Alþýðublaðið - 13.04.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.04.1939, Blaðsíða 2
FIMTUÐAGINN 13. apríl 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ SiHurðnr Þorsteinsson: Þerlákshofn II. ISAFOLDARPRENTSMIÐJA hef ir enn þá einu sinni sent á markaöinn bók, sem hefir að geyma pjóðlegan fróðleik. Er pað annað bindi ritsins um Þorláks- höfn og verbúðalífið þar. 1 þessu bindi eru endurminn- ingaí Jóns frá Hlíðarenda, sem lengi var formaður í Þorláks- höfn, formannavísur o, m. fl., en skráð hefir Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli, höfundur fyrra bind is „Þorlákshafnar“, sem út kom á síðastliðrtum vetri. Það er senni lega ekki mikili gróðavegur um pessar mundir að gefa út bækur um slik efni, sem þessi bók fjall- ar um, en því meiri þakkir á framkvæmdarstjóri Isafoldarprent smiðju, Gunnar Einarsson, skilið fyrir að vemda á þennan hátt frá glötun gleymskunnar fróðleik um atvinnuþátt, sem í því sniði, sem frjá er skýrt í bókinni, er nú liðinn undir lok. Það eru karlar í krapinu, sem Jón frá Hlíðarenda man eftir og segir frá, hvort sem þeir hétu nú Páll í íragerði, Karel á Ás- gautsstöðum, éða Gísli í Vestri- Móhúsum, „útigangsjálkar allir saman“, sem lögðu í röð(ur í tví- sýni, án þess að kunna aðra sigl- ingáfræði en sjóferðabænina, tóku miðíh eftir draumspá í stað kompáss, hlóðu bátinn rígaþorski, sigldu heim í austanroki með rif- uðum brandauka og.aftursegliog voru ekki loppnir á stýrissveif- inni i lendingunni, enda drukku að jöfnu lýsi og brennivín í land- legum og hertu tennurnar á hrossákjötsáti. Þessir víkingar voru fyrirmynd Jóns í æsku hahs,- énda gerðist hann seinna meir hinn mésti sægarpur, hepp- inn förmaður og aflasæll. En Jón hefir ekk-i mikla trú á hinum nýmóðins véiðiaðferðum, telur aít bezt, éins og það var i gámla daga, freystir seigum axlaliðum betur én mótörum, hvort sem þeír heita Ðan, Diesel eða June Munktell, og er það fyrirgefan- legt gömlum manni, sem í endur- minningunni hefir miklað fyrir sér. afrek manndómsáranna. Bókih er fróðieg og skemtileg og frásögnin látlaus. (í) Súgandafjðrður. Eltir Pétur Sigurðsson. T^IL SUÐUREYRAR korn ég með póstbátnum laust fyrir hádegi 21. febr. s. 1. eftir mjög á- nægjulega dvöl bæði á ísafirði og í Bolungavík. Ég var að hugsa um að halda áfram og stanza ekkert á Suðureyri, því félagslíf og bindindisstarf Súg- firðinga er svo gott, að þeir bjargast vel án minnar aðstoðar. Ég fékk þó ekki að halda áfram. Klukkan 5 þennan sama dag sat ég mjög fjölmennan barnastúku- fund á Suðureyri. Næsta dag var ég svo beðinn að tala í hinni nýju og myndarlegu kírkju þeirra, þó nýbúið væri að messa. Ég kunni mætavel við bæði á- heyrendur og húsið, sem er Súg- firðingum til stórsóma. Þetta var kl. 5, en klukkan 8 flutti ég svo erindi í samkomuhúsinu fyrir fullu húsi ágætra tilheyrenda, en á eftir var fjölmennur stúku- fundur. Allmargt var af börnum bæði í kirkjunni og eins á seinni samkomunni; voru þau svo prúð og stilt, að það vakti sérstaka eftirtekt mína. Ég minnist þess ekki, að hafa orðið var við ó- kurteisa framkomu barna á Suð- ureyri, og er þó þéttbýlið mikið. Ekki veit ég hverju helzt skal þakka þetta, heimilum eða skóla, eða hvorutveggja, en vafalaust hefir hin ágæta barnastúka, sem undanfarin ár hefir starfað á Suðureyri, átt sinn góða þátt í þessu verki. Undanfarin ár hafði hún þann