Alþýðublaðið - 20.04.1938, Síða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1938, Síða 3
MIÐVIKUD. 20. APRIL 1938. ALI»f©UBLAfHÐ R4TSTÍÓBI: F. R. VALÐRMARSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsia, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (ínnlendar fréttir), '.902: Ritstjóri. 4903: Vilhj, S.Vilhjálms8on(heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Alpýðuprentsmiðjan. 4996: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Virðing Héðins fyrir iðgnm og lýðræði. ÞA.Ð er næsta neyðarlegt, að heyra Héðin Valdimars- son og hina æstustu klíkufé- laga hans, sem hleyptu upp fulltrúaráðsfundinum fyrir viku síðan, kvarta undan því, að þeir hafi ekki verið látnir njóta þar laga og lýðræðis. Því að af hálfu meirihlutans fór þar alt fram með lögum og lýðræði; en hins vegar gerðu Héðinn og fé- lagar hans ekki aðeins tilraun til þess á fundinum, að brjóta lög Alþýðusambandsins til þess að hindra löglega kosinn meiri- hluta fulltrúaráðsins í því að gera sig gildandi, heldur gripu þeir líka til hreins og beins of- beldis, þegar þeir sáu að þeir gátu ekki á annan hátt hindrað meirihlutann í því að gera sínar samþyktir, og hleyptu fundin- jim upp með hávaða og óspekt- um. Yfirleitt ætti Héðinn sem allra minst að tala um brot á lögum og lýðræði í fulltrúaráð- inu. Því þar hefir enginn haft slíkt í frammi nema hann sjálf- ur og þeir, sem honum hafa fylgt að málum. En það var að vísu ekki í fyrsta skifti á íulltrúaráðsfundinum fyrir viku síðan, að hann og þeir sýndu sig í slíku ofbeldi. Öllum er enn í fersku minni brottrekstur Péturs G. Guð- mundssonar úr fulltrúaráðinu fyrir rúmu ári síðan. Það var Héðinn, sem barði hann í gegn í fulltrúaráðinu með sínum venjulega ofsa og ójöfnuði. Pét- ur var fulltrúi Bókbindarafé- lagsins og ekki meðlimur í neinum öðrum stjórnmálaflokki en Alþýðuflokknum, og fulltrúa ráðið hafði því enga heimild til þess að svifta hann fulltrúarétt indum, nema því aðeins að hon- um hefði áður verið vikið úr Alþýðuflokknum. Það er yfir- leitt ekki hlutverk fulltrúaráðs- ins að ákveða, hverjir eiga skuli sæti í röðum þess; það erþvert á móti hlutverk Alþýðusam- bandsins, þ. e. a. s. Alþýðusam- bandsstjórnar á milli Alþýðu- sambandsþinga. Og ef eitthvert félag hefir verið tekið inn í Al- þýðusambandið með fullurn réttindum, og það hefir á lög- legan hátt kosið sér fulltrúa á sambandsþing, sem ekki eru í neinum öðrum stjórnmála- flokki en Alþýðuflokknum, þá eru þeir þar með orðnir lög- legir meðlimir í fulltrúaráð- inu, og fulltrúaráðið hefir hvorki heimild til þess að neita þeim um sæti og atkvæði þar, né heldur til þess að víkja þeim úr fulltrúaráðinu, nema því aðeins að þeim hafi áður ver- ið vikið úr Alþýðuflokknum af Alþýðusambandstjórn eða Al- þýðusambandsþingi. En Héð- inn fór í þetta sinn ekki að lög- um frekar en endranær. Hann barði það í gegn í fulltrúaráð- inu, að Pétri G. Guðmunds- syni var vikið úr því, þvert of- an í lög og reglur Alþýðusam- bandsins, og braut beinlínis með því lög á Bókbindarafélag- inu. Að vísu hafði Pétur gert sig brotlegan við Alþýðuflokkinn með því að standa að blaðaút- gáfu á móti honum. En það var annaðhvort Bókbindarafélags- ins sjálfs eða Alþýðusambands- stjórnar