Alþýðublaðið - 28.03.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAG 28, MARZ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ffcjiltn WRssssi mmm ,.s>- ■ MÉIIIÍÍ I I y^^/Vy^K/0r UMRÆÐUEFNI Kjör vinnukvenna. Stúlkurn- ar, frúrnar, sólin og frídag- arnir. Bókaverzlun ísafold- arprentsmiðju. Sundlaugarn- ar. Jafnrétti kvenna við karl- raenn, atvinna giftra og ó- giftra. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. STAÐA vinnukonunnar er ekki öfundsverð í flestum tilfellum og sízt af öllu í hinum „fínni“ hús- um. þar sem vinnukonan er allt af látin finna það, að hún sé svo að segja utan heimilis. Þrátt fyrir þetta kvarta margar húsmæður mjög undan vinnukonunum og hefir það víst lengst af verið svo, að . vinnukonum . og . húsfreyjum hefir borið margt á milli. Nýlega fékk ég bréf frá vinnukonu og af efai þess að dæma, lítur út fyrir, að hún starfi í einu af hinum fínni húsum bæjarins. Bréf „Vinnu- konu“ er svohljóðandi:....... „ÉG FYLGIST alltaf með því sem þú skrifar í Alþýðublaðinu og er mjög hrifin af því, og sérstak- lega varð ég hrifin. þegar ég sá stungið upp á því, að flýta klukk- unni, það hefði auðvitað alltaf átt að hafa það þannig á sumrin, það er að segja, ef allir gætu þá notið sólarinnar, en það er bara eins og að þið hugsið mest um að húsmóð- irin eigi að njóta sólarinnar, en það er alveg sama. þó að við vinnu konurnar sjáum aldrei sól.“ „SUMAR OKKAR hafa auðvitað svokallaða frídaga, það er dálítið mikið í munni, þegar maður er að ráða sig í vist, og frúrnar segja „al.la fimtudaga“ og „annan hvern sunnudag", en það er bara þetta, að við fáum aldrei þessi frí fyr en við erum búnar að öllum verk- úhum, svo að frúrnar þurfi ekk- ert að gera, og venjulega komumst við út kl. 3—4 og eigum svo að koma inn kl. 6—7 og taka mat og koma krökkunum í rúmið og svo megum við auðvitað fara út. Ef þessar frúr lofa manni út á kveld- in, þá þykir þeim sjálfsagt sem þær hafi gert óttalegt góðverk, auðvitað láta þær mann aldrei fara út, ef að það gæti komið í bága við þtirra verkahring, sem er að mestu leyti að hafa boð eða vera í boðum.“ ,.ÉG ER ALVEG VISS um að það er engin atvinna eins ófrjáls og leiðinleg eins og vist, það er al- vég voðalegt fyrir stúlkur, sem þurfa eingöngu að vinna fyrir sér í vistum, þær fá ekki einn einasta heilan dag frí allt árið út í gegn, DAGSINS. mér fyndist ekki nema sanngjarnt að breyta þessu og láta okkur hafa að minnsta kosti einn heilan dag í mánuði. Ég er viss um að þá yrði betra að fá stúlkur í vist, og svo fyndist mér ekki nema sanngjarnt að frúrnar fengju að spreyta sig einn og einn dag á því að vera einar. þær hefðu bara gott af því, og þær mundu þá ekkx ætlast til eins mikils af okkur, ef að þær hefðu hugmynd um, hvað það er að vera vinnukona. en það breytast nú líkast til seint vinnukonukjör- in. og af hverju er það? Það er svo sem hægt að kenna okkur sjálfum um það. það er aldrei hægt að hafa nógu mikil samtök og stræka eins og á hverja aðra vinnu. Þetta er líka ekki eins og hver önnur vinna.“ . ÞETTA ER ALT GOTT og bless- að kæra mín. ”Frúrnar,“ sem þú talar ðm, ættu sannarlega að fá að reyna að taka til höndunum. En við megum hvorugt okkar gleyma fátæku alþýðukonunum, sem eru einar með hópinn sinn nótt og dag, þær hafa líkast til fá boð og þær sleikja ekki sólskinið. Sólin kemur ekki til þeirra, hvað mikið sem klukkunni er flýtt. Ólafur Hannesson skrifar mér nú á þessa leiö: „í GREIN ÞINNI í Alþýðublað- inu 17. marz í „Umræðuefni dags- ins“ segir „Eftirtektarsamur“ frá búðargluggum, í Austurstræti, sem voru þvegnir að utan og pússaðir að innan, Ég þykist vita að hér sé um Bókaverzlun ísafold- arprentsmiðju að ræða, þar sem engin önnur verziun hreinsaði glugga sína þennan umrædda morgun í Austurstræti, og vil ég þess vegna taka þetta fram: 1. Gluggarnir eru pússaðir að utan bæði kvölds og morgna á hverjum degi nema sunnudögum og öðrum frídögum. Þar að auki eru þeir þvegnir öðru hverju. 