leiðtoga, sem allir ljúka lofsorði á, kennarann Jó- hann Þorvaldsson, sem nú er fluttur til Siglufjarðar, og sakna Súgfirðingar hans, og það ekki áð ástæðulausu. Þeir hafa nú fengið tvo nýja kennara, sem vænta má góðs af, og hafa þeir báðir gerst liðsmenn í bindindis- starfi þeirra á Suðureyri. Skóla- stjórinn er Guðmundur Daníels- son rithöfundur. Þótti mér vænt um að kynnast honum. Næsta kvöld flutti ég svo aftur erindi á Suðureyri, og var þá sömuleiðis ágæt aðsókn og prýði- leg stemning. Það er þó ekki fyrir þetta, að ég hrósa Súgfirð- ingum, því þess er víðar kostur. En Súgfirðingar eru fyrirmynd í mörgu. Ég hefi þegar minst á sJ V ■: mmmm ' : ; ■ ' 1 x . x B! ÉE| hW —* \V ? - W liililliiii :■ ■' , • 'ÍF , r' ' Xv V I U, ðMini / /• - > spg.es 4' ■ ■ iiiiwwiii i'ii n 11 o i o<i;i.i Hvað sagði umféðmingurinn? Á bröttum fjallstindi er gam- all kastali og sígrænar jurtir Snæ- drottningin. vefjast upp að múrum hans og teygja; sig upp að vegg- svölunum, og þar stendur lítil stúlka og :Hún er fegurri en nokkur hún beygir sig og horfir nið- rósin í garðinum. ur á veginn. Kemur hann ekki? Er það Óli, sem þú átt við?! spurði Gréta litla. Ég er bara að segja æfintýrið mitt, draum- • inn minn, sagði umfeðmingurinn. hið ágæta bindindisstarf þeirra. Þeir menn, sem helzt hafa foryst- una á staðnum, hafa verið svo samtaka og áhugasamir um slíkt menningarstarf og félagsmál, að á betra verður varla kosið. Þeir hafa nú fyrir skömmu stækkað samkomuhúsið, en hin nýja kirkja ber þó einna helzt vott um sam- tök þeirra og sérstakan dugnað. Þessi litli og fátæki söfnuður reisir hið vandaðasta guðshús skuldlaust. Hafa menn ekki hvar- vetna afsakað sig með kreppu?. Gátu ekki Súgfirðingar líka af- isakað sig með kreppu? Jú, vissu- lega,. og ekki síður en aðrir. Ég efast um, að kreppan hafi gengið öðrum þorpum mikið nær. En Súgfirðingar.. minnast aldrei á kreppu. Þeir eru æfinlega glaðir og kátir, þegar maður hittir þá, og fullir af áhuga fyrir ýmsu góðu og nytsömu. Slikt sálarlíf má sannarlega vera öðrum til fyrirmyndar. Maður kveður þetta fremur fátæka ,þorp ríkari en maður kemur þangað. Frá Suðureyri varð ég að leggja leiö mína yfir. Klofnings- heiði fil Önundarfjarðar. Ég lof- aði því, er ég fór, að taka mér fylgdarmann á Stáð, og átti hann aðrfylgja mér vestur af heiðinni. Ég er reyndar vanur að vera einn á ferð yfir fjöll, þótt ekki geti það talist nein sérstök varkárni, þVí það segir fátt af einum, Nú vildi svo til, að maðurinn var ekki heima, og enginn karlmaður á bænum, er gæti farið. Mér var illa við að leggja einn á-. fjallið, því bæði gat verið snjóflóðahætt og einnig harðfenni á fjallinu, en að, snúa við aftur inn á Suður- eyrf var lika ilt, því leið sú er ógreið og leiðinleg. Nú sá ég hve bagalegt það getur verið, að ekki er sími á prestsetrinu. Það getur stundum verið alófært fnn á Suðureyri, J)ó leiðin sé ekki nema um 5 km., því vegurinn liggur inn fjörur undir klettum og gengur særokið stundum á land upp, svo að öfært er. í Dalnum eru þrjár jarðir og fimm búendur. Og þó svo færi, að prestssetrið yrði flutt inn á Suð- ureyri, þá virðist hin mesta.nauð- syn á síma á Stað, því vegalengd in er þó aldrei nema um 5 km. Væri full ástæða til að athuga þetta nánar. Mér tókst þó að ná í fylgdar- mann frá insta bænum í dalnum Veturliði Guðnason heitir hann. Á því græddi ég það, að ég