Alþýðublaðið - 10.05.1938, Síða 3
ÞRIÐJUDAGINN 10. maí 1938
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RJTSTJÓÍU:
F. It. TALÐEMARSSON.
AFORE»SLA:
ALÞÝBÐHÚSINU
(Inngangur frá HverfUsgötu).
SlMAR: 4908—4906.
4800: Afgrelösia, augiýsingar.
4S01: Ritstjórn (innlendar fréttir),
ÍEW2: Ritatjóri.
4903: Vlihj, S. Vilhjálmsson(heima)
ÍÖ04: F. R. Valdemarsson (heima)
4905: Alpýöuprentsmiðjan.
4£W6: Afgreiðsla.
ALÞÝBCPRENTSMIBJAN
Skrípaleibar Héiins
Yaldinarssonar.
FERILL Héöins Valdimai'sson-
ar er að verða ajveg ein-
stæður skrípaleikUT í íslenzkri
stjórnmálasögu.
Fram á síðustu ár var hiann
einn þeirra manima í Alþýðu-
iiokknum, sem harðast geingu
fnam í því aið gera skipuiag’sleg-
ar ráðstaíanir till þess að verja
fiiokkin'n iog verkalýðssamtökin
íyrir siundrutngaiistarfi kommún-
jsta.
En nú berst hanin um á hæli
(og hnakka til þess að rífa niður
þessar varnarráðistafan'ir og opnia
sundru'ngarmönnuniuim' leið inn í
öll höfuðvígi Alþýðufíokksins.
Árið 1930, þ>egar kommúnistar
rufui einingu aiþýðUsamtak^anna.
hér á landi með því að segja sig
úr Alþýðusambandinu og stofna
kommúnistafiiokk undir erlendri
yfirstjórn tiil höfuðs Alþýðú-
fiokknum, átti hann fmimkvæði
að því, að það ákvæði var tek-
iið upp í lög Alþýðuisambands-
ins, að eniginn skyldi kjörgengur
á Alþýðusaimbandsþing, sem' ekki
skrifaði undir stefnuiskrá Alþýðu-
sam'balndsinB iog gæfi jafnfratmt
skriflega yfirlýsingu um það, að
hann væri ekki i neánum öðrum
fiokkii ien AlþýðuflokSknum.
En árið 1938 berst þessi sami
maður, ásamt kommúnistuim Ojg
íhaldsmönnum, fyrir þeirri breyt-
iingartillögu á alþingi við frum-
varp Framsóknarflokksiinis og Al-
þýðuflokksins um stéttarfélög og
vmnúdeiiur að mönnum' af öllum
flokkum — einnig kommúnistum,
íhaldsmönnum og nazistum —
skuli hleypt inn á Alþýðuisam-
bandsþing með fuilum réttindum
til þess að gera þar út um mál-
efni alþýðusalmtakainna!
Árið 1933 lét Héðinn Valdi-
marsison, siean þá var formiaður
Dagsbrúnar í fyrra sinn, vikja
Brynjólfi Bjarnasyni, formainni
Kommúnistaflokksinis, úr Dags-
brún fyrir óspektir, sem fund eft-
ir fund höfðu verið hafðar í
frammi af flþgumönnuni komm-
únista unidir forystu Brynjóilfls til
þiess að hindra AlþýðuflokkS-
menn, þar á meðail Héðin sjálf-
'ian, í að ítajla.
En árið 1938 tekur Héðinn
höndum saman við þenman siama
tairtaralýð koinmúniistai í D.ags-
brún, tekut' sjálfur að' sér for-
ystuna í óspiektuinúui til þesls að
hindra Jón Baldvinsison og flieiri
Alþýðuflioikksmienn í því að tala,
og lætur samþykkja með atkvæð-
um sinnar ei'gin klíku, kommún-
ista oig íhaldsmanna, að rek'a Jón
Baldvinsson, forseta Alþýðusiam-
bands Islands, úr félagmu fýrir
þáð, að hiann haföi framfylgt svto
áð’ segja eiinróma samþykt sáðasta
A1 þýðusamb andsþings á móti
makki Héðins við kommúiniiista og
sundrungarstarfi hiams inman Al-
þýðufiokksinis.