og Jafnaðarmannafé- lagsins að taka afstöðu til þess brots og svifta hann fulltrúa- réttindum, en ekki fulltrúaráðs ins. Héðinn mætti vel minnast þessa framferðis síns í fulltrúa- ráðinu gagn vart Pétri G. Guð- mundssyni með kinnroða. Því hversu lítið var ekki það brot, sem Pétur hafði gert sig sekan um, í samanburði við það, sem Héðinn sjálfur hefir gert á móti sínum gamla flokki. En það var auðséð á síðasta full- trúaráðsfundi, að Héðinn hefir ekkert lært. Þar ætlaði hann, að vísu nú af alt öðrum ástæð- um, að leika sama leikinn gagn- vart fulltrúum Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur og Kvenfé- lags Alþýðuflokksins, sem hann lék fyrir ári síðan gagnvart þessum fulltrúa Bókbindarafé- lagsins. Bæði þessi félög hafa verið tekin inn í Alþýðusam- bandið með fullum réttindum. Þau hafa á löglegan hátt kosið fulltrúa á sambandsþing og þeir skrifað undir stefnuskrá Alþýðuflokksins og gefið yfir- lýsingu um það, að þeir séu ekki í neinum öðrum stjórn- málaflokki en Alþýðuflokknum. Þeir eru þar með, samkvæmt lögum Alþýðusambandsins, orðnir löglegir meðlimir full- trúaráðsins og eiga fullan rétt á sæti og atkvæði þar. En Héðinn sá, að sá augna- bliksmeirihluti, sem hann und- anfarið hefir haft í fulltrúaráð- inu, var íapaður um leið og þessir fulltrúar tóku þar sæti. Þess vegna heimtaði hann, þvert ofan í lög Alþýðusambandsins og reglur fulltrúaráðsins at- kvæðagreiðslu um það í full- trúaráðinu, hvort hinir nýju fulltrúar skyldu fá þar sæti. Hann ætlaði með sínum fyrri augnabliksmeirihluta að loka fulltrúaráðinu fyrir nýjum, lög legum meðlimum, af því að þeir voru ekki hans fylgis- menn. Og þegar hann komst ekki upp með slíka lögleysu, lét hann hina æstustu fylgismenn sína hleypa upp fundinum til þess að hindra löglegan meiri- hluta fulltrúaráðsins í því að gera nokkrar samþyktir. Þannig er virðing Héðins Valdimarssonar fyrir lögum og lýðræði! ALÞÝeUBUVOIÐ Stórfeldar skipulaos- knytiiin i Neiiki. LONDON í morgun. FÚ. CARDENAS forseti í Mexi- kó hefir sent frumvarp til Þingins, þar sem gert er ráð fyr ir, að mexikanska járnbrauta- samhandið taki að sér rekstur allra járnbrauta í landinu í næsta mánuði. Ennfremur er sagt, að stjórn in í Mexikó ætli að koma á fót sykursölusambandi, er hafi um- ráð yfir allri sykurhreinsun og ákveði verð á sykri. Nú eiga Reykvíkingar að lána féð til hitaveitunnar! Sjálfstæðisnokkurlnn virðist hafa al- gerlega gefizt upp i pessu nauðsynjamáli Hafa útreikningar Helga Sig- urðssonar ekki verið haldgóðir? Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 kr., og má greiða þau í fernu lagi á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Sími 4658. ‘O' ITAVEITUMÁLIÐ ■“•■S- virðist ætla að verða erfitt mál í höndum Sjálf- stæðisílokksins enda hefir framkoma flokksins og öll meðferð hans á þessu mikla nauðsynjamáli Reykjavíkur sýnt takmarkalaust fálm og fáfræði. Eftir heimkomu borgarstjórans nú, og eftir að hann hefir skýrt bæjar- búum frá því að allar bollaleggingarnar um lán- töku í Englandi hafi verið út í loftið, virðist flokkurinn hvorki vita í þennan heim né annan. Er þetta ofur skiljanlegt, þegar loforðin og fullyrðingar blaða hans frá því fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar eru hafðar í huga. Virðist nú helst mega skilja á Morgunblaðinu, að hin eina færa leið til að framkvæma hitaveituna sé sú, að Reykvík- ingar leggi sjálfir fram þær milljónir króna, sem til þess þurfa. Ef innanbæjarlán gæti tryggt framkvæmd þessa nauðsynja- máls, þá er ekki nema gott eitt um það að segja, en það er ekki nema von, þó að margir telji það meira en vafasamt — af mörgum ástæðum, sem að vísu liggja í augum uppi, en ekki skulu raktar hér að þessu sinni, að hitaveitan komizt nokkru sinni í . framkvæmd, . meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með völd í bænum. , Og gefur það óneitanlega hugmynd um, að þær fullyrð- ingar, sem borgarstjóri nú hef- ir borið á borð fyrir bæjarhúa um möguleika fyrir láni í Sví- þjóð hafi við lítið að styðjast, að þessi nýja hugmynd, um að Reykvíkingar leggi fram féð, er yfirleitt sett fram. Borgarstjóri gep ihalds- Möðnnum. —0— Morgunblaðið mótmælir því á páskadaginn, að borgarstjóri hafi skýrt blaðamönnum frá því, að neitun brezku stjórnar- innar hafi legið fyrir hjá brezka fjármálafirmanu í des- ember. Borgarstjóri skýrði blaðamönnum frá því mjög greinilega, að nefnd sú, sem er brezku stjórninni til aðstoðar í þessum málum hefði þegar í desember lagt á móti því að lánið væri veitt, hann sagðist hafa þá þegar vitað um það, að „einhverjar hömlur“ væru komnar á lánveitinguna, en ekki vitað í hverju þær lægju fyr en hann kom til London í febrúar! Þessi neitun nefndar- innar þýddi vitanlega neitun stjórnarinnar, en síðari neitun- ' in ,sem kom meðan borgarstjóri dvaldi í London, kom að gefnu tilefni, sem borgarstjóri og fjármálafirmað höfðu gefið með því að reyna að lækka lánsfjárupphæðina svo að þess meira af fénu færi til efnis- kaupa í Englandi. Brezka stjórnin staðfesti aðeins með síðari neitun sinni neitun sína frá því í desember, sem fjár- málafirmað hafði þá fengið og borgarstjóri vissi þá þegar um, þó að hann segi nú að hann hafi ekki vitað hvernig hún var orðuð fyr en hann kom til London. Á þessa leið hafa þrjú blöð þegar skýrt frá samtalinu við borgarstjóra, og því skal ekki trúað að óreyndu að borgar- stjóri viðurkenni ekki þessi ummæli sín. Hvers vegna neitaði brezka stjórnii? Morgunblaðið segir að síðar gefist ef til vil tækifæri til að ræða það, hvers vegna brezka stjórnin hafi neitað um lánið. Borgarstjóri hefir þegar gef- ið á því þá skýringu, sem að minsta kosti ætti að nægja Morgunblaðinu, en hún var sú samkvæmt neitun stjórnarinn- ar í desember, að ekki nógu mikill hluíi fjárhæðarinnar færi fyrir efniskaup í Englandi. Eftir því sem borgarstjóri sagði þýddi þó ekki að lækka lánsupphæðina í þessum til- gangi, og gefur það til kynna, að eitthvað annað geti legið til grundvallar fyrir neituninni. Morgunblaðið er auðsjáanlega hrætt við að umræður hefjist um það atriði. Alþýðuflokkur- inn og Alþýðublaðið hafa hvað eftir annað á undanförnum ár- um fundið að því, hve allur undirbúningur þessa stórmáls væri í miklum handaskolum og að líklegt væri, að þegar ætti að fara að útvega lán til virkj- unarinnar, myndi verða krafist nákvæmari rannsókna og út- reikninga en fyrir hafa legið. Virðist þetta nú komið á daginn og alt virðist óneitanlega benda til þess að