Alþýðublaðið - 31.08.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.08.1938, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XIX. ÁRGANC-U? MIÐVIKUDAG 31. Ag. 1938. 200. TÖLUBLAÐ Biskupskosníng stendur yfir meðal presta pjóðkirkjunnar Kosningunni verður lokið 1. október. Séra Slgurgeir Sigurðsson á Isafirðl og sr. BJarnl Jónsson hæstir f prófkosningn irOSNING á biskupi þjóð- kirkjunnar stendur nú yfir, og á henni að vera lokið 1. október. Eiga þá allir at- kvæðaseðlar að vera komnir til kjörstjórnarinnar, sem er skipuð skrifstofustjóranum í kirkjumálaráðuneytinu, Gus- taf A. Jónassyni, sem er for- maður hennar, séra Árna Sigurðssyni, sem er tilnefnd- ur af Prestafélaginu, og séra Sveinbirni Högnasyni, sem er tilnefndur af kirkjumála- ráðherra. Reglugerð um biskupskosn- inguna, samkvæmt lögum frá 1921, var gefin út af kirkju- málaráðuneytinu 12. þ. m. Atkvæðaseðlar voru sendir til allra þeirra, sem atkvæðis- rétt hafa, 22. þ. m., en þeir eru alls 107, þar af starfandi prest- ar þjóðkirkjunnar 103, og auk þeirra guðfræðikennarar há- skólans þrír og starfandi bisk- up. .Kjörgengir eru hins vegar allir, sem rétt hafa til embætta innan þjóðkirkjunnar, en það eru allir kandidatar í guðfræði. Núverandi biskup, dr. Jón Helgason, lætur af embætti um næstu áramót og tekur þá við hinn nýkjörni biskup. Hefir dr. Jón Helgason þá gegnt biskups- embættinu í 22 ár. Talsvert kapp mun vera í biskupskosningunni meðal presta og hafa víða um land verið haldnir fundir með prest- um út af kosningunni. Prófkosnino. Stjórn Prestafélags íslands hefir nýlega látið fara fram prófkosningu meðal þeirra, sem atkvæðisrétt hafa. Tóku alls 98 prestar og kennarar við guð- fræðideildina þátt í kosning- unni og féllu atkvæðin þann- ig: Séra Sigurgeir Sigurðsson, ísafirði, 32 atkv. Séra Bjarni Jónsson 27 atkv. Próf. Magnús Jónsson, 16 atkv. Séra Þorsteinn Briem, 9 atkv. Séra Björn Magnússon, 7 atkv. Próf. Ásm. Guðmundsson, 3 atkv. Séra Friðrik Rafnar, Akur- eyri, 3 atkv. Séra Guðm. Einarsson, Mos- felli, 1 atkv. Samkvæmt hinni nýju reglu- gerð um biskupskosningu þarf a. m. k. % greiddra atkvæða til þess að vera réttkjörinn biskup. Ef aðeins einn maður nær því atkvæðamagni, er hann rétt- 'kjörinn, en ef fleiri ná því at- kvæðamagni, er sá réttkjörinn, sem flest atkvæði hefir, en ef um fleiri er að ræða, sem náð ♦ hafa % atkvæða og atkvæðin eru jöfn, ræður kirkjumáaráðu- neytið hver þeirra fær em- bættið. En ef enginn þeirra, sem í kjöri eru — nær % greiddra atkvæða, getur kirkjumálaráðu neytið veitt emhættið hverjum sem er af þeim þremur, sem flest atkvæði fengu. Hver maður, sem tekur þátt í kosningunni, skal tilnefna 3 menn á kjörseðli sínum og telst sá, sem fyrstur er tilnefndur hafa fengið heilt atkvæði, ann- ar % atkvæða og þriðji Vz at- kvæðis. Má enginn tilnefna fleiri né færri á seðlinum. Eins og sést á atkvæðatölunum í prófkosningunni, hefir enginn af þeim, sem þar voru tilnefnd- ir, náð tilskyldu atkvæðamagni — % atkvæða — og hefði kirkjustjórnin því, ef um reglu- lega kosningu hefði verið að ræða, getað valið milli þriggja hinna hæstu, séra Sigurgeirs Sigurðssonar, séra Bjarna Jónssonar og Magnúsar Jóns- sonar prófessors. í biskupskosningunni, sem nú stendur yfir, munu atkvæðin þó (Frh. á 4. síðu.) Ný Faxasildar- sala til AmerikH. 