Árið 1937 gekkst Héðinn Valdi-
mársson fyrir því, að stofniað var
sérstakt trúnaðíarmiaininaráð fyrir
Dagsbrún, þar sem hægt væri
nð raað* og taka ákvarðainir um
ALÞYDUBLADIÐ
Jðnas GMðmundsson:
Fátækrafremfærslan 1936
Reykjavík tiefði fengið um 200 þús"
und krónur úr Jofnunarsjóði bæjar- og
sveitarfélaga í ár, ef fátækrajöfnunin
hefði verið framkæmd rétt undanfarið.
————»-----
nauðsynleglustu framkvæmdir fyr-
i.r félagið án þesis stöðuga kjait-
æðis kommúnista, sem hefir eyði-
lagt eða gert meira oig minna ó-
starfhæfa flesta félagsfúndi
Jagshrúnar.
En árið 1938 treður hann heil-
um hóp af kommúnistum iinn í
trúnaðarmannaráðið til þess að
tryggja sér þar meirihluta á móti
sínum gömlui fiokksblræðrum!
Árið 1937 lét HéÖinn Valdi-
marssoin reka Pétur G. Guð-
mundsson bæðj úr fulltrúaráði
verkaiýðsféiaganna og Jafnaðax-
mannaféiagi Reykjavíkur af því
að hann háfði bnotið samþyktir
Alþýðusambandsþings og ásamt
nokkrum vikapiltum' kommúmista
staðið að blaðiaútgáfu á móti AI-
þýðiuflokknum.
En árið 1938 byrjar Héðinn
sjálfur að gefa út bliað á móti
Alþýðuflokknum með þessum
sömu rnönnum, söilsar til þess
undir sSg tímariit Jafnlaðaiimianimar
félags Reykjavíkur og Sambiands
ungra jafnaðairmantnía í álgerðu
heimildarleysi útgáfufélaganna
og útgáfustjórnarinn.ar, leggur
síðan niður timiairitíð, en stelur
nafni þess fyriff hið nýja hliáð
sitt á móti sínuni' gamla1 fíokki.
Og nú kemur lokaþátturinn í
þessum skrípaileik.
Héðinn Vaiidimarsson fæ:r þiað
samþykt á Dagsbrúmarfundi,
með' 170 atkvæðum' klíkufélaga
sinna og kommúnista, að svifta
sjö fulltrúa Dagsbrúnalr á Al-
þýðusambandsþing, sem' kosnir
voru' í janúar í vetuii’ við' alls-
herjaratkvæðagieiösl.u í félaginu
með 700—800 atkvæðum, full-
trúaréttindum — ekki fyiir það
aið þeir hafi, eins 0|g Pétvur G.
Guðmúlndsison brotið samþyktir
Alþýðusambandsþings eða tekið
þátt í blaðaútgáfu á móti Al-
þýðuflokknuim, heldur af því að
þeir vilja ekki gera þáð! Af þvi
að þeir viljá ekki igemaist verk-
færi í hendi Héðiins og kommún-
ista á móti AlþýðUBamblaimdinú;
oig AlþýðuflokknUm, sínum eigin
f lokki!
170 manns samþykkja aö' takia
umboðið af sjö fulltrúum Dags-
brúnax á Alþýðusambandsþing,
sem fyrir örfáum' mánuðum hafa
verið kosnir við allisherjariat-
kvaröagreiöslu með 700—800 at-
kvæðum!
Lengra getur vitfirringin varia
gengið.
Og þessi klíka þykiist vera' að
berjast fyrir því að stofna hér
á landi „sósíalistískaln Iýðræðis-
flokk“!
Það viröist virkiliega vera' satt
sem gamalt þýzkt máltæki segir:
„Þann, sem guð ætlar ,að eyði-
leggja, byrjalr hann á að gena
blin:dan“ — ekki í bókstiaflegum
stólningi, hieldur í þeim stóiln-
inigi, að hialnn sjái ekki lenguir
fótum sinum f'Oinráð, að hann viti
ektói lengúr sitt rjúkaindi ráð.
HAGSTOFAN hefir nú fyrir
nokkru birt allítarlega
skýrslu í HagtíSindunum um fá
tækraframfærsluna í landinu
1936.
Eins og kunnugt er, var
grundvellinum undir fátækra-
framfærslunni breytt um ára-
mótin 1935—36 þannig, að síð-
an framfærist hver þurfamað-
ur í því sveitar- eða bæjarfé-
lagi, sem hann er heimilisfast-
ur í, og mjög litlar hömlur
lagðar á það í lögunum, að
menn geti flutt sig milli bygð-
arlaga, þ. e. að þeir öðlast mjög
fljótt framfærslurétt í því
bygðarlagi, sem þeir flytja í.