2. í hvert skifti, sem stilt er út í gluggana, eru þeir pússaðir að innan auk þess, sem þeir eru pússaðir (eða þvegnir) að utan. Þennan umrædda dag var verið að stilla út. Af þessu má sjá, að það er ekki nýtt, þótt að gluggarnir séu pússaðir. Að lokum vil ég óska þess, að ,,Eftirtektarsamur“ faki betur eftir næst. Virðingarfyllst. Ólafur Hannesson. Aðfinnsluseggur skrifar: „NÚ FER VORIÐ að nálgast. Sundlaugaferðir verða tíðari hjá mönnum. Margir kjósa heldur sund laugarnar en Sundhöllina, þegar veðrið fer að hlýna. Mjög finst mér sundlaugarnar vera að mörgu leyti óaðlaðandi og mér liggur við að segja sóðalegar. Viðgerð sú og bygging, er gerð var síðastliðið sumar var ágæt og alveg nauðsyn- leg, en margt hefir gleymst, og mætti þar með nefna hrákarennur í laugina, sem eru nauðsynlegar, og finnst mér ei, sæmandi að hafa það eins og nú er.“ „Kolskeggur" skrifar: „MÍG LANGAR TIL AÐ biðja um örlítið rúm í hinum ágæta bálki þínum; tilefnið er grein Ól- afs Friðrikssonar: „Jafnrétti kvenna." Ég er sammála Ólafi um það, að ekki sé hölt að sækja fyr- irmyndir um þessi mál til Þýzka- lands, fyr má nú rota en dauð- rota. Um hitt er ég honum alger- lega ósammála, a) að það sé rangt að víkja konu vinnandi manns úr stöðú. (svo að atvinnulaus maður, heimilisfaðir, fái tækifæri til að vinna fyrir sinni konu og börnum), og b) að það muni stuðla að fækk- un barneigna, ef konur hverfa úr stöðum sínum, er þær ganga í hjónaband." Maírósfðt, blússufðt eða jafeka- fðt, anðvitað úr FatabúOinni* Beztu og ódýrustu páskaegg- in fást í Confektbúðinni, Laugú- vegi 8. Útbreiðið Alþýðublaðið! Þau flugu yfir skóga og vötn, yfir höf og En efst uppi á festingunni skein máninn, stór lönd. Fyrir neðan þau glitraði hjarnið, úlf- og bjartur, og Óli horfði á hann þessa löngu arnir ýlfruðu og fyrir ofan þau görguðu vetrarnótt, en um daginn svaf hann við fætur svartar krákur. Snædrottningarinnar. „ÉG VIL SKÝRA þetta rxánar. Atvinnuleysið er staðreynd; — hundruð heimilisfeðra eru atvinnu lausir, þúsundir barna líða meiri og minni skort. Á sama tíma hafa fjölda mörg heimili tvöfalda fyrir- vinnu, og á þessum heimilum eru oft engin börn og sjaldan mörg (alveg gagnstætt því, sem Ólafur virðist halda) — og stafar þetta af þeirri einföldu ástæðu, að konan má ekki vera að því að sinna móðurskyldum vegna stöðunnar. Enda virðist það yfirleitt vera regla, að því betur sem eitt heimili er efnum búið, þess færri verða börnin.“ „ÉG TEK ÞAÐ FRAM. að það er fjarri mér að leggjast á móti svo sjálfsögðum hlut, sem jafn- rétti kvenna. En ég álít, að starfs- svið hinnar giftu konu sé fyrst og fremst heimilið. Það er enginn hlutur eðlilegri, en að konan við giftinguna hverfi frá metramálinu eða ritvélinni og snúi sér að bú- sýslu og saumaskap. Heimilið er fullkomin staða fyrir hverja konu, ég vil segja, göfugri og ábyrgðar- meiri staða en flestar aðrar. En fyrir því að heimili og heimilislíf sé nokkurs virði, er eitt skilyrði: að heimilisfaðirinn hafi vinnu. — Sé svo, þá hefir hin gifta kona enga réttmæta ástæðu til að kvarta og kveina yfir því. þó að hún hafi orðið að sleppa þeirri atvinnu, er hún áður hafði.