Alþýðublaðið - 16.04.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.04.1927, Blaðsíða 4
4 ALiiÝÐUBLAÐIÐ Frá Alþýðubrauðgerðimii. Ot- sala á brauðum og kökum er opnuð á Framnesvegi 23. unni: Á páskadaginn kl. 8 f. m. og kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur prófessor Níels- son. Á annan dag páska kl. 2 séra Árni Sigurðsson. í Landa- kotskirkju kl. 9 f. m. báða dag- ana hámessa og á páskadaginn jkl. 6 e. m. guðsþjónusta með pre- dikun. í Aðventkifkjunni kl. 8 síð- degis báða dagana. — í Sjó- mannastofunni veröur guðspjón- usta kl. 6 e. m. báða dagana. Allir velkomnir. — I spítalakirkj- unni (kaþ.) í Hafnarfirði kl. 9 f. m. bá0a dagana söngmessa og á páskadaginn ki. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. Ungiingastúkan „Unnur" nr. 38 heldur fund annan páskadag kl. 10 árdegis. Unglingastúkan „Svava“ nr. 23 heldur fund á venjul. tíma og stað á mánud. kemur, annan páskadag- Félagar beðnir að hafa kirkjusálmabókina með sér. Gœzlumáöur. Páskatunglið verður fult í nótt kl. 2,35 mín. Færsla kjördagsins. Frumvarpið um færslu kjör- dags, sem mótmælt hefir verið hvaðanæfa af landinu, er á dag- skrá neðri deildar alþingis til 2. umræðu á þriðjudaginn. Ekki er raunar alveg víst, að það komist að þann dag, því að 7 mál eru á undan því á skránni, þar á með- al fjárkláðamálið. Þeir alþýðu- menn, sem því geta komið við, ættu samt að fjölmenna á áheyr- endapallana og gefa glöggan gaum að því, þegar þar að kem- ur, hversu einstakir þingmenn snúast við þessu rnáli. Þá sjá J>eir,. hvert tillit alþingi tekur til vilja alþýðunnar. »Þrettándakvöld<< verður leikið á annan í páskum, V Kviknar i Uúsum. Um bænadagana kviknaði í tveimur húsuin hér í Reykja- vík, en var bráðlega slökt. Ann- að var Laugarnesspítali. Þar komst ieldur í góif hjá baðofni, en gólf- ið var ilísalagt, og hafði ekiur komist undir þær um smugu. Góliið brann eitthvað Jítið, en síð- an tókst slökkviliðinu að slökkva eldinn. ! gær kviknaði í bréf- um út frá rafmagnsperu, sem var unriir legubekk á Öðinsgötu 1, en eldurinn var slöktur áður en slökkvi iðið komst þangað. Linuveiðarar nokkrir komu hi.igaö í tnorg- un a. m. k. sumir með góðan áfla. \ Togaramir. Af veiðum hafa komið: „Sindri" á miðvikudaginu með 53 tunnur lifrar, „Maí“ á skírdag með 79 tn., „Hávarður ísfirðingur“ í gær með 103 tn„ og x morgun: „Hann- es ráðherra" með 141, „Egill Skallagrímsson“ með 80, „Otur“ með 116, „Gyllir" með 109 og „Hafsteinn" með 91 tn. Einnig var von á „Draupni“ í dag. San Francisko. Á mánudaginn er 21 ár, síðan yfir þá borg dundu ógnirnar rniklu af jarðskjálfta. og eldi. Mörg þúsund hús hrundu og eyði- lögðust og fjöldi manna fórst. En að þremur árum liðnum hafði hinn skemdi hluti borgarinnar verið_jendurbyggður að fullu. Landburður af fiski • viar sagðUr í gær í Vestmanna- eyjum. Sumarmál byrjuðu í dag. % Listaverkasafn Einars Jönssonar verður opið annan páskadag kl. 1—3. Stjörnufélagið. Fundur á morgun kl. 3V2- Eng- ir gestir. Nýjum ,!