Alþýðublaðið - 23.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALí’ÝÐUBLAÐIÐ ^lþýdoMaaid er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaupið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess rerið. Hyita ógnarstjórnin í UngYerjalandi. Ungverskir bolsivíkar gerðu, eins og kunnugt er, byltingu í Ung- verjalandi í fyrrahaust (1918) undir forustu Bela Kun. Síðan var hon- um varpað úr valdasessi og komust gagnbyltingamenn þá aftur til valda. Hét sá, sem lengst af sat við völd síðan, Karl Huszar og var hann talinn kristilegur sócíalisti, en var í raun og veru rammasti aftur- haldsmaður. En nýjustu skeyti herma að hann hafl nú farið frá völdum og við hafl tekið yfir- stjórnandi ungverska hersins, Hor- ty aðmíráll. Hefir verið þar í landi hin mesta óstjórn, og sízt hefir tekið betra við eftir að þeir tóku við völdum, afturhaldsmenn- irnir Friedrich og Huszar, og varla er við betra að búast af hinum nýja stjórnanda. Til þess að gefa nokkuð yfirlit yfir ástandið í Ungverjalandi, eftir að gagnbyltingamenn tóku völdin, skal hér þýdd grein úr hinu ágæta enska tímariti „The New States man“. .Hvít ógnarstjórn hefir verið í Buda-Pest síðan, og ekki í Buda- Pest einni, heldur í öllu landinu. Skulu hér ekki talin öll þau djöf- ullegu hermdarverk, sem sagt er að framin hafi verið. Það má sjálf- sagt kenna báðum flokkum um slíkt, enda þótt hermdarverka sög- urnar hafi verið orðum auknar úr hófi fram. Vér viljum þá aðeins halda oss við staðreyndir. Ein af þeim er opinber skýrzla, sem ungverska stjórnin gaf út síðasta mánuð, yfir pólitiska glæpamenn. Sýnir þetta merka skjal að ekkert hefir verið til sparað, að ryðja þeim úr vegi, Bela Kun og félögum hans. Skýrsla þessi hefir að geyma nöfn þeirra, er hafa verið fangels- aðir sökum þess, að grunur hafi leikið á að þeir hafi verið fylgis- menn Bela Kuns. Og fyrir var- úðar sakir hefir stjórnin ekki séð sér fært annað en að fangelsa allar fjölskyldur þessara manna einnig! Menn þessir voru teknir fastir af lögreglunni, varpað í fangelsi án dóms og laga og fengu ekki að áfrýja úrskurði lögleglunnar. Til frekari tryggingar þótti stjórninni einnig varlegra að gera allar eigur þeirra upptækar, þó aldrei nema hvíldi óljós grunur á þeim, og ekki var þeim leyft að tala við nokkurn mann í fangels- inu, né heldur að hafa bréfavið- skifti við nokkurn mann. Þeir eru þvingaðir til að vinna þrælavinnu og verða þar að auki að borga fyrir uppihald sitt, ef þeir eiga nokkuð til. Nokkur hundruð hinna sgrunuðu“ hafa verið fluttir úr hinum venjulegu fangelsum til hins fræga Hajmasker fangelsis, þar sem taugaveikis pest geisar (Plet-Tyfus). Fjölmargir af helstu mönnum byltingarmanna hafa verið dæmdir til að líflátast opin- berlega. Þessa var minst í enskum biöðum (en þeim sömu háttvirtu blöðum láðist að geta þess, að sendisveitum bandamanna voru sendir aðgöngumiðar að „skemt- uninni“) og varð það til þess að sendisveitir bandamanna í Buda- Pest mótmæltu. Þar að auki hafa verið myrtir í kyrþey 5—6 þúsund manns, sem engin opinber tilkynning hefir komið um ennþá. Jafnframt þessum grimmilegu pólitízku aftökum hefir verið hafin hinn grimmilegasta Gyðingaofsókn. Gyðingar hafa alla daga verið heldur óvinsælir þar í landi. Stjórnin notaði tækifærið og lét æsa fólkið upp gegn Gyðingum, til þess að koma „sér í mjúkinn hjá þeim“ kristnu, og til þess að verða síður áreitt í ofsóknum sínum gegn bolsivíkum. Yoru stofnuð félög í þeim tilgangi að berjast á móti Gyðingum, og höfðu þau á stefnuskrá sinni að hreinsa Ungverjaland að Gyðingum. Hvað ætlar Evrópa að gera? Hvað ætlar enska stjórnin að gera í þessu máli? spyrjum vér. Stjórnir bandamanna geta ekki afsakað sig með því, að þær hafi ekki leyfi til að blanda sér inn í innanlandsmál Ungverja, því þær hafa þegar gert það í marga mánuði. Allir vita það, að Huszar er aðeins leik- Alþbl. kostar I kr. á mánuöi. soppur sendimanna bandamanna og að hann á völd sín og gengi þeim að þakka, að engir eru yfir- leitt þar við völd aðrir en þeir vilja vera láta. Hversvegna skyldi íriðarþingið ekki eins hafa getað viðurkent Bela Kun og Huszar? Hafði Huszar nokkuð fremur fylgi allrar þjóðarinnar en Bela Kun? En því bar friðarþingið við, er það neit- aði að semja við stjórn hans í sumar. Yera má að Bela Kun hafi barið þjóðina með svipu, en hafi hann gert það, má segja, að Huszar hafi refsað henni með skorpíónum. Raunar væntum vér eigi að hermdarverk ungversku stjórnar- innar gegn Bolsivíkum, né ofsókn- ir hennar gegn Gyðingum hafi haft mjög óþægileg áhrif á franska utanríkisráðaneytið eða stjórnmála- menn eins og Winston Ghurc- hill, sem finna bolsivíkaiykt í hverju horni. En étrúlegt er að enska utanríkisráðaneytið sjái ekki hver hætta stafar af affcurhaldinu í Ungverjalandi. Auðvaldsstefnan og einvalds- stefnan hafa náð völdum í Ung- verjalandi, og sé þeim leyft að ná föstum tökum aftur, mun það hafa illar afleiðingar hvervetna. Slík ógnarstjórn fyrir augum bandamanna er ógnun við lýð- stjórnarlönd Evrópu. Hversvegna hefir ekki verið tekið í taumana? Vér spyrjum og þjóðin krefst svars.“ Lýsing þessi, sem engin ástæða er til að rengja, kemur manni til að minnast hvítu ógnarstjórnar- arinnar í Finnlandi, er afturhaldið sigraði þar, og einnig þess, að hjá bolsivíkum, sem alstaðar eru úthrópaðir fyrir grimdarverk af blöðum auðvaldsins, féllu ekki nema eitthvað 25 manns, er þeir tóku Petrograd. X Hanndrápin í Ungverjalandl. Pol. 22. f. m. segir, að hvíta ógnarvaldið í Ungverjalandi haldi áfram, og að 200 menn úr jafn- aðarmannaflokknum séu gersam- lega horfnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.