Alþýðublaðið - 05.02.1938, Síða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDE MARSSON ÚTGEFANDI: ALÞYÐUFL OKKURINN
XIX. TÖLUBLAÐ. LAUGARDAGINN 5. FEBR. 1938. 32. TÖLUBLAÐ
AlpýðufL heldur fast við
stefnu sina og samþykktir.
Viðtal ¥lö Jón Baldvinsson for-
seta Alþýðusambands Islands.
Hvernlg norski Alþýðuflokkur-
Inn tók á herbrðgðnm komm-
únista í sameiningarmáliBu.
Eftirtektarverð ummæli Osear Torp, forseta
norska Alþýðufl., um sameiningartilraunirnar.
¥J T AF viðtali við Héðin
Valdimarsson, sem
blað kommúnista birtir í
morgun, hefir Alþýðublaðið
snúið sér til Jóns Baldvins-
sonar, forseta Alþýðusam-
bandsins, og átt við hann
eftirfarandi viðtal:
— Hefir þú séð viðtal Héðins
Valdimarssonar við blað kom-
múnista í morgun?
„Já, víst hefi ég séð viðtal H.
V., sem birt er í málgagni kom-
múnista í dag, og vakti það
enga undrun hjá mér, eftir það,
sem á undan var gengið, einkan-
lega þegar ég hafði fengið bréf
H. V. dags. 3. þ. m. Ég hefi á
síðastl. 20 árum einstaka sinn-
um fengið bréf frá óánægðum
flokksmönnum, og hafi þeir
verið fjárhagslega sterkir, hefir
óánægjan jafnan birzt á þann
hátt, að þeir hafa neitað með
öllu að vera áfram í nokkurri
fjárhagslegri ábyrgð fyrir
flokkinn, og kom þetta fram í
bréfi því til forseta Alþýðu-
sambandsins, sem áður getur.
Þar segir H. V. : „Ég hefi und-
anfarandi verið í nokkrum á-
byrgðum fyrir Alþýðublaðið og
Alþýðuprentsmiðjuna, og til-
kynni þér því hér með, að ég
segi þessum ábyrgðum mínum
upp, svo að þú getir nú þegar
komið því í lag á annan hátt
við hlutaðeigandi lánveitend-
vu'.“ En skuldir þessara fyrir-
tækja eru nær einu skuldirnar,
sem Alþýðuflokkurhm stendur
í ábyrgð fyrir“.
— Hvað segir þú um þá stað-
hæfingu H. V., að Alþýðublað-
ið sé í ósamræmi við Alþýðu-
flokkinn?
„Það er rangt hjá H. V., að
Alþýðublaðið og skrif þess séu
í nokkurrL andstöðu við Al-
þýðuflokkinn, þvert á móti hefir
það í afstöðu sinni til Kommún-
istaflokksins túlkað nákvæm-
lega samþyktir sambandsþinga
og ákvarðanir sambandsstjóm-
ar, sem gerðar hafa verið í sam-
ræmi við það. Og vitanlega
er þessi staðhæfing H. V. jafn-
röng þótt hann tali sérstaklega
um „Alþýðuflokkinn í Reykja-
vík“, því að einstakir Alþýðu-
flokksmenn í Reykjavík geta
ekki myndað sérstakan flokk
innan Alþýðuflokksins.
Út af samningabrölti H. V.
við Kommúnistaflokkinn síð-
ustu mánuðina, þykir mér rétt
að benda á eftirfarandi ályktun
síðasta sambandsþings, er sam-
þykt var nær því í einu hljóði
(með öllum atkvæðum gegn
þremur).
„14: þing Alþýðusambands
íslands ályktar, að þar sem’ það
kefir einróma samþykt tilboð
til Kommúnistaflokks íslands
um sameiningu hans og Al-
þýðuflokksins og lagt þann
grundvöll undír þessa samein-
ingu, sem það ætlast til að ekki
verði vikið frá, skorar það á
sambandsstjórn, að framfylgja
þessari samþykkt einhuga, og ef
þing Kommúnistaflokksins tek-
ur tilboðinu og þar með sam-
einingunni, að gera allar ráð-
stafanir til þess, að hinn sam-
einaði flokkur verði órjúfanleg
samstæð heild, án þess að erfð-
ur verði sá ágreiningur, sem
áður hefir verið milli hinna
sameinuðu flokka, svo og þeirra
manna innan hvors flokks,
sem greint hefir á um baráitu-
aðferðir og þar á meðal um að-
ferðir við sameininguna.
