aðalrétt, og í eftirrétt sérstök kaka sem Frakkar gæða sér á á jólum og heitir á máli þeirra „buche de Noél“ og er í lag- inu einsog trjágrein, löðrandi í rjóma, súkkulaði og marsípani. „Barnabörnin mín reyna að halda sér vakandi á jólanóttina," segir sendiherrann, „en gjafirnar fá þau ekki fyrr en um morguninn. Þau láta skóna sína standa við arininn yfir nóttina og vitaskuld er það jóla- sveinninn, „Pére Noél“ sem kemur með gjafirnar . . . Þetta árið peysur, brúður og ullarvörur frá Islandi," bætir hann við. Það orð hefur oft farið af okkur sem búum við mótmælendatrú að nér hvíli einhver þungi yfir öllum hátíðum, einhver yfirdrifinn hátíð- leiki, en í löndum sunnar í álfunni séu menn meira fyrir að kætast á jólum og páskum, jafnvel með dansi, glasaglaum og gleðilátum. „Jú, jú, mikil ósköp," segir Yves Mas, „jólin eru gleðihátíð. Fólk fer á veit- ingahús og skálar í víni og kampa- víni. En andi jólanna held ég að sé alls staðar sá sami, hvort heldur er í Reykjavík, Provence eða Raj- astan ...“ Ekki auövelt aö halda jól þegar sólin hellist yfir mann — þýski sendiherr- ann, Hans Hermann Haferkamp, á jól í Alpafjöllum. Hann var rétt nýkominn til Islands að taka við embætti sínu, vestur- þýski sendiherrann, Hans Herman Haferkamp, þegar blaðamaður Helgarpóstsins átti við hann tal um jólahald hans og þjóðar hans. Blaða- maður naut þess heiðurs að vera sá fyrsti úr sinni stétt til að eiga orð við sendiherrann nýja og var tekið með fögnuði, ljúfmennsku og kurteisi, sem er Þjóðverjum oftastnær eðlis- læg. Og Haferkamp var varla kom- inn til landsins þegar hann þurfti að fljúga burt aftur, fyrst í Rínarhéruðin þar sem hann hitti fyrir konu sína, en þau ætla síðan að halda uppí Alpafjöll og dvelja þar um jólin í fal- legri og snævi þakinni umgjörð sem er vel við hæfi á þessum árstíma. „Þetta gera margir Þjóðverjar um jólin,“ segir sendiherrann, „fara á hótel og gistiheimili í fjöllunum og eyða þar jólunum." Það er einsog títt er um fólk sem hefur lagt fyrir sig störf í utanríkis- þjónustunni, Hans Hermann Hafer- kamp hefur dvalið mörg jólin fjarri ættjörðinni. Hann hefur verið í Trinidad í Vestur-Indíum, í Togo í svörtustu Afríku og svo reyndar lengi vel í Kaupmannahöfn þar sem jól eru ekki ósvipuð því sem gerist í nágrannalandinu Þýskalandi. „Vitaskuld hef ég fundið heimþrá á jólum. Samt held ég að hún yrði ekki svo sterk hérna í norðrinu. Hér hafið þið snjó og dimma daga, sem hæfir okkur sem fædd erum í norð- urálfu. Löngunin eftir ljósinu er svo rík í jólahaldi okkar. í Togo var ekki alltaf svo auðvelt að halda jól þegar sólin helltist yfir mann úr himni þar sem ekki sást skýjaflóki. Þar var vissulega hægt að skemmta sér ágætlega, en hún lét standa á sér þessi milda og huglæga jóla- stemmning sem einkennir jólin hjá norðlægum þjóðum. Svolítið trega- kennd er hún líka, ekki satt, fólk sem á engan að finnur aldrei sárar til einsemdar sinnar en á jólunum." Þýskalandi er næstum hnífjafnt skipt á milli trúdeildanna tveggja, kaþólskrar trúar og mótmælenda- trúar og ber jólahald þar náttúrlega visst mark af því. Haferkamp er mótmælendatrúar og að sögn hans eru jólin hjá honum mjög svipuð því sem gerist víðast á Norðurlöndum. „Við setjum upp jólatré á aðfanga- dag og förum í kirkju síðdegis — meira að segja unga fólkið sem er svo gagnrýnið hópast í kirkju og skammast sín ekki fyrir það. Við syngjum þessi gömlu indælu jóla- lög, þýsku jólalögin sem hafa lagt undir sig heiminn, eins og Heims- umból. Við gefum gjafir, eftir hent- ugleikum smáar eða stórar — karl- mennirnir ilmvötn ef þeim hug- kvæmist ekkert betra. Og það er borðað, vatnakarfi á aðfangadags- Hans Hermann Haferkamp. kvöld, plómubúðingur, „stollen", þessar ljúffengu jólakökur, og svo er drukkið rauðvín með kryddi og sæt- indum útí, ekki ósvipað því sem skandínavískar þjóðir kalla jóla- glögg. Á jóladag er svo alsiða að fara út á veitingahús að borða, svona til að létta svolítið af