Alþýðublaðið - 23.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið lit af Alþýðuílokknum. 1920 JjvaD hugsar stjirnin? íslandsbanki hefir orðið fyrir djörfam og þungum árásum í seinni tíð. Hann er sakaður um það, að hafa dregið stórfé af ríkis- sjóði — hvort það hefir verið vilj- andi eða af fáfræði, hefir verið látið ósagt — og um það að hafa brotið lög, sem sett voru af Al- þingi sem skilyrði fyrir stofnun og tilveru bankans. Mörgum þótti furðu sæta, er bankinn lét Jón Dúason, sem sett hefir fram þess- ar ákærur, fara af landi burt, án þess að stefna honum. Því að ekki er hægt að kveða vægar að orði um ákærurnar, en að þær séu ærurneiðandi fyrir bankann. Það hefði jafnvel ekki þótt óeðlilegt, að stjórnin hefði gefið bankanum bendingu um að hann mætti ekki þola slikar móðgandi ákærur, án þess að leita opinberrar réttlæt- ingar. Seinna bærði Jón enn betur á sér; sendi þinginu heildaryfirlit yfir yfirsjónir bankans. Voru ákær- urnar þar hálfu magnaðri en áður. Þingmaður Borgfirðinga skoraði þá 4 stjórnina að skipa nefnd, til þess; að taka kæruatriðin til al- varlegrar rannsókDar, en — nefnd- in er ókomin enn. Ætlar stjórnin enga nefnd að skipa? Býst stjórn- in við að geta varið það fyrir þjóðinni, eftir að búið er að leiða að því rök, sem virðast óhrekj- andi og enginn hefir reynt til að hrekja enn sem komið er, að bankinn hafi ekki goldið nema litið af þvi afgjaldi, sem honum ber að gjalda i rikissjóð af auka- seðlaútgáfunni. Rök fyrir máli þessu er að finna í grein Bjarnar O. Björnssonar, er birtist hér í blaðinu fyrir skömmu. Þar slær hann því föstu, að samkvæmt lögum frá 9. sept. 1915 eigi bankinn að gjalda tiícissjóði 2°/o miöað við ár, 2°/o heilt með 12 miðað við mánuð, upphæð aukaseðla þeirra, sem Þriðjudaginn 23. marz úti eru við lok hvers mánaðar og ekki eru málmtrygðir; að einungis finnist ein útskýr- ing á orðinu „málmtrygging" í öllum lögum um íslandsbanka, þ. e. sú, er finst í 5. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905; að þá geti ekki verið nema um einn skilning að ræða á orði þessu; málmtrygging geti ekki þýtt ann- að en trygging eftir 5. gr.; að þá sé um leið sannað, að málmforði íslandsbanka sé miklu minni en bankinn lætur í ársreikn- ingum sínum 1915, 1916, 1917 og 1918. T. d. er í ársreikningi bankans 1918 málmforðinn 31. des., 1918 talinn S1/® mijj,, er er með réttu lagi, samkvæmt rökum Bjarnar, aðeins 3x/3 milj.; að bankinn hafi þess vegna þ, 31. des. 1918 ekki haft alla auka- seðla málmtrygða, eins og hann telur, heldur hafi upphœð ómálm- trggðra aukaseðla þá verið liðlega 1 milj. og 600 þús. kr.; að bankinn hafi af þessum ó- málmtrygðu aukaseðlum, eftir lög- unum frá 9. sept. 1915 um 2% afgjaldið, átt að gjalda rikissjóði 2,719 kr. o,5 au. fyrir desember- mánuð einan, en galt þá ekkert. Petta virðist nú reyndar svo ljóst, að stjórnin þyrfti ekki neina nefnd, til þess að sannfæra sig um það. En ákæruatriðin eru fleiri, og þegar eitt er sannað fyrir öllum almenningi, jafnmikil- vægt og þetta, þá er ótvíræð skylda stjórnarinnar að ganga úr skugga um, hvort eins sé farið með hin atriðin eða ekki. Og rannsókn þess máls getur því að- eins talist sæmilega úr garði gerð, að hún sé fengin í hendurnar á sérstakri, óhlutdrægri nefnd. Að bankaráðið taki slíka rannsókn að sér, getur ekki talist sæmandi, þar sem það hefir samþykt og undirskrifað misfellurnar, enda mundi slík aðferð gefa tilefni til áframhaldandi renginga óg tor- trygni. 66. tölubl. Danir p flensborg! Kongurinn talar af sér. Danski sendiherrann hér hefir sent blöðunum svohljóðandi skeyti: „Dönsk íhaldsblöð hafa skýrt frá því, að hans hátign konungurinn hafi átt að segja við Christensen, ritstjóra Flensborg Avis, (við „de- monstration “ fyrir framan Ama- lienborg): „Þér getið verið rólegur um framtíðina. Mál yðar er í góð- um höndum. Eg er viss um að sá úrskurður, sem alþjóðanefndin og bandamannaríkin fella, mun falla yður og hinni dönsku þjóð í geð.“ í tilefni af þessu hefir fréttastofa Ritzaus sent út, 20. þ. m., svo- hljóðandi skeyti: „í tilefni af ummælum sumra blaða, viðvíkjandi því, hvað h. h. konungurinn hafi sagt, þegar „de- monstrationin" var við Amalien- borg, hefir Ritzaus fréttastofu verið falið að láta getið, að hans hátign hafi ekki sagt neitt, sem ekki var í samræmi við ákvörðun þá, sem ríkisþingið tók 12. marz.“ * * * Eftir þessu að dæma, lítur svo út, sem að bandamenn hafi þegar ákveðið aö Danir eigi að fá Flens- borg, og það hafi konungur vitað, en talað af sér, þar eð honum hafi orðið á að segja satt, þar sem ekki var til þess ætlast af honum. Roberts matvælaráðherra í brezka ráðaneytinu hefir sagt af sér. Hann sat í ráðaneytinu fyrir brezka jafnaðarmenn. Með starfi sfnu hafði hann unnið sér mjög mikla hylli bæði hjá féndum og vinum. En hann mun hafa farið úr ráðaneytinu sökum þess að jafnaðarmaðurinn Barnes hafði þá nýverið farið úr stjórninni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.