Alþýðublaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGINN 19. apríl 1939 HGAMLA BSO „þegar lífið er leikur!“ (MAD ABOUT MUSIC.) Bráðskemtileg og hrífandi söngvakvikmynd frá UNI- VERSAL PICTURES. Að- alhlutverkið syngur og leikur hin yndislega 16 ára söngstjarna DEANNA DURBIN, er allir kannast við úr söngmyndinni: „100 menn ein stúlka.“ | Sýnd kl. 9. ISíðasta sinn. Saltkjöt Nýtt 6ræameti Kjöt & Fiskur Sfmai' 3S28 og 4764. M.s. „Laxfoss“ fer ttl Breiðafjarðar laugardaginn 22. þ. m. Viðkomustaðir sömu og áður. Flutningi veitt móttaka föstu- daginn 21. þ. m. Samkoma veröur haldin í fríkirkjunni í Hafnarfirði 1. sumardag kl. 5 e. h. 1. Söngur. 2. Erindi um drauma: Hr. kenn- ari Einar Loftsson. 3. Orgelsóló. 4. Erindi: Stud. theol. Pétur Ingjaidsson. 5. Söngur. Aðgangur kr. 1,00. STJÖRNIN I. O. G. T. ST. FRÓN nr. 227. Fundur annað kvöld kl. 71/2. Upptaka nýrra félaga. — Sumarfagnaður: Að loknum fundi, kl .9, hefst sum- arfagnaður með kaffisam- drykkju, og verða skemtiatriði pessi: 1. Sumri fagnað. 2. Pí- anósóló. 3. Upplestur. 4. Leik- ið á sög. 5. Orðaleikur. 6. List- danz. 7. Leiksýning. 8. Danz. Er sumarfagnaður þessi sér- staklega ætlaður sem kynning- arkvöld fyrir félaga stúkunnar. Frónsfélagar, fjölmennið og mætið annað kvöld kl. 71/2 stundvísloga. Húsinu verðuv lokað kl. 10. Valur og K. R. keppa n. k. sunnudag í 'þremur aldursflokkum, hálftima í öðrum og þriðja flokki og klukkutíma í meistaraflokki. Kept verður um fagran silfurbikar, er einn vel- unnari félaganna hefir gefið. —- Keppnin hefst kl. 2. Þýzki sendikennarinn Wolf-Rottkay flytur háskóla- fyrirlestur með Ijósmyndum: „Vom Meer bis zu Deutschlands Alpenzinnen“ kl. 8 í kvöld. Féliosmena KRON Útborgun tekjuafgangs hefst næst- komandi mánudag á eftirfarandi stöðum: f Beykjavik: Skólavörðustig 12 (skrif stofunni) f Hafnarfirði: Strandgötu 28 f Keflavík: Sölubúð KR0N í Sandgerði: Sölubúð KRON Borgað verður út alla virka daga nema laugardaga. Útborgunartími I Reykjavík er kl. 4 tll 5 e. h. Utanfélagsmenn, sem eru að vinna stg inn í félagið verða afgreiddir strax eft- ir næstu mánaðamét. Endurgreitt verður: Til peirra sem eiga kr. 300.00 og meir a i stofnsjéði 4% og 3% í stofnsjéð. Til peirra sem eiga undir kr. SOO.oo I stofnsjéði 2% og 5° 0 í stofnsjéð, Ferðafélag Islands áformar að byrja skemtiferðir sínar á þessu ári á samardaginn fyrsta og ráðgerir að fara tvær ferðir: Skiða- og gönguför á Esju. Farið í bílum upp í Kolla- fjörð og gengið upp hlíðina um Gunnlaugsskarð og hæst á Esju. Skíðabrekkur eru ágætar bæði austan við Hátind og norðan í fjallinu og i björtu veðri er á- kaflega víðsýnt (Hátindur 909 m.) Hin ferðin er gönguför á Valhús- hæð, en þar er útsýnisskífa F. I. Verður hún sýnd og lýst fjalla- hringnum kringum Reykjavík. — Þeir, sem verða meÖ i ferðinni, safnist saman á Lækjartorgi kl. 1 e. h. og verður gengið fram og til baka fram á nes. — Farmiðar að Esjuförinni seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, til kl. 6 í kvöld og lagt af stað um morguninn kl. 8. f DAG. SÖLUSAMBANDIÐ. Frh. af 1. síSu. Jóhann Jósefsson alþingismaður, Sigurður Kristjánsson alþingism. Ólafur Jónsson útgm. Sandgerði. Fjórir þeir fyrst töldu áttu sæti í hinni frá farandi stjórn. Jón Árnason þá sem telnefndur af ríkisstjórninni. Þeir, sem áður áttu sæti í stjórn S. í. F. og kosnir voru af aðalfundi, en náðu nú ekki kosn- íngu, voru Helgi Guðmundsson bankastjóri, og Ólafur Einarsson útgerðarm., Hafnarfirði. Atvinnu- málaráðherra á rétt til að skipa tvo menn í stjórnina. Voru áöur skipaðir af honum Jón Árnason og Jónas Guðmundsson. Blaðinu er enn ekki kunnugt, hvort hinn nýi atvinnumálaráðherra, Ólafur Thors, muni nota sér þessa heim- ild og þá ekki heldur hverja hann muni skipa. Nefndarskipun. Samkvæmt til- lögu Sveinbjarnar . Árnasonar voru kosnir í nefnd til að athuga hvernig draga mætti úr kostnaði við útgerðina og gera tillögur um Innkaup henni til handa, þeir Kristján Einarsson, Hafsteinn Bergþórsson, Sveinbjörn Árnason, Ólafur Auðunsson og Ingvar Vil- hjálmsson. Endurskoðendur voru kosnir Björn Steffensen og Sveinn Bene- diktsson. Fundarlok. Benedikt Sveinsson bókavör.