fékk ,að kanna nýja leið. Hann var hálfhræddur við snjóflóð og tók því það ráð að ganga beint upp á fjallsöxlina yzt í dalnum að austanverðu. Það var heilmikil brattganga og harðfenni töluvert, en bóndi var fótviss og með góð- an broddstaf, og auðvitað fetaði ;ég í fótspor hans. Það hefði ekki verið neitt þægilegt að hrapa niður. Uppi er fjallseggin skörp, og verður maður að þræða hana góðan spöl inn á fjallið. Snar- bratt er vestur af, og má maður helzt aldrei fara 3—4 fet til hægri eða vinstri. Við héldum svo inn eftir fjallinu og inn fyrir dalinn, og auðvitað gerðist ekkert sögulegt, Við skildum þar, sem vörðurnar tóku við á heiðinni og héldum hvor sína leið. Þetta hefði verið hin bezta skemtiganga ef veður hefði verið bjart. Skíða- færi var heldur ekki gott. Það var ekkert undarlegt, þótt menn legðust út í gamla daga, því á fjöllum uppi er friðsælt, þótt stundum blási þar kalt, og far- sælustu lifi hafa þeir menn oft lifað, sem búið hafa í skjóli fjall- anna og alist upp við tign og mikilleik þeirra. Það var ekki aðeins Davið, hinn hælislausi konungur, sem horfði til fjall- anna með guð í huga. Hjóneband. A laugardaginn voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Þórunn Sigurðardóttir og Steingrímur R. Guðmundsson málari. Heimili þeirra er á Bergþórugötu 35. Auglýsið í Alþýðublaðinu! ffl Maðurinn sem hvarf 18. lotta við hlið hans brosandi og róleg, þrátt fyrir það, hvemig henni var innanbrjósts. — Hún hafði fyrir löngu gert sér ljóst, að framkomá hennar hafði sefandi áhrif á taugar hans. Hann hafði ekki éins mikið vald yfir taugakerfi sínu eins og hún, en vann verk sitt eins og vél en með einhverri ákefð eins og hann vildi aðeins hugsa um að ljúka því af sem fyrst. — Og þennan morgun var það, sem hún aftur og aftur varð þess vör að hann fylgdí hverri hreyfingu hennar með augunum, ef hann hélt áð hún veitti sér ekki eftirtekt. Og ef hún leit í augu hans á slíkum augnablikum, var þar enga þreytu að sjá, heldur eitthvað heitt og sterkt, sem vakti óróa í blóði hennar. Seinast stóðst hún ekki þessa raun lengur, en gerði sér eitthavð til er- indis fram á fremri skrifstofuna, til þess að jafna sig og ná valdi yfir taugastyrk sínum. Þegar hún kom inn fyrir aftur sá hún að hann einblíndi á dyrnar, sem hún hafði farið út um og hún hafði á tilfinning- unni, að þannig hefði hann setið og starað á dyrnar þess- ar 5 mínútúr meðan hún var fyrir framan. Hún píndi sig til að spýrja i venjulega rólegum róm, hvort það væri nokkuð fleira, sem hann óskaði eftir. „Og þér, Charlotta, spyrjið mig að því,“ svaraði hann og röddin var einkennileg, eins og hún kæmi úr fjarska eða eins og hann væri mi'lli svefns og vöku. „Hafið þér gleymt ... .“ Hin ósögðu orð riðu henni að fullu. „Nei, nei, segið þér ekki meira,“ stundi hún með hálfkæfðum ekka, „ég þoli það ekki.“ Hann rétti úr sér í stólnum: „Fyrirgefið mér. Ég ætlaði ekki að særa yður með því að rifja þetta upp. Yður fellur þungt að ég minnist á þetta.“ „Alltof þungt,“ svaraði hún ósjálfrátt og af allri sál sinni. Svo beið hún þess, sem myndi koma, í svo mikilli geðshrær- ingu, að hún þorði varla að anda.--Ef hann léti nú stjórnast af tilfinningum sínum, sem logað höfðu í augum hans allan morguninn, ef hann nú, á þessu augnabliki, léti þrá sína og ástríðu hafa yfirhöndina og tæki hana í faðm sér En hann sagði aðeins: „Það var ekki ætlun mín. Ég skal reyna að varast þetta betur í framtíðinni.