Alþýðublaðið - 22.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Geflð út ííí Alþýðuílokknum. 1920 Mánudaginn 22. marz 65. tölubl. Loftskeyti. Khöfn 21. marz. Frá Berlín er símað, að Bauer-stjórnin (ríkis- stjórnin þýzka) haíi gengið að öllum kröfum verka- manna, nema verkamanna-varðliði (rauðum her). Ríkisvarðliðinu skal haldið á braut. Ráðuneytið ein- göngu skipað verkamönnum, sem eru jafnaðarmenn. yerkamannafélögin taka, sem löglegur aðili, þátt í pólitiskum og fjárhagslegum málefnum ríkisins. Ríkið tekur þegar í stað í sínar hendur námur, rafmagns- rekstur og gasrekstur. Óháðir jafnaðarmenn krefjast ráð-stjórna. £uttwiiz og Kapp. Loftskeyti. Khöfn 21. marz. Luttwitz heflr framið sjálfemorð, en Kapp verið handtekinn, segir íregn frá Berlín. £jðtt athzji. Khöfn 17. marz. Blöð íhaldsmanna í Ðanmörku heimta nú að Flensborg verði látin fylgja Danmörku, þrátt fyrir at- ivæðagreiðsluna. Banðaríkin hajna friíarsaraninpuum. Loftskeyti. Khöf» 21. marz. Símað frá Washington, að Sen- ati8 neiti að samþykkja friðarsam- ^iögana, en hafl sent Wilson þá -aftur. BjSrpuartskta við hSfuina. Áður hefir verið minst á það hár í blaðinu, hver nauðsyn beri til þess að björgunartæki séu í lagi og nægilega mörg við höfn- ina. Þá var einn bjarghringur, bandlaus og hálfbrotinn, sem nú er horfinn, á Ingólfsbryggjunni, en í staðinn er einn nýr hringur, góð- ur, með bandi í, kominn á hafn- arbakkann, en það er ekki nóg. Á hafnarbakkanum þurfa að vera þrír bjarghringir, á Ingólfs- garðinum 3—4, og hæfilega marg- ir á öðrum stöðum við höfnina. Sömuleiðis þurfa kaðalstigar að vera við hendina, þannig útbúnir, að þá megi festa t. d. með bandi við Ijóskerastaurana. Það verður að gera þetta hib bráðasta, því við íslendingar megum ekki við því að missa menn að óþörfu í sjóinn. p:. J. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Skotinu borgarstjiri. Lofskeyti. Khöfn 21. marz. Símað frá London, að Sinn- Feiners hafi skotið borgarstjórann í Cork á írlandi. Söktum skipum bjargað. Enska flotamálaráðuneytið hefir látið gera uppdrátt yfir skip þau, sem sökt hefir verið í kringum strendur Englands á stríðsárunum, og eigi liggja á meira en 120 feta dýpi. Á uppdrætti þessum eru yfir 1000 skip frá alt frá 200—10000 tonna stærð. Búist er við að hægt verði með nýmóðins björgunartækjum að bjarga, ekki aðeins farminum, heldur einnig skipunum sjálfum. Næsta sumar á að bjarga því sem hægt er, því ekki stendur á öðru en betra veðri. X Ennþú er atvinnu- leysi í Danmörku. Á stríðstímunum, sérstaklega á árunum frá 1916—19, vantaði í)ani mjög tilflnnanlega ýms hrá- eíni, Afleiðingin af því varð sú, að ýmsar verksmiðjur urðu að liætta og verkamennirnir urðu at- vinnulausir. Mun atvinnuleysið hafa verið einna verst í fyrra um þetta leyti. Voru þá um 50 þús. manns atvinnulausir, en núna eru kringum 38 þús. atvinnulausir menn í öllu landinu, og af þeim eru aðeins rúm 9 þús. í Khafnar- borg sjálfri. X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.