Alþýðublaðið - 07.06.1938, Page 3

Alþýðublaðið - 07.06.1938, Page 3
ÞRIÐJUDAGINN 7. JÚNÍ 1938 ALÞÝÐU BLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VASjBEMARSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4S00—4906. 4900: Afgreiðsia, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir), 4902: Ritstjóri. 4903: Viihj. S.Vilhjálmsson(heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Alpýðuprentsmiðjan. 490S: Afgreiðsla. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN NorflRnblaðið 09 f or sætisr áðtierr ann. MORGUNBLAÐIÐ birti um daginn mjög uppskafn- ingslega grein, er var áskorun til forsætisráðherra um að tak- marka málfrelsi blaðanna og sérstaklega útvarpsins gagn- vart erlendum þjóðum. Var því haldið fram, að sjálfstæði lands- ins gæti stafað hætta af gagn- rýni íslenzku blaðanna og út- varpsins á framkvæmdum og stefnu erlendra valdhafa. Þessa umhyggju Mgbl. fyrir heiðri og sjálfstæði landsins og vandlætingu þess gagnvart öðr- um blöðum og útvarpinu virtist harla lítil ástæða til að taka há- tíðlega þegar litið er á fortíð þessa blaðs. Mgbl. hefir margoft skrifað þannig um fjárhag og stjórnar- far íslenzku þjóðarinnar, að ef nokkurt mark væri tekið á skrif- um þess, væri alt traust er- lendra ríkja á þjóð okkar og sjálfstæðisbaráttu horfið fyrir löngu, enginn hefði viljað lána okkur eyrisvirði og því síður telja okkur til menningarþjóða. Blaðamaður við Mgbl. sendi skeyti til erlendra blaða þess efnis, að álitið væri að íslenzka stjórnin væri á svo lágu siðferð isstigi, að hún myndi láta tog- aranjósnamálið niður falla, af því einhverjir flokksmenn henn ar kynnu að vera viðriðnir það. Og Mgbl. hefir haldið því fram um núverandi forsætis- ráðherra, að hann hafi vitandi vits ætlað að láta drepa eða limlesta bæjarfulltrúa íhalds- ins í Reykjavík 1932. Allir vita hvernig fréttaburð- ur Mgbl. frá útlöndum hefir verið t. d. síðan Franco hóf uppreisn sína á Spáni. Hin lög- lega lýðræðisstjórn á Spáni hef- ir verið uppnefnd og svívirt af Mgbl., en stuðningsmenn Fran- cos fengið nafnbótina „þjóðern- issinnar“, enda þótt her hans samanstandi aðallega af blökku mönnum, ítölum og Þjóðverj- um, sem gert hafa innrás í landið. Það virðist því svo sem for- sætisráðherra hefði getað látið sér í léttu rúmi liggja hinar föðurlegu áminningar Mgbl. til ríkisstjórnarinnar um að hafa eftirlit með því, „að þeir, sem töluðu til þjóðarinnar“, gættu hinnar fylstu varúðar gagnvart öðrum þjóðum í ræðu og riti. En forsætisráðherra hefir brugðið við, eins og hann væri auðmjúkur þjónn Mgbl., og skrifað dagblöðum bæjarins há- tíðlegt bréf í íilefni af þessari kröfu Mgbl. Hvort forsætisráð- herra einnig hefir skrifað út- varpinu, er Alþýðublaðinu ekki kunnugt. Það er að vísu ekki vel ljóst, hver er meining forsætisráð- herra með því, að við verðum að sýna hlutleysi okkar „í verki, orðum og athöfnum gagnvart öðrum þjóðum“. Allur þorri íslendinga mun Frh af 1 siðu. Fylkingarnar komu nú að styttunni og skipuðu sér um- hverfis hana. Framundan henni skipaði heiðursvörð fjöldi manna með fána. Þarna foru fram aðal hátíðahöld dagsins. Stundvíslega kl. 2 talaði Skúli Guðmundsson atvinnumálaráð- herra nokkur orð og tilkynti að á þeirri stundu legði lítil stúlka blómsveig á leiði óþekts sjó- manns í kirkjugarðinum í Foss- vogi. „Við minnumst hinna föllnu stríðsmanna okkar, eins og útlendar þjóðir minnast sinna látnu, óþektu hermanna,“ sagði atvinnumálaráðherra. Síðan varð mínútu þögn, og var það áhrifaríkt augnablik, er hinn miki mannfjöldi draup höfði í minningu um hinar látnu hetjur, er fallið hafa í barátt- unni við Ægi. Að þessu loknu söng flokkur sjómanna „Þrútið var loft.