Alþýðublaðið - 22.10.1938, Page 3
LAUGARDAG 22. OKT. ÍS38.
ALÞYÐUBLABIP
ali»yi»ubla#ib
HH'SIÓH:
r. 3. TAIiÐHUHSSON.
ATORIDSIiA:
ALÞÍBVHÚSINU
(Ixmgangur ixk Hverfisgötu).
SÍMAR: 4909—498«.
4900: Afgreiösia, auglýslngajr.
4901: Ritstjóm (innfetdar firéttír),
43®: KffBfjöri.
4903: Vilhj. S.Vilh]Almsson(heima)
4904: F. R. Valdemarsson (héíma)
4905: Alf»ýöuprent8mið|an.
4906: Aigreiðsia.
ALÞÝÐUFRSNTSMIÐJAN
Efllng S.U.J. og Mpýðuflokkslns er trygg
ing fyrir kættum lifskjðrum æskunnar.
Eftfr GuOJén B. BaMvinsson.
ÐrslitaMir Héðins.
HýERJUM manni hlýtur nú
að vera ljóst, að Héðinn
Valdimarsson og klíka sú, sem
fylgir honum fastast að málum,
stefnir að allsherjarklofningi
alþýðusamtakanna, ekki aðeins
hinna pólitísku, heldur einnig
hinna faglegu. En það eru eng-
in líkindi til að árangurinn
verði mikill af þessum fjörráð-
urn hans gegn verkalýðshreyf-
ingunni.
Sjálfur treystir hann og nán-
ustu fylgismenn hans svo lítt á
fylgi sitt, að hann gerir alt, sem
í hans valdi stendur, til þess að
koma í veg fyrir að fulltrúar
þeir, sem honum hafa fylgt að
málum, mæti á Alþýðusam-
bandsþinginu og taki þátt í
umræðum um skipulag verka-
lýðssamtakanna og önnur mál,
sem fram kunna að koma á
þinginu.
Honum hefir tekist að véla
nokkra fulltrúa til þess að
neita að greiða skatt til Alþýðu-
sambandsins og þar með svifta
sjálfa sig fúlltrúaréttindum og
hönum hefir einnig tekist að fá
nokkra fulltrúa til þess að
skrifa undir úrslitakosti til Al-
þýðusambandsþingsins, sem eru
eitt hið furðulegasta plagg, sem
samið hefir verið af nokkrum
stjórnmálamanni, en er verðug
kóróna á þau asnastrik, sem H.
V. og klofningslið hans hefir
gert síðan hann hóf baráttu sína
gegn Alþýðuflokknum.
í þessu skjali er þess krafist
af meirihluta Alþýðusambands-
stjórnar, sem bréfið er stílað til,
að hún gangi skilyrðislaust að
úrslitakostum þess minnihluta,
sem skrifar undir skjalið, ella
muni minnihlutinn ekki mæta á
sambandsþingi. Þessir úrslita-
kostir þýða svo hvorki meira
né minna en að aðalmál þings-
ins sé útkljáð fyrirfram ög án
þess að Alþýðusambandsþingið
fái neitt um jþau að segja, ekki
einu sinni á einum einasta þing-
fundi!
Þessir úrslitakostir eru há-
mark brjálæðisins. Fyrir H. V.
vakir það eitt að binda fulltrúa
sína og leiða þá út í klofninginn,
en það er furðulegt að skynsam-
ir menn skuli fá sig til að und-
irskrifa slíkt skjal. Það er að
vísu upplýst, að sumir þeirra
hafa alls ekki lesið það eða gert
sér grein fyrir innihaldi þess,
en aðeins látið teymast af leið-
togunum.
Sé einhver róleg yfirvegun
til hjá þessum mönnum, ættu
þeir að sjá einmitt af þessu fár-
ánlega plaggi, hvers konar for-
ingi það er, sem þeir hafa fylgt
í blindni.
Geri þeir alvöru úr þeirri hót-
un sinni að mæta ekki á sam-
bandsþingi vegna þess, að ekki
hafi verið gengið að þessum úr-
slitakostum Héðins, þá mun
margur þeirra reka sig á það,
að þeir munu litla þökk fyrir
hafa af umbjóðendum síhum.
KG hefi orðið aðnjótandi
þeirrar persónulegu vel-
vildar Guðm. B. Vigfússonar,
að vera boðin hjálp hans til
skilnings á því atriði, að verka-
lýðsflokkarnir séu að sameinast
(sbr. Þjóðviljann 30/9 þ. á.).
Vildi ég mega þakka honum
viðleitni hans til að skýra
þetta atriði“, þar sem skýring-
ar hans gefa mér ástæðu til að
greina frá minni afstöðu til
sameiningarmálsins og jafn-
framt rekja nokkra þætti úr
sögu þeirra „sameiningar“-
manna úr Alþýðuflokknum,
sem gerst hafa klofningsmenn.
Mætti Guðmimdi þá vonandi
verða ljóst, að þegar dæma skal
um ágreiningsmál, er nauðsyn-
legt að athuga báðar hliðar þess
og aðgerðir — ekki aðeins ann-
ars eða eins aðila — heldur
beggja eða allra aðila.
Ég var og er eindreginn
fylgjandi þess, að alþýðu ís-
lands megi auðnast að standa
í einhuga fylkingu um sín hags-
munamál.
Ég var því ákveðinn stuðn-
ingsmaður þess að gerð yrði til-
raun með að reyna að sameina
Alþýðuflokkinn og Kommún-
istaflokkinn í einn flokk, vegna
þess að ef svo hefði orðið, var
stigið þýðingarmikið spor í átt-
ina til þess að útrýma klofningi
og sundrungu þeirri, tsem er
meðal alþýðu við sjávarsíðuna.
Hinsvegar var þar ekki um neitt
lokatakmark að ræða, því að
stór hluti alþýðunnar í landinu
er utan við þessa tvo flokka.
Vitanlega hlaut það að vera
æskilegasta og nauðsynlegasta
lausn þessa máls að flokkarnir
gengju til sameiningarinnar í
heild, þ. e. óklofnir. Allir sannir
sameiningarmenn viðurkenna
þetta, ekki aðeins með orðum
— heldur og einnig í verkum.
Með þetta fyrir augum var og
samþykt ný stefnuskrá fyrir
Alþýðuflokkinn á síðasta Al-
þýðusambandsþingi með hlið-
sjón af því að Kommúnista-
flokkurinn gæti sætt sig við
hana sem stefnuskrá fyrir sam-
einaðan flokk.
Ýmsir af mikilsráðandi kom-
múnistum og fulltrúum í
flökksþingi þeirra virtust vilja
samþykkja stefnuskrá þessa og
þau atriði hennar, er semja
þurfti um og Alþýðusambands-
þingið gerði ákveðið tilboð um.
Þeirra raddir máttu sín minna
en hinna, er hafna vildu tilboð-
inu og þess vegna hafnaði
flokksþing kommúnista samein-
ingargrundvelli þeim, sem
lagður var af Alþýðuflokknum
og verkalýðsfélögunum, og þar
með var sameining flokkanna
hindruð í bili.
Þá staðreynd að nokkrir ráð-
andi menn kommúnista lögðust
gegn tilboði Alþýðusambands-
ins hleypur Guðm. B. Vigfússon
alveg yfir í grein sinni, en sann-
arlega gaf hún þó ástæðu til
nokkurrar tortryggni, og full-
komna ástæðu til meiri var-
færni og lægni í baráttunni fyr-
ir sameiningunni.
Þetta varð og til þess, að
Héðinn Valdimarsson, sem
hafði aðalforystuna í Alþýðu-
flokknum fyrir sameiningunni,
lét þau ummæli falla, að kom-
múnistar myndu ekki meina
sameininguna alvarlega. Hafði
V. þá og kynst ályktunum
Dings þeirra, sem ekki hafa ver-
ið birtar opinberlega, en hon-
um mun hafa fundist þær hinar
fáránlegustu a.m.k. þá í svipinn.
Eftir 1. des., þegar sameining-
artilraunirnar höfðu algerlega
strandað, kom mjög til álita í
bæjum úti um land, hvort ekki
væri rétt að flokkar þessir
stilltu sameiginlegum lista við
aæjarstj órnarkosningar þær, er
fram fóru í jan sl.. til þess að
íamla á móti veldi íhalds og
auðvalds. Varð sú raunin á, að
allvíða tókust samningar milli
“lokkanna um slíka tilhögun.
Hér í Reykjavík var dálítið
stjóra við „Nýtt land“. Tjáði
hann mér að tillaga þessi kæmi
sér jafnt á óvart sem mér, og
hefðu þeir H. V. síðast átt tal
um þessa hluti annan í nýjári
og sér hefði þá ekki skilist bet-
ur en að H. V. væri þeirrar
skoðunar, að flokkarnir ættu að
stilla hvor í sínu lagi. Okkur
kom þó saman um, að þrátt fyr-
ir það að H. V. „hefði klemt
okkur upp við vegg“, eins og
Sigfús orðaði það, þá yrðum við
að sitja í klemmunni og fylgja
tillögu hans, vegna afstöðu okk-
ar á sambandsþingi.
Má segja að sú niðurstaða
hafi e. t. v. ekki verið sem skyn-
samlegust, en ég fyrir mitt leytí
bjóst við — ef tillaga H. V. yrði
samþykt —, að í samninga-
Alþýðusamhandsþingið for-
dæmir tilraun H. V. til að
kljúfa Dagsbrún úr allsherj-
arsamtðkum verkalýðsins.
ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGIÐ samþykti á fundi sínum
síðdegis í gær, með atkvæðum allra fundarmanna að
einum tveimur undanteknum eftirfarandi ályktun:
„15. þing Alþýðusambands íslands fordæmir hina fá-
heyrðu tilraun Héðins Valdimarssonar og fylgismanna hans
til þess að kljúfa Verkamannafélagið Dogsbrún út úr Al-
þýðusambandinu og slíta það þar með úr tengslum við alls-
herjarsamtök verkalýðsins í landinu með því að láta fámenn-
an félagsfund, skipaðan aðeins rúmum 200 manns, samþykkja
að félagið skuli neita að uppfylla f járhagslegar skyldúy sínar
við Alþýðusambandið og þar með svifta fulltrúa sína, kosna
við allsherjaratkvæðagreiðslu með 7—800 atkv., sæti og
atkvæði á yfirstandandi Alþýðysambandsþingi, nema því að
eins að gengið yrði fyrirfram að vissum krofum H. V., sem
fara fram á það, að yfirgnæfandi meirihluti Alþýðusam-
bandsþingsins beygi sig skilyrðislaust fyrir fyrirskipunum
lítils minnihluta og brjóti jafnframt lög sambandsins.
Sambandsþingið er sér þess fullvíst, að þessi ábyrgðar-
lausa tilraun til að kljúfa Verkamannafélagið Dagsbrún
út úr Alþýðusambandinu er gerð í fullri óþökk meirihlut-
ans í félaginu, sem sýndi það við allsherjaratkvæðagreiðslu
síðastliðið vor, þegar feldar voru tillögur H. V. um að breyta
lögum félagsins og svifta Alþýðuflokksmennina, sem það
hafði kosið á sambandsþing, umboði, að hann er algerlega
andvígur öllum slíkum undirróðri í félaginu á móti Alþýðu-
sambandinu.
Alþýðusambandsþingið ályktar að votta verkamönnunum
í Dagsbrún, sem hafa þannig fyrir stuttu síðan sýnt trygð
sína við Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn, samúð sína
í baráttu þeirra gegn gerræði klofningsmannanna með því
að bjóða, þrátt fyrir klíkusamþykt Héðins Valdimarssonar
og fylgismann hans á síðasta Dagsbrúnarfundi, öllum þeim
fulltrúum hennar, sem starfa vilja samkvæmt stefnuskrá
Alþýðuflokksins og á grundvelli Alþýðusambandsins að sitja
yfirstandandi þing þess með málfrelsi og tillögurétti."
um þetta rætt manna á milli,
og þá ekki sízt milli okkar, sem
höfðum barist fyrir sameining-
unni. Virtist sú skoðun vera
ríkjandi, að réttast væri að
hafa enga „samfylkingu“ við
bæjarstjórnarkosningarnar, þar
sem kommúnistar hefðu neitað
tilboði Alþýðusambandsins um
sameiningu, og vafasamur á-
góði myndi verða af slíku
bandalagi. En „á skammri stund
skipast veður í lofti“. Á fundi
fulltrúaráðsins 4. jan., þar sem
uppstillingarnefnd átti að skila
störfum, flutti H. V. tillögu um
að leita samninga við kommún-
ista um samfylkingu. Kom þessi
afstaða hans mörgum þeirra, er
höfðu fylgt honum að málum á
sambandsþingi, einkennilega
fyrir sjónir. Til þess að grensl-
ast um hvað myndi valda þessu,
átti ég tal við einn nánasta fylg-
ismann H. V., núverandi rit-
nefndina færu fulltrúar, sem
fyllilega hefðu gát á hlutunum
og héldu sér við kjarna tillög-
unnar um undirtektir komm-
únista við „bráðlega samein
ingu“, og skal ég hiklaust játa
að þá hafði ég Sigfús í huga
þá nefnd, og treysti honum að
vera á varðbergi bæði vegna
þessarar viðræðu og annara
hluta, og þá ekki sízt vegna
þess, að mér virtist hann hafa
auga fyrir göllum H. V., og
dæmdi ég það eftir hans um-
mælum, og treysti því að hann
hefði nokkra forsjá fyrir hon-
um.
Allir vita hvernig fór. Gengið
var sameiginlega til kosning-
anna, en „sameiningin“ var
engu nær markinu, var hvorki
til þess stofnað með skyndiráð-
stöfunum fulltrúaráðsins um
þær samþyktir, er lutu að bæj-
arstjórnarkosningunum, né
heldur kom kosninganefndin
með neins konar yfirlýsingu
eða samþyktir frá kommúnist-
um um „bráðlega sameiningu“.
Munu foringjar kommúnista
hafa verið ófúsir að gefa nokk-
uð slíkt loforð af sinni hálfu,
heldur draga á langinn og sjá
hevrju' fram yndi. Kom það
glögt fram í viðtali, er ég átti
við Brynjólf Bjarnason á
skemmtifund eftir kosningarn-
ar, að hann vildi ekki styrkja
þá Alþýðuflokksmenn, sem börð
ust fyrir sameingunni, með
neinum yfirlýsingum eða sam-
þyktum.
Þetta virtust sumir forýstu-
menn sameiningarinnar ekki
skilja eða hirða neitt um. Fór
nú líka að brydda æ meir á
uppreisnar- og klofningsanda
iessara manna.
Þegar Héðni Valdimarssyni
var vikið úr flokknum, tók það
vitanlega marga flokksmenn
mjög sárt, og ekki hvað sízt
vegna þess, að öllum almenningi
var ókunnugt um, hvað gerst
hafði í sambandsstjórn, og er
enn ekki fullkunnugt um allar
ástæðurnar fyrir brottvikningu
Héðins.
H. V. áfrýjaði þegar þessari
ályktun til komandx sambands-
þings, og var það vitanlega
eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun,
og í öllu flokksleg, en hann lét
ekki þar við sitja, heldur hóf
harðvítuga baráttu fyrír mál-
stað sínum, sem æ meira færð-
ist út fyrír vébönd flokksins og
snérist síðar í opna baráttu
gegn Alþýðuflokknum.
í tilfinningahita þeim og æs-
ingi, sem greip marga við brott-
rekstur H. V., var borin fram í
Dagsbrún tillagan fræga um að
fela félagsstjórn og trúnaðar-
mannaráði að víkja Jóni Bald-
vinssyni úr félaginu, ef þessi
ráðstöfun sambandsstjórnar
yrði ekki afturkölluð. Var ætl-
un ýmsra að með því yrði má-
ske fundin leið til sátta innan
flokksins, og gerði ég grein fyr-
ir þeirri skoðun af minni hálfu
á fundi þeim, sem tillagan kom
fram á. Vitanlega var þetta hin
mesta firra og hreinn barna-
skapur að hugsa sér að slíkt
skilyrði gæti leitt til þess að
sættir næðust, enda varð öðru
nær en svo yrði. En því fór þó
fjarri að H. V. og hans fylgí-
spökustu liðsmenn lærðu af
þessu axarskafti. Þrátt fyrir
ýtarlega tilraun af minni hálfu
til að afstýra vandræðum á að
alfundi Jafnaðarmannafélags
Reykjavíkur, vildi H. V. ekki á
annað hlusta en að hann ætti
að verða formaður félagsins á
fram. Var það þó í beinni mót-
sögn við félagslegar og flokks
legar venjur, eftir að hafa skot-
ið máli sínu til sambandsþings,
að gera kröfu um formanns-
sæti í stærsta stjórnmálafélagi
flokksins, auk þess sem vitan-
lega náði engri átt að láta inn-
sækjendur í félagið fá inngöngu
á fundinn. áður en þeir voru
bornir upp. Með þessum ráð-
stöfunum var skapaður klofn-
ingur í Alþýðuflokknum, sem
vitanlega varð ekki til annars
en spilla fyi'ir sameiningarmál-
inu. Með þessum og ýmsum
fleiri álíka aðferðum sveik H.
V. og hans taglhnýtingar mál-
stað sameiningarinnar, og rætt-
ist þarna spá eða grunur riít-
stjóra „Nýs lands“, að H. V.
væri e. t. v. ekki heill í þessu
máli, þó að ofurlítið yrði á ann-
an veg en hann hugði í upphafi.
Síðan hefir verið jgengið æ
lengra á klofningsbrautinni.
Blaðið „Nýtt land“, sem átti að
skýra málstað sameiningarinn-
ar á rökrænan hátt, og koma út
áliti og skýrslu minnihluta
sambandstj órnar, varð snemma
rógblað um, Alþýðuflokkinn og
einstaka menn innan' hans.
„Sameiningarbaráttan‘. færðist
á þá brauí að verða persónuleg
valdabarátta H. V. og hans nán-
ustu handlangara, „málstaður
fólksins“ hyarf í baksýn, í stað
hans kom málstaður H. V., Sig-
fúsar og Þuríðar.
Alt tal um flokkslegan aga,
sem var munntamt þessu fólki
á síðasta sambandsþingi, var
lagt niður, í þess stað kom skoð-
anakúgun og ofbeldi. Ýmsir af
fylgjendum sameiningarinnar
slógu skjaldborg um H. V. per-
sónulega og auk þess var leigð-
ur her manns til stöðu í þeim
hagsmunakastala, en jafnframt
var öllum þeim brigzlað um
mútur og mútuþægð, sem vildu
vernda einingu Alþýðuflokks-
ins og verkalýðsfélagatína. Er
rað og þektur siður lítilmenna
að vilja tileinka öðrum bréBti
sína og illvirki.
Á fundi Jafnaðarmannafélag®
Reykjavíkur var greinilegt
ívernig komið var og að þá
löfðu kommúnistar m. a. með
áhrifum sínum á formann fé-
tagsins náð algerðum undirtök-
um á því félagi og stjórnuðu að
verulegu leyti gerðum þess og
samþyktum.
Á þeim fundi var ákveðið að
kjósa nefnd til að búa til nýjaa
sameiningargrundvöll. Vildi ég
að félagið legði nefnd þessari
starfslínu til að fara eftir og
bar fram svohlj. iillögu:
„Jafnaðarmannafélag Reykja
víkur lýsir eindregnu fylgi sínu
við þá skoðun sameiningar-
manna Alþýðufl ‘ ksins, að
höfuðnauðsyn be/i til að sam-
eining verkalýðsflpkkanna tak-
ist á þeim gruniv'elli, sem még-
inþorri alþýðuotéttr na getur
aðhylst.
Fyrir því skorar i-lagið á
alla íslenzka alþýðu að vera
samhent um að ryðja öllum
hindrunum úr vegi sameining-
arinnar og forð-ast alt V er
valdið getur frekari sundrungu
eða klofningi alþýðusamtak-
anna. Heitir félagið sérstak-
lega á fylgjendur Alþýðuflokks-
ins um land alt að einbeita
kröftum sínum til þess að
treysta raðir Alþýðuflokksins
og með því skapa jafnframt ó-
rjúfandi baráttulið fyrir mál-
stað sameiningarinnar. í beinu
framhaldi af cg í samræmi við
þetta álit félagsins skorar það
eindregið á Kommúnistaflokk
íslands að taka tilboði síðasta
Alþýðusambandsþings (svo-
nefndri Vilmundartillögu), þar
sem í því er fólginn sá grund-
völlur fyrir sameiningu verka-
lýðsflokkanna, sem heppileg-
astur er, og hlotið hefir mest
fylgi meðal félaga Alþýðu-
sambands íslands.“
Þótti alveg ótækt að gera
nokkra samþykt á hendur kom-
múnistum, og bar séra Sigfús
fram rökst. dagskrá um að vísa
tillögunni frá, þar sem nefndin
væri kosin til að leggja sam-
einingargrundvöll. Var með
samþykt dagskrárinnar opin-
berlega viðurkent að „samein-
ingar'ímennirnir hefðu sam-
þyktir sínar á Alþýðusambands-
þingi að engu.
\ Meira.
Olinvébmar
eru komnar.
Siguröur Kjartansson,
Laugavegi 41.
— Hvar dreklcið þér eftir-
miðdagskaffið?
— Á Laugayegi 44, því þar
er kaffið bezt og pönmikökútai-
a»r með rjoma.