Jafnframt þessu var ákveðið að
fram skyldu fara skuldaskil
bæjar- og sveitarfélaga og að
sérstaklega skyldu gerðar upp
allar sveitarskuldir og viðskifti
hreppa á milli út af þeim.
Þessum skuldaskilum var lok
ið til fulls í árslokin 1937.
Fjárhagsgrundvöllur núver-
andi framfærslulaga er í stuttu
máli þessi:
I. Hverí bæjar- og sveitarfé-
lag ber þá framfærslu, sem þar
fellur til (aðeins í fáum tilfell-
um er um viðskifti að ræða
milli sveitarfélaga). í árslokin
skal framfærslan upp gerð og
Hagstofan reikna út hvernig
fátækraframfærslan skiftist á
viðkomandi sveitarfélag með til
liti til:
Mannfjölda frá 16—60 ára í
framfærsluhéraðinu.
100 króna skattskyldra tekna
í framfærsluhéraðinu.
100 króna skattskyldra eigna
í íramfærsluhéraðinu.
Skattskyldra fasteignahund-
raða í framfærsluhéraðinu.
Er mannfjöldanum ætlað að
bera V3 hluta, skattskyldum
tekjum Va hluta, en skattskyld-
um eignum og fasteignahund-
ruðum V& hluta hvoru.
Á sama hátt og þetta er fund-
ið í hverjum einstökum kaup-
stað eða hreppi, er meðaltals-
framfærsluvísitala reiknuð út
yfir landið alt, og samkvæmt
henni fundið hvað hverjum
hreppi og kaupstað er ætlað að
bera af framfærsluþunganum á
hvern þessara fjögurra gjald-
stofna, sem að ofan getur.
Til þess að jafna misræmið,
sem er milli sveita og kaup-
staða um framfærslukostnað, er
landinu skift í tvö jöfnunar-
svæði eða jöfnunarflokka, og
eru allir kaupstaðirnir og öll
stærstu kauptúnin saman í
flokki, en allir hreppar og smá-
þorp í öðrum flokki.
II. Ríkissjóður jafnar fátækra
framfærslu, þegar Hagstofan
hefir lokið þessum útreikning-
um og skilað þeim til ráðuneyt-
isins þannig, að þau ein sveitar-
félög fá endurgreiðslu, sem hafa
meira en meðaltalsframfærslu-
kostnað og fá þau þó aldrei end-
urgreidda nema % þess kostn-
aðar sem fram yfir er meðaltal-
ið; hitt verða þau sjálf að bera.
Þau sveitarfélög, sem ekki ná
meðalt., fá engar greiðslur, en
þeim er heldur ekki gert að
skyldu að borga til upp í með-
lag, eins og sumir hafa talið rétt-
mætt.
Á þennan hátt ætti fram-
færslan allsstaðar á landinu að
verða nokkuð svipuð, ef um
heilbrigt atvinnulíf væri að
ræða, og ríkissjóður greiddi til
fulls þá jöfnun, sem honum er
ætlað, eftir anda laganna. —
En við afgreiðslu framfærslu-
laganna var sú upphæð, er til
þessa mátti ganga, bundin við
250 þúsund krónur. Var það
gert með tilliti til erfiðrar fjár-
hagsafkomu ríkisins, en Öllum
sýnilegt að þetta hlaut að bitna
afar þungt á sveitarfélögunum,
enda varð sú raunin á.
í fyrra var þessu ákvæði
breytt og ákveðnar úr ríkissjóði
700 þúsund krónur til jöfnunar
á fátækraframfærinu og til þátt
töku í öðrum byrðum, sem ríkis
valdið hefir lagt á bæjar- og
sveitarfélögin, s. s. elli- og ör-
orkutrygginga og kennaralauna.
Þessi lög um „Jöfnunarsjóð-
inn“ öðluðust gildi í ársbyrjun
1938 og koma því ákvæði
þeirra til framkvæmda nú í ár.
En þar sem fátækrajöfmmin
hefir alt af verið ári á eftir tím-
anum, varð ekki hjá því kom-
ist, að tvær fátækrajafnanir
færu fram á árinu 1938 ef
nokkurn tíma átti að koma
þessu í lag, og því var sett
bráðabirgðaákvæði um þetta í
lögin.