ður stjórnaði fundinum, og þegár allar kosningar voru Um garð gengnar gaf fundarstjóri Magnúsi Sigurðssyni orðið, og sleit hann fundinum með stuttri ræðu. HARMAGRÁTUR HÉÐINS. Frh. af 1. síðu. an H. V. talaði, lék sauðarlegt bros um andlit Einars Olgeirs- sonar, en Br. Bjarnason horfði í gaupnir sér. H. V. tilkynti, að hann myndi bera fram van- traust á stjórnina, en það lá þó í orðum hans. að það væri þó þýðingarlaus verknaður. Virtust kommúnistar líta á sig sem sigraða, þýðingarlausa menn, enda er það eðlilegt. Stuðningur Sjálfstæðisflokks- ins við þetta fólk hefir gert það að því, er það er, og ef það missir þann stuðning er það bú- að að vera. En nú er eftir að sjá, hvort stuðningur sá heldur áfram. Gísli Sveinsson fann sig í gær knúðan til að taka sig út úr og gefa sérstaka yfirlýsingu í þing- inu fyrir sjálfan sig og þá, í þingflokki Sjálfstæðismanna. sem hafa verið andvígir sam- starfi um þriggja flokka stjórn. Má þetta teljast næsta óviðeig- andi, þar sem flokkurinn í heild hefir gengið til þessa samstarfs, þó einhverjir kunni að vera þar óánægðir, því forystumenn flokksins og blöð hans hafa lýst því yfir, að þau vilji sýna stjórn- inni fullan stuðning og velvild. Er yfirlýsing G. Sv. svo: ,,Sá hluti Sjálfstæðisflokks- ins, sem hafði tjáð sig andvígan myndun samstjórnar þriggja flokka á þessu þingi, á þeim grundvelli, er varð að niður- stöðu í samkomulagsumleitun- um þeim, sem fram fóru milli flokkanna, hefir eftir atvikum gengið inn á. að maður af hans hálfu, taki sæti í ríkisstjóminni, í þeirri von, að með því mætti fremur takast að ráða bót á ýmsu því í stjórnrfari lands- ins, sem flokkurinn telur að mjög aflaga hafi farið á undan- förnum árum, enda skoðar hann þessa stjórnarmyndun sem til- raun, er hlýtur, ef hún mistekst, að leiða til samvinnuslita." Engar umræður urðu um yf- irlýsingu þessa. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra þakkaði Skúla Guð- mundssyni vel unnið starf 1 ríkisstjórninni. Má og fullyrða að Sk. G. hefir eflst að vin- sældum meðan hann var ráð- herra, þó að mörgum hafi e. t. v. fundist að hann væri nokkuð knappur í atvinnubótum. Næturlæknir er Kristín Ólafs- dóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næíurvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. OTVARPÍÐ: 19,20 Þingfréttir. 20,15 Kvöldvaka háskólastúdenta Ávörp og erindi, söngur, upplestur, gamanpáttur. 21,45 DanzlÖg. Telpa verður fyrir bíl og lærbrotnar. Um kl. 3 i gær varð pað slys, að priggja ára telpa varð fyrir bíl og lærbrotnaÖi. Slysið varð á. Sjafnargötunni fyrir framan húsið nr. 9. Hafði billinn staðið par kyr og var telpan að leika sér í kringum h'ann. Þegar bíllinn fór af stað, ók hann yfir lærið á telpunni og brotnaði pað. Telpan var flutt á Landsspítalann. Hafnarfjörður. Félög Alpýðuflokksins í Hafn- arfirði halda sameiginlegan fund og kaffikvöld í bæjarpingssaln- jum í kvöld kl. 8Ví Alþýðublaðið kemur út snemma í fyrramálið. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 7 í kvöld. Blaðið kemur ekki út á föstudag. Talkór F. U. J. hefir æfingu í kvöld kl .8V2 á venjulegum stað. Skíða- og skautafélag Hafnar- fjarðar fer í skíðaferð á Bláfjöll í fyrramálið kl. 8V2, ef veður leyf- ir. Farmiðar séu sóttir í verzlun Þorvaldar Bjarnasonar. Skíðaf ör. K.