7 itDinr keíl tnua. Litil sildveiði fyrir Norðnr- laidi nú. IGÆRKVELDI undirritaði síldarútvegsnefnd samn- inga við ameríska kaupendur um kaup á 11 500 tunnum af Faxasíld. Er söluverðið 7 doll- arar fyrir heiltunnu f.o.b., en 8 dollarar fyrir 2 hálftunnur f.o.b. Lítil síldveiði er nú fyrir Norðurlandi, enda víðast hvar þar norðvestan strekkingur. Þau skip, sem úti voru í morg- un, höfðu enga síld fengið, enda ekki verið að veiðum. Aðeins nokkur skip hafa kom ið til Siglufjarðar síðan í gær- morgun með dálitla slatta. Til Djúpuvíkur kom Garðar í gær með 1300 mál. (Frh. á 4. síðu.) Meistaramótið; Meistaramótiau lýknr í Md. -----«----- K. R. vann boðhlaupið í gærkveldi. MEISTARAMÓTIÐ hélt á- fram í gær. Var aðeins kept í tveim greinum. í hinni fyrri, 4X100 m. boðlilaupi, urðu úrslitin þessi: Meistarar K. R. 47,4 sek. 2. Ármann 48,1 sek. 3. F. H. 48,8 sek. Sveitirnar voru þannig skip- aðar: K. R.: Sig. Finnsson, Ingvar Ólafsson, Garðar S. Gíslason og Jóhann Bernhard. Ármann: Grímur Grímsson, Hjörleifur Baldvinsson, Karl Vilmundarson og Baldur Möll- er. F. H.: Hallsteinn Hinriksson, Jóhannes Einarsson, Guðjón Sigurjónsson og Sig. Gíslason. K. R.-ingar unnu á frá byrj- un, en Hafnfirðingar voru aðr- ir, þangað til síðasta sprettinn. Hin greinin, sem kept var í, var 10 000 metra kappganga. Meistari Haukur Einarsson, K. R. 54,59 mín. 2. Magnús Guðbjörnsson, K. R. 72,17,7 mín. Oddgeir Sveinsson lauk ekki göngunni. Gengnir voru 25 hringir á vellinum. ísl. metið, 52,48,2 mín. á Haukur sjálfur. í kvöld kl. 6,30 heldur mótið áfram, og verður þá kept í 1000 HAUKUR EINARSSON. m. boðhlaupi (þrjár sveitir) og fimtarþraut (fimm keppendur). Þá verða gerðar nokkrar mettil- raunir. Búast má við harðri keppni í boðhlaupinu, þar sem K. R.-inga vantar Svein Ingv- arsson, sem meiddi sig í grinda- hlaupinu, og hleypur varla meira í sumar. Þá mun Hafn- arfjarðarhlaupið einnig fara fram í kvöld. B. S. G. Brezka stjórnii heflr á Bréfleg tílkynníng um LONDON í morgun. FÚ. | jj|IR NEVILLE HENDER- SON, sendiherra Breta í Berlín, flýgur þangað í dag frá London með fullkomna vitneskju um ákvarðanir þær, sem brezka stjórnin hefir tekið með tilliti til Tékkósló vakíu. í London er talið víst, að hann muni ennþá gera eina til- raun til þess að komast að sam- komulagi við þýzku stjórnina, en ekki hefir þó fengist stað- festing á að hann muni ætla að tala við Hitler. Enn fremur er búist við því í London ,að bæði Tékkar og Sú detar hljóti að slaka eitthvað á kröfum sínum. lendersii með bréf tll litlers? L. R. P. í gærkveldi. FÚ. Meðal stjórnmálamanna í London er það haft fyrir satt í dag, að Neville Henderson, sendiherra Breta í Berlín, muni hafa með sér bréf til þýzku stjórnarinnar frá brezku stjórn- inni, sem eru hin vinsamleg- ustu að öllu orðalagi, en þar sem því er þó jafnframt haldið fram á ótvíræðan hátt, að frið- samleg lausn deilumála Þýzka- lands og Tékkóslóvakíu sé und- ir Hitler einum komin. Brezka