Sést þetta bezt af því, að nú
fyrst í marz 1938 hefir Hagstof-
an lokið skýrslu sinni fyrir
1936. Árið 1937 er því enn alveg
eftir, en vafalaust tekst Hag-
stofunni að ljúka því fyrir
næstu áramót, þar sem allar
skýrslugerðir í þessu sambandi
eru nú einfaldari en áður. Enda
þarf þetta að verða, svo hin
félitlu sveitarfélög þurfi ekki
að bíða endurgreiðslu sinnar
meira en ár eins og verið hefir.
Skifting fátækrabyrðinnar
og jöfnunarfjárins.
Eins og fyr var sagt er land-
inu skift í tvö jöfnunarsvæði:
kaupstaði og stærri kauptún
annars vegar og hreppana og
smákauptúnin hins vegar, og
nefnir Hagstofan þessa flokka
I. og II. jöfnunarflokk. 1936
hefir fátækraframfærslan num-
ið í I. jöfnunarflokki (kaup-
staðanna) samtals 2 millj. 980
þús. krónum, en nam í sama
flokki árið áður 2 millj. 64 þús.
krónum, að því er séð verður,
en uppgjör Hagstofunar fyrir
1935 getur aldrei orðið fylli-
lega sambærilegt við 1936 vegna
framtalsins þá. Sést þetta bezt
af því, að þó framfærslan sé
920 þús. krónum hærri í 1. jöfn-
unarflokki nú en í fyrra, er
heildarframfærslan í landinu
ekki nema 620 þús. krónum
hærri 1936 en hún var 1935.
Nú kemur í II. jöfnunarflokk
486 þús. krónur, en 1935 er
hann talinn hafa 781 þúsund.
Hefir því framfærslan þar
lækkað um 300 þús. krónur frá
því 1935, og er það sjálfsagt
mest, eða nær eingöngu, styrk-
ur til þeirra þurfamanna, er áð-
ur dvöldu í kaupstöðum og kaup
túnum, en voru taldir framfærð
ir í sveitum.
Aukningin í Reykjavík er
frá 1935 til 1936 um 660 þús-
und krónur, en í hinum kaup-
stöðunum 240 þúsundir. í kaup
túnunum er aukningin 15 þús-
undir og í sveitum er lækkun
frá 1935 til 1936 um 300 þús.
kr. eins og áður er sagt.
Hverjir fá fátækrajöfnun-
ina?
Alls þarf 313 þús. króna til
fátækrajöfnunar á öllu landinu
1936.
Skiftist sú upphæð þannig:
6 kaupstaðir kr. 128 396
6 kauptún — 54 448
66 hreppar — 130 850
Samtals kr. 313 694
Alls eru kaupstaðirnir 8. Af
þeim fá enga jöfnun Reykjavík
og Vestmannaeyjar. Hinir fá
allir fátækrajöfnun frá 1751
krónu upp í 45 445 krónur.
Kauptúnin í I. flokki eru 12.
Af þeim fær helmingurinn
enga jöfnun, en hin 6 fá frá
2653 krónum í 20 458 krónur.
Hreppar í II. jöfnunarflokki
eru 194. Af þeim fá einir 66
jöfnun, en 128 hreppar fá enga
jöfnun. Hvað hæst er í hreppi
verður ekki séð af þessu yfirliti
Hagstofunnar, því það er sett
upp eftir sýslum.
Sést greinilega af þessu, hve
fátækrabyrðinni er ójafnt skift
á hin einstöku bygðarlög. Kaup
staðir og kauptún bera þar lang
þyngstu byrðarnar, og þá vitan-
lega Reykjavík og hinir stærri
kaupstaðir fyrst og fremst.
Hlutverk jöfnunarsjóðsins.
Það er og verður hlutverk
Jöfnunarsjóðs bæjar- og sveit-
arfélaga, að jafna þetta mis-
rétti. í 12. grein laga um tekjur
bæjar- og sveitarfélaga er svo
fyrir mælt, að árlega skuli verja
tekjum Jöfnunarsjóðsins (700
þús. kr.) til jöfnunar milli bæj-
ar- og sveitarfélaga vegna
kostnaðar þeirra af fátækra-
framfærslu, elli- og örorku-
tryggingum og kennaralaunum,
og gilda um þá jöfnun ákvæði
VIII. kafla framfærslulaga nr.
135 31. des. 1935 (þ. e. þær
reglur, sem getur í upphafi þess
arar greinar). Svo segir enn
fremur:
„Því af tekjum jöfnunarsjóðs,
sem ekki verður varið árlega til
jöfnunar samkv. framansögðu,
skal skift jafnt niður milli bæj-
ar- og sveitarfélaga í réttu
hlutfalli við samanlagðan árleg
an kostnað þeirra af fátækra-
framfærslu og elli og örorku-
tryggingum og kennaralaun-
um.“
Nú liggur fyrir útreikningur-
inn 1936 á fátækraframfæri og
fullkomin jöfnun hennar. Nem-
ur það 313 þús. krónum, af
þeim 700 þús. krónum, sem
Jöfnunarsjóður árlega á að fá í
tekjur, sem til jöfnunar þarf.