“ Nú afhenti Ólafur Thors sjómannadeginum að gjöf vandaðan bikar til að keppa um í björgunarsundi frá Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, en því hafði verið falinn hann til ráðstöfunar af brezkum útgerð- armönnum 1930. Friðrik Ólafs- son skólastjóri þakkaði gjöfina. Nú talaði atvinnumálaráð- herra og flutti snjalt erindi um sjómanninn og baráttu hans fyrir alla þjóðina. Hann sagði m. a., og átti það vel við: „Það er ekki nóg að minnast sjómannastéttarinnar eina stund úr einum degi. ... Þá er ranglæti framið ef málsverð- ur hennar er gerður minni en annara stétta.“ Væri vel ef þeir tveir stjórn- málamenn, sem þarna töluðu, hefðu þetta lengur í huga. Að erindi atvinnumálaráð- herra loknu lék Lúðrasveitin „Ó, guð vors lands.“ Þegar gangan hófst frá Stýri- mannaskólanum var hvast og kalt, en meðan hátíðahöldin fóru fram við Leifsstyttuna, gerði hlýindi. Munu þar hafa verið ekki telja að við eigum sökótt við neina erlenda þjóð, og óska eftir vinsamlegri samvinnu við sem flestar þeirra. En sem borg- arar í lýðfrjálsu landi þykjast þeir eiga rétt á að hafa sína skoðun á þeim stefnum, sem ríkjandi eru með öðrum þjóð- um, og þeim viðburðum, sem þar gerast, og að láta þá skoðun sína í ljós bæði um menn og málefni og það eins þótt um gerðir ríkisstjórna eða þjóð- höfðingja sé að ræða. Það hefir oft komið fyrir í sögu þjóðanna, að misendismenn hafa komist til valda bæði á löglegan og ó- löglegan hátt, og það jafnvel meðal menningarþjóða; sagan geymir ótal frásagnir um ill- virki og glæpsamlegar athafnir harðstjóranna. Gagnrýni á gerð um slíkra manna þarf ekki að sýna neina óvild í garð þjóðar þeirra og þarf á engan hátt að vera brot á hlutleysi gagnvart henni. Vitanlega væri það æskilegt að íslenzk blöð temdu sér á því eins og öðrum sviðum fágaðra orðbragð og forðuðust stóryrði og formælingar. Sé það tilætl- un forsætisráðherra að stuðla að því, er ekki nema gott eitt um það að segja, en það þarf varla við því að búast, að Mgbl. verði öðrum blöðum til fyrir- myndar, eða að skipanir ofan frá og refsiaðgerðir reynist sér- staklega áhrifamiklar. saman komin um 10 þúsundir manna, eftir því sem lögreglan álítur. Var holtið þakið áf fólki og flestar nærliggjandi götur. Við Reykjavíkurhöfn. Mawnfjöldinin hélt nú niönr aið Reykjavíkusrhöfn og fór þar fram 'kepni í kappróðri og stalkkasundi Fór kappróðurinn fram tmilli skipshafna' á togumm. öll skip við hafnairbiakkiana vom þakin af fólkl, öll húsapök í nágrienn- inu og öli uppfyliingin. Var þaiiua gífurlegur mannfjöldi. Vegaleugdim, sem róið var, var 740 metnar, frá Örfirsey og upp í hornið við gömlu uppfyllinguma. 11 togarasikipshafnir tóku þátt í kappróðrinum og urð<u úrslitin þessi: Hilmir 3 tniin 58,3 sek. E. Skallagrímss. 