þetta hafi ekki valdið litlu um þær slæmu undirtekt- ir, sem borgarstjóri fékk í Lon- don. Nú hefir borgarstjóri skýrt frá möguleikum, sem séu fyrir lánveitingu í Svíþjóð. Hann þorir hins vegar ekkert um það að fullyrða. Hvers vegna? Blaðið Vísir sagði frá því sama daginn, sem borgar- stjóri kallaði blaðamennina á sinn fund, að hingað myndi koma sænskur verkfræðingur til að rannsaka málið. Þetta sagði borgarstjóri blaðamönn- unum EKKI, og þegar eitt blaðið spurði hann um kvöldið hvort þetta væri rétt frá skýrt, þá mótmælti borgarstjóri því ekki, en tók það ákveðið fram, AÐ ÞETTA VÆRI EKKI EFT- IR SÉR HAFT. Hvers vegna er reynt að leyna þessu? Menn vita að þetta er rétt. Borgar- stjóri hefir skýrt Jakob Möller frá þessu óg hann síðan hlaupið með það í Vísi, án þes að at- huga, að það gæti verið óþægi- legt fyrir borgarstjóra. Hin ósvífnu loforð og fullyrð- ingar borgarstj. og Sjálfstæðis- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar hafa skapað megnustu vantrú hjá bæjarbú- um á einlægni flokksins í þessu „Pétur Mulausr leit- aöi langt jrfir skamt! PÉTUR HALLDÓRS- SON er nú almennt nefndur „Pétur lánlausi." í desember kom hann heim eftir alllanga dvöl í London og skýrði frá því, að hann hefði fengið lán til hitaveitunnar, í London. Nokkrum dögum seinna fékk hann að vita, að lán- ið væri ekki fengið. Þrátt fyrir þetta fullyrti hann og blöð hans, að lánið væri fengið og vann bæjar- stjórnarkosningarnar á þessum ósannindum. í febrúar fór hann aftur utan og dvaldi lengi í London, og fékk ekkert nema fullvissu um það, að neitunin, sem lá fyrir í des- ember stæði enn. Þaðan fór hann til Amsterdam, Rott- erdam, Kaupmannahafnar og Stokkhólms — og fann þar með loksins Svíþjóð! En ekki virðist trú hans á að lánið fáist þar, vera mikil, því að á páskadag- inn flytur blað hans Rvík- ingum þann gleðiboðskap, að þeir eigi sjálfir að lána féð til hitaveitunnar! Eftir alla þessa leit, hefir borg- arstjórinn því, eftir blaði hans að dæma, komizt á þá skoðun, að hann hafi leitað langt yfir skammt og Reykvíkingar geti sjálf ir lánað milljónirnar til hitaveitunnar! Virðast Reykvíkingar því heldur en ekki þurfa að opna buddur sínar, ef nokkuð á að verða úr fram kvæmdum þessa kosn- ingamáls íhaldsins frá í vetur! En hversvegna benti Pétur ekki bæjar- I mönnum á þennan nær- ; tæka möguleika fyrir bæj- ; arstjórnarkosningarnar, og ; hversvegna bauð hann sig ; ekki fram upp á það, að ; Reykvíkingar legðu sjálfir ! fram lánið? t máli. Flokkurinn ætti því að sjá sóma sinn í því, að hætta skollaleiknum, en koma hreint fram og skýra frá málunum eins og þau standa í raun og veru Frekari launráð við bæjar- búa en orðið er bæta sízt fyrir þær skyssur, sem flokkurinn hefir þegar gerst sekur um, og hinar nýju hugmyndir íhalds blaðanna um að Reykvíkingar leggi féð fram, vekja enn meiri athygli á fullyrðingum flokkS' ins fyrir bæjarstjórnarkosning arnar og hinum ótrúlegu svik um hans við bæjarbúa. HÉÐINN OG ALÞÝÐUHÚS REYKJAVÍKUR. (Frh. af 1. síðu.) Til þess að hin tatmiiliaiusia friekja iog ósvífni í f’ullyföingtum H. V. uimi yfiirráð Alþýðnhússins verði enn axigljó'sari er niú rétt að setja dæmlið uipp á þann vqg, a'ð gera ráð fyrir að hans föksku tölUr og löglausu