Er þá eftir í sjóðnum 387 þús.
krónur, sem í ár verður varið
til jöfnunar fyrir 1937 en fram-'
vegis skift milli bæjar og sveit-
arfélaganna í réttu hlutfalii við
framlög þeirra til ofannefndra
útgjalda.
Ef árið 1936 er lagt til grund-
vallar sést að Reykjavíkur-
kaupstaður greiðir nú rúmlega
50 % allrar fátækraframfærslu
í landinu og engin ástæða er að
ætla, að hlutfall Reykjavíkur
breytist verulega, þó elli og ör-
orkutryggingum og kennara-
launum verði við bætt. Ætti þá
Reykjavík að fá um 200 þús. kr.
frá jöfnunarsjóði á næsta ári og
varla minna í framtíðinni. Þó
þessi upphæð sé ekki mikið fé
samanborið við öll fátækraút-
gjöld Reykjavíkur, er það þó
miklu meira en Reykjavík hefir
fengið endurgreitt frá öðrum
sveitarfélögum undanfarin ár,
svo hún getur tæpast talizt af-
skift við setningu þessara laga,
en því hefir oft verið haldið
fram af andstæðingum fyrver-
andi ríkisstjórnar, sem bæði
þau lög hefir sett, sem hér
hafa verið gerð að umræðu-
efni.
Það virðist nú svo sem nokk-
ur hreifing sé fyrir því, að
breyta núgildandi framfærslu-
lögum vegna framfærsluþung-
ans í hinum stærri kaupstöðum.
Jafnframt að setja á byggðar-
bönn, til þess að hindra fólks-
strauminn til bæjanna. En áður
en til slíkra ráða yrði gripið,
þarf að athuga vel og hlutlaust
hvernig núverandi framfærslu-
lög hafa verkað og hvernig
mætti með breytingum á þeim
ráða bót á mestu annmörkun-
um, sem komið hafa í ljós síð-
an þau voru sett. Það voru all-
ir þeir, sem mest höfðu afskifti
af framfærslulögunum á Al-
þingi 1935, sammála um að rétt
væri, að þegar tveggja ára
reynsla eða svo væri fengin af
lögunum, að athuga gaumgæfi-
lega lögin og verkanir þeirra og
fá þeim þá helzt með samkomu-
lagi allra flokka — breytt í þá
átt, sem reynslan hefði sýnt
að nauðsyn bæri til.
F átækraf ramf ærsla þjóðar-
innar og önnur styrktarstarf-
semi vegna erfiðleikanna, sem
þjóðin á nú við að stríða til
lands og sjávar, er svo mikils-
verður þáttur í fjárhags- og
menningarlífi voru, að ekki tjá-
ir annað en að vanda sem bezt
alt, sem í því sambandi er gert,
og megi það takast með sem
minstum flokkaátökum, er það
æskilegast, því í hinum stóra
hópi, sem styrktar nýtur eru
margir menn og konur, sem öll
um flokkum tilheyra og engum
til heilla, að löggjöf, sem grípur
svo mjög inn í líf þúsunda
manna eins og framfærslulögin
gera, séu gerð að leiksoppi, ef
hjá verður komist.
Jónas Guðmundsson.
Áheit
á Siysaviaimafélíaig ísland's.. Frá
ónefndri komu 50 kr., S. Þ. 5
kr., N. N. 2 kr„ önefnd ekkja
2 fcr., Þ. H. 2 kr., A. Rosemberig
5 kr., N. N„ gamiait áheit, 5 kr.,
Húnvetningur 10 kr„ Kjalinesiinig-
úr 10 kr., Önefndur 10 kr„ Gulla
4 kr„ N. N. Rvk. 5 kr„ G. Þ.
10 kr„ H. H. H. 10 kr„ H. S.
3 kr. — Kærar þakkir. — J. E. B.