4 — 0,8 — Garðar 4 — 1,1 — Reykjaboig 4 — 3,1 -- Ólafur 4 — 3,1 — Tryggvi gamli 4 — 3,6 — Snorri goði 4 — 3,9 — Kári 4 — 5,1 — Arinbjörn Hersir 4 — 6,2 — Haukanes 4 — 6,8 — Baldur 4 — 11,8 — Var þetta mjög skemtileg kepni og fylgdist mannfjöldin með af miklum! áhuga. Crrslit í istakkasundinu, sem var 100 stikur og keppendur 9, urðu þessi: 1. Jóhann Guðmundsson 2 mín. 59,7 sek. 2. Vigfús Sigurjónsson 3 mín. 1,5 sek. 3. Loftur Júlíusson 3 mín. 4,5 sek. Sá fyrsti er háseti á Hilmi, 2. á Garðari og 3. á Baldri. 4 íþróttavellinum. Kl. 5 hófst kepni á ípróttaveil- inum. Uryalsfliokkur kvenna úr K. R. sýndi leikfimi af mikilli Iist. Reykvískir og hafnfixskir sjóir.enn, beljakar miklir. þiiieyttu feiptog. Var tvi's-var dregiið iog sigriðu Rjeykvikiugir í bæði skifti. 1 kinattspyrnukepni, sem einn- ig fór fram milli reykvískra og hafnfírskra sjómaninia og sem1 varð mjög s'kemtileg siguuðu Reykvíkingar með 2 mörkum giegn 1. I gærkvöldi flutti Sigurjóm A. Ólafsson ræðu í útvarpið um til- gang sjómannadagsins og sjó- mannastéttina. í gærkvöldi höfðu sjómenn svo hóf að Hótel Ðorg og var því sem þar fór frarn útvarpað og var þaið hin bezta skemtun. Voru fjölda margar ræður fiuttar, ávörp flutt, sungið og spilað. Viið lokin hylti sam- koman einn togaraháseta, Erling Klemenssion, sem ímynd hin's bezta í íslenzkri sjómannastétt. Hann hafði sýnt elju og dugnaö í starfsemi dagsins og tekið þátt í öllum kappmótunum. Áhrifarik stund var það, er Sig- urjón Á. Ölafsson las upp kveðju í bundnu máli M háöldruðUm sjómanni, siem hefir verið blind- 'pir í 40 ár. t ■ Hófið stóð fram imdir morigun með gleði og glaumii. Sjómannadagsblaðið kom út í gæiimiorgun og var selt á götunum. Er það myndar- legt að öllum frágangi. Á forsíðu er mynd af bjöngun í lendingu, en efni þess er að öðnu leyti þetta: Sjómannadiajgurinn, eftir Ásg. Sigurðsson, Húshaldsfólfclð eftir Sig. B. Gröndal, Sa'mein- aðir áfram, kvæði eftir Friðrik Halldórsson, Loftskeytamennimir og lífið á sjónurn, eftiir Henry Hálfdánarson, Vélstjórastéttin, eft ir Þ. Á. Garnli iog nýi thniinn, eftir Sveinbj. Eigilsson, Far- menska og fornar dygðir, efti'r Jón Axel Pétursson, Minningar- dagur sjómanna, eftir sjómann, Loftskeytin í þágu siglingaUna, eftir Grím Þorkelsson, Myndir úr lífi sjómanna, James Wátt, eftir Þ. L. Fyrsta mótorskip heimsins og hlutdeild vélstjóra í gengi mótorskipanna, eftir vélstjóira, Hugleiðiinjgar sjómanna eftir sjó- hiamn og ýmisjegt fleira. Þessi fyrsti sjómainnadagur, sem farið hefir fraim hér í Rieykja- vík og haldinn var sameiginlegia bæði af sjómönnum' í Reykjavík og Hafnarfirði, fór mjög vel friam. — Nú eigum við enn einn vegleigan hátíðisdag á hverju ári, tileinkaðan þeirrá stétt mannla, sem vinnur erfiðusitu og hættui- legustu störfin — og afkioma1 þ'jóðarinnar veltur að mestu á. Vantar stað fyrir op- inbera hijömlistar- starfsemi. Athðgasemd frá Óskari Jóns- syni í Hljómsveit Reykjavikur um baun bæjarstjórnar. Herra ritstjóri! Ur a fummælum í blaði yðar sl. fimtud. sögð af síðasta fundi bæjarstj. langar mig til að biðja yður fyrir eftirfarandi athugasemd: Ummælin eru þau, að á fund- inum hafi komið fram raddir um, að „banna lúðrasveitinni að spila á Austurvelli.11 Síðan girðingin var tekin af Austur- velli hefir lúðrasveitin aldrei leikið þar af eigin hvötum, því að hún var, löngu á undan bæj- arstjórninni, búin að sjá að völl urinn myndi eyðileggjast með því að hafa þar mannfundi. — Hinsvegar hefir hún leikið þar nokkrum sinnum síðan, eftir beiðni félaga, sem að minsta kosti hefir ekki verið bannað að vera þar, og þá vitanlega verið á þeirra ábyrgð. Bæjarstjórnin getur því sparað þetta „bann.