Jafnframt ályktar Alþýðu-
sambandsþingið, að lýsa því
yfir, að áríðandi sé, að í þess-
um málum, þangað til full
sameining er fengin, komi
Alþýðuflokkurinn fram — og
sérsiaklega sambandsstjórn
— sem einn maður gagn-
vart Kommúnistaflokknum,
og að HVER SÁ, ER TEKUR
SIG ÚT ÚR, GERI SIG
SEKAN UM KLOFNINGS-
STARFSEMI, HÆTTU-
LEGA EININGU FLOKKS-
INS, ER NAUÐSYN BERI
TIL AÐ KOMIÐ SÉ í VEG
FYRIR.------------■“
En ályktum þessi var ,gerÖ eftir
a’ð sambandsþinigið hafði saim-
þykt tilboð til kommúnista um
fullkomna sameiniingu á lýðræð-
isgrundvelli, en þeir höfnuðu
sameÍTiingartilboðinu, eins og
kumnugt er.
Þegar kommúnistar höfðu hafn-
að sameiningartilboði Alþýðu-
fiokksþingsins siðasta og samtöl
ihöfðu átt sér stað til þrautar við
forystumenn þeirra, ritaði saim-
baindsstjórn þeim bréf, dags. 17.
des. s. 1., þar sem svo er kom-
ist að orði:
„Sambandsstjórn er því þeirr-
ar skoðunar, að hin raunveru-
lega orsök þess, að Kommúnista-
flokkurinn hefir ekki fallist á
sameiningartilhoðið, sé sú, að
foringja hans skorti viljann til
sameiningar, og telur því þýð-
ingarlaust að halda tilraunum í
þá átt lengiur áf nam.“
Saminingamaikk H. V. við kom-
múnistana hér í Reykjavík, eins
og það hefir farið fram, er því
í algerðu ósamræmi við og ský-
laust bnot á samþyktum síðasta
sambaindsþings.
Út af uecjarst jomarkosniingun-
umi í Reykjavík skal þess getið,
að sambaindsstjómin hefir með
11 atkv. gegn þnemur samþykt
afstöðu bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokksiins gagnvart samningi
þeim, er H. V. og fleiri gerðu
við kommúnista.
Það er vitainlega leitt, að H. V.
hefir í ainds'tæðingáblaði risið
gégn Alþýöuflokknum og ný'.ega
gerðum nær einróma saanþyktum
Þjöðviljmn hefir
engn fyrir sig að
beita nema ðsann-
indum.
MAlgagn kommún-
ISTA hefir í dag ekk-
ert fram að færa til varnar
leynisamningunum annað en
máttlaus mótmæli gegn þeirri
óhrekjanlegu staðreynd, að
hann hefir inni að halda á-
kvæði um að brjóta lögin og
lýðræðið í landinu. Og í ör-
væntingu sinni reynir það að
afsaka upphafsmenn samn-
ingsins með þeim bláberu ó-
sannindum, að Stefán Jóh.
Stefánsson og Jón Axel Pét-
ursson hafi upphaflega „talið
þetta ókvæði sjáifsagt“.
Að vísu reynir blaðið ekki
að færa fram eitt einasta
orð til stuðnings þessari stað-
hæfingu, enda liggja fyrir
skrifleg sönnunargögn um
það í bréfaviðskiftum milli
Stefáns Jóh. Stefánssonar og
Héðins Valdimarssonar út af
þessum samningi, áður en
hann kom til xunræðu í full-
trúaráðinu, að Stefán Jóh.
Stefánsson mótmælti honum
og neitaði algerlega að eiga
nokkurn þátt í honum. Og í
fundargerð fulltrúaráðsins
frá þeim fundi, þegar samn-
ingurinn var til umræðu og
atkvæðagreiðslu, er bókuð yf-
irlýsing Stefáns Jóh. Stef-
ánssonar, fyrir hans hönd,
Soffíu Ingvarsdóttur og Jóns
Axels Péturssonar, að þau
telji sig í engu bundin af
samningnum og muni leggja
ágreininginn út af honum
undir úrskurð Alþýðusam-
bandsstjórnar.
Jafn rakalaus ósannindi er
sú staðhæfing kommúnista-
blaðsins, að búið hafi verið að
samþykkja ákvæðið um
nefndarkosningar í bæjar-
stjórn, áður en Stefán Jóh.