-R.-ingar fara í skála sínn í kvöld. Lagt verður af stað frá K.-R.-húsinu kl. 8. Sigríður Björnsdóttir kaupsýslukona, Aðalstræti 12, andaðist á Landsspítalanum á laugardaginn eftir sex vikna Iegu. Hún var aðeins rúmlega fimtug, en hafði um langt skeið rekið verzlun Augustu Svendsen hér í bæ. Sigríðúr var dóttir Björns heitins Jenssonar mentaskóla- kennara. Norsku ríkiserfingjahjónin lögðu í gær af stað frá Oslo í för sína til Ameríku. Voru pau kvödd með mikilli viðhöfn af Há- koni Noregskonungi og sendi- herrum erlendra ríkja. Þau fara rakleiðis til New York, og verður par tekið á móti peim af borgar- stjóra og borgarstjórn. FO. Finska þingið hefir gefið stjórninni víðtækt umboð til pess að gera alls kon- ar varúðarráðstafanir, ef til ófrið- ar kæmi. FO. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Afh. af sr. Sigurjóni Guð- jónssyni kr. 300.00 í bygging- arsjóð kirkjunnar frá X-f-Y-t-Z. Innilegar þakkir. Ól. B. Björns- son. Norðmenn eru um þessar mundir að láta smíða tvö ný herskip og kaupa nú erlendis. bæði flugvélar og torpedóbáta. FO. Hinni nýju ríltisstjórn er yf- irleitt vel tekið, hún á líka því láni að fagna, að hinir fáu and- stæðingar hennar nú eru gjör- samlega þýðingarlausir. Menn vilja bíða með dóma sína. gefa henni starfssvið, eins og Þor- steinn Briem sagði í gær. — Viðfangsefni hennar eru mörg og erfið. Allt veltur á því, að ráðherrarnir kunni að yinna saman. ugu hxskibollur, Fiskigratin, Fiskibúðingar, Fiskisúpur. Alt úr einum pakka manneldismjöli. Fæst í öllum matvöruverzlun- um. Heildsölubirgðir hjá Dragta- og káputau, fóður, tölur og tillegg, nýkomið. Saumastofa Ólínu og Bjargar, Ingólfsstræti 5. _ 153! NýiA BiO ES Djarft teflt í Mr. Moto!| Óvenjulega spennandi og i vel samin amerísk leyni- lögreglumynd frá Fox. AS- alhlutverkið, hinn slynga leynilögreglumann, Mr. Moto, leikur hinn heims- frægi „karakter“ leikari: Peter Lorre. Aukamyndir: Talmynda- fréttir og Uppeldi afburða hesta. Amerísk fræðimynd Isem allir hestaeigendur og hestavinir hafa gagn og Igaman af að sjá. Börn fá ekki aðgang. Brídge^kepni Vegna veikindaforfalla nokk- urra þátttakenda verður keppn- ínni, sem fara átti fram á morg- un, frestað um óákveðinn tíma. 1 herbergi til leigu í Hafnar- firði. Upplýsingar gefur Guð- mundur Jónasson, Vörðustíg 3, Hafnarfirði. NEFNDIN Auglýsið í Alþýðublaðinu! VARUM DANSLEIKDR f K. R.*liifs!isii i kvllld. t kvöld leika hlsa- I ar visssæliB Ss!|ém« sveitii* Hljómsveit K. R^hdsglns. Hljémsveit Hótel kr. 1.7 Fagnið hinu nýja sumri ágætu hljómsveitum R.«húsimi. Stúdenfaíélag Rcyfojavifeiir. Daas eik og soiarfagrji heldur Stúdentafélag Reyhjavíhur að Hótel Borg í kvöld. Frjálst borðhald frá hl. 7,30. (Borð pantíst á hótelínu) * Ýms skemmfíafríðL Stimrí fagnað kl. 12. Aðgöngumiðar seldír í dag hjá Sígf. Eymund en og víð ínngangínn. Hátíðarbúníngur, Sf)órnin< Fyrsti sumardBgur. Það er gamall og góður siður að gete sumargjöf. En góð bók er gagnleg og skemtileg sumargjöf fyrir unga og gamla. Munið eftir þessum bókum: Úrvalsljóðin. Út er komið Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thor- arensen, Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein og Ben. Gröndal. Ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar.. Ljóð Einars H. Kvaran. Björn á Reyðarfelli. ísland, ljósmyndir af landi og þjóð. Kertaljós (ljóðabók Jakobinu Johnson). Læknirinn, íslenzkir þjóðhættir (örfá eintök, sem komið hafa utan af landi). Bókaverzl. isafoldarprentsmiójn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.