Alþýðublaðið - 15.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1939, Blaðsíða 2
■ MIBVIKUDAC 15. MABZ 1939 ALÞVDUBLADID UMRÆÐUEFNI Breikkun Vonarstrætis. Það ætti að fylla upp krókinn við Iðnó. Bréf frá 9 ára telpu um barnatímana. Ógift stúlka, sem vinnur úti, um störf ó- giftra kvenna utan heimilis og innan. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. •i BÉEIKKUN Vonarstrætis við Tjörnina er mikil bót frá því, sem áður hefir verið, og lagfæring göt- unnar, sem nú er unnið að, var , mikil þörf fyrir, því að þessi gata er mjög fjölfarin. Mér virðist að fyrst þessar miklu lagfæringar eru iíú framkvæmdar við Tjörnina, þá , 'ftéfði verið • sjáifsagt að hafa þær , rneiri. ALLIE BIFREIBASTJÓRAR og .gestir í Iðnó, í leikhúsinu og öðr- um samkvæmum, sem þar fara fram, þekkja það hve mikil vand- ' ræði hljótast oft af því að koma • bifréiðum að aðaldyrum hússins. . Vel hefði verið að fyllt hefði verið upp í krókinn Tjarnarmegin við Iðnó, að Barnaskólanum — svo hségt hefði verið að aka í kring fi-ó Vonarstræti á Fríkirkjuveg og frá Fríkirkjuvegi og að Vonar- stræti. Þetta hefði bætt mjög sam- gönguleiðina þarna og auk þess orðið fallegra. JÓHANNA G. BJÖRNSDÓTT- IR, 9 ára gömul telpa. skrifar mér eftirfarandi bréf: „Ég fylgist oftast nær með dálk- um þínum í Alþýðublaðinu, og „mér þykir þeir alveg ágætir. Nú ætla ég að skrifa ,ér um barnatím- ána í útvarpinu. Ég er nú bara 9 ára og mér þykir oftast nær gam- an að barnatímunum. En mér þyk- ir ekki gaman að píanóleik og svo- leiðis gargi. En mér þykir gaman .■ áð.harmónikuleik þjá Braga Hlíð- berg. Mér þýkir líka gaman að ■ söng hjá telpnakórnum og sögum, í. d. Leyndardómurinn, Trúr þjónn, Vertu trúr yfir litlu og Ljósgeislinn hennar mömmu. Mér þykir líka gaman þegar er verið að íesa upp úr bókum Jóns • Sveinssonar (eða Nonnaj. Einu sinni í barnatíma söng Anna Han- sen, en ég tók eftir svolitlu hjá hqnni, og það er þáð, að hún fór með margar vísur vitlaust. Mér finnst að það ætti að kenna krökk- Um vísur alménniléga áður en þau syögja þær í útvarpið. — Settu þetta í Alþýðublaðið, góði Hann- es,“ ■ ,..Ógift, sem vinnur úti,“ skrifar: . „MÉR VARÐ LITIÐ í Þjóðvilj- ann 20. f. m. Meðal annars á heimasíðuna, þar sem hann fer all- hörðum orðum um ungar ógiftar konur, er vinna úti og ennfremur að þær hugsi og tali með skelfingu um stallsystur sínar. sem eigi orðið DAGSINS. mann og börn — og þurfi að sjá um heimili.“ „ÞETTA ER EKKI rétt athug- að, því flestar konur, ef ekki allar, óska sér einskis fremur en að eignast yndislegt heimili með manni, sem er þess albúinn, að gera allt, sem í hans valdi stend- ur, að konan geti öðlast þá full- komnustu hamingju, sem felst í sambandi milli manns og konu, ekki um stundar sakir, heldur sem endist yfir allt lífið.“ „EN ÞETTA er einmitt það, sem svo oft vill vera konum andstsett og áhyggjuefni. Og því er það, að svo margar konur sækjast eftir vinnu í verksmiðju, við búðar- borð, saumaskap, o fl. en að ganga í óheppilegt hjónaband, sem getur auðveldlega eyðilagt tilveruna. — Ég hefi komið á heimili giftra starfssystra minna, sem hafa um fleiri ár unnið úti við hið tilbreyt- ingarlausa starf, eins og þeim þóknast að orða það, sem ekki væri til þess fallið að þroska okk- ar persónulegu hæfileika, sem í okkur byggju sem einstakling. Ég hefi ekki annarsstaðar orðið vör við meiri heimilisgleði og myndar- skap og reglusemi í hvívetna, en einmitt hjá þeim, auk þess hafa þær aldrei farið þeim orðum um heimilisstarfið. að það væri leiðin- legt og yfir höfuð þrældómur, þó efnin væru ekki mikil, en þetta á sér því aðeins stað, að maðurinn létti undir heimilisáhyggjurnar og sé konunni sinni samhentur í einu og öllu, því að öðrum kosti er hjónabandið einskisvirði.