krðfur hefðU verið teknair til greina, sitím vit- anlega var nú ekki hægt að gera nernia gera alla stjónn fyrirtækis- ins ólöglega. Þá verður útkom- an þes.si: Innboigað hlutafé um síðustu áramót var 132 750 kr.; þar af frá Fulltrúaráðinu 36000 hr„ semi er meira en 1/5 hlutafjár. Atkvæða- tala fyrir alt hlutiaféð' vax1 5309 atkv. Af því mátti Fuilltrúiaráðíð að þessu sinni fiara með 1062 (itkv. í iStað 1440 atkv., siem þiað fær, þegalr' alt hlutafé er inn- biorgáð. Nothæf atkvæði gáfU því orðið alls 4932 á þesisuim fundi Á fumdinum komu alls frarn 4618 atkv. og V'Oru stjórniendur kiosnir með þiessUm atkvæðafjölda: Fyrsti fékk 4618 atkvæðl Annar — 3889 — — 3547 — Ullarprjónatuskur alls kanar keyptar gegn peningagrmðfllu út í hönd, enn fremur kopar eg aluminium. Vesturgötu 22, — sími 3565. Sá maðíuir, sem Héðinn vildi sérstakliqga koma að> Jékk 731 atkv. Þetta er hinn löglqgi gang- Uir máilsinis. Nú skUlUmi við takia lögleysur Héðins og drajgla frá 1600 atkV. fyrir þvi stem hann kallar „niýtt hlutafé", enidia þótt ekfci værí' mætt fyrir þaö ialt á fiundinum. Þá er hámarkið 3709 atkv. Af því má FuHtrúaráðið hafa 1/5 eða pða 742 atkv. Og 2/3 af þVi eðá 495 atkv.. ásiamt 90 atkv. frá Al« þýðubrau ðgerðin'ni éðia tíUls' 585' atkív. er þá það, sem Heðiam gat hiaft upp úr lögleysum sín- Umii. Þessi 585 atfcv. til viðbótar þeim: 731 atkv., sem frambjóð- anidi Héöiiras hafðii, ©ða1 Biaimlticcls 1316 atkv., er alira hæisltía lat- kvæðatálan, sem mögulegt var fyrir Héðann að fá, þó að alliar hanis lögieysur hefðu verið tefcn- ar ril gredna. Ilann hefði verið i grriinilegittm xniimihluía þrátt fyr- ir þaið. Með þessu ©r sýnt og sanlniað, að alt gteip Héðins og siemi- kioinmannia lutm það, lað „hægiii“ mennimir hafi verið að niá uimdir sig ráðUim yfi'r Alþýðuhúsiinu er eintóm þvæla 'Og vísvi'ta'nidi ó- sanniinidi. Sjá'lfur höfuðpajuirdnni, siern er hagfræðiinguir að mentun og 'hiefir ilíifaði og hræirstt í hlluitiafé- föguim í in'ærri 20 ár, siteniduir í nokkuð ei'nikenniiliegu ljó'si. Hann virðist fara mieö tölur eftir því siem honiuim hezt henitar, og haam læzt ekki þiekkja liaind'slög iu|mi hlutafélög og uimi sitöii frarn- kvæmida'stjóna, og hefir han-n1 þó stýrt ýmsum stórfyrirtækjum. Hefir hanu orðið stwonja í |s|atmbúð siinníi Við komm&inia uipp á siíð- ka'stíð' eðia er þesjsi veMieiki eldri? Það væri nainnsófcniarefni. Eingan furðiair á þvi, þótt litlia skinnáð Siigfúis fimhuilfamíbi aills- konar vitleysuir umi þiettia mál. Hann hefir enn iekki komist liengra en þiað að finima lyktina af OlíUveTzIuniarhlutalbréfumi, en eflaUst bíðia hamlS' „trúrria þjóna laUn“. Héðiinn hiefir í þe'sisu eims og öðrui sem: hann hiefir tekið síér fyrir henld'uir í þivi skyni að skiaðai ATþýðUflokkinn, verið ginlmingar- fífl kommúnistannia. Og það> er eftirtektarvert hvaði þeir ern þö að' skömminná til vitmeiri en luinn. Þeir hlupu að vfsu sjmöggV- ást á stað' me'ð lygárniaTi í blaði sínU, en siáu brátt að málsteðUT- inn var svo tæpur, að frefcairi um- ræður hliutu að gera þeim skiaiðia, og hafa 'steinþagniað,. Ætlla nú hálfbræður þeirria lað gerást jafn- skynsamir, eð!a langar þá í enh frekari hi'rtingú?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.