“ Það var ekki fyr en um kvöldið að þau skiftust á orðum. Hann hafði lengi setið í djúpum hugsunum og virt hana fyrir sér. Alt í einu sagði hann: „Ég er hræddur um að þér séuð ekki heldur hamingju7 söm, Charlotta.“ „Og þó svo væri. Hvaða þýðingu hefði það.“ „Jú, það hefir mikla þýðingu. Fyrir mig er það svo að segja lífið sjálft.“ „Ég dey varla af því,“ svaraði hún snöggt. — Ósjálfrátt varð henni að segja þetta í sama tón og stelpa á skólaaldri. „Nei, maður deyr ef til vill ekki af þesskonar,“ svaraði hann alvarlega. Svo þagnaði hann skyndilega. — „Nú, klukk- an er þá orðin 6. — Eruð þér að fara?“ „Nei, ég á ofurlítið eftir ógert,“ svaraði hún. Löngu eftir að hann var farinn, sat hún í þungum hugs- unum. Svo stakk hún nýju blaði í ritvélina en hló ofurlitlum vandræðahlátri um leið. Nei, þesskonar skrifaði maður ekki á ritvél. Það, sem hún mátti til með að segja Jim Blake gat hún ekki skrifað á þann hátt eins og venjulegt verzlunarbréf. Hún tók upp fallega pappírsörk og skrifaði á hana með Tn'nní rólegu og áferðarfallegu rithönd sinni: „Ef þér 1 raun og veru þarfnist mín og ef þér eruð vissir um, að ég geti veitt yður þairn frið og gleymsku, er þér þarfnist, þá er ég reiðubúin til að fylgja yður hvert sem þér óskið og hvenær sem þér viljið. — Þér skiljið hvað það segir: Ég elska yður.“ Hún lét bréfið í umslag, lokaði því og læsti svo niður í skrif- borðsskúffu sína. Ef til vill mundi hún -aldrei senda þetta bréf af stað. — Hún reyndi meira að segja til að telja sjélfri sér trú um að hún myndi aldrei gera það. Og þó sá hún si£ jafnframt í huganum leggja bréfið á skrifborð hans og henni fanst hún sjá augu hans blika þegar hann opnaði það og færi að lesa það, sem hún hafði skrifað. AÐ leið langur tími þangað til Jim Blake fékk svar við bréfi sínu frá dr. Grimshaw. Hann var við að tapa þol- inmæðinni, þegar loks kom .bréf frá sérfræðingnum í Omaha. Dr. Grimshaw krafðist margvíslegra trygginga áður en hann tæki málið til athugunar. — Jim Blake fanst ekki hann geta gefið sér tíma til að fara til Omaha nú þegar. — í stað þess hringdi hann dr. Grimshaw upp. — Læknirinn lagði fyrir hann hverja spurninguna á fætur annari og sumar svo ein- kennilegar og að því er virtist málinu algerlega óviðkom- andi, að Blake gáf ékki dulist að læknirinn hafði mjög illar bifur á honum og ósk hans. Loks kom lokaspurningin hjá doktor Grimsháw: „Hvers vegna óskið þér að breyta útliti yðar?“ „Það éru algerlega persónulegar ástæður, sem liggja til þess.“ „Hm! — Það skýrir ekki málið mikið.“ „Hvað kostar svona læknisaðgerð mikið?“ „10 000 dollara, ef ég á annað borð tek þetta að mér.“ „Er þá alt innifalið í því?“ spurði Blake. „fingur, hár, augu, andlitsdrættir o. s. frv.“ „Já,, alt að röddinni og hreyfingunum undanskilið. Það til- heyrir ekki okkar verksviði.“ „Það skal ég einnig sjálfur sjá um,“ svaraði Blake og skifti svo fljótt um rödd, að það lá við að doktor Grimshaw misti heyrnartólið úr hendinni. — Áður en hann hafði f-yllilega náð sér aftur, hélt Jim Blake áfram með hinni venjulegu rödd sinni: „Hvað haldið þér að þetta myndi taka Iangan tíma alt í alt?“ „Fjóra til fimm mánuði, — ef ég ... ; „Fyrir( 1. oktéber munuð þér hafa fengið greiddar 10 þús- undír : dollara í söðlem.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.