Stefánsson, Soffía Ingvars-
dóttir og Jón Axel Pétursson
gáfu kosí á sér á A-listann.
Engin slík samþykkt lá fyrir.
Þriðja stórlýgi Þjóðviljans
í dag er það, að Stefán Jóhann
hafi aðeins boðið kommún-
istum að styðja kosningu full-
trúa frá þeim í hrunamála-
nefnd og eina skólanefnd-
ina. Stefán Jóhann bauðst
einnig til þess að tryggja
þeim fulltrúa í framfærslu-
nefnid og fræMuráð.
á nýafstöðmi Alþýðusambands-
þingi.
En ég fel stjórn Alþýðufloikks>-
ins skylt að halda fast við þá
stefnu og þær samþyktir, er þar
vom gerðar.“
¥ ERLENDU SÍMSKEYTI,
sem Alþýðublaðið birti þ.
11. þ. m. var skýrt frá því, að
samningaumleitanir, sem
undanfarna mánuði hafa
staðið yfir milli Alþýðu-
flokksins og Kommúnisfa-
flokksins í Noregi um skipu-
lagslega sameiningu í ein-
um flokki, væru fyrir fullt
og allt strandaðar, þar eð full
fullséð þætti, að forsprakka
Kommúnistaflokksins vant-
aði ærlegan vilja til samein-
ingar.
Árangurinn af þeim samn-
ingaumleitunum, sem fram
höfðu farið, var tekinn til um-
ræðu í miðstjórn norska Al-
þýðuflokksins þ. 9. f. m. og að
henni lokinni svofelld samþykkt
gerð f einu hljóði:
„Síðasta flokksþing norska
Alþýðuflokksins gerði Komm-
únistaflokki Noregs tilboð um
að taka upp samningaumleit-
anir um sameiningu í einn
flokk, sem ekki hefði neinar
skipulagðar klíkur innan sinna
vébanda og starfaði á þeim
grundvelli, sem lagður væri í
stefnuskrá og pólitík norska Al-
þýðuflokksins.
I þeim samningaumleitunum,
sem fram hafa farið, hefir
Kommúnistaflokkur Noregs
ekki viljað fallast á þennan
sameiningargrundvöll, og mið-
stjórnin lýsir því þessvegna yf-
ir, að þær samningaumleitanir
hafa ekki leitt í Ijós neinn mögu-
leika á skipulagslegri samein-
ingu flokkanna á þeim grund-
velli, sem samþykktur var af
flokksþinginu.
Norski Alþýðuflokkurinn
gekk til þessara samningaum-
leitana með einlægum vilja til
þess að ná jákvæðum árangri;
og miðstjórn hans harmar það,
að Kommúnistaflokkur Noregs
skuli enn sem fyrr telja sig
meira bundinn af fyrirskipun-
um Alþjóðasambands kommún-
ista heldur en af tillitinu til ein-
ingarinnar og samábyrgðarinn-
ar á meðal norska verkalýðs-
ins“.
Síðan þessi samþykkt var
gerð hafa ítarlegar skýrslur
verið birtar í blaði norska Al-
þýðuflokksins í Oslo, „Arbeid-
erbladet", um sameiningartil-
raunirnar. Þær eru ákaflega
lærdómsríkar fyrir Alþýðu-
flokksmenn á íslandi. í fyrsta
lagi af því, að þær sýna, að það
eru nákvæmlega, svo að segja
orði til orðs, sömu skilyrðin og
sömu vífilengjurnar, sem
norsku kommúnistarnir hafa
látið sameininguna stranda á,
eins og kommúnistarnir hér hjá
okkur í haust og vetur. Og í
öðru lagi af því, að þær kenna
okkur, hvernig þroskaður og
einhuga Alþýðuflokkur tekur
á slíkum herbrögðum kommún-
ista til þess að sá óeiningu í
raðir verkalýðsins undir því yf-
irskyni, að þeir séu að berjast
fyrir einingu hans. Því að þótt
sameiningartilraunirnar í Nor-
egi sýni frá upphafi til enda
sömu fyrirbrigðin, sama felu-
leikinn af hálfu kommúnista
með sínar raunverulegu fyrir-
ætlanir, sömu kaldrifjuðu
„spekulationirnar“ í einingar-
vilja verkalýðsins, flokki sín-
um til framdráttar á kostnað Al-
þýðuflokksins, þá vantar þar þó
eitt fyrirbrigði, sem -við Al-