húsmóð- urinni." Sendiherrann nýi segir að sér hafi þótt það gleðilegt að sitt fyrsta emb- ættisverk á Islandi hafi verið á sunnudeginum í síðustu viku þegar hann var viðstaddur þegar svokall- að Hamborgarjólatré var tendrað við Hafnarbúðir í Reykjavík. Sér þyki mikið til þess koma hvað ís- lendingar leggja mikið uppúr því að hafa bjart og notalegt í kringum sig á jólum. „ísland er fallegra en ég hélt,“ segir hann. „Ég hélt að það væri kaldara og dimmara — en sjáðu, klukkan er að verða fjögur og við höfum ennþá ágæta skímu. Ég get vel skilið hvers vegna svo margir Þjóðverjar sækjast eftir því að koma hingað." Reagan fær reyktan lax og hrosshúö í jóla- • •• ^ gjof — en bandarfski sendiherrann, Lester Ruwe, eyóir sínum fyrstu jólum á íslandi. Það var aldeilis kominn jólasvipur á glæsileg húsakynni bandaríska sendiráðsins við Laufásveg, þótt enn væri rúm vika til jóla — það var sæt greniangan í loftinu, kertaljós flöktu í hverju horni og í stofunni stóð stóreflis jólatré, skreytt að sögn sendiherrafrúarinnar á hefðbundna bandaríska vísu; og annað jólatré í laufskála hússins, alþakið hvítum gervisnjó sem óðu ósköp smávaxin og jólaleg hreindýr — skepnur sem sendiherrahjónin Lester og Nancy Ruwe hafa mikið dálæti á, því úr hverju skúmaskoti gægðist hrein- dýr. Blaðamann og ljósmyndara rak ekki minni til að hafa í annan tíma séð slíkan glæsileika og hátíðar- brag. Þau hjónin hafa ekki verið hér lengi, síðan í ágúst, en sendiherrann er gamalvanur íslandsfari, því hann hefur komið hingað annað slagið í tuttuguogfimm ár og skotið á fugl og rennt fyrir lax. Síðustu sextán ár- in hafa þau hjónin búið í Washing- ton og eytt jólunum þar eða í heima- byggð sendiherrans í Michigan. „Mér er sagt að þar sé meiri snjór á jólunum en hér,“ segir hann. En þetta eru sumsé fyrstu jólin sem þau eyða hér á landi. „Við ákváðum að vera hérna yfir jólin og komum ekki til með að sakna heimalandsins vitundarögn," segir Lester Ruwe. Náttúrlega halda þau hjónin jólin á ameríska vísu, þau gefa gjafir á jóladag og borða jólamáltíð sem í þetta sinn er samslungin úr íslensk- um og bandarískum matarvenjum. Þessu til áréttingar dregur sendi- herrafrúin jólamatseðilinn uppúr pússi sínu, ærið girnilegan. í forrétt reykt lamb og melóna og í aðalrétt íslensk villigæs, sem sendiherrann skaut sjálfur — „á Blönduósi," segir frúin. „Samt ekki í miðjum bænum," leiðréttir sendiherrann til að koma í veg fyrir hvimleiðan misskilning. Það er frúin sjálf sem hefur sett sam- an matseðilinn, enda var hún vön slíku í starfi sínu fyrir Bandaríkja- stjórn í Washington — og reyndar hefur hún líka sjálf borið hitann og þungann af því að skreyta innviði hússins. Þau sendiherrahjónin eru barn- laus en eyða jólunum í hópi vina og kunningja, við jólaborðið verða að sögn þeirra átta manns. Svo eru auðvitað ótal jólaboð og heimsókn- ir, auk jólaboðs sem þau halda sjálf á Þorláksmessu. „Annars höfum við alltaf reynt að hafa það mjög rólegt um jólin, ég held að íslendingar og Bandaríkjamenn eigi það sameigin- legt að vilja finna frið í sinni sínu á jólunum," segja þau. Og jólagjafirnar — ekki skipta þær minnstu máli, jafnvel þótt mað- ur sé farinn að reskjast? Þau horfa kankvíslega á hvort annað, hjónin, og þegja náttúrlega sem fastast. Hins vegar telja þau enga hættu á því að aldavinur þeirra, Ronald Reagan, lesi Helgar- póstinn og upplýsa fúslega að hon- um sendi þau hrosshúð og reyktan lax, en forsetanum þykir reyktur ís- landslax hið mesta hnossgæti. Öðr- um stórlöxum í Washington, vinum sínum og kunningjum, senda þau líka íslenskan varning — ullarvörur, gærur og þartilgerða kassa sem hafa að geyma sýnishorn af ýmsum íslenskum sjávarréttum. Við drögum djúpt að okkur and- ann — loftið í bandaríska sendiráð- inu er mettað ilmi jólanna... Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. m HMipmimfajiG fcumns M^UFTKi'GGING GAGNKVÍMT TRYGGINGAFÉLAG 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.