stjórnin hefir til- kpnt Bandarlkjastjórn afstððn sina. LONDON í morgun. FÚ. Stjórn Bandaríkjanna hefir verið send fullkomin skýrsla um ráðherrafundinn, sem hald- inn var í London í gær. Roosevelt forseti og Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, áttu í gær við- ræður um ásíandið í Evrópu, en Cordell Hull hefir neitað að láta neitt uppi opinberlega um inni- hald þeirra. BlöSin í Bandaríkjunum fara ekki dult meS það, að forsetan- um og utanríkismálaráðherran- um þyki ástandið í Evrópu af- ar ískyggilegt. býzkn kermðnHinnm sjrnjað nm heimfararleyfi —e— LONDON í gærkv. F.Ú. Þýzkum hermönnum, sem áttu að losna úr herþjónustu í september, hefir verið tilkynnt, að þeir fái ekki heimfararleyfi að svo stöddu, og hefir her- skyldutími þeirra verið fram- Iengdur til 22. október. Þýzk blöð halda ófram árásuin síniuim á Brieta ojg í hfen opinhera málgagiú þýzkiu stjórn- (Frh. á 4. síðu.) á leið til Berlíu? Chamberlain, forsætisráðherra Breta, sem nú er að gera úr slitatilraun fil að afstýra stríði í Evrópu. Tekst honum það? Konan, sem gengur við hlið hans, er frú Chamberlain. Nýa stjórnarskráin oobarátt an gegn atvinnnleyslnn aðal málin á plngi Dana i vetai. ------«,---- Steincke dómsmálaráðherra vill fá lagaheimild til að leysa upp ofbeldisflokkaia með dómi. A KHÖFN í gærkveldi.-FÚ. STÓRUM fundi jafnað- armanna, sem haidinn var í Stege, flutti Stauning for- sætisráðherra Dana mikla ræðu og sagði meðal annars, að á komanda þingi mundi baráttan á móti atvinnuleysinu og sam- þykt stjórnarskrárbreytingar- innar verða aðalmálin. Hann lýsti því yfir, að stjórn- in hefði í hyggju að gera ráð- staíanir til þess að auka mjög byggingarstarfsemina og aðra þá starfsemi, sem einkum veitti mikla vinnu. Þá talaði hann um samvinnu bænda og verkamanna og sagði, að einmitt nú væru tímarnir þannig, að áherzlu bæri að leggja á sem víðtækasta sam- vinnu milli þessara aðila. Steincke dómsmálaráðherra flutti um sömu mundir ræðu í Kaupmannahöfn og sagði með- al annars, að það ætti að gefa stjórnum í lýðræðislöndum laga legan rétt til þess að fá póli- tíska flokka og annan félags- skap, sem miðar að því að koll- varpa þjóðskipulaginu með ógnum og ofbeldi, uppleysta með dómi. Norðnrlðnd láta ekki draga sig .inn i styrjöld segir utanrikismálaráö- herra Svía. Þá hefir og Sandler utanrík- ismálaráðherra Svía haldið stórpólitíska ræðu og sagði þar meðal annars, að hlutverki Þjóðabandalagsins í sinni eldri mynd væri lokið. Hann beindi hvassri gagnrýni gegn afstöðu stórveldanna til Þjóðabandalagsins og sagði að þau notuðu þessa afstöðu sína meðal annars til þess að svifta smáríkin sjálfsögðu athafna- frelsi. Hins vegar mundu Sví- þjóð og Norðurlöndin héðan af gera kröfu til þess, að standa algerlega óháð gagnvart kröfum um refsiaðgerðir og yfir höfuð neita með öllu, að láta draga sig inn í styrjöld. Fritz Opel látinin. Látinin er nú í Þýzkaliainidi. Friitz Opiel, einn af fiorstjórum Opel- bí&ieáöaverks mföjann a., 63 ára áð aldri. Hann var eiam af sicmium Adams Opiel, sem stiofmaiðl þetta fyriirtæki á sinúm tíma. F.Ú,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.