“ „OG AÐ LOKUM: Eins og á- standið er nú í atvinmunálum, er það óþolandi, hve -atvinnumögu- leikarnir koma misjafnlega niður á heimilin. Hérna vinna hjón fyrir einu barni, þarna vinnur enginn fyrir fimm. Er nú ekki eitthvað athugavert við þetta? Mér finnst það. Og mér finnst lika ég sjá, hvernig leysa megi þetta litla dæmi — og ég skal ábyrgjast, að lausnin er rétt eins og sakir standa, hvað sem öllum „teorium“ líður. Ég tek af heilum huga undir með Ól. Friðrikssyni, er hann seg- ir: „Æðsta boðorð lífsins er að lifa. Við viljum að öll börnin lifi. Hannes á horninu. drottningin. — Nú kyssi ég þig ekki oftar, sagði hún, — því að þá myndirðu deyja. Óli leit á hana, hún var falleg, fallegra og gáfulegra andlit var varla hægt að hugsa sér. Honum sýndist hún ekki lengur vera úr ís.. Honum sýndist hún vera fullkomnunin sjálf, Þá fanst honum hann ekki vita nóg, og hann og hann var ekkert hræddur við hana. Hann horfði upp í hirningeiminn og hún flaug hátt sagði henni, að hann kynni hugarreikning upp fyrir skýin. Og stormurinn söng og það og það meira að segja með brotum. Hann var eins og hann væri að syngja gamlar vísur. sagðist vita, hvað landið væru margir fer- • kílómetrar, og hvað væru margir íbúar í landinu. Og hún brosti stöðugt. MAÐURINN SEM HVARF 11. ara, sjónhverfingamenn og loddara, eftirhermusnillinga og búktalara. Því var það sem honum hafði dottið Vanrot í hug, sem var mesti snillingur, sem hann hafði séð á því sviði. Hann gat suðað eins og býfluga, sungið eins og sagarblað, náð hinum einkennilegu og angurværu tónum Hawaiianskra gít- ara, — stælt smellina í kampavínstöppum og virtist geta tal- að óteljandi tungumál og mállýzkur með jafnmörgum röddum og tóntegundum. Þetta var því ástæðan til þess, að hann hafði beðið Char- lottu um að ná sambandi við búktalarann. Hann sat svona lengi í djúpum hugleiðingum og leit ekki Upp fyr en Charlotta alt í einu stóð fyrir framan hann. ,,Segið mér, — hafið þér annars borðað morgunverð í dag?“ spurði hún. Hann kom upp um sig með augnaráðinu, þegar hann leit á klukkuna og sá að hún var orðin nærri þrjú. Hann hafði setið lengi yfir hugsunum sínum. Svo leit hann í augu hennar. „Þér eruð sjálfsagt sjálfar að koma frá hádegisverðinum.“ Hún hristi höfuðið. „Ég hætti við að borða í dag. Ég átti að borða hádegisverðinn með ákaflega þreytandi manni, sem ég er alveg í ráðaleysi með að umgangast, og mér var ómögu- legt að fá mig til þess í dag.“ Hún tók ekki eftir gleðiglampanum, sem brá fyrir í augum hans, og því síður grunaði hana, að hann vissi hvað það þýddi, að hún hafði neitað þessum hádegisverði. Hún sá að hann var í geðshræringu, en skildi ekki hvers vegna. — Það var heldur ekki ætlun hans að láta hana verða vara við til- finningar sínar, en hann fann samt sem áður til gleði yfir því, að hún hafði neitað öðrum. „Ég er annars búin að finna þennan Vanrot,“ sagði hún svo. „Hann heitir réttu nafni Tish og býr í lítilli íbúð út í Bronx. Hann er bláfátækur.“ „Biðjið hann að koma hingað á skrifstofuna til mín' á morg- un og tala við mig,“ sagði Blake. AÐ minsta kosti hálft ár,“ hafði Vanrot ságt, þegar hann var búinn að fá að vita, hvað þessi einkennilegi nem- andi hans óskaði eftir að fá að læra. „Það er alt of langur tími.“ „En það er ekki hægt að gera þetta á styttri tíma. Það er jafnvel trúlegast, að sá tími nægi ekki.“ Blake b.rosti. ,,Ég er nú vanur því að vinna af kappi, ef ég sný mér að einhverju ákveðnu. Ef við nú t. d. verjum 12 tímum á viku , í þetta heima hjá yður, þar sem ekkert truflar. Hvað segið þér um það?