æknabreiinivíns‘-lögum er nú verið að hraða í gegn um þingið. Sjá nánar í þingfrétt- um í næsta blaði. Stádentafræðslan. Á annan í páskum kl. 2 talar Matthías þjóðminjavörður í Nýj'a Bíó um fund Vínlands og ferðir þangað og sýnir á skuggamynd leiðirnar, sem farnar hafa verið. Verður þetta eflaust fróðlegt er- indi, sem allir þyrftu að heyra, sem vilja vera færir um að taka þátt í umræðum um málið. Lítilsvirðing auðvaldsins við verkamenn. 11. þ. m. voru verkamenn fengn- ir til vinnu við »Kára«, sem hefir bækistöð sína í Viðey. Þegar lok- ið var við kolin um kl. 8, var þeim sagt, að nú yrði ekki meira gert, en þeim hafði verið lofað að fá alla vinnuna. Nú átti ekki að byrja við íiskinn fyrr en kl. 4, en verkamönnum ætlað að bíða yfir engu skýlislausum og matarlaus- um. Tóku þá nokkrir sig saman urn að fara. Á leiðinni innan að var verkamönnunum tilkynt af verkstjóra úígerðarinnar fyrir munn ferjumannsins, að þeir þyrftu ekki að búast við vinnu við »Kára" oftar, úr því að þeir hefðu ekki beðið, — látið fara með sig eins og skepnur. Hver alþýðumaður, sem vill halda upp virðingu sinnar stéttar, býr sig undir að taka þátt í kröfugöngu alþýðu og 1 jafnaðarmanna 1. maí. I heildsðlu Iijá Tébaksverzl. tslands k.f. Hugvekjur til lesturs um pásk- ana: Refsivist á íslandi 1761—7,925 eftir dr. Björn Þórðarson. 7,00. Vefarinn mikli frá Kasm'r eftir Halldór Kiljan Laxness 1. til 6. bók. 8,00. Vígsluneytun biskups eftir Lúðvig Guðmundsson, 3,50. Var Jesús sonur Jóseps? eftir, séra Gunnar Benediktsson, 0,75. Alt eru þ&tta glænýjar bækur og hafa það sameiginlegt, að efni þeirra vekur til íhugunar, þó ann- ars sé nokkuð sinn háttur á hverri. Veðrið. Hiti 7—2 stig. Átt ýmisleg. Stinringskaldi í Vestmannaeyjum og á Raufarhöfn. Víða regn og sums staðar snjóél. Loftvægis- lægð við Vesturland á austurleið. LJtlit: Suðlæg átt fyrst á Suður- landi, Austfjörðunr og Norður- landi, en síðan verður víðast norð- )æg átt, vex' hér í nótt og verður senni'ega allhvöss á Vestfjörðum og snjókonm þar. Regn í. dag víðast um landið og í nótt á Suðausturlandi. Þá verður og snjókoma nyrðra og krapahrið á Norðausturlandi. Á morgun eru 137 ár, síðan Benjamín Franklín andaðist, sá, er fann upp eldingavarann og einnig er kunn- ur úr frelsisbaráttusögu Banda- ríkjamanna. Á mánudaginn eru 152 ár, síðan frelsisstríð þeirra hófst. Kirkjuhornsteinn lagður. Á annan dag páska kl. 6 e. ni. verður vígð undirstaða hinnar nýju kaþólsku kirkju í Landakoti og hornsteimiinn lagður. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alia smáprentun, sími 1998. Uie|M€|82ff‘ er „Mjallaru-dropimi- Hús jafnan tO sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. _ Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla Iögð á hagfeld viðskifti beggja aðilja. Simar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Reglusamur og ábyggilegur mað- ur getur fengið leigt með öðrum. Uppl. í síriia 197. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast.í Kaupfélaginu. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni á Vesturgötu 50 A. Verzlid vid Vikar! Þad verdur notadrfjgst. S®kkær — Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Rltstjórl og AbyrgöarmsBus Hallbjöris Halldórssaa. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.