þýðuflokksmenn á íslandi get-
um ekki hugsað til öðruvísi en
með kinnroða:
í norska Alþýðuflokknum
lét enginn maður hafa sig til
þess að gerast verkfæri komm-
únista gegn sínum eigin flokki;
í norska Alþýðuflokknum var
enginn svo auðtrúa, að hann léti
ginnast af fagurgala þeirra, né
heldur svo óhlutvandur, að hann
væri reiðubúinn til þess að gera
bandalag við klofningsmennina
til þess að reyna, undir yfir-
skini sameiningartilrauna, að
brjótast til valda í sínum eig-
in flokki, eða kljúfa hann að
öðrum kosti
Það sama verður því miður
ekki sagt um alla meðlimi Al-
þýðuflokksins hér á landi. En
það er eitt til marks um heil-
indi þeirra manna og sannleíks-
ást, sem hjá okkur kalla sig
enn Alþýðuflokksmenn, en
vinna bæði leynt og ljóst í sam-
ráði við forsprakka kommún-
ista að því að kljúfa Alþýðu-
flokkinn, að þeir skuli leyfa sér
að túlka slíka klofningsstarf-
semi á opinberum vettvangi,
sem tilraun til þess að stofna
hér „einn voldugan sósíalistisk-
an lýðræðisflokk á sama grund-
velli og norski Alþýðuflokkur-
inn“, eins og gert hefir verið
hér við fleira en eitt tækifæri.
Ummæli um sameiningartil-
raunirnar í Noregi, sem síðar í
þessari grein verða tilfærð eft-
ir Oscar Torp, hinum vinsæla
og þrautreynda forseta norska
Alþýðuflokksins, miuiu sýna,
með hvaða rétti nafn þess
flokks er notað í sambandi við
slíka starfsemi
Samelningartilraanlrnar
I Noregi.
Sameiningartilraunirnar hóf-
ust um svipað leyti í Noregi og
hér heima, eftir að miðstjóm Al-
þýðufloksins hafði í júní síðast-
Framh. á 3. síðu.
Hitter teknr sfirstjó
faersifls í siiar head
Sviftir von Blombery og 7 aðra
hershöfðingja emhættum sinum.
London í morgun F.Ú.
TJITLER hefir endur-
skipulagt ráðuneyti
sitt. Hann tekur sjálfur
að sér yfirstjórn alls hersins.
Leyniráð innan ráðuneytis-
ins er skipað von Neurath,
sem er forseti þess, von
Ribbentrop, sem er utan-
ríkisráðherra, Göhring, sem
er eftir sem áður yfirfor-
ingi flugflotans og er gerður
að marskálk, Rudolf Hess,
fulltrúa Hitlers og ennfrem-
ur þremur öðrum mönnum,
þar á meðal tveimur hers-
höfðingjum. Ráð þetta á að-
allega að fjalla um land-
varnir og hernaðarmál, en
einnig undir sérstökum
kringumstæðum ýms innan-
ríkismál.
Það var opinberlega tilkynt
í gærkveldi að Hitler hefði veitt
von Blomberg hershöfðingja
lausn frá embætti sem hermála-
ráðherra og ennfremur Fritsch
hershöfðingja og sjö öðrum
háttstandandi embættismönn-
um í hernum.
Nýir sendiherrar voru skip-
aðir í London, Róm, Vínarúorg
og Tokío.
í þýzkum blöðum í morgun
er afleiðing þessara breytinga
á ráðuneytinu og skipulagningu
þess talin aðallega sú, að vald
Hitlers sé aukið og megi nú
heita algert. Ríkið, herinn og
nazistaflokkurinn sé komið
undir eina stjórn.
Það hafði gengið orðrómur um
það undanfarið, að von Blom-
berg ætti að leggja niður em-
bætti. Ýmsum getum var leitt
að því hvernig í þessu lægi og
meðal annars sagt að von Blom-
berg hefði komist í ónáð á æðri
stöðum við það að kvænast
einkaritara sínum, en hún var
af lágum stigum og þótti ráða-
hagurinn ekki samboðinn manni
í hans stöðu. Af bréfi Hitlers til
von Blombergs má þó ráða, að
von Blomberg hafi fyrir nokkru
verið búinn að biðjast lausnar.