“ Hann bauð svo háa borgun, að búktalarinn hrökk við. Svp mikla upphæð hafði hann ekki einu sinni vogað að láta sig dreyma um. En þó það væri freistandi, varð heiðarleiki hans yfirsterkari. „Það er að vísu langur tími. En þrátt fyrir. það þó þér takið 12 tíma á viku, verðið þér einnig að æfa yður milli tímanna. Og samt sem áður þori ég ekki að ábyrgjast, að það takist til fulls. En vitanlega geri ég alt, sem ég get. Blake lét Vanrot halda, að þessi auðugi nemandi hans ætl- aði að læra þetta og ýmsar smá-töfralistir til að nota í .sam- kvæmum og veizlum. Og þá var skiljanlegt, að hann óskaði eftir að enginn lifandi maður fengi vitneskju um það. Til þess væri leikurinn gerður, að koma að vinum sínum óvörum. Jim stundaði námið af kappi. Og það var ekki svo fjarri því, að hann fyndi til strákslegrar ánægju yfir því að geta t. d. gelt nákvæmlega eins og hundur eða náð hljóðinu í járn- brautarlest, sem æðir gegnum neðanjarðargöng. Margar nætur ráfaði hann einn í skógunum umhyerfis landsetur sitt og æfði sig þá í því að herma eftir mönnum eða dýrum, sem hann mætti, og alls konar hljóðum, sem- hann heyrði úti í náttúrunni. Þessar næturfarir fór hann þó ekki eingöngu til .þess að æfa sig, heldur. fann hann sig oft blátt áfram knúðan til að flýja höllina, ef hann átti ekki að missa stjórn á skapi sínu og misþyrma bæði Ilku og hinum ósvífna unga manni, sem dirfðist að misnota svo takmarka- laust gestrisni velgerðamanns síns. En eftir að veturinn gekk í garð og Blake flutti frá land- setri sínu til borgarinnar, hafði hann færri tækifæri til að æfa sig og afleiðingin af því varð, að hann þurfti að fjölga kenslutímunum heima hjá Vanrot. „Þér virðist ætla að læra meira á hálfu ári en nokkur annar, sem ég hefi haft reynslu af, hefir lært á tveimur ár- um,“ sagði kennari hans, þegar þrír mánuðir voru liðnir. Með hverjum deginum þessa mánuði fjarlægðist Blake meira og meira heimili sitt. Hugsunin um þá svívirðingu, sem honum var þar búin, og örvæntingin yfir því lífi, sem hann lifði í því umhverfi, ágerðist stöðugt. Öll hans hugsun stefndi nú að því eina takmarki að brjóta þá fjötra af sér fyrir fult og alt. En samtímis óx vinátta þeirra Charlottu og honum fór að verða sú hugsun nærri óbærileg að þurfa að skilja við hana. Þau augnablik komu oftar og oftar, sem honum virtist, að án hennar væri alt líf og öll framtíð hans dauði. Hann gat ekki lengur hugsað sér hið nýja umhverfi og nýja líf, sem hann ætlaði að skapa sér, án hennar. Hið ytra viðmót þeirra breyttist þó í engu. Þau unnu eins og tveir góðir vinir og félagar daginn út og daginn inn við hin margvíslegu störf, sem skrifstofunni bárust. En hann bauð henni oftar og oftar út með sér í frístundum þeirra og þeir tímar, sem hann dvaldi með henni, voru einu björtu stundirnar, sem hann átti. Henni var það fyllilega ljóst, að hann þjáðist mikið og að hann barðist einhverri innri baráttu, þó hann nefndi slíkt aldrei á nafn. Ög hann þorði ekki ennþá að trúa henni fyrir leyndarmáli sínu og óskum sínum. Og þó þráði hann ekkert heitara en að þau þyrftu aldrei að skilja og gætu verið sam- an hverja stund það sem eftir væri æfinnar. En hvernig gat nokkur maður beðið konu að fylgja sér út í svo tvísýn æfintýri, sem fyrir honum lágu, og ætlast til, að hún skifti svo að segja um tilveru? Ef hann hefði vitað, að hún elskaði hann, hefði hann ef til vill árætt að nefna það. En hann hafði eriga minstu ástæðu til að álite það. Það, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.