“ Annars hafði ég ekki búizt við að þetta mál mundi koma fram í „bann“-formi. En nei- kvæðu viðhorfin og „bann“ við öllum hlutum virðist flestum sjálfsagðasta leið til úrbóta. Eðlilegra hefði veriði að raddir hefðu heyrst um það, að þar sem lúðrasveitin ekki gæti lengur spilað á Austurvelli, þá teldi bæjarstjórnin nauðsynlegt að sjá henni fyrir öðrum stað, þar sem hún gæti leikið fyrir almenning. Eins og nú er komið, er enginn staður, þar sem hægt er að flytja söng eða hljóðfæra- slátt, án þess að krakkar og unglingar þyrpist að þeim sem flytja, af forvitni og hugsunar- leysi en ekki illvilja, en slíkt er mjög óþægilegt og hefir trufl andi áhrif. Stundum hefir sveit- in farið inn á lóðir opinberra eða hálfopinberra stofnana, svo svo sem Menntaskólans, en síð- ast þegar hún kom til þess að spila þar, (að fengnu leyfi) trufl- aði hún kennslu í skólanum, og verða slíkir árekstrar, þótt ó- viljandi séu, öllum til leiðinda, bæði sveitinni sjálfri og þeim, sem fyrir ónæðinu verða. Hér í bænum eru starfandi á- gætir kórar, sem næstum aldrei láta til sín heyra þar sem allur almenningur getur notið þeirra. Þeirra aðstaða er líka ennþá verri, til þess, heldur en lúðra- sveitarinnar. Þeir þola ekki gandreiðaumferð á allar hliðar og óp og öskur. Þeir kjósa því heldur að þegja, og það er má- ske bezt. En þeir sem starfa að tónlistarmálum hér í bæ gera það ekki eingöngu sjálfum sér til ánægju. Þeir kjósa ekkert fremur en að geta gert aðra þátttakandi í því sem þeir hafa að bjóða. Ég veit því að bæði kórarnir og lúðrasveitin yrðu bæjarstjórninni verulega þakk- lát, ef hún sæi sér fært að koma upp einhverjum stað, þar sem hægt væri að flytja söng og hljóðfæraslátt án þess að verða fyrir aðkasti eða hafa um sig sterkan lögregluvörð og þar sem almenningur gæti í friði notið þess sem flutt væri. En slíkt er ekki hægt með því að „banna“ þetta eða hitt, það mundi þurfa að gera eitthvað. Með þökk fyrir birtinguna. 3. júní 1938. Óskar Jónsson. Það kom einnig fram við um- ræðurnar á bæjarstjórnarfund- inum, að sjálfsagt væri að á- kveða staði fyrir lúðrasveitina til að leika fyrir almenning, enda eru allir sammála um, að ekki megi missa þá ánægju, sem Lúðrasveit Reykjavíkur veiti bæjarbúum. UPPLESTR AK V ÖLD. Poul Reumert. „En Idealist44 eftir Kaj Munk, fimtudaginn þ. 9. júní kl. 6V2 í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar verða seldir í dag hjá K. Viðar, verð kr. 3,00. AÐEINS ÞETTA EINA SINN! í fjarveru minni til 14. þ. m. gegnir hr. læknir Óskar Þórðarson heimilis- læknisstörfum mínum. Viðtalstími hans er kl. 1—2 í Póst- hússtræti 7. — Framvegis verður viðtalstími minn kl. 10 —12 á laugard., en ekki kl. 1—3 eins og aðra daga. Bjarni Bjarnason læknir. Norðurferðir Alla: Mánudaga — priðjudaga — og fimtndaga. Frá Akureyri sðma daga. Akranes — ffiorgarnes — Hvalfjðrður. Afgreiðsla á Akureyri Bifreiðastðð Oddeyrar. Til brúðargjafa: Handskorinn Kristall í miklu úrvali. Schramberger heimsfræga Kúnst-Keramik í afarmiklu úrvali. Schramberger Keramik ber af öðru Keramik, sem gull af eir K. Efnarsson & Bjðrnsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.