“ ' „EN EINS OG KUNNUGT ER fer hin ógifta útivinnandi kona enganveginn á mis við heimilis- gleði. Hún hefir lag á því að skapa sér þá ánægju og búa út .með smekkvísi herbergið sitt, svo það verði heimilislegt og aðlaðandi, sem tekur á móti henni, þegar hún kemur þreytt heim, eins og góður og göfugur vinur bezt gæti gert. og þar finnur hún þann dýra fjársjóð, gleðina, að fá nú að njóta hvíldar og næðis við lestur góðra bóka, sem er hvorttveggja í senn heilbrigt og nauðsynlegt, þannig er hin útivinnandi kona á margan hátt öfundsverð, það er dásamlégt að vera frjáls — óháður öllu og öllum, og njóta ávaxtanna af starfi sínu, laus við allt sem vill fjötra og auka oss sorgir og erfið- leika.“ M.-A.-kvartettinn syngur í gamla Bíó fimtudag- inn 16. marz kl. 7 e. h. Breytt söngskrá. Er það fjórða söng- skemtunin, . sem þessi vinsæli kvartett heldur að þessu sinni. drottningin • 1 Inni í stóru borginni, þar sem eru mörg hús og margir menn, og þar sem ekki er nógu mikið pláss til þess, að allir menn geti átt ofurlítinn blómagarð, og fólk verður því að láta sér nægja blóm í pottum, voru tvö fátæk börn, sem áttu blómagarð, sem var ofurlítið stærri en jurtapott- ur. Þau voru ekki systkini, en þeim þótti vænt hvoru um annað. Foreldrar þeirra bjuggu í þakherbergjum og Og gluggarnir snéru saman svo að hægt var húsin þeirra lágu saman. að komast úr öðru húsinu yfir í hitt um gluggann, með því að stíga yfir þakrennuna. Foreldrárnir höfðu trékássa úti og í honum uxu jurtir og í hvorum kassa var enn fremur fallegt rósatré. Nú datt foreldrunum í hug að setja kassana yfir þvera rennuna, svo að þeir náðu nærri því frá einum glugganum til annars og mynduðu eins konar girðingu úr blóm- um. Langar greinar uxu á rósatrénu og þær vöfðust um gluggana, eins og rammi. * Vísindin láta ekki að sér hæða. Hvort réttara kann að vera, að. góð erlend mjóik innihaldi 10 eða 20 mg. af C-bætiefni í mjólkurlítranum, skal ekkert um sagt, Hitt er nú aftur á móti staðreynd, að gerilsneydd mjólk, í mjólkurstÖðinni hér í bæunm, reyndist í JANÍJAR og FEBRÚ- AR síðastl. að innihalda 13—14 mg. af C*bætiefni í 1 lítra af mjólk, svo sem sjá má af áður birtum vottorðum frá Rann- sóknarstofu Háskólans. Hin mikla arfleið Islands, bók eftir skozka fræöimanninn Adam Rutherford, er nú komin út í snoturri íslenzkri útgáfu, mjög aukinni og endurbættri frá ensku útgáfunni, sem hér hefir verið seld. Mun mörgum forvitni að kynnast nú af eigin lestri kenningum þessa lærða manns um hlutverk það, er hann telur áð íslendingum sé ætlað að vinna á sviði alþjóðlegra mála. Útbreiðið Alþýðublaðið! BRÉF ! Forstjóri Sjóvátryggingarfé- lagsins svarar „Sjómanni.“ VEGNA fyrirspurnax „sjó- manns“ til Sjóvátrygg- ingarfélagsins í blaði yðar 7. þ. m., vil ég biðja yður að birta eftirfarandi upplýsingar, sem rúmsins vegna verða því xniður styttri en skyldi. Hlutverk líftryggingarum- boðsmanna er að ná sambandi við þá menn og konur, sem óska að líítryggja sig, skýra fyrir þeim hinar mismunandi tegundir trygginga og hvað hver fyrir sig kostar, og gefa upplýsingar um tryggingarskil- málana. I því skyni fær félagið umboðsmönnum í hendur iS- gjaldaskrá með öllum ofan- greindum upplýsingum. Aðrar upplýsingar má venjulega ekki búazt við að umboðsmaður geti gefið og vil ég nota tækifærið til að áminna almenning um að snúa sér beint til félagsins, ef annara upplýsinga er óskað en þeirra, sem umboðsmaður get- ur sýnt skilríki fyrir frá félag- inu. Gildir þetta ekki síður fyr- ir mnboðsmenn annara líftrygg ingafélaga en líftryggingar- deildar Sjóvátryggingarfélags- ins, enda er það skiljanlegt, ef umboðsmaður gerir sig sekan um að gefa „upplýsingar“ um hluti, sem hann veit ekki um, að þær verði rangar og sízt furða þó umboðsmönnum beri þá ekki saman. Væri æskilegt ef „sjómaður" vildi gefa félag- inu upp hverjir þessir „sumir umboðsmenn“ eru, svo félagið geti gert sínar ráðstafanir gagnvart þeim. Annars býzt ég við að nokk- uð af þeim misfellum, sem „sjómaður“ telur umboðsmenn gera sig seka um, starfi af mis- skilningi þeirra, sem umboðs- maðurinn talar við, t. d. tel ég næsta ósennilegt, að umboðs- maður viti ekki fyrir hvaða fé- lag hann starfar. Fyrirspuminni um það, hvaða endurgreiðsla fáist, ef líf- trygging hættir, geta umboðs- menn ekki syarað nákvæmlega. Réglan er sú sama og hjá öðr- um líftryggingarfélögum, að endurgreidd eru tiðgjöldin að frádregnum stofnkostnaði og iðgjöldum fyrir þá áhættu, sem félagið er þegar búið að bera. Viðvíkjandi fyrirspurn „sjó- manns“ um bónussjóð félagsins skal þess getið, að ekkert skír- teini fær bónusrétt fyr en á 6. ári og þar sem líftryggingar- deild félagsins var stofnuð 1. desember 1934, er því nokkuð snemmt að talá um þá hluti ennþá. Það er alrangt hjá „sjó- manni“ að erlend líftrygg- Frh. á 4. sf&u. Maðurinn sem HVARF 3. . Ef til vill var ekki hægt að áfella hana fyrir neitt af því, ‘sem hún hafði gert. Að minnsta kosti ætlaði hann hvorki að dæma eða fordæma hana. Maður gat ekki áfellt Ilku Varaska fyrir það, að hún var borin og barnfæddur Rússi, eða fyrir það, að hún var óvenju- lega fögur kona. Og ekki heldur fyrir það, að hún hafði farið með fegurð sína á bezta sölutorgið í Rússlandi: leiksviðið, — eða fyrir það, að hún hafði knúð rússnesku aðalsmennina í hópum, unga og gamla, til að varpa sér í duftið við fætur hennar. Og þó að Jim grunaði, án þess að vita neitt með vissu, að sumir þeirra hefðu framið hin ægilegustu afglöp og yfir- sjónir. í ástaræði sínu, gat hann ekki skellt skuldinni á Ilku. — En hinn logandi ástríðuhiti hennar og hæfileikar hennar til að vefja Jím um litlafingur sér bentu ótvírætt til þess, að það.væri ekki í fyrsta sinn, sem hún elskaði eða væri elskuð. Og ekki gat .maður ásakað hana um rússnesku byltinguna, og hún hafði víst varla átt annars völ en að flýja úr þessu landi skelfingarinnar, meðan allt lá þar í rústum. Aðalsfólkið, sem hún flýði með, sóaði því fé, sem það hafði meðferðis, á stuttum tíma, og ■ gimsteinarnir og skartgripirnir, sem því tókst að smygla yfir landamærin, voru fyrir löngu síðan ann- aðhvort veðsettir eða seldir. Þeir, sem ekki snéru til baka til að fylkja sér í.hvítá herinn og falla á blóðvellinum, gerð ust þjónar og dyraverðir, eða leikarar í Hollywood. — Og konur þeirra og dætur urðu á skömmum tíma jafn-tötralegar og þeir sjáHir. . .. Ilka, fékk fljótlega nóg af fátæktinni; hún hataði hana. Þeg- ar hún kynntist. hinum ríka ameríska lögfræðingi, sem brotizt hafði til frægðar af eigin ramleik, hafði hann ennþá ekki grætt nema fyrstu milljónina af auði sínum. En Ilku fannst, að ein milljón dollara væri ekki svo afleit byrjun. — Þegar hún reiknaði það út í rúblum með þáverandi verðlagi, urðu það blátt áfram tröllauknar tolur. Hún byrjaði því strax á því áð gefa Jim undir fótinn. Hún söng og danzaði fyrir hann einan, eins og hann væri sjálfur keisarinn, og það leið því ekki á löngu áður en Jim Blake var altekinn af brennandi ást, svo að þegar hann bað hana um að giftast sér, þorði hann naumast að trúa sínum eigin eyr- um, þegar hún hvíslaði með mjúku lokkandi röddinni í eyra hans jáyrði sínu. Það hvarflaði ekki að honum eitt augnablik, að bónorð hans væri eins konar björgunarhringur fyrir hana og hennar síðasta úrræði, því perlukeðja, sem hún hafði fengið að gjöf frá einum keisaralegum herforingja, reyndist óekta. Jim byggði svo lítlu höllina handa henni í Southampton og þar töfraði hún óðara allt og alla í umhverfinu. Hún hélt dýrindis veizlur fyrir íbúa héraðsins og baðgestina, og fýrir meðlimi siglingaklúbbsns og veðreiðaklúbbsins. -— Hún var bezt klædda konan í hverju samkvæmi og hafði umhverfis sig hirð af rússneskum flóttamönnum og fyrverandi háaðli. En í umgengninni við þessa samlanda sína kom það í ljós, að kósakka- eða tartarablóð hlaut að renna í æðum hennar. Hún fór með þá engu líkara en þeir væru þrælar hennar. — Á hinum gömlu og góðu dögum keisaranna höfðu aðalsmenn- irnir leikið forfeður Ilku eftir hinni viðteknu rússnesku reglu um meðferð húsbænda á þjónum. Þeir gáfu þeim fyrir- skipanir sínar með svipuhöggum og þökkuðu þeim fyrir með sparki og misþyrmingum. í Rússlandi hafði hún orðið að skríða fyrir þeim. En nú tilheyrði hún yfirstéttinni og naut þess í ríkum mæli að láta þá skríða fyrir sér. I augum Jims Blake var þetta heimiii hans eins kohar ein- kennilég þaradís og í^augum nábúanna varð „Blakéton“ töfr- andi og annarlegt æfintýraland, sem rifjaði upp kynjasögur frá tímum gamla Rússlands. — Jim saknaði aðeins eins. — Þrátt fyrir hinn rússneska ástríðuofsa Ilku og hans eigin heitu ást bar hjónaband þeirra engan ávöxt. Ilka fór ávallt undan í flæmingi í svörum sínum, — læknir hennar hefði bannað henni að ala börn o. s. frv. —Hefðu þau eignazt barn, taldi hann sjálfum sér trú um að allt myndi hafa verið öðru- vísi. En Ilka vildi ekki einu sinni heyra nefnt að taka kjör- barn, eins og hann oft hafði sárbeðið hana um. Oftast hristi hún bara höfuðið, ef hann minntist á þetta. En stundum missti hún alla stjórn á sjálfri sér og rauk upp með öllum ofsa rússneska sléttubúans. „Ég vil ekki hafa barn innan þessa húss veggja,“ veinaði hún. „Þú veizt það vel, að ég má ekki ala barn og svo ætlastu til að ég fari að taka barn annarar konu; — .svo að ég geti alltaf og æfinlega fundið til þess, að ég gat ekki fullnægt þrá þinni. Hvers vegna heldur þú stöðugt áfram að kvelja mig? — Það er þýðingarlaust fyrir þig. —- Ég vil ekki taka á móti barni inn í þetta hús.“ Svo þegar hún hafði ætt um og talað sig þreytta og gerðist ef til vill dálítið óróleg við að sjá bitru drættina kringum munn hans og sársaukann í augunum, þá vafði hún allt í einu hinum mjúku og hlýju örmum um háls hans og hvíslaði blítt og innilega: „Jim, — ástvinurinn minn. Hvers vegna viltu ekki skilja mig? Geturðu ekki skilið, að það er einmtt af því að ég elska þig svo óendanlega heitt, að ég get ekki hugsað mér að þurfa að deila ást þinni við einhvern annan, jafnvel þó það sé að- eins barn. — Ég varð að eiga þig og hjarta þitt ein, — alein, — alla þína kossa, hvert einasta bros, sem þú brosir. Ekkert brosandí dúkkubarn skal ræna mig neinu af þessu. — Ef þú ekki elskar mig lengur öðruvísi en með barn við hliðina, — þó, — þá drep ég mig. — Og